Alþýðublaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 8
MMBUBLOIfl
Miðvikudagur 21. október 1987
Sagan endurtekur sig ekki:
Verðhrunið stærra en 1929, en
enginn óttast afleiðingarnar
Stórt veröhrun á verðbréfamark-
aðnum i Wall Street, telst óneitan-
lega til heimsviðburða, jafnvel þótt
þess sé ekki að vænta að áhrifin
verði neitt í líkingu við það sem
varð i nóvember 1929, þegar heims-
kreppan mikla hófst á þessum
verðbréfamarkaði. Sennilega er það
einmitt upphaf heimskreppunnar
sem gerir það aö verkum hve mikla
athygli það vekur þegar verðfall
verður á þessum verðbréfamarkaði.
Á hinn bóginn hafa ráðamenn i
ýmsum heimshlutum, jafnvel á ís-
landi keppst við að útskýra að ekki
sé ástæða til að óttast hliðstæða
atburðarás og fylgdi í kjölfar verð-
fallsins 1929.
Ástandið i gær gaf þó ekki tilefni
til mikillar bjartsýni, eftir nokkra
hækkun fyrri hluta dagsins lækk-
aði verðið aftur í gærkveld.
Að vonum leita menn útskýringa
á verðhruninu. Einna helst hefur
verið litið til hinna háu vaxta sem
ríkt hafa á bandarískum peninga-
markaði um alllangt skeið. Háu
vextirnir hafa að sjálfsögðu leitt til
aukins fjármagnskostnaðar fyrir-
tækja og leitt til þess að fjárfest-
ingar verða óhagkvæmari en áður.
I gær var hins vegar tilkynnt um
vaxtalækkanir i Bandaríkjunum.
Þessum viðbrögðum er ætlað að
leiða til aukins jafnvægis á verð-
bréfamarkaðnum.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
„Hætta á keðjuverkun"
— en í dag hafa menn það góða yfirsýn yfir samhengi
í efnahagslífinu, að koma má í veg fyrir frekari áhrif
verðfallsins
„Hættan sem fylgir svona
verðhruni er fyrst og fremst
sú, að það hleypi af stað
keðjuverkun. Þeir sem fram
að þessu hafa verið að inn-
heimta fjármagnsgróða og
jafnvel stofna til útgjalda í
hagkerfinu vegna þess, sjá
nú fram á töp og halda að
sér höndum. Það gæti valdiö
afturkippi í efnahagslifinu í
Bandarikjunum og þeim rikj-
um öðrum þar sem verðbréf
hafa fallið,“ sagði Jón Sig-
urðsson viðskiptaráöherra i
samtali við Alþýðublaðið.
Jón segir hins vegar að í dag
Vilhjálmur Egilsson:
höfum
svigrúm"
„Það er nú ekki að vænta
stórra breytinga eða mikillar
kreppu í Bandaríkjunum“,
sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands og hagfræðing-
ur að mennt, þegar Alþýðu-
blaðið bað hann að segja álit
sitt á afleiðingum verðbréfa-
hrunsins í Bandaríkjunum.
Að því er sérstaklega varð-
aði áhrif á íslenskan efnahag,
sagði Vilhjálmur að mikil um-
frameftirspurn rikti nú á
Bandaríkjamarkaði hvað varö-
aði íslenskan fisk og hann
væri nánast skammtaður.
Þarna væri því talsvert svig-
rúm.
„Staðan í dag er líka þann-
ig að við höfum flutt mjög
mikið af okkar útflutningi yfir
á Evrópumarkaði," sagði
hann.
geti stjórnvöld landanna
brugðist við slíku á ýmsan
hátt og þvi
óttist hann ekki mjög svo
áhrif verðfallsins almennt.
„Við þessu geta stjórnvöld
landanna snúist með þvi t.d.
að Seðlabankarnir kaupi
verðbréf og dæli þar með
peningum út í kerfið. Þannig
mætti halda vöxtum niðri og
auka peninga í umferð.“
Þetta telur Jón aðalviðbrögð-
in sem grípa ætti til hjá við-
komandi löndum.
Jón sagði að talið væri að
í kreppunni 1929 hafi Seðla-
„Þarna er verið að dæla
meiri peningum í hagkerfið,"
sagði Vilhjálmur, „og það
leiðir náttúrlega til einhverrar
lækkunar á vöxtum“. Vil-
hjálmur taldi hins vegar að
þessar aðgerðir yrðu einkum
til að fresta afturkippnum.
Þetta gæti lika leitt til meiri
verðbólgu en verið hefði í
Bandaríkjunum að undan-
förnu og kannski svipaðs
ástands og ríkti kringum
1980, þegar Bandaríkjamenn
bjuggu við um 20% verð-
bólgu en atvinnuleysi var
samt á uppleið.
„Það er spurning hvort
ekki væri betra fyrir Banda-
ríkjamenn að sleppa þessum
aðgerðum og hafa afturkipp-
inn stuttan og snöggan og
standa svo sterkari á eftir“,
sagði Vilhjálmur Egilsson.
bankarnir ekki brugðist rétt
við í kjölfar veröfallsins á
veröbréfunum." Peningarnir
þornuðu upp og Seðlabank-
arnir héldu að sér höndum,
svöruðu ekki þessari þörf til
þess að halda uppi eftirspurn
í hagkerfinu."
Jón sagðist vona að menn
hefðu í dag miklu betri yfir-
sýn yfir samhengi í efnahags-
lifinu. „Menn vita vonandi
betur að verðbréfaverðið á
Wall Street er ekki einhlítur
hitamælir á hagsæld amer-
isku þjóðarinnar. Menn vita
einnig að framleiðsluaukning
„Auðvitað gripa menn til
sögulegs samanburðar og
upplifa aftur svarta þriðjudag-
inn ’29 — En ef menn vilja
leita samanburðar, þá er
langur vegur frá því, að um
sé að ræða sambærilegt
ástand,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra í samtali við Alþýðu-
blaöið. Hann sagðist ekki
eiga von á því fyrst um sinn
að verðfallið í kauphöllinni í
New york hafi áhrif á gengi
dollars og að ekki sé skyndi-
tilefni til breytinga á gengis-
skráningu íslensku krónunn-
ar.
Fjármálaráðherra sagði að
tengsl væru ekki svo augljós
á milli verðfalls og stöðu
dollararis sem slíks, enda
hafi komið á dáginn að doll-
arinn hafi skriðið aðeins upp
á við aftur.
„Fyrir okkur sem höfum
okkar aðalviðskipti í dollar,
eru þetta auðvitað tíðindi
hefur verið þar veruleg og
fremur hefur virst horfa til
réttrar áttar."
Viðskiptaráðherra sagði að
þessar sveiflur í verðbréfa-
verðinu hefðu ekki haft mikil
áhrif á gegni dollarans gagn-
sem okkur ber að fylgjast
mjög grannt með,“ sagði fjár-
málaráðherra. Hann sagði
ennfremur að menn hefðu
kannski ekki áttað sig á’þvi
að það hefði orðið breyting í
vart öðrum myntum. Dollar-
inn hefði m.a. styrkst eilítið í
gærmorgun. Skýringuna
sagði Jón þá, að einnig væri
verðbréfahrun í Evrópu og
Japan.
„Það sem núna skiptir ef
til vill mestu máli er það
hvort Bandaríkjamenn, Þjóð-
verjar og Japanir nái sam-
komulagi um samstilltar að-
gerðir, eins og menn voru að
gera sér vonir um eftir marga
fundi sem þeir hafa haldið að
undanförnu," sagði Jón.
Hann benti ennfremur á að
þegar hnökrar virtust koma á
þetta samstarf þá hafi verð-
skriöan byrjað niður á við i
Wall Street.
„Ég vona bara að það
sprjngi spáflugan í rassinum
á þeim sem stöðugt eru að
spá heimskreppu, enda tel ég
að nú séu forsendur aðrar og
menn skilji betur samhengi
hlutanna og geti komið í veg
fyrir svo ömurlega niður-
stöðu,“ sagði Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra.
gjaldeyrisverslun islendinga:
„Hlutur evrópumynta hefur
farið mjög vaxandi og hlutur
dollars að sama skapi lækk-
andi, að því er varðar útflutn-
ing. Þetta sagði fjármálaráð-
herra m.a. hafa endurspegl-
ast í því að fiskútflutningur
hefur í vaxandi mