Alþýðublaðið - 06.10.1987, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1987, Síða 4
4 Þriðjudagur 6. október 1987 ________t MINNING t________ Baldur Bjarnason magister í minningu Baldurs Bjarna- sonar magisters Baldur Bjarnason var fædd- ur 31. mars 1914 í Jónsnesi i Helgafellssveit. Settist hann í sjötta bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1935. Fór þar mikið orð af kunnáttu hans í sögu. Lauk hann stúdents- prófi vorið 1936. Ári síðar hóf hann nám í sagnfræði við Há- skólann í Osló og lauk magist- erprófi við hann vorið 1941. í strtðslok 1945, kom hann heim. Varð hann fljótlega kunnuraf útvarpserindum sín- um um útlend stjórnmál og sögu fyrri alda, enda voru þau bæði vel flutt og vel samin. í árslok 1945 birti hann bók um veru sína í Noregi á stríðsárun- um og fangelsisvist í nokkra mánuði hjá nasistum. Baldri Bjarnasyni varð ég málkunnugur sumarið 1948. I tíu eða ellefu ár hittumst við oft á kaffihúsum í Reykjavík, sem við sóttum á þeim árum. Baldur var skemmtilega vel máli farinn, glöggur, meira að segja skarpskyggn á köflum. Frá Sturlungaöld sagði hann með afbrigðum vel, og þykist ég vita að magister-ritgerð hans sem fjallaði um hana, hafi verið með afbrigðum vel samin. Fyrstu ár kynna okkar var dagfar hans eðlilegt, þótt hann væri stundum ör og eirð- arlítill. En eirðarleysi hans ágerðist, og kringum 1952 var haft á því orð. Honum varð aga- vandi á höndum í kennslu sinni við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann festi ekki hugann við ritverk og erindi hans urðu verr samin og flutt en áður. í kringum 1960 kenndi hann hjartakvilla og fór á dval- arheimili í Hafnarfirði. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt, og starfsdegi þessasérkennilega menntamanns var lokið. Eftir að ég heyrði andláts- fregn Baldurs Bjarnasonar, endurlas ég í Grini-fangelsi. Varð ég þá þess fullviss, að hún á sér varanlegan sess á meðal merkra íslenskra minn- ingabóka. Því til áréttingar, og sem hinstu kveðju, tek ég upp nokkrar málsgreinar úr bók- inni, og gef því góðum sögu- manni orðið: „Þegar ég hafði lokið stúd- entsprófi vorið 1936, þá 22 ára að aldri, var ég í vafa um, hvað ég ætti að gera, hvort ég ætti heldur að flækjast um heim- inn á útlendu skipi eða freista þess að stunda nám við út- lendan háskóla ... Er ég hafði fengið dálitla námsstyrki, fór ég að stunda háskólanám i Osló, „því miöur,, verð ég að segja, eftir allt, sem síðan hef- ur á daga mína drifið ... ég fór til Noregs í fyrsta skipti 1937, og næstu tvö ár var ég að mestu leyti í Osló og stundaði þar nám við háskólann. Ég las sögu og landafræði ... 