Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. september 1987 13 Þann 28. ágúst andaðist kvikmyndaleikstjórinn John Huston, hann var átta- tíu og eins árs gamall. Þar fór síðasti Hollywood jöf urinn, hann var sístarfandi til dauðadags. John Huston var ekki eingöngu kvikmyndaelikstjóri hann var líka leikari, á myndinni til vinstri er hann I hlutverki sinu í „The Bloody Brigade." Þegar John Huston vaknaði einn morgun á bekk í almenningsgarði i London, tuttugu og átta ára gamail gjörsamlega auralaus átti hann að baki líf, sem var ólgufyllra og áhrifaríkara en flestar kvikmyndir. Hann hafði flúið frá starfi sem einn af efnilegustu handritahöfundum í Hollywood, hann flúði líka hjóna- band í upplausn. Ennfremur var hann að flýja sárar endurminning- ar. Hann varð fyrir því óláni að valda dauða ungrar stúlku i um- ferðarslysi. Hann svaf í almenn- ingsgörðum um nætur og reyndi að vinna fyrir mat sínum á daginn, með því að syngja kúrekasöngva á götum úti. John Huston fæddist 5. ágúst 1906 og enda þótt faðir hans Walter Huston væri einn frægasti kvik- myndaleikari þeirra tíma, átti John Huston eftir að verða fyrir mörgum skakkaföllum áður en hann fékk starf við kvikmyndir. Hann vann fyrir sínum fyrstu launum sem at- vinnuhnefaleikari og fékk fimm dollara fyrir hverja keppni, hann vann 23 af 25 keppnum, þá hætti hann við hnefaleikana og tók til við pensil og striga og hóf nám í list- málun. Síðan kom hann fram sem leikari í litlum leikhúsum, og reyndi jafnframt að byrja aftur í hnefa- leikunum sér til viðurværis en fékk þvílíka útreið að hann gafst upp! Þvínæst skellti hann sér til Mexico og endaði sem liðsforingi í mexíkanskri riddarasveit, en hesta- mennska var hans uppáhald. Þessi litríki ferill var fyrir tvítugsaldur. Eftir því, sern haft er eftir Huston sjálfum var hann um tíma heimsins lélegasti blaðamaður við dagblað í New York, á þeim tíma fékk hann birta smásögu eftir sig í bók- menntatímariti og fyrr en varði var hann kominn til Hollywood, þar sem hann reyndi fyrir sér sem hand- ritahöfundur og gekk vel. John Huston varð vel metinn sem handritahöfundur en árið 1941 hófst frægðarferill hans sem kvik- myndaleikstjóra það var með kvik- myndinni „The Falcon“ með Humphrey Bogart í hlutverki einkaspæjarans Sam Spade. Mynd- in sló heldur betur í gegn og er í dag talin klassískt verk. Huston hafði gert nokkrar kvikmyndir þegar hann gekk í herinn í byrjun heims- styrjaldarinnar síðari. Hann var stríðsfréttaritari í Evrópu og Asíu en kvikmyndaði jöfnum höndum ýmsa þætti stríðsins. Hann gerði þrjár heimildarmyndir sem þóttu svo raunverulegar að varnarmála- nefnd Bandarikjanna sá ástæðu til að banna sýningar á þeim af því „þær vörpuðu skugga á glansmynd hinnar dæmigerðu bandarísku stríðshetju.“ Það var fyrst eftir árið 1981 sem heimildarmyndin „Let There Be Light“ var sýnd umheiminum. Myndin lýsir endurhæfingu her- manna sem komu andlega skaðaðir frá vígvöllunum. Þrjár af kvikmyndum Huston á eftirstríðsárunum eru svo góðar, að þær hefðu nægt til að gera hann ódauðlegan í sögu kvikmyndaiðn- aðarins þ.e. „Asphalt Jungle,“ „Africa Queen“ og „Treasure Of The Sierra Madre." Allan sinn starfsferil hélt hann áfram að end- urnýja og þroska sjálfan sig. Hann lét eftir sig fjörutíu kvikmyndir, þar af eru kannski einhverjar sem ekki skara fram úr en engin sem er einsk- is virði. Undantekningarlaust spennti hann bogann hátt allt frá svoköll- uðum stórmyndum eins og „The Bible,“ James Bond myndin „Casino Royale og „Moulin Rouge,“ til kvikmynda sem fjöll- uðu um sálarflækjur og sorgir eins og „Fat City,“ „Reflection in a Golden Eye“ og „Bad Blood.