Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 19. september 1987 17 Bókasambandið skorar á ríkisstjórnina: Bækur verði án söluskatts Fulltrúar stjórnar Bókasam- bands íslands gengu á fund Jons Baldvins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, í gær og afhentu honum áskorun sambandsins til ríkisstjórnar ísiands um afnám söluskatts af bókum á íslensku. Þetta voru þau Ólafur Ragnarsson, útgefandi, formaður stjórnar Bókasambandsins, Sigurður Páls- son, rithöfundur, varaformaður og Hildur G. Eyþórsdóttir, bókavörð- ur, ritari stjórnarinnar. í áskoruninni er lögð megin- áhersla á að frá þessu hausti séu látnar gilda sömu reglur um bækur og gilt hafa um dagblöð, listsýning- ar, tónleika, íslenskar kvikmyndir og margs konar aðra menningar- miðlun — það er að bækur á ís- lensku séu seldar án söluskatts. Bent er á það ósamræmi sem leitt hefur af þvi fyrirkomulagi sem nú gildi, en það veldur því að þjóðin þarf að greiða 25% söluskatt af hugverkum og upplýsingaefni sem miðlað er í bókarformi en sama efni er án söluskatts ef það er birt í öðr- um prentmiðlum. Þykir stjórninni hið síðarnefnda fyrirkomulag að sjálfsögðu eðlilegt en fráleitt að rík- ið skattleggi þekkingarleit og menningarmiðlun á íslenskri tungu. Hvergi í heiminum er söluskattur á bækur hærri en hér á landi, 25 af hundraði og þykir stjórn Bókasam- bandsins það skjóta skökku við hjá þjóð sem kalla vill sig bókaþjóð og hefur lengi talið bókina hornstein menningar sinnar. Þess má geta að í mörgum Evr- ópuríkjum eru bækur undanþegn- ar söluskatti svo sem í Englandi, ír- landi, Noregi, Grikklandi, Sviss, Portúgal og Júgóslavíu. Þar sem SVÆÐISSTJÓRN MÁLFI NA FATLADRA NORbURLANDI VESl'P.A Pósthóll 32 560 VARMAHLÍD Framkvæmdastjóri — Svæðisstjórn málefna fatlaðra N-V Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi VeStra óskar að ráða framkvæmdastjóra með að- setur á Sauðárkróki. Upplýsingar um starfið veita núverandi fram- kvæmdastjóri Guðmundur Pálsson í síma 95— 6232 og formaður svæðisstjórnar Páll Dagbjarts- son í síma 95—6115. Umsóknarfrestur er til 24. september nk. Umsóknir sendist til skrifstofu svæðisstjórnar, Norðurbrún 9, 560 Varmahlíð. REYKJMJÍKURBORG Jlau&asi Stödívi MT Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns í leiksk. Árborg við Hlaðbæ. Fóstruróskast til starfaádagh. Efrihlíð viðStiga- hlíð. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur á skrifst. Dag- vista barna í síma 27277. REYKJMJÍKURBORG Acuuu/t Stödun Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Starfsfólk óskast í eftirtalin störf: Starfsstúlkur í eldhús 100% störf. Á hjúkrunardeild við aðhlynningu í 100% störf og hlutastörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9—12 f.h. virka daga. Skrifstofumaður Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til um- sóknar starf skrifstofumanns. Starfið felst að mestu leyti í sendiferðum auk al- mennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum B.S.R.B. og ríkisins. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá deildar- stjóra starfsmannahalds. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118 105 Reykjavík neysluskattur er lagður á bækur er hann yfirleitt lægri en á vörur al- mennt. Tilefni þess að stjórn Bokasam- bands íslands vekur máls á þessu misrétti sent hún telur hafa ríkt gagnvart bókum og bókmenntum er það, að skattheimta ríkisins er til endurskoðunar um þessar mundir og söluskattur orðinn breytilegri eftir vörutegundum en áður var. Vonast forráðamenn Bókasam- bandsins til að ríkisstjórnin átti sig á hve mjög er hallað á bókina í skattlagningarmálum og létti af henni söluskattsbyrðinni fyrir þá bókavertíð sem brátt fer í hönd. Rausnarleg gjöf — til Minningarsjóðs Björns Jónssonar — Móðurmálssjóðsins Hinn 16. sept. s.l. færðu fimm börn Péturs Olafssonar hagfræð- ings (1912—87) og frú Þórunnar Kjaran (1917—66), þau Magnús, Ólafur, Soffía, Pétur Björn og Borghildur, Minningarsjóði Björns Jónssonar — Móðurmálssjóðnum kr. 145.000r að gjöf. Þessi gjöf er til minningar um foreldra þeirra, sem á þessu ári hefðu saman fyllt 145 ár, ef lifað hefðu, og var færð sjóðnum á af- mælisdegi frú Þórunnar. Pétur Ólafsson var meðal stofn- enda sjóðsins 1943 og átti sæti í stjórn hans til æviloka sem fulltrúi niðja Björns