Alþýðublaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 4
4 f MINNING f Miðvikudagur 21. október 1987 Jarþrúður Karlsdóttir F. 10. maí 1923 — D. 14. október 1987 Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama en orðstir deyr aldregi hvern sér góðan getur. Hávamál Þegar ég nú sest niður til þess að minnast góðrar konu, þá líöa svipmyndir hjá eins og á kvikmyndatjaldi. Nafnið hæfði henni vel, sterkt sérstakt og rammís- lenskt, og mér dettur í hug þegar ég minnist hennar eitt- hvað ekta, frá henni kom aidrei falskurtónn. Ég kynnt- ist henni fyrir 4 árum, þegar við lentum saman i stjórn Kvenfélags Alþýðufl. í Rvík. Við náðum vel saman kon- urnar í stjórninni og vorum sammála um hve ómetanlegt það væri að hafa kynnst og starfað saman, að sameigin- legum áhugamálum. Ég hafði heyrt Jarþrúðar getið áður og ekkert nema af góðu, en fyrst þarna kynntumst við. Manni gat ekki annað en líkað vel við þessa sóma- konu. Hún var grannvaxin, kvik og létt á fæti, en það sem sérstaklega vakti athygli var þessi einarðlega fram- koma, sem einkenndi hana, og það mátti treysta þvi að það sem Jarþrúður Karlsd. sagði stóð eins og stafur á bók. Foreldrar hennar voru þau Karl Karlsson og Guðrún Ólafsdóttir bæði Reykvíking- ar. Móðir hennar lést þegar Jarþrúður var aðeins 11 ára gömul. Á þeim árum var hörð lífsbarátta og ekki í mörg hús aö venda þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þau voru 11 systkinin og hún sjöunda í röðinni og því margir munnar að metta. Henni var þá komið fyrir hjá vandalausum og var vistin misjöfn. Um tíma var hún á sveitabæ þar sem hún þurfti að ganga langa leið til og frá skóla. Eitt skiptið skall á mikið óveður, þegar hún var á heimleið. Bróðir hennar var í fóstri á næsta bæ, og sá eini sem hafði áhyggjur af henni úti í þessu óveðri. Hann fór á móti henni til þess aö hjálpa henni heim og var hún þá svo þreytt og köld að hann varöað hálf bera hana síðasta spölinn, þá var hún 11 eða 12 ára. Þakk- lætið sem hann fékk hjá vinnuveitendum sínum var snoppungur. Hún fékk venjulega skóla- göngu og fór síðan strax að vinna fyrir sér. Ung hóf hún störf á Landakoti og sagði seinna að nunnurnar þar hefðu kennt sér margt, svo sem undirstöðu í dönsku og þýsku og taldi að þær hefðu gefið sér góða viðbót við barnaskólanámið. Síðar vann hún við ýmis störf. Hún eign- aðist son sem hún var ein með í sex ár eða þangað til hún kynntist manni sínum Einari Magnússyni, sem æddleiddi hann og gekk hon- um í föðurstað. Þau Einar gengu í hjónaband 1951. Þau eignuðust saman 4 börn. Börn þeirra eru Karl Már sem býr í Noregi, hann er elstur. Rannveig sem búsett er í Þýskalandi og Magnús Ragn- ar, Kristín og Hallfríður sem öll búa í hérna í Rvík. Þau Einar bjuggu fyrst hérna í Reykjavík en fluttust síðan til Seyðisfjarðar þar sem hann var verksmiðjustjóri hjá Sfld- arverksmiðju ríkisins. Þau bjuggu þar til ársins 1975 en í nóv það ár lést Einar. Þá fluttist Jarþrúður alkomin til Rvik. aftur. Ég kynntist henni í þeim félagsskap sem við báðar vildum heill og hag sem mestan. Jafnaðarstefnan var henni eins og leiðarljós og þar starfaði hún af heilum hug. Taldi aldrei eftir sér að leggja sitt af mörkum, og ég veit að þegar hún var beðin um eitthvað fyrir Alþýðuflokk- inn þá var hún alltaf tilbúin, hvort sem um var að ræða kökubakstur, vinna fyrir kosn- ingar eða annað. Þótt ég hafi grun um að siðari ár hafi það oft verið meira af vilja en mætti. Við sem þekktum hana vissum að hún gekk ekki heil til skógar s.l. 2 ár, en þótt við hefðum áhyggjur af að þetta gæti verið alvarlegt vonuðum við í lengstu lög að svo væri ekki. Við vissum líka að lífið hafði farið um hana ómjúkum höndum oft á tíðum, og okk- ur fannst hún eiga skilið að eiga rólegt ævikvöld með börnum og barnabörnum. Það var í byrjun ágúst sem ég hringdi í hana og aetlaði að boða hana á fund. Ég spurði hana hvað væri að frétta? Hún svaraði, ég var að fá úrskurðinn í dag, síðan hélt hún áfram fastmælt og æðrulaus — Þetta er krabba- mein og 50% líkur hvort þeim tekst að komast fyrir það. Ég varð orðlaus, þetta var verra en nokkurn hafði grunað. Við ræddum saman um stund, en því segi ég frá þessu að það sýnir best hve mikil kjarkmanneskja hún var. Við enduðum samtalið og ég sagði við hana „ég veit að þú gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana". Þá svaraði hún, nei Helga ég ætla að berjast. Hun barðist hetju- lega, en sú barátta varð stutt og erfið, og síðustu vikurnar var hún mikið veik. Kristín dóttir hennar sagöi mér að hún hefði haft meiri áhyggjur af þeim ástvinum hennar en sjálfri sér — þannig var Jar- þrúður. Okkur finnst oft þetta líf vera „Undarlegt ferðalag". Við skiljum ekki tilganginn. En sé til eitthvað líf eftir þetta þá trúi ég ekki öðru en þar verði henni ætlaðir stórir hlutir. Fyrir hönd stjórnar Kvenfé- lags Alþýðuflokksins í Reykjavík votta ég börnum hennarog fjölskyldum þeirra, svo og öðrum ættingjum innilegustu samúð, um leið og við alþýðuflokkskonur í Rvik. þökkum henni sam- fylgdina. Blessuð sé minning hennar. Helga Guðmundsdóttir Hinn 14. október s.l. lést í Reykjavík frú Jarþrúður Karlsdóttir, síðast til heimilis að Tunguseli 7 hér í borg. Jarþrúður var fædd i Reykjavík 10. maí árið 1923 og ólst þar upp. Lengst af átti hún heima ásamt foreldr- um sínum og systkinum að Litla Seli, Vesturgötu 61, en foreldrar hennar voru þau Guðrún Ólafsdóttir og Karl Karlsson, sem oft var kallaö- ur Kalli I vatninu og margir eldri Reykvikingar muna ef- laust eftir, hann var svokall- aður vatnsmaður hjá Reykja- víkurhöfn. Segja má að snemma hafi Jarþrúður kynnst hugsjónum jafnaöarstefnunnar og Al- þýðuflokksins, sem foreldrar hennar aðhylltust, enda ríkti á heimilinu einlægur áhugi fyrir velferð Alþýðuflokksins og þeirra sem minnst mega sín. Átti Jarþrúður síðar eftir að taka mikinn þátt í starfi fyrir Alþýðuflokkinn. Ung að árum giftist Jar- þrúður Einari Magnússyni, verksmiðjustjóra hjá Sildar- verksmiðjum ríkisins á Seyö- isfirði og eignuðust þau fimm börn, þrjárdæturog tvo syni, sem öll eru á lífi. í átján ár bjó fjölskyldan á Seyðisfirði eða um það leyti sem Einar lést, en þá hafði fjölskyldan nýlega flutt til Reykjavíkur og átti Jarþrúður þar heima til dánardægurs. Á Seyðisfirði tók Jarþrúður virkan þátt i starfi Alþýðu- flokksins og var m.a. vara- maður í bæjarstjórn Seyðis- fjarðar f.h. flokksins. Einnig átti hún sæti á framboðslist- um Alþýðuflokksins í Austur- landskjördæmi og einu sinni var hún ( 2. sæti á listanum. Sýndi Jarþrúöur þá hversu hörkudugleg hún var og áhugasöm um að koma hug- sjónum jafnaðarstefnunnar á framfæri, er hún atti kappi við marga þrautreynda stjórn- málamenn á sameiginlegum framboðsfundum flokkanna í kjördæminu. Einnig átti Jar- þrúður sæti í flokksstjórn Al- þýðuflokksins um margra ára skeið og sat auk þess fjöl- mörg flokksþing hans. Jar- þrúður sat einnig í stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík mörg ár og tók virk- an þátt í starfi Sambands Al- þýðuflokkskvenna. Með Jarþrúði Karlsdóttur er gengin dugmikil og heil- steypt kona, sem ættingjar og vinir minnast með virð- ingu og söknuði. Ég votta börnum hennar og öðrum af- komendum samúð mína og bið henni jafnframt blessunar i nýjum heimkynnum. Kristín Guðmundsdóttir SMÁFRÉTTIR Merkisdagar SOLUMAÐUR Merkiö sem sölumennirnir munu bera. Merkisdagar Slysavarnarfélag íslands' hyggst ganga fyrir umfangs- mikilli söfnun dagana 23. 24. og 25. október. Söfnuninni hefur verið valið nafnið Merk- isdagar og mun fólk á vegum Slysavarnarfélagsins ganga í öll hús á landinu og bjóða til kaups barnmerki. Það er björgunarhringur úr málmi og kostar 200 krónur. Tilgangur- inn með sölunni er að safna fé til stóraukinna sjóslysa- varna um allt land. Það fé sem safnast verður bæði not- að í þágu einstakra björgun- arsveita um land allt og einn- ig í verkefni heilldarsamtak- anna. Söfnuninni hefur verið val- ið þetta nafn, Merkisdagar, vegna þess að markmiðið er að selja þessi merki á öllum heimilum landsins og þannig gera þessa merkjasöludaga að merkisdögum í sögu is- lenskra sjóslysavarna. Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, hefur gerst verndari söfnunarinnar og hann hvetur þjóðina til sam- eiginlegs stórátaks. Lítil hætta er á því að fólk verði fyrir þeirri slæmu reynslu að lenda í klóm „gervisölumanna" því að sölufólk Slysavarnarfélagsins mun bera ákveðið merki sem auðkennir það. Ómerktur sölumaður er þess vegna ekki sölumaður á vegum Merkisdags. Amnesty Inter- national Hin alþjóðlega Amnesty International vika hófst laug- ardaginn 17. október, og mun standa til 23. október. Vfir- skrift vikunnar er „Langvar- andi fangavist““ Samtökin munu beinaathygli heimsins Fan Xueyan, rómversk- kaþólskur biskup. Hefur dvaliö i fangelsi í 25 ár. að föngum, sem dvelja árum saman innilokaðir, föngum sem haldið er ótímabundið án dóms eða laga og án þess að þeir hafi hugmynd um hvort þeir muni nokkurn tím- ann öðlast frelsi á ný. Amnesty International var stofnað 1961 til þess að hjálpa slikum föngum, og tuttugu árum síðar er vand- inn enn til staðar. Ranglát lög og fyrirmæli stjórnvalda, leynd, einangrun og sýndar- réttarhöld, leiða til þess að menn sitja árum saman í haldi, í mörgum tilfellum án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sérstakur gestur samkom- unnar verður fyrrverandi sam- viskufangi Amnesty Inter- national, Rússinn Boris Weil. Bæklingur um mænuskaða Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra hefur gefið út bækl- ing um mænuskaða. Mænu- skaði veldur svokallaðri þver- lömun í útlimum og verður yfirleitt af völdum slysa. Þeir sem þverlamast þurfa oft að horfast í augu við ný og óþekkt vandamál og er bækl- ingurinn til þess að leiðbeina mænusködduðum og að- standendum þeirra. Bæklingurinn greinir m.a. frá því hvað gerist þegar mæna skaddast, gert grein fyrir þeirri endurhæfingu sem fólk með mænuskaða gengur í gegnum, rætt um sálfræðilegu hliðina á fötlun^ eigin viðbrögðum, viðbrögð- um annarra, kynlíf, barneignir ofl. Bæklingurinn er seldur á skrifstofu Sjálfsbjargar, Há- túni 12.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.