Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 19. september 1987
„BORGARARNIR SJÁLFIR ERU
OKKAR ÖFLUGUSTU LIÐSMENN"
Stórátak lögreglunnar til bættrar umferðarmenningar.
Ökumenn sviptir ökuskírteini á staðnum ef átæða þykir til.
Ökutæki í Reykjavík komin upp í 49.300. Mikið kapp er nú lagt
á að halda ökuhraða niðri.
Lögreglan í Reykjavík
hefur nú hafið öfluga
herferð gegn þeim sem
aka eins og vitfirringar
um götur borgarinnar.
Hefur mikill árangur af
því starfi þegar komið í
Ijós og er meiningin að
herferð þessari verði
haldið áfram. Alþýðu-
blaðið kom að máli við
Arnþór Ingólfsson að-
stoðaryfirlögregluþjón og
innti hann nánar eftir því
í hverju þetta átak vœri
sérstaklega fólgið.
Arnþór Ingólfsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar
lögreglunnar í Reykjavík í viðtali
„Við höfum nú undanfarið gert
mikið átak i þá átt að halda öku-
hraða bifreiða niðri í umferðinni.
Þetta er þó ekki alveg nýtt af nál-
inni, því að undanfarin ár hefur
jafnan verið hert á þessu eftirliti,
vegna þess að á þessum tíma árs eru
skólar að byrja og þetta átak sem er
í gangi núna er aðeins einn þáttur-
inn í því sem við erum að gera. En
í ár höfum við víkkað þetta dálítið
út, vegna þess að hinn almenni lög-
reglumaður sem hefur tilheyrt svo-
kallaðri almennri deild hjá okkur,
hann hefur ekki dregist inn í þessi
mál áður eins mikið og hann gerir
núna. Þannig að það eru fleiri aðil-
ar sem eru að vinna að þessum mál-
um núna á sama tíma. Meiri þungi
lagður í þennan þátt ntálsins og
starfsemin víkkuð verulega út,
vegna þess að það er mikil fjölgun
á öllum ökutækjum. Og ekki lagað-
ist það nú neitt við bílaútsöluna í
fyrra, en þá varð geysileg aukning
ökutækja á götunum. Og allt miðar
þetta að því að reyna að ná niður
þessum óhetnju árekstrarfjölda
sem hefur dunið á okkur undan-
farna mánuði.“
— Og þið fáið sem sagt götulög-
regluna með ykkur inn íþetta átak?
„Já, við virkjum hana meira.
Þetta er ekki í þá veru að við fáum
neina fjölgun á mannskap. Og þetta
er ekki heldur í þá veru að við séum
að afla okkur aukatekna, þannig að
þetta lendi inn í aukavinnu hjá okk-
ur. Hér er einungis um að ræða
spurningu um stjórnun og hagræð-
ingu á milli deilda, þannig að nýt-
ingin á mannskapnum verði betri
og meiri.“
— En hverjar eru tölur yfir um-
ferðarslys á síðustu árum?
„Updanfarnar vikur og mánuði
hafa verið um 30 árekstrar á hverj-
um sólarhring. Og uop í 43
árekstra, það er hæsta talan sem ég
man eftir.
Föstudagar
og mánaðamót
Það var reyndar á föstudegi og
einnig hittist þannig á að þá voru
mánaðamót, en það er alltaf erfitt
þegar það fer saman. En hvort sem
að það er nú þessu átaki okkar að
þakka sem hefur verið í gangi und-
anfarið og ég vona að sé nú að hluta
til, þá er þetta komið niður fyrir 20
árekstra á sólarhring núna. Þannig
að árangurinn sýnist okkur vera