Jónssonar. Hann lét sér ávallt annt um viðgang sjóðsins og starfsemi hans um aðra hluti fram. Tilgangur Móðurmálssjóðsins er að verðlauna mann, sem helur að- alstarf sitt við blað eða tímarit og hefur að dómi sjóðsstjórnarinnar undanfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenskt mál að sérstakr- ar viðurkenningar sé vert. Við s.l. áramót var eign sjóðsins kr. 81.000r og má af því sjá hversu þessi góða gjöf barna Þórunnar Kjaran og Péturs Ólafssonar eflir hann til að gegna hlutverki sínu í framtíðinni. (Fréttatilkynning frá stjórn Minningarsjóðs Björns Jónssonar — Móðurmálssjóðnum.) Bókagagnrýni fyrir börnin Námsgagnastofnun hefur nýlega gefið út verkefnahefti sem nefnist Bókasafnarinn. í heftið geta nem- endur skráð þær bækur sem þeir lesa og tjáð sig um þær í máli og myndum. Markmiðið með Bókasafnaran- um er að stuðla að því að nemendur læri að lesa bækur af athygli og rneð gagnrýnu hugarfari. Þeir þurfa að læra að spyrja sjálfa sig og aðra spurningar varðandi það sem þeir lesa. Þau atriði sem Bókasafn- arinn vekur athygli á varðandi ein- stakar bækur koma vonandi upp í hugann við lestur annarra bóka og verða kannski líka til að vekja nýjar spurningar hjá lesandanum. Bókasafnarinn er einkum ætlað- ur börnum á aldrinum 7-10 ára, en notkun hans hlýtur þó fyrst og fremst að fara eftir lestrargetu, þörfum og áhuga hvers nemenda. Sum börn lesa mikið og geta notað mörg svona hefti, önnur lesa fáar bækur og þurfa því langan tíma til að ljúka við Bókasafnarann. Von- andi getur hann þó orðið einhverj- um hvatning til að lesa meira en ella. Það á að vera einfalt og fljótlegt að leysa verkefnin í Bókasafnaran- um, aðalatriðið er að börnin lesi bækur sér til ánægju og aukins þroska og þetta hefti er aðeins ein hugsanleg leið því til stuðnings. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Skuröhjúkrunarfræöingur óskast frá 1. desember eöa næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 10. október. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma: 96-41333. Z w C- BILAKAUP RIKISINS 1988 Innkaupastofnun ríkisins áætlarað kaupa um 130 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1988. Lýsing á stæröum og .útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjend- ur, sem vilja bjóða bíla sina að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 23. október n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS eorgartuni 7, simi 25844 REYKJMJÍKURBORG Jlau&cvi Stödu/i Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir: Lausar stöður félagsráðgjafa á hverfaskrifstofum fjölskyldudeildar í Vonarstræti 4 og Síðumúla 34. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyIdudeiIdar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 2. október. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. III REYKJMJÍKURBORG III V Aautevi Stötáci 4T Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar að ráða: 1. Ritara við FjölskyIdudeiId, Vonarstræti 4. Bæði heilsdagsstarf og tvö hálfsdags koma til greina. 2. Hálfsdagsstarf ritara og hálfsdagsstarf gjald- kera við hverfaskrifstofu Fjölskyldudeildar í Mjóddinni. Eitt heilsdagsstarf kemurtil greina. 3. Sendil við aðalskrifstofu, Vonarstræti 4. Þetta er heilsdagsstarf og auk sendilstarfa fylgja þessari stöðu ýmis almenn skrifstofustörf. Upplýsingar eru gefnar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Til forsvarsmanna sveitarfélaga Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum við sveitarstjórnarmenn vegna fjárlaga 1988 frá 5. október — 9. október n.k. og ef þörf krefur næstu daga þar á eftir. Þeir sveitarstjórnarmenn sem telja sérstaka þörf á að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa sam- band við starfsmann hennar, Ásdísi Sigurjóns- dóttur í síma 11560 (213 eða 200), i síðasta lagi 29. sept. n.k. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síð- asta lagi 15. nóvember n.k. Bent er á að nauðsynlegt er að skrifleg erindi til nefndarinnar séu vel úr garði gerð og ólíkir mála- flokkar séu aðskildir í sérstökum erindum og að greinilega komi fram um hvaða fjárhæðir er að ræða. Afrit af erindum sem send hafa verið til við- komandi fagráðuneyta ættu að vera fullnægj- andi. Fjárveitinganefnd Alþingis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.