Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. september 1987
9
og loks um umbreytingu þjóðfé-
lagsins, hvort eð er stig af stigi eða
snögglega að vilja verkalýðshreyf-
ingarinnar. Á hinn bóginn verður
verkalýðssaga rituð sem frásögn af
daglegu lífi þeirra karla og kvenna,
sem verkalýðsfélögin mynda, um
vinnudag þess, vinnuöryggi, húsa-
kost, fjölskyldulíf og óskadrauma.
Á þessu sviði hefur þó kveðið öllu
meira af félagsfræðingum á undan-
förnum áratugum heldur en sagn-
fræðingum.
Oft er vanddregin markalína á
milli sagnfræði og félagsfræði, þeg-
ar fjallað er um rit um alþýðu og
verkalýð frá því um 1800. Þó mun
athugun sú, er Sir Frederick Eden
og samstarfsmenn hans gerðu á Iífi
fátæks fólks í iðnaðarbæjum á
Englandi á síðasta áratugi 18. aldar,
Ásigkomulag fátækra, yfirleitt vera
talin til félagsfræði. Til sagnfræði
er hins vegar talin Kjör verkalýðs á
Englandi, sem Friedrich Engels
vann að nokkru upp úr opinberum
skýrslum, að nokkru upp úr blöð-
um, að nokkru úr eigin athugunum
og að nokkru upp úr viðtölum. Því
máli gegnir líka um hið stóra verk
Sir Charles Booth, Líf og vinna
fólks í London, sem hann vann að
frá 1889 til 1903. En til félagsfræði
er oftast talin athugun Seebohn
Rowntrees á hag fólks í Jórvík, Fá-
tækt, og síðar bækur hans, sem all-
ar eru hinar læsilegustu.
Ein fyrsta alþýðusagan var Al-
þýðan, sem Jules Michelet birti
1846. í mörg ár safnaði hann efni í
bókina, einkum utan Paris. „Af
rannsóknum mínum á lifandi skjöl-
um hef ég orðið margs þess vísari,
sem ekki stendur í hagskýrslum . . .
Mun með ólíkindum þykja sá mikli
fróðleikur, sem ég hef þannig viðað
að mér og ekki stendur á bókum.“
Undir síðustu aldamót vakti mikla
athygli á Þýskalandi bók guðfræði-
nema, Paul Gehre, Þrír mánuðir í
verksmiðju, sem út kom 1895, en
1890 hafði hann unnið um skeið í
vélaverksmiðju í Chemnitz.
Öndvegisrit er Saga breskrar
verkalýðshreyfingar eftir Sidney og
Beatrice Webb, sem út kom 1894,
sem fjallar um verkalýðsfélög á
Bretlandi, áður en þau hófust til
áhrifa á þjóðmál, og ekki síst um
upphafsskeið þeirra. Upp í skörð í
skráðum heimildum fylltu þau
hjónin með viðtölum við þá, sem að
verkalýðsmálum höfðu unnið og
enn voru á lífi, og segir Beatrice
Webb frá þeim í Lærlingsárum sin-
um, fyrsta bindi sjálfsævisögu
sinnar, sem út kom 1926. Bók E.P.
Tompson Myndun enska verkalýðs-
stéttarinnar, sem út kom 1963, er
annað mikið rit, en það er aftur á
móti alþýðusaga. Efni í bókina sótti
Thompson að talsverðu leyti í opin-
berar skýrslur, ekki síst spæjara,
sem sendir voru út af örkinni til að
fylgjast með verkafélögunum lengi
framan af.
Ýmis rit um alþýðusögu hafa á
undanförnum árum orðið vinsæl í
enskumælandi löndum og öðrum.
Frá Bretlandi má nefna Lífið eins
og við þekkjum það að sögn vinn-
andi kvenna í samvinnufélögum
eftir Margaret Llewelyn Davies,
Hið þarfa strit safn skráðra ævi-
þátta verkafólks, eftir John Burnett
og Ævir verkafólks 1905—1945,
sjá/fsœvisögu alþýðu Hackney: og
frá Bandaríkjunum Vinnuna eftir
Studs Terkel, 130 frásagnir fólks af
vinnu sinni.
V.
Meðal víðlesnustu bóka siðustu
fimm áratugi eða lengur hafa verið
frásagnir blaðamanna af samtíðar-
atburðum, en þær eru oftast að
miklu leyti byggðar á blaðafréttum
og viðtölum. Á þær verður trauðla
tölu kastað. Á íslensku hafa slíkar
bækur verið þýddar allt frá fjórða
áratugnum. Aðeins þrjár þeirra
skulu nefndar Hitler talar eftir H.
Rauschning, Hrunadans heims-
veldanna eftir Douglas Reed og Tíu
dagar sem skóku heiminn eftir J.
Reed.
