Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 19. september 1987
19
NÝ AÐFERD VIÐ BYGGÐAÞRÓUN
Tvö sveitarfelög á Austurlandi,
Seyðisfjörður og Egilsstaðir, efna
til átaksverkefnis sem ætlað er að
sporna gegn flóttanum til þéttbýlis-
ins.
Hvernig höfum við haft það und-
anfarinn áratug? Hver eru tækifæri
okkar í dag? Hvernig lífi viljum við
lifa næstu tuttugu ár? Hvernig ger-
um við drauminn að veruleika?
Þessum spurningum ætla íbúar
og ráðamenn tveggja nágranna-
sveitarfélaga á Austfjörðum, Seyð-
isfjarðar og Egilsstaða, að svara á
næstunni. Þær eru liður í tilraun
sem kaupstaðirnir hyggjast gera
með aðferð við byggðaþróun. Að-
ferðin nefnist átaksverkefni (til-
taksprojekt) og hefur reynst geysi-
vel hjá frændum okkar í Noregi.
Hingað til hafa hefðbundnar að-
ferðir við eflingu byggðar ekki bor-
ið nógu mikinn árangur. Gerðar
hafa verið þróunaráætlanir fyrir
einstök byggðarlög, þeim veitt hag-
stæð lán eða hjálpað til að reisa
stóra vinnustaði sem gætu orðið
hornsteinn nýrrar atvinnuþróunar.
Þessar aðferðir hafa sjaldnast dug-
að til að stöðva flóttann úr strjál-
býli til þéttbýlisins við Faxafióa.
Átaksverkefnið byggir á öðrum
forsendum. Þar er gengið út frá því
að engir séu færari um að leysa
vanda byggðarlaganna en íbúar
þetrra. Utanaðkomandi geta lagt til
hugmyndir og aðstoð en þegar mál-
ið snýst um stefnumótun og fram-
kvæmdir verður að láta heimamenn
eina um það.
Leitarráðstefna
Átaksverkefnið á Seyðisfirði og
Egilsstöðum hefst nú í haust á því
að vakin verður athygli á því með
blaðaskrifum, auglýsingum og um-
ræðum manna á meðal á stöðun-
um. Síðan verður boðað til borg-
arafunda og kosin undirbúnings-
nefnd að svonefndri leitarráðstefnu
sem haldin verður í vetur. Verður
reynt að velja þátttakendur þannig
að sem flestar atvinnugreinar og
samtök eigi fulltrúa.
Hlutverk ráðstefnunnar er að
skilgreina vanda byggðarlaganna
og kveikja hugmyndir að nýjum
verkefnum sem þátttakendur taka
síðan til við að móta og færa í raun-
hæfan búning. Ætlunin er að út úr
ráðstefnunni komi hugmyndir að
5—8 verkefnum sem með tímanum
geti orðið að arðbærum fyrirtækj-
um sem skapa atvinnu og framfarir.
Um leið eiga þau að leysa úr vanda
byggðarlaganna sem getur verið af
ýmsum toga: lélegar samgöngur,
skortur á þjónustu, takmarkaðir
ntöguleikar á tómstundaiðju eða/
og félagsleg aðstoð svo dæmi séu
nefnd.
Verkefnisstjóri
Ráðstefnunni lýkur með því að
stofnuð verða samtök sem eiga að
halda utan um verkefnin og fylgja
því eftir að þau komast í fram-
kvæmd. Alls stendur verkefnið yfir
í tvö ár og verður ráðinn sérstakur
verkefnisstjóri til að stýra því. Höfð
verður samvinna við sérfræðinga
Byggðastofnunar og Iðntækni-
stofnunar og að sjálfsögðu verða
ráðamenn kallaðir til á einhverju
stigi ntálsins. Við undirbúning hef-
ur verið náin samvinna með bæjar-
félögunum tveimur og Iðnþróunar-
félagi Austurlands.
Þessa stundina er verið að leita
að hæfurn manni tii að veita verk-
efninu forstöðu en um leið og hann
er fundinn verður hafist handa.
