Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 19. september 1987 í MANNA MINNUM Paul Thomson, The Voice of the Past, Oral History, Oxford, 1978. NÝJAR VORUR KOSTA BODA KOSTA BODA Kringlan, sími 689122 Bankastræti 10. Sími: 13122. i. „ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds ins hárfagra, Hálf- dánarsonar ins svarta, í þann tíð, að ætlun og tölu þeirra Teits fóstra mins, þess manns, er ág kunna spakastan, sonar ísleifs biskups, og Þorkels föðurbróður míns, Gellis- sonar, er langt mundi fram, og Þur- íðar Snorradóttur goða er bæði var margspök og óljúgfróð, er ívar Ragnarsson loðbrókar lét drepa Ed- mund inn helga Englakonung. En það var átta hundrað og sjötugum vetra eftir burð Krists, að því er rit- að er í sögu hans.“ Haft hefur verið fyrir satt, að á þessum orðum hafi Ari Þorgilsson hafið íslenska sagnaritun með heimildum. Á öðrum heimildum en munn- legum átti Ari Þorgilsson ekki völ. Aftur á móti studdist Beda prestur hinn æruverðugi bæði við ritaðar heimildir og munnlegar, þegar hann tók saman Sögu ensku kirkj- unnar og þjóöarinnar, það sagn- fræðirit, sem mestar líkur eru á, að Ari Þorgilsson hafi þekkt. í for- mála skýrði Beda frá heimildum sínum, skjallegum og munnlegum. Heredetes frá Halicarnassus, — svo að á sé að ósi stemmd, — leitaði á ferðum sínum munnlegra heim- ilda að hinni miklu Sögu sinni, en kvaðst aðeins neyta þeirra að yfir- veguðu máli. Frá Egyptalandi sagði hann svo á einum stað: „Fleira var það lika, sem ég heyrði presta Hef- æstus segja í Memphis, og ég brá mér raunar líka til Þebes og Helio- polis beinlínis í því skyni að heyra, hvort saman bæri frásögnum presta í þeim borgum og prestanna í Memphis. Sagt er, að í Helíopolis sé hina lærðustu Egypta að finna. Mér er ekki í mun að hafa eftir það, sem mér var sagt af egypskum trúar- brögðum nema nöfn guðanna, því að ég held ekki, að ein þjóð viti miklu meira um þá hluti en önnur.“ II. Sá af hinum miklu sagnfræðing- um 19. aldar, sem mest lagði sig eft- ir munnlegum heimildum var Jules Michelet. Hann hafði verið skipað- ur forstöðumaður sögudeildar franska þjóðskjalasafnsins 1831, og á því sámdi hann Frakklandssögu sína 1835—1867. í eftirmála annars bindis hennar, eins konar óði til skjallegra heimilda, komst hann svo að orði: „Sigri munum við hrósa, því að við erum hið dauða. Alit ber til okkar, og allar byltingar leggja okkur lið. Sigurvegarar sem sigraðir koma til okkar, áður en lýkur. Heilu og höldnu er konungdæmið til okkar komið, eins og það leggur sig . . . lyklar Bastillunnar . . . flutningsskjal mannréttindayfirlýs- ingarinnar. — Þegar ég gekk inn í þessar grafhvelfingar skjala, inn á þennan dýrðlega legstað þjóð- skjala, var það af mér að segja, að mér var skapi næst að hrópa . . . „Héðan í frá er þetta verustaður minn, hér bý ég um mig; til þess hef- ur hugur minn staðið . . . Mitt I þögninni varð ég hins vegar brátt áskynja hræringa, sem hinu lífvana heyrði ekki til. Skjöl þessi og bréf, sem svo lengi höfðu verið sjónum hulin, þráðu að sjá dagsins Ijós; þau eru nefnilega ekki úr pappír, heldur úr lífi fólks, héraða og þjóða . . . ÖIl áttu þau líf sitt og tungutak, og kór þúsund radda umlykja þau höf- undinn . . . Þegar angan þeirra lagði að vitum mér, sá ég þau rísa fyrir hugskotssjónum mínum. Upp úr gröf sinni lyfti einn höfði, annar hendi eins og í Dómsdegi Michel- angelo eða Dauðadansinum. Seið- þrungin dans þeirra kringum mig hef ég í þessu verki reynt að vekja upp.