“ Maðurinn John Huston var sér- kennileg margþætt manngerð, menningarlegur framkvæmdamað- ur, kuldalega raunsær en jafnframt maður heitra ástríðna. Hann var jafnfær í að skilgreina James Joyce, Freud og Jack Dempsey. Uppá- haldsverk hans fjalla um fólk, sem virðist haldið ástríðufullri sjálfs- eyðingarhvöt, knýr sjálft sig að ein- hverju takmarki sem engu máli skiptir. Sem dæmi má nefna elting- arleik Akabs skipsstjóra við hvíta hvalinn í „Moby Dick,“ sem kannski var ekki hans besta mynd, en sú sem sýnir líf hans og verk í hnotskurn. Árið 1952 settist hann að í írlandi og gerðist írskur ríkisborgari árið 1964. Þar gat hann stundað uppá- haldsíþróttir sínar hestamennsku og refaveiðar. Síðustu tíu árin bjó hann í litlu afskekktu húsi í Mexico. John Huston var orðinn illa hald- inn af lungnaþembu og varð að nota súrefnistæki. Hann lét þetta ekki aftra sér frá vinnu og var í miðjum upptökum á nýrri kvik- mynd „The Death," þegar hann andaðist. (Det fri Aktuelt) Lee Marvin kvikmyndaleikarinn góðkunni er látinn sextíu og þriggja ára gamall Bandaríkin kvikmyndaleikarinn Lee Marvin andaðist á sjúkrahúsi í heimaborg sinni, Tucson, Arizona, banamein hans var hjartabilun. Hann var sextíu og þriggja ára. Hann lék „skúrkinn“ í mörgum af- þreyingarmyndum af léttara tag- inu. Árið 1965 hlaut hann Oscars- verðlaun fyrir hlutverk drykkfellda byssubófans í myndinni „Cat Ballou,“ sem var einskonar skop- stæling allra „vestranna" sem Marvin lék í. Byssu og skotglaðir menn voru sérgrein hans og með sína rámu raust var hann einkar vel til þess fallinn. I allmörgum kvikmyndum lék hann harðgerða hermenn, sem tóku að sér hættuleg verk, sem aðrir neit- uðu að vinna. Lee Marvin fæddist í New York sonur auðugra foreldra sem ekki réðu við uppeldi hans og létu því aðra um það. Hann var rekinn úr mörgum skólum en hafnaði að lok- um í landgönguliði sjóhersins. Sjálfur sagði hann að byssukúla sem hann fékk í bakið í sjóorrustu á Kyrrahafi, hafi gjörbreytt lífi sínu. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk, fékk hann örorkubætur frá hernum sem gerðu honum kleift að prófa sig áfram við hin og þessi störf. Hann fékk sitt fyrsta hlutverk 1 sumarleikhúsi í New York, þar má segja að hann hafi verið „upp- götvaður" árið 1948 af manni sem var að leita að hæfileikafólki fyrir sjónvarpsfélag. Eftir frumraun á Broadway árið 1951, gerist hann kvikmyndaleikari og varð heimsfrægur fyrir leik sinn sem grófgerð manntegund í mynd- um eins og „The Dirty Dozen“ „Cat Ballou“ „Who Shot Liberty Vatanci" og mörgum öðrum. (Det fri Aktuelt) Bófinn var sérgrein hans y? ^ MgMil • - . ••• •-••;•;• •;■ • r •■■:■■ ;• ' w í is 9& .. • ' >/ ■ Röddin var rám eftir margra ára Lee Marvin lék oft haröhenta bófa. Marvín fékk Óskarsverölaunin fyr- misnotkun áfengis. ir leik sinn ( Cat Ballou áriö 1965.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.