Nánari upplýsingar um átaks-
verkefnið rná fá hjá iðnráðgjafa
Austurlands, Axel Beek, Seyðis-
firði, í símum 97—21287 og 21303
og hjá bæjarstjórum Seyðisfjarðar
(97—21303) og Egilstaða (97—
11166).
NÁMSTEFNA Á VEGUM
IÐNLÁNASJÓÐS
29. SEPTEMBER 1987
-HVAíð
N
Xmstefna A vegum
1ðNlANASJÓÐS 29.
SEPTEMBEK
1987.
Iðnlánasjóður boðar til námstefnu um útflutn-
ing, þriðjudaginn 29. september 1987 á Hótel
Sögu. Námstefnan er haldin í samvinnu við
danska ráðgjafafyrirtækið AIM Management
sem hefur annast undirbúning og fram-
kvæmd námráðstefnunnar að mestu leyti. Á
námstefnunni munu danskir og íslenskir
útflytjendur flytja erindi og greina frá eigin
reynslu á sviði útflutnings.
Á námstefnunni verður einnig fjallað um
gengisáhættu í útflutningi og lán og trygg-
ingar sem íslenskum útflytjendum standa til
boða. Innan Iðnlánasjóðs hafa verið stofnaðar
sérstakar deildir á síðustu árum til að sinna
þessum verkefnum. Þær eru: Vöruþróunar-
og markaðsdeild, sem styður meðal annars
gerð kynningarefnis og þátttöku íslenskra
framleiðenda á sýningum erlendis, og Trygg-
ingardeild útflutningslána, sem eykur mjög
öryggi og svigrúm útflytjenda hérlendis. Loks
verður á námstefnunni greint frá þeirri þjón-
ustu sem Útflutningsráð íslands veitir ís-
lenskum útflytjendum.
DAGSKRÁ
09:00
Skráning þátttakenda
og afhending gagna.
09:15
Námstefnan sett
JÓN MAGNÚSSON
formaður Iðnlánasjóðs
09:25
Mikilvægi útflutnings
FRIÐRIK SOPHUSSON
iðnaðarráðherra
09:35
Undirbúningur undir
útflutning
HENRIK MÖLLER
forstjóri AIM Management A/S
10:05
Kaffi
10:20
Undirbúningur undir
útflutning
HENRIK MÖLLER
11:05
Hlé
11:15
Reynsla frá Þýskalandi
UFFE STEEN MATHIESEN
markaðsstjóri Dansk Biscuit Co.
A/S
12:00
Hádegisverður
13:30
Reynsla frá Bretlandi
ANDREAS NIELSEN
forstjóri Daloon A/S
14:15
Gengisáhætta
691S00
SIGURÐUR B. STEFÁNSSON
framkvæmdastjóri Verðbréfa-
markaðar Iðnaðarbankans
14:35
Kaffi
14:50
Fjárhagslegur stuðningur
BRAGl HANNESSON
bankastjóri Iðnaðarbankans
15:10
Útflutningsráð íslands
ÞRÁINN ÞORVALDSSON
framkvæmdastjóri Útflutn-
ingsráðs íslands
15:40
Hlé
15:45
fslensk reynsla
EYJÓLFUR AXELSSON
forstjóri Axis
16:15
íslensk reynsla
ÓSKAR MARÍUSSON
forstjóri Málning hl.
16:45
íslensk reynsla
SIGURÐUR JÓHANNSSON
forstjóri Iceplast
17:35
Lokaávarp
JÓN MAGNÚSSON
formaður Iðnlánasjóðs
17:40
Síðdegisboð
Fundarstjóri
VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON
formaður Félags íslenskra
iðnrekenda
UFFE STEEN MATHIESEN ANDREAS NIELSEN SIGURÐUR B. STEFANSSON
BRAGI HANNESSON ÞRÁINN ÞORVALDSSON EYJÓLFUR AXELSSON
ÓSKAR MARÍUSSON SIGURÐUR JÓHANNSSON VI'GLUNDUR ÞORSTEINSSON
IÐNLÁNASJÓÐUR
IÐNAÐARBANKINN LÆKJARGÖTU 12, 101 REYKJAVlK,
SlMI 691800