1939- 1940 varég áíslandi í eitt ár, en vorið 1940 fékk ég það ríf legan námsstyrk, að ég gat talið mig öruggan í eitt ár. Eg átti þá að- eins eitt ár eftir af námstíman- um. Ég fór því út á ný vorið 1940 með e/s Gullfossi..." (Bls. 5-6) „Ég kom til Oslóar að kvöldi dags 7. apríl 1940. Fyrstu nóttina svaf ég á mjög stóru gistihúsi, þar sem flæk- ingar og umrenningar áttu at- hvarf ... Daginn eftir hitti ég ýmsa menn, sem ég þekkti. Allir ræddu um stríðshorfurn- ar ... Um kvöldið fékk ég mér herbergi Böhlers Hospits, Ný- götu 9... Ég lagði mig til svefns seint um kvöldið ... vaknaði ég aftur ... heyrði ég skyndilega einkennilega ömurlega tóna, nístandi og skerandi, rjúfa næturþögnina ... loftvarnar- pípurnar... Fjandmannahervar kominn að landi ... Ég vaknaði seint um morguninn ... Ég sá flugvélarásveimi yfirborginni ... fólkið á götunum hljóp fram og aftur sem æðisgengið, en úti á Oslóarfirði heyrðust skot- dunur í sífellu ... Ég sá fólk í hópum forða sér út úr borginni á bifreiðum, og síðar um dag- inn fylltist borgin af einkennis- búnum þýskum hermönnum." (Bls. 6-7) „...byrjaði ég námið síðasta háskólaveturinn minn haustið 1940 ... fluttist ég ... til Austur- bæjarins ... Meirihlutann af námstíma mínum hef ég búið hér. (Bls. 14)... Háskólinn starf- aði eins og venjulega ... Ég sótti tímana eins og áður, las námsgreinar mínar og skrifaði höfuðritgerð mína. (Bls. 22) ... Eftir nýárið hætti ég að sækja tíma í háskólanum og bjó mig til prófs. Ég lagði fram ritgerð mína i sögu, sem var aðal- námsgrein mín. Var hún sam- þykkt. Ritgerðin fjallaði um Sturlungaöldina og endalok hins íslenska lýðveldis. (Bls. 28)... Vorið kom ... Ég gekk nú undir próf. í júní 1941 var ég út- skrifaður magister I sagnf ræði frá Oslóarháskóla." (Bls. 30) Síðla sumars 1941 réð Bald- ur Bjarnason sig á stórt flutn- ingaskip, og segir hann svo frá: „Ég var þá orðinn þilfars- drengur á m.s. Taiwan ... Það var í ágúst 1941, að við stigum á skipsfjöl. Taiwan var stórt vöruflutningaskip, um 10.000 tonn. Á skipinu var 30-40 mannaáhöfn ... Við héldum nú ... yf ir hið skuggalega Kattegat ... gegnum Stóra-belti ... með- fram hinni smáhæðóttu strönd Suður-Jótlands og námum staðar í höfninni í Kíl. Þaðan héldum við áfram I gegnum Kílarskurðinn, og er við komum út á Norðursjó, sigldum við ásamt mörgum norskum og dönskum skipum áleiðis til Hollands, til Rotter- dam. Við höfðum herskipa- fylgd ... Dag nokkurn um há- degisbilið var gerð á okkur loftárás af breskum og belg- ískum flugvélum. Árásin mis- heppnaðist. Ein af flugvélun- um var skotin niður og féll í logum niður i sjávardjúpið ... Daginn eftir ... komum við til Rotterdam. (Bls. 38-41) ... Við sigldum sömu leið til baka ... Er við komum til Noregs- strandar, var okkur sagt, að við ættum að halda lengra norður ábóginn ... Við sigldum aðeins á daginn. Á nóttunni lá skipið Ijóslaust og hreyfingarlaust ... Allt gekk slysalaust, þangað til við urðum fyrir loftárás fyrir utan Flekkufjörð ... við sáum tvær enskar f lugvélar á sveimi skammt frá okkur. Báðir (fall- byssubátarnir) skutu ákaft ... Þá sáum við skyndilega, að sá sem var fjær okkur, sporðreist- ist... Við horfðum á litla þýska herskipið, sem varað sökkva... sigldu öll skipin i skyndi inn á Flekkufjörð ... Ekki urðum við fyrir fleiri árásum, meðan ég var á Taiwan ... Að Iokum lent- um við í Tromsey ... Við dvöld- umst um það bil mánuð í Tromsey.'1 (Bls. 42-46) Aðra ferð fór Baldur Bjarnason með e/s Taiwan til Rotterdam, en fór i land í Oslófirði, í Arendal, rétt fyrir jól 1941. Frá veru sinni í Osló 1942 segir Baldur Bjarnason: „...eft- ir langa mæðu heppnaðist mér með aðstoð stúdenta- skrifstofunnar að ná í gott her- bergi með miðstöðvarhita í Vestur-Osló, í Hjálmsgötu í nánd við Bókstaðarveginn. Þar var ég í nærri heilt ár ... Ég hafði nú nóga peninga, fékk mánaðarlega lán á vegum sendiráðsins danska ... og auk þess fékk ég mánaðarlega styrk frá Norræna félaginu ... ég var stöðugt lasinn af eyrna- sjúkdómi og mataræðið var slæmt ... Fólkið megraðist stöðugt, magasjúkdómar fóru í vöxt, og tæringin breiddist út ... Bæjarfólkið lifði á sultar- fæðu. (Bls. 54- 55)„Fyrstu mánuðina ... reyndi eg aö læra hraðritun, en gafst upp á því sökum leti. Annars eyddi ég tímanum mest með því að heimsækja gamla skólabræð- ur og vini og rabba við þá um ástand og horfur. Ég sótti mjög veitingahús og bóka- söfn, og enda þótt nú væri kvikmyndaverkfall ... fór ég stundum í bíó. (Bls. 64) ... las ég bæði þýsk og norsk nas- istablöð af ákafa, og oft undr- aðist ég hið andlega tóm, sem mér fannst einkenna skrif þessará blaða.“ (Bls. 65) Frá fyrri fangelsun sinni segir Baldur Bjarnason svo: „Það var kvöld eitt, laust eftir miðjan vetur, er ég kom af bókasafninu, að ég ... fékk mér kaffi í Café Nordahl Bruun ... Áður en ég vissi af, var ég far- inn að tala um pólitik við sessunauta mína, sem báðir voru norskir ... Þeir héldu áfram að úthúða Júðunum. Ég sagði, að það væru til bæði góðir og slæmir Gyðingar ... Að lokum ætlaði ég að fara út, en var stöðvaður við dyrnar af þýskum liðþjálfa, sem sat þar rétt hjá með stelpu sína... Eftir drykklanga stund komu tveir norskir Gestapómenn sögðu þeir mér að koma með sér. Ég gekk síðan á milli þeirra niður á lögreglustöð norsku nasistanna ... Eg hirði ekki um að tilgreina, en inni- haldið í ákæru þeirra var það, að ég hefði haldið bolsévist- iska æsingarræðu niðri á kaffihúsinu ... Því næst varmér ekið í bíl beint niður í tugthús- ið við Akabergsveginn. Þar sat ég einn í sólarhring, og næsta kvöld var mér svo ekið inn á lögreglustöðina að nýju og far- ið með mig inn á skrifstofu lögreglufulltrúans. Hann sekt- aði mig um 40 krónur og sagði að gæti ég ekki borgað þær innan tveggja mánaða, fengi ég fimm daga fangelsi við vatn og brauð. (Bls. 66-68) ... Vorið kom og einn blíðan veðurdag fékk ég tilkynningu f rá lögregl- unni um, að ég ætti að fara í tugthúsið, vegna þess að ég hefði ekki borgað sekt mína ... Það var tekið fram, að ég gæti fengið húsrúm í tugthúsinu á Hólmaströnd, smábæ einum i Suður-Noregi ... Ég sat f fang- elsinu í fimm daga við vatn og brauð og undi mér vel.“ (Bls. 71), I október 1942 fékk Baldur Bjarnason sér vinnu i slipp í Osló, Nýlandsverkstæði: „Dagarnir liðu einn af öðrum á verkstæðinu. Um stríðið var Iftið talað. Allir biðu með óþreyju eftir úrslitum í Stalin- gradorustunni miklu, sem nú hafði verið háð um langan tima ... Ég var nú orðinn staðráðinn í því að reynaað komast burt úr landinu með einhverju móti. Fyrst ákvað ég að reyna lög- legu leiðina ... Ég fékk góð vottorð frá kennurum mínum I Osló og tilkynningu frá rektor háskólans í Stokkhólmi um, að ég væri velkominn þangað. (Bls. 98) ... Ég man, að dag nokkurn tókég mérfrí frávinn- unni og fór upp á vegabréfs- skrifstofu Þjóðverja í Osló til að afla mér vitneskju, en fékk ekkert svar. Þá um morguninn höfðu borist fregnir um hinn endanlega og ægilega ósigur Þjóðverja við Stalingrad ... tvær þýskar skrifstofustúlkur grétu, og ungur Þjóðverji, sem var á skrifstofunni þar, hallaði séruppaðveggnum, grátbólg- inn í andliti... Ég skal láta þess getið, að ég fann ekki til neinn- armeðaumkunar ... Núfórað vora. Á kvöldin var ég oft úti. Það var margt um manninn í Osló. Bærinn var fullur af alls konar útlendingum frá hinum herteknu löndum. Höfðu Þjóð- verjar sent þá til þvingunar- vinnu. Maður rakst á Tékka, Frakka, Júgóslava, Belgi, Hol- lendinga og jafnvel Rússa. (Bls. 102) Áður en lengraer far- ið, verð ég að geta þess, að laust eftir nýár varð ég að fá mér nýtt húsnæði ... Með að- stoð stúdentaskrifstofunnar heppnaðist mér að fá hús- næði I hinu svonefnda æsku- lýðsheimili, nr. 2 við Olafs Ry- es torg ... í stofu þeirri, sem mér var vísað á, sváfu um 20 manns í ósjálegum timbur- rúmum með lélegar ábreiður ofan á sér. (Bls. 98-99)... Nú var alveg komið að páskum (1943) ... Þjóðverjar höfðu ... neitað mér um útfararleyfi ... Eftir páskavarég... aðeins fáadaga á Nýlandi." (Bls. 106) Baldur Bjarnason fór nú að hyggja á flótta til Svíþjóðar. „...I lok júnímánaðar (1943) ... var (ég) nú orðinn algjörlega peningalaus og farinn að skulda matsölustaðnum. Ég hafði þá undanfarna daga haft það fyrir sið að ganga niður á bryggjurnar, sem lágu beint fyrirneðan Nýlandsverkstæði. Þar lágu oft sænskir smávél- bátar, sem fluttu alls konar varning til OslóarfráSvíþjóð... enginn þeirra þorði að taka mig með sér til Svíþjóðar ... (Sænskur) vinur minn sagði mér, að ég gæti tekið mér far með járnbrautarlest alla leið út á hið forboðna svæði, sem tók við austan við Glaumu. Mér væri óhætt að ganga veg- inn til Bjarkalöngu ... Ég keypti mér farmiða til bæjarins við Glaumu. Er þangaö kom, fór ég gangandi veginn, sem ligg- ur til Bjarkarlöngu með pok- ann hvita á öxlinni ... Það var heitt í veðri, og ég varð móður og þreyttur og varð því að hvila mig oft ... Að lokum fór ég að nálgast Bjarkarlöngu Skyndilega hrökk ég við, er bif- reið nam staðará veginum rétt hjá mér, og út úr bifreiðinni sté feikna stór og þrekinn maður með gríðar stóran blóðhund í bandi... En ég var nú einu sinni vopnlaus og varð að láta mér lynda að vera fangi ... Er við komum á lögreglustöðina, var svo skipað fyrir, að ég skyldi fluttur í Breiðþveitarfangelsi (Bredtvedt), sem er fyrir ofan og austan Osló. Þegar þangað kom, varég settureinn í klefa.“ (Bls. 111-117) Þremur vikum síðar, 20. júlí 1943, var Baldur Bjarnason fluttur í Grini-fangelsið. Frá fangelsisvist sinni sagði hann svo: „FangaráGrini voru hátt á þriðja þúsund ... á Grini sátu margir norskir læknar sem fangar ... Ég var settur ásamt fleiri mönnum að byggja bragga rétt hjá höfuðbygging- unni ... Strax fyrsta daginn, sem ég fór út að vinna, fann ég óþyrmilega til sultar ... fyrsta kvöldið láég í rúminu og engd- ist sundur og saman af hung- urkvölum. Fæðið var bæði illt og lítið ... Eins og vænta má, var heilbrigðisástandið á Grini allt annað en gott... Dr. Halvor- sen, norskurkommúnisti, sem setið hafði mjög lengi inni, var yfirlæknir á Grini ... kynntist ég fjölda lærðra manna, m.a. Francis Bull prófessor, sem setið hafði mjög lengi á Grini ... Hann var tekinn og bar á sér einkenni sultar og þjáningar. Svo var ég einu sinni kynntur agnarlitlum, sköllóttum ná- unga með gleraugu. Það reyndist vera Lars Berg, sem frægur er um allan Noreg fyrir ástarsögur sinar. Urðum við brátt mjög góðir vinir... Ég var stöðugt veikur í eyrunum og varð því að fara til læknis á hverju kvöldi ... Svo var það einn góðan veðurdag, að ég fékk Grinisýkina. Það leið yfir mig um morguninn við fanga- skoðunina, og ég vaknaði á lækningastofunni ... Ég lá í nokkra daga, spjó upp öllu, sem ég borðaði ... Flestir, sem komu til Grini, veiktust af þessu eftir einn eða tvo mán- uði. Mér batnaði tiltölulega fljótt ... (Morgun einn) skipuð- um við okkur í röð, eins og venja var. Þegar búið var að telja, kallaði Maglerskrifstofu- stjóri upp nokkur nöfn, Aal, Vold, Erlingur Martinson. Það var eins og kaldur gustur færi um fangaraðirnar. Hann hélt áfram: Solheim, Myrvog, Telle. Allir svöruðu „já„ ... Dagurinn leið ... karlarnir á skeftaverk- stæðinu sögðu: „Það voru Þelavogsmennirnir, sem voru kallaðir fram í dag ..." Um kvöldið flaug svo eins og eldur í sinu um allar fangabúðirnar: Erlingur Martinson, Aal, Vold og Telle eru dæmdir til dauða. Solheim og Myrvog hafa feng- ið margra ára fangelsi... Þegar við höfðum lesið í blöðunum framkvæmd dómsins, varð al- menn sorg á Grini.“ (Bls. 126- 165) Úr Grinifangelsi var Baldri Bjarnasyni sleppt 18. desemb- er 1943. Frá útskrift sinni sagðihann svo: „Svo varokkur ... sagt að fara upp á þriðju hæð. Þar stóð sjálfur gæslm varðstjórinn i hvítum einkenn- isbúningi með kaskeiti og gleraugu. Hann hélt yfir okkur stutta tölu á þýsku og skoraði á okkur að berjast á móti bolsjevismanum. Ég fór að skellihlæja eins og heimsk- ingi. Ég gat ekki að því gert. Mér fannst hann svo skemmti- legur karlinn. „Nú finnst mér Islendingurinn minn heldur skrítinn," sagði gæsluvarð- stjórinn. „Hann skiiur þig vel,“ sagði norskur nasisti, sem stóð hjá honum. Karlinn glotti ... Siöan tók hann í höndina á öllum föngunum, sem sleppt var, og óskaði þeim gleðiiegra jóla og þeir honum ... Vörubíll tók viðokkurfyrirutan hliðið... Við ókum hratt áleiðis til Osló- borgar." (Bls. 189-190) Enn sótti Baldur Bjarnason um útfararleyfi, nú til Dan- merkur, og aftur var honum synjað þess. Vorið 1944 tókst honum með hjálp góðra manna að flýja frá Noregi til Svíþjóðar. Bók sina, í Grini- fangelsi skrifaði hann i Svi- þjóð síðasta stríðsárið. Haraldur Jóhannsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.