Blaðamenn hafa á stundum lagt
feiknarlega mikla vinnu í þessar
bækur sínar. Eitt dæmi skal tekið,
Keisaralega samsærið í Japan eftir
David Bergamini, en hann hafði
verið blaðamaður við Life í 10 ár,
þegar hann sneri sér að samningu
þessarar bókar. í formála segir
hann: „Ég varði ári til athugana á
bandarískum bókasöfnum, lærði
•aftur að tala japönsku, enn illa, og
í fyrsta sinn að lesa hana, — hægt,
ég braust gegnum 140.000 síður af
sams konar lestrarefni á ensku,
frönsku og þýsku, 50.000 síður af
herteknum japönskum skjölum og
bandarískum leyniskýrslum. Síðan
fluttist ég með konu minni og fjór-
um börnum, og 272 uppsláttarrit-
um, í lítið hús í Kyoto, hinum forna
höfuðstað Japans, sem vissi að til-
raunagarði gamla keisaralega há-
skólans þar . . . Að auki hef ég litið
yfir flestar lögregluskýrslur, per-
sónulegar skýrslur, staðsetningar-
fyrirmæli og hernaðarlegar fyrir-
skipanir, sem starfsmenn bandar-
ísku leyniþjónustunnar tóku í sínar
hendur á fyrstu mánuðum her-
námsins. Ég hef lesið yfir hinar lið-
lega 200.000 síður af vitnisburði,
álitsgerðum og meðfylgjandi skjöl-
um frá Alþjóðlega herréttinum í
fjarlægum Áusturlöndum. Ég hef
litið í gegnum tilfallandi afhjúpanir
og endurminningar, svo körfum
skiptir, sem út komu í Tokýó seint á
fimta áratugnum og snemma á hin-
um sjötta. — Vandlega hef ég rann-
sakað um 300.000 síður af endur-
minningum, frásögnum blaða af
atburðum fyrri ára og „glötuð“
skjöl í safnritum, sem á þrykk hafa
út gengið frá lokum hernámsins
1952.“
Samtíðarsögur, sem styðjast
mjög við munnlegar heimildir,
fjalla ekki einvörðungu um stjórn-
mál og atvinnumál, heldur líka vís-
indi, tækni, listir og sitthvað annað.
Aðeins ein þeirra skal nefnd, Um-
breyting stjarnfræðinnar, upp-
koma radíó-stjarnfrœði á Bretlandi
eftir David Ridge.
H. J.
Prestur Hóla-
brekkusóknar
settur í embætti
Við messu í Fella- og Hólakirkju
á sunnudaginn, þann 20. sept. mun
dómprófasturinn’ í Reykjavík, séra
Olafur Skúlason setja hinn nýja
prest Hólabrekkusafnaðar inn í
embætti sitt. Guðsþjónustan hefst
kl. 14:00 og auk hins nýja prests,
séra Guðmundar Karls Ágústsson-
ar mun séra Hreinn Hjartarson
þjóna fyrir altari, en séra Hreinn
hefur fram að þessu þjónað bæði
Fella- og Hólaprestaköllum. í lok
messunnar mun formaður sóknar-
nefndarinnar, Jón Sigurðsson, for-
stjóri ávarpa söfnuðinn og hinn
nýja sóknarprest. Stólræðu sunnu-
dagsins flytur hinn nýi prestur
sóknarinnar, séra Guðmundur
Karl.
FJÖL31tAUTaSKCLlilH
BREIDHOm
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
MODEL
Model vantar aö myndlistarbraut Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti.
Dag- og kvöldtímar.
Möguleiki á ráöningu er fyrir hendi.
Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600.
Slys gera ekki boð á undan sér!
ÖKUMEMtOOM
VORUÞROUN
M
ATAK
IÐNTÆKNISTOFNUNAR ISLANDS
Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar íslands er ætlað að efla
nýsköpun í atvinnulífinu. Unnið verður að afmörkuðu verkefni og er
megináhersla lögð á að þátttakendur markaðsfæri afurð í verkefnislok.
Verkefnið er styrkt af Iðnaðarráðuneytinu og Iðnlánasjóði.
Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn 22. september næstkomandi
kl. 15.00 hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti.
Fyrirtækjum og einstaklingum sem óska eftir að gerast þátttakendur
í verkefninu er bent á að hafa samband við stjórnanda þess, Karl Friðriksson,
í síma (91) 687000.
Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun íslands og öðrum aðilum
verkefnisins. Einnig munu þau liggja frammi á kynningarfundinum.
Umsóknarfrestur rennur út 15. október 1987.
íl Iðntæknistofnun íslands
Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími (91) 687000.
í verkefnisstjórn sitja fulltrúar
Félags íslenskra iðnrekenda,
Landssambands iðnaðarmanna,
Iðnlánasjóðs,
Alþýðusambands íslands og
Iðntæknistofnunar íslands.