Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. september 1987 7
Den frusna leoparden
ettir hann verður sýnd myndin Tar-
ot (1986), sem er nútíma útgáfa af
„Die Wahlverwandtschaften" eftir
Goethe. „Tarot“ segir frá Edward
og Charlotte, sem draga sig í hlé
uppi í sveit til að koma lagi á sam-
búð sína. En hlutirnir taka óvænta
stefnu. Þegar Edward býður vini
sínum Ottó og Charlotte vinkonu
sinni Ottilie til að búa með þeim, fer
hjól ástarinnar að snúast... Gagn-
rýnandi sagði um myndina: „Það
sem gerir Tarot svo hrífandi, eru
fyrst og fremst hugmyndirnar í
myndinni. Handritið lýsir snilldar-
lega (og dregur saman) nútíma
kvikmyndagerð (allt frá Beineix til
Scorsese og Ferreri).
Af öðrum myndum má nefna
Matador (Nautabaninn, 1985), eft-
ir spænska leikstjórann Pedro Alm-
odóvar, ákaflega sterkt verk, unnið
úr velþekktum spönskum efnivið,
— nautaati, erótík og dauða; Eat
the Peach (Gríptu gæsina, 1986)
eftir írska leikstjórann Peter Orm-
rod, sem er byggð á sönnum atburði
um tvo menn, sem byggja „vegg
dauðans" fyrir mótorhjólaakstur,
eftir að hafa horft á myndina
Roustabout með Elvis Presley...,
kínversku myndina Girl of a Good
Family (Stúlka af góðu fólki) í leik
stjórn Huang Jianzhong, sem segir
frá lífi 18 ára gamallar stúlku eftir
að henni var komið í hjónaband
með 9 ára gömlum dreng.
Þó að Nicholas Roeg geti ekki
orðið gestur kvikmyndahátíðar í
þetta sinn, verða sýndar eftir hann
tvær myndir, sem ekki hafa verið
sýndar hér á landi fyrr: Eureka
(1982) og lnsignificance (Mark-
lcysa, 1985).
Eftir Krzysztof Zanussi verður
sýnd A Year of the Quiet Sun (Ár
hinnar kyrru sólar, 1984), en þetta
„ár sólarinnar“ er 1946, þegar loks
tók að rofa til eftir hörmungar
stríðsins.
27 handrit í
kvikmyndasamkeppni
listahátíöar
Listahátíð í Reykjavík efndi til
samkeppni um handrit að stuttum
kvikmyndum sl. vor í tengslum
við Kvikmyndahátíð Listahátíð-
ar, sem hefst 19. sept.
Skilafrestur er nú útrunninn og
bárust alls 27 handrit. í dóm-
nefnd eiga sæti Sigurður Sverrir
Pálsson, formaður undirbúnings-
nefndar Kvikmyndahátíðar,
Sveinbjörn 1. Baldvinsson rithöf-
undur og Thor Vilhjálmsson, rit-
höfundur.
Valin verða 3 handrit og úrslit
kynnt við opnun Kvikmyndahá-
tíðar. Listahátíð kostar síðan gerð
kvikmynda eftir þessum handrit-
um með framlagi, sem nemur kr.
850.000.- til hverrar myndar.
Áætlað er að myndirnar verði
sýndar vorið 1988 í tengslum við
10. Listahátíð í Reykjavík.
Til að fjármagna kvikmynda-
samkeppnina leitaði Listahátíð til
nokkurra aðila, sem brugðust vel
við og gerðu þessa samkeppni að
veruleika. Kvikmyndasjóður ís-
lands, Ríkisútvarpið—Sjónvarp,
Búnaðarbankinn, Flugleiðir hf„
Kodak og Hans Petersen, sem
gefa filmu til upptökunnar og
Johan Ankerstjerne A/S í Dan-
inörku, en þar hafa um 15 ísl bíó-
myndir verið unnar á sl. 8 árum.
Myndlistarkeppni
listahátíðar
Listahátíð í Reykjavík efndi
snemma í vor til samkeppni um
höggmynd eða skúlptúr sem gæti
hentað til verðlauna eða viður-
kenningar á Listahátíð 1988 og
jafnframt verið einkenni hátíðar-
innar á plakötum, efnisskrám og
annars staðar eftir ákvörðun
framkvæmdastjórnar Listahátíð-
ar.
Heitið var einum verðlaunum
að fjárhæð 250 þús. kr. Fyrirtæk-
ið Nathan og Olsen hf„ Ármúla 8
í Reykjavík, hefur gefið verð-
launaféð og minnist 75 ára af-
mælis síns með þessum rausnar-
lega hætti.
Skilafrestur í keppninni er nú
útrunninn og hafa borist átján til-
lögur. í dómnefnd eiga sæti Jón
Þórarinsson, formaður fram-
kvæmdastjórnar Listahátíðar,
Bera Nordal listfræðingur og Jón
Gunnar Árnason myndhöggvari.
Sýning á listaverkunum verður
haldin á Kjarvalsstöðum 20.—27.
sept. í tengslum við Kvikmynda-
hátíð Listahátíðar og verða úrslit
keppninnar tilkynnt við opnun
sýningarinnar.
A Year of the Quiet Sun