“ Engu síður var Michelet þannig umhugað unr skjöl en ströngustu sagnfræðingum þýska skólans um hans daga, en þegar hann bjóst til að rita sögu frönsku byltinarinnar, taldi hann sig ekki geta stuðst við ritaðar heimildir einvörðungu. Og í 10 ár vann hann skipulega að söfn- un munnlegra frásagna af bylting- unni. Sjálfur var hann fæddur 1798, í París, og tilfinning fyrir bylt- ingarskeiðinu var honum í blóð borin. Á þessar frásagnir, sem hann skráði eftir fólki, leit hapn sem mótvægi við opinberar skjallegar heimildir. Um þær fór hann þessum orðum: „Þegar ég tala um munnlegar frá- sagnir, á ég við þjóðlegar arfsagnir, sem nema má af vörum fóiks hér og þar og sem allir kunna og hafa yfir, sveitafólk, bæjarbúar, gamlir menn, konur og jafnvel börn og sem sagðar eru í þorpskrám á kvöldin og sem orðræður vegfar- enda ber að, sem áð hefur á þjóð- vegi og tekinn hefur verið tali, fyrst frá keisaraskeiðinu og síðan frá byltingarskeiðinu. “ Munnlegar frásagnir voru Mich- elet þannig ábendingar um þjóðleg viðhorf fólks til nýlegra atburða í sögu sinni, en að sjálfsögðu brengl- uð eða óbrengluð, söguleg stað- reynd í sjálfu sér. III. Fyrr á öldum studdust jafnvel hinir færustu sagnfræðingar í miklu ríkara mæli við munnlegar heimildir en ritaðar. Því máli gegndi um Francesco Guicciardini, er hann tók saman Sögu Flórens, sem merkur áfangi þykir I sagnarit- un, og líka um Edward Hyde, jarl af Clarendon, er hann samdi Sögu uppreisnarinnar og borgarastyrj- aldarinnar á Englandi. En frá önd- verðri 19. öld hafa munnlegar heim- ildir einkum verið notaðar til upp- fyllingar rituðum heimildum og til samanburðar við þær við ritun samtíðarsögu, ævisagna og héraðs- sagna. Á bóksöfnum geta menn gert sér leik að því að taka sér I hönd erlendar bækur um samtíðarsögu og tína úr formála þeirra langa eða stutta upptalningu á heimildar- mönnum, sem höfundi veittu við- tal. Litlu færri heimildarmanna er getið í formála ævisagna samtíðar- manna eða manna af undanfarandi kynslóð ellegar í formála héraðs- sagna. Á undanförnum áratugum hafa héraðssögur notið vinsælda og ryki verið strokið af nokkrum gömlum slíkum ritum. Ein þeirra er Mann- eðlið eins og það birtist í sögu Myddle, sem maður að nafni Rich- ard Gough setti saman í Shrepshire 1700—1706, en ekki var út gefin fyrr en 1833. I fyrstu lýsti Gough húsum I þorpinu og síðan kirkj- unni. Frá bekkjarstúkum hennar víkur hann sögu að fjölskyldum þeim, sem í þeim sátu, högum þeirra, frama og ávirðingum. Lýkur hann upp fyrir lesandanum daglegu lífi fólks í ensku sveitaþorpi á upp- hafi 18. aldar. Víða hefur verið getið athugunar á lífi og viðhorfum fólks í Kali- forníu á 7. áratugi 19. aldar, sem bandarískur blaðaeigandi og útgef- andi, H. H. Bancroft, stóð fyrir, en sér til aðstoðar hafði hann tugi að- stoðarmanna. Viðmælendur þeirra voru taldir í þúsundum fremur en hundruðum. Athugun Bancrofts var þannig undanfari athugana fé- lagsfræðinga á þessari öld að nokkru leyti. IV. Verkalýðssaga er ýmist þjóð- málasaga eða alþýðusaga. Á annan bóginn fjallar verkalýðssaga um myndun félaga launþega á ýmsum sviðum, um hækkuð laun og bætt kjör í sinni grein; um samtök verka- lýðsfélaga á hinu sama sviði um stofnun lands- eða landshlutasam- taka; um viðleitni samtaka verka- lýðsins til að hafa áhrif á stjórn bæja og ríkis með því að bjóða fram í kosningum og að stofna stjórnmálaflokka; um fræðilega framsetningu á félagslegum hags- munum og sjónarmiðum launþega; (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.