Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 19. september 1987 w w KVIKMYNDAHATIÐ LISTAHATKIAR 1987 í Laugarásbíói 19.—27. september. 8. kvikmyndahátíð Listahátíðar verður í Laugarásbíói dagana 19r 27. sept. n.k. Sýndar verða um 30 myndir frá 17 löndum. Gestir á Kvikmyndahátíð verða pólski leikstjórinn Krzysztof Zan- ussi, franski rithöfundurinn og leikstjórinn Alan Robbe-Grillet, finnsku leikstjórarnir og bræðurnir Aki og Mika Kaurismáki og ítalski leikstjórinn Ettore Scola, sem verð- ur viðstaddur opnun hátíðarinnar og við það tækifæri verður sýnd mynd hans Maccheroni. Scola ætti að vera gestum síðustu kvikmynda- hátíðar að góðu kunnur, því hann er höfundum myndarinnar Le Bal, sem þá var einna vinsælust. Nýjung í miðasölu Á hátíðinni í haust verða sýning- ar frá kl. 15 til 23 á hverjum degi. Fyrir utan venjulega miðasölu í Laugarásbíói verður forsala á mið- um í söluturninum á Lækjartorgi frá kl. 10-17. Þar verða seldir miðar á sýningar næstu daga og á sýning- ar sama dags til kl. 13:00, en þá fær- ist miðasalan fyrir hvern dag inn í Laugarásbíó, miðasala byrjar kl. 14.00 og sími er 32075. Einnig verður hægt að panta miða fyrir hádegið í Laugarásbíói i síma 38150 nokkra daga fram í tím- ann. Dagskráin. Ekki verður gefin út heildardagskrá um sýningar á Kvik- myndahátíðinni, þar sem reynslan hefur sýnt að slík dagskrá vill riðl- ast. í stað þess verður gerð 5 daga dagskrá í fyrstu, sem gildir frá 19r 23. september og síðan önnur, sem gildir frá 24r27. sept. Hvað varðar íslenska þátt hátíð- arinnar í ár, var tekin upp sú ný- breytni að efna til samkeppni um handrit að stuttum kvikmyndum. Valin verða 3 handrit og leggur listahátíð fram jafnvirði 850.000r króna til framleiðslu hverrar mynd- ar. Til að standa straum af kostnaði hefur Listahátíð fengið styrk úr Kvikmyndasjóði og leitað til ýmissa aðila, sem hafa brugðist vel við. (Búnaðarbankinn, Flugleiðir hf., Rikisútvarpið-Sjónvarp, Hans Pet- ersen og Kodak, sem Ieggja til film- ur og John Ankerstjerne A/S, Film Lab í Danmörku, en þar hafa einar 15 ísl. kvikmyndir verið unnar í lokavinnslu á síðustu 6-7 árum.) Áætlað er að sýna myndirnar næsta vor í tengslum við Listahátíð 1988. Tilgangurinn með þessari sam- keppni er m.a. sá, að leita uppi höf- unda„ sem geta skrifað fyrir kvik- myndir og jafnframt að veita öðr- um, sem þegar hafa skrifað á þess- um vettvangi, aukin tækifæri. Stuttmyndin er valin af ýmsum or- sökum. I fyrsta lagi krefst stutt- myndin, líkt og smásagan, hnit’mið- aðrar frásagnartækni. Hún er þess vegna kjörinn vettvangur fyrir þá, sem vilja þreifa sig áfram á þessu sviði og öðlast aukna reynslu í kvik- myndagerð. I öðru lagi hefur stuttmyndinni, sem tjáningar- og listformi, verið alltof lítill gaumur gefinn í langan tíma. Skýringin er að sjálfsögðu sú, að stuttmyndin á undir högg að sækja á markaðnum, þar sem lítil von er til að endurheimta kostnað- inn. Cöme and see Den frusna leoparden Einstakar myndir Fyrst ber að nefna RAN eftir Ak- ira Kurosawa, en jafnframt verður sýnd mynd Chris Markers, A.K., sem sýnir Kurosawa við upptökur á RAN og lýsir fæðingu þessa meist- araverks. Chris Marker er