Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. september 1987 15 ótvíræður. En svo að maður sé nú ekki að stökkva upp í himininn yfir þessu, þá verður að segja það líka að sveiflur í þessum málum eru oft miklar og þær eru því miður þess eðlis að erfitt er að finna skýringu á þeim. Vegna þess að aðstæðurnar breytast ekki, — sú virðist ekki vera skýringin, heldur eitthvað annað.“ — Og verður þessu átaki haldið áfram? „Já, við erum ákveðnir í því. Þessu var hrint af stað núna um síð- ustu mánaðamót og þá gerðum við starfsáætlun fyrir septembermán- uð og sú áætlun verður látin hafa sinn gang, en svo er það alveg víst að við munum setjast niður og skoða okkar hug með framhaldið — í ljósi þeirrar reynslu sem við munum fá af þessu átaki septem- bermánaðar. Það eru vissir þættir sem eru teknir fyrir á ákveðnum tímum sólarhrings og þá reikna ég með að við reynum að lengja tím- ann. Þá gæti ég trúað að við reynd- um að gera eins og t.d. þriggja mán- aða áætlun eða svo. En við ætlum okkur að halda áfram, við ætlum okkur að ná þessum árekstra- og slysafjölda niður með einhverju móti, því að við erum auðvitað ekki að þessu eingöngu fyrir okkur í lög- reglunni, heldur fyrir alla — allt fólkið í landinu því að það eru allir í sömu hættunni hvað þetta snertir. Þetta átak er fyrst og fremst fyrir borgarann sem þarf og verður að vera í umferðinni meira eða minna og það er það fólk sem við erum að reyna að vernda. Borgarar til liðs við lögreglu Hins vegar erum við nokkuð illa settir ef að borgarinn hjálpar okkur ekki við þetta starf, því að sannleik- urinn er sá að þetta byggist allt á fólkinu sjálfu. Lögreglan ein og sér getur ekki unnið nema hluta af þessu starfi. Það er og verður alltaf árvekni borgarans sjálfs sem gerir útslagið þegar upp er staðið. Það sem borgarinn getur gert, það er að taka mark á því sem við erum að birta í fjölmiðlum, því þar eru á ferðinni blákaldar staðreyndir sem við vonum að allur almenningur skoði, virði og dragi síðan ályktanir af þeim upplýsingum. Meiri ákveðni og harka Það er vissulega rétt að við hjá lögreglunni höfum sett í þetta meiri ákveðni eða hörku að undanförnu og sem dæmi um það þá hefur verið tekinn upp sá háttur í sambandi við menn sem aka hér um alveg eins og glannar um götur og á öðru hundraðinu í kólómetrum talið á klukkustund og þá er alveg sama á hvaða tíma sólarhrings sem er, að þeir eru færðir hingað á stöðina og það er tekin af þeim framburðar- skýrsla. Þá er tilkvaddur löglærður fulltrúi sem sviptir þá lögformlega ökuskírteini strax og síðan er málið sent í sakadóm. Og það er saka- dóms að ákvarða hversu ökuleyfis- sviptingin verður löng í hverju til- felli fyrir sig. Það sem við gerum hér á stöðinni er bráðabirgðasvipt- ing sem að dómari verður að vera búinn að fá til meðhöndlunar innan viku. Við reynum að losa okkur við þetta eftir svona tvo til þrjá daga, en þetta meðal annars gerir það að verkum að okkar aðgerðir virka miklu sterkari, vegna þess einfald- lega og það er bara sálfræðilegt, að þegar þetta er tekið fyrir svona strax þá virkar það betur heldur en að nákvæmlega eins sé unnið að þessu eftir kannski tvo eða þrjá mánuði. Kannski vegna þess að þessar ákveðnu aðgerðir spyrjast mjög fljótt út.“ — Og þið byggið þetta mikið á því að halda niðri hraða? „Já, við byggjuin þetta mikið á því að halda niðri hraðanum, vegna þess að þar sem eitthvað kemur fyr- ir á miklum hraða, þar verða tjón og slys miklu meiri. Og alvarlegri hlutir sem gerast í öllum tilfellum. Að ná hraðanum niður Tryggingarfélögin voru á sínum tíma farin að reka upp ramakvein vegna þess að það voru farin að hækka svo gífurlega tjónagreiðsl- urnar hjá þeim. Og það er ekkert annað en afleiðing af þeim mikla hraða sem tíðkast hefur hérna hjá okkur og menn hafa komist upp með fram að þessu. En þegar við er- um búnir að koma niður þessum hraða, þá getum við frekar farið að snúa okkur að því að aðstoða virki- lega borgarann við það að komast áfram á öðrum sviðum, en þetta verðum við að gera fyrst.“ — Nú eruð þið í lögreglunni sjálfsagt ekkert of fjölmennir. Gengur illa að fá aukna fjárveit- ingu tilþess að geta fjölgað í liðinu? „Það gengur mjög illa. Það hefur þó margoft verið reynt, en það er verið að herða á öllu hjá fjárveit- ingavaldinu og það bitnar á okkur eins og svo mörgum öðrum. Engin götulögregla En það er annað sem er dálítið sérkennilegt í þessu: Af hverju sér maður aldrei gangandi lögreglu- mann lengur? Og þetta er bitur sannleikur, það sést aldrei gangandi lögreglumaður í dag, vegna þess að ef við ætluðum að fara að planta mönnum hér labbandi út á göturn- ar, þá gerðist það að við yrðum að stöðva farartækin vegna þess að við höfum ekki afgangsmannskap til þess að vakta göturnar. Og þetta finnst mér að vissu leyti háskalegt. Og það veitti svo sannarlega ekki af því að fjölga í lögreglunni, þó ekki sé nema vegna þess að undanfarin ár þá hefur fólkið utan af lands- byggðinni verið að hópast til Reýkjavíkur. Og þegar lögreglan er nær eingöngu akandi um á bílum, þá er það bara eðli málsins sam- kvæmt að hún nær ekki eins góðu sambandi við almenning eins og hún myndi gera ef hún færi gang- andi um göturnar. Það var í þá daga Þegar ég var að byrja í lögregl- unni fyrir 30 árum þá var maður labbandi hér um göturnar og þá kom það oft fyrir að það stoppaði mig einhver maður sem ég þekkti hvorki haus né sporð á og fór að rabba við mig um málin. Þetta var svona vingjarnleg tilfinning og manni leið vel með þetta. Og ég fyr- ir mína parta sakna þessa.“ — En dauðaslys. Hafa þau auk- ist hin siðustu ár? „Nei, dauðaslysin hafa ekki auk- ist sem betur fer. Ég hef reyndar ekki enn hjá mér allra nýjustu tölur, en ef við tökum t.d. tímabilið frá 1975 og til 1986, þá sveiflast talan frá 10 látnir á ári og niður í þrjá í Reykjavík í umferðarslysum. 1975 létust 10 í umferðarslysum, og 1977 var sama tala. En 1986 eru 3 þannig að í þessu eru sveiflur. En við verð- um líka að taka það inn í dæmið að þegar 10 farast I umferðarslysum, þá eru tæp 29000 ökutæki í Reykja- vík, en 1986 þegar að 3 farast í um- ferðarslysum þá eru ökutækin komin upp í 49300. Svoleiðis að ef að miðað er við þetta, þá er ástand- ið ekki svo slæmt og má kannski segja að mál þokist í rétta átt. En alla vega hvort sem um er að ræða 10 eða 3, þá er það tíu eða þremur of mikið.“ — En hvað er brýnast að koma á framfœri við almenning núna? „Já, það sem mig langar til þess að nefna er að skora á alla vegfar: endur að íhuga þessi mál og biðja þá að gera sér það ljóst að það er allt undir þeim sjálfum komið hvernig þessi mál koma til með að þróast. Og það sem við erum að gera er ekki síst að vekja borgarann til meðvitundar um að það þarf eitt- hvað að gera. Og það gerist ekki nema að hver og einn einstakur skoði hug sinn og beini athyglinni að sjálfum sér.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.