vel þekktur fyrir fjölda heimilda- mynda og stuttmynda, auk þess sem hann hefur unnið með mörgum helstu leikstjórum Frakka, s.s. Res- nais, Godard, Lelouch, Varda ofl. Frá Japan verður einnig sýnd fyrsta mynd leikstjórans Yojiro Takita, Comic Magazine (Hasarmynd 1986), en þessi mynd er grimm ádeila á æsifréttamennsku og bygg- ir á raunverulegum atburðum, sem áttu sér stað í Japan 1985. í Taiwan var talað um „byltingu“ og „ný- bylgju“ innan kvikmyndagerðar fyrir 3-4 árum og fremstir í flokki voru leikstjórarnir Edward Yang og Hou Hsiao-hsien. Nýjar myndir eftir báða þessa höfunda verða sýndar á hátíðinni: Hryðjuverka- menn (Konbu Finze 1986) eftir Yang hlaut önnur verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Locarno nú í ágúst og The Time to Live and the Time to Die (Bernskuminningar 1985) eftir Hou hefur verið lýst sem meistaraverki. Svo vitnað sé í orð breska gagnrýnandans, Derek Mal- colm: „Engin mynd sem ég hef séð á þessu ári hefur haft meiri áhrif á mig en þessi frábæra saga um upp- vöxt ungs manns í Taiwan. ...Ein- faldleiki myndarinnar, hlýja og skilningur og fullkomin stjórn lýsir leikstjóra á heimsmælikvarða.“ New York hefur allt frá því um 1950 verið gróðurreitur fyrir unga, sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn og á allra síðustu árum hafa nokkr- ir slíkir vakið mikla athygli. Einna þekktastur er trúlega Jim Jarmush, en tvær fyrstu myndir hans hafa báðar verið sýndar hér, „Perman- ent Vacation" (á sérstakri kvik- myndaviku) og „Stranger than Par- adise“. Á hátíðinni verður sýnd sú þriðja og nýjasta, Down by Law (Undir fargi laganna). Spike Lee vakti á síðasta ári mikla athygli í Bandaríkjunum með fyrstu mynd sinni She’s Gotta Have It (Hún verður að fá’ða) og verður þessi mynd einnig sýnd á hátíðinni. Lee hefur verið nefndur „hinn svarti Woody Allen“, en þessi mynd hans gekk svo vel i Bandaríkjunum, að hann hefur nú gert samning um gerð þriggja annarra kvikmynda. Þriðja myndin er Home of the Brave (Heimili hinna hugrökku), sem er leikstýrt af söng- og fjöllista- Myndirnar w a hátíðinni konunni Laurie Anderson, en myndin lýsir einum hljómleikum og öðrum uppákomum hjá Laurie. Úr gagnstæðri átt, frá Rússlandi, eru væntanlegar tvær myndir, The Legend of the Suram Fortress (Sag- an um virkið Souram, 1984) er leik- stýrt af Dodo Abashidze og Sergei Paradjanov, og er þetta fyrsta mynd Paradjanovs eftir 15 ára baráttu við kerfið, útskúfun og fangelsisvist í 4 ár. Ef ti! vill muna einhverjir eftir „Shadow of our forgotten Ancest- ors“ (1964), sem hér var sýnd á sín- um tíma, en erfiðleikar Paradjan- ovs hófust einmitt, þegar sú mynd fór að vekja athygli utan Rússlands. í kjölfar þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað um allt sovéska stjórn- kerfið, og með vali Elem Klimovs sem forsvarsmanns sovéskra kvik- myndagerðarmanna, fær Paradja- nov vonandi vinnufrið í framtíð- inni. Elem Klimov er álitinn einn af bestu leikstjórum Rússa og stað- festi hann það álit með nýujustu mynd sinni, Come and See (Komið og sjáið, 1985), en þessi mynd verð- ur einnig sýnd á hátíðinni. Af lýs- ingum að dæma er myndin ekki fyr- ir mjög viðkvæmt fólk, en hún lýsir grimmdarlegum hernaði Þjóðverja gegn Rússum, rétt austan við pólsku landamærin, 1943. Meira en 620 þorp voru jöfnuð við jörðu og yfir 100.000 Rússar stráfelldir. Af ýmsum talin besta stríðsádeila til þessa. Frá Frakklandi eru væntanlegar fimm myndir. L’Amant Magnifique (Yndislegur elskhugi, 1986) er önnur mynd Al- ine Isserman, en fyrsta mynd henn- ar, Le destin de Juliette (Örlög Júlíu), var sýnd hér á kvikmynda- hátíðinni 1984. Isserman fjallar hér um ástríðufullt samband konu og manns, sem er fyrirfram dæmt til að mistakast, — og hún gerir það að sömu næmni og persónulegri túlkun og kom fram í fyrri mynd- inni. Désordre (Ringulreið, 1986) er fyrsta mynd Olivier Assayas, og segir frá nokkrum vinum, sem lang- ar til að stofna hljómsveit. Vegna peningaleysis er ákveðið að brjótast inn í hljóðfæraverslun, en fyrir slysni fremja þau morð í leiðinni. Skyndilega gjörbreytist líf þeirra og þó að lögreglan gruni þau ekki, geta þau aldrei losnað undan minning- unni um verknaðinn. Le Rayon vert (Græni geislinn, 1986) er fimmta mynd Eric Rohm- ers í þeim flokki mynda, sem hann kallar „Comédies et Proverbes". Samkvæmt lýsingum gagnrýnenda er Rohmer hér í góðu formi og myndin „hrein unun“. Eftir Alain Robbe-Grillet verður sýnd La belle captive (Fönguð feg- urð) og hin rómaða mynd eftir Al- ain Cavalier, Thérése (Teresa), verð- ur sýnd með enskum texta. Frá Ítalíu kemur Ginger og Fred (1986) eftir meistara Frederico Fell- ini. Hér lýsir Fellini áliti sínu á sjón- varpi og skemmtanaiðnaðinum, sem hann er óneitanlega sjálfur þátttakandi í. Guilietta Masina og Marcello, Mastroianni fara með titilhlutverk- in, en þau eru beðin um að dusta rykið af 30 ára gamalli sýningu og koma fram í sjónvarpsþætti í gervi sínu sem Ginger Rogers og Fred Astaire. Á síðustu kvikmyndahátíð var sýnd myndin „Le Bal“ eftir ít- alska leikstjórann Ettore Scola, og hlaut sú mynd mjög góðar undir- tektir. Scola er fjölhæfur leikstjóri, og myndir hans eru ólíkar innbyrð- is, bæði hvað varðar efnisval og úr- vinnslu. Eftir hann verður sýnd myndin Maccheroni (Makkaróní, 1985) með Mastroianni og Jack Lemmon í aðalhlutverkum. (Opn- unarmynd hátíðarinnar) Frá Finnlandi koma leikstjórarn- ir Aki og Mika Kaurismaki og eftir Aki verður sýnd Shadow in Para- dise (Skuggar í Paradís, 1987) og eftir Mika Rosso (1985). Þá verður einnig sýnd finnska barnamyndin Snjædrottningin (1987, leikstj. Pá- ivi Hartzell), sem er gerð eftir ævin- týri H.C. Andersen. Frá Svíþjóð kemur nýjasta mynd Lárusar Ymis Óskarssonar, Den frusna leoparden (Frosni hlébarð- inn, 1986), frá Egyptalandi kemur La sixiéme jour (Hinn sjötti dagur, 1986) , leikstjóri Youssef Chahine; frá Austurríki kemur Heidenlöcher (Heiðahellar, 1985), fyrsta mynd leikstjórans Wolfram Paulus og frá Indlandi kemur Genesis (1986) eftir Mrinal Sen (áður hefur verið sýnd eftir hann myndin „Kahrij“ (Af- greitt mál) á kvikmyndahátíðinni 1984 og árið eftir var hún sýnd í ísl. sjónvarpinu). Þýski leikstjórinn Rudolf Thome er af sömu kynslóð og landar hans, Fassbinder, Wenders og Herzog, og Shadows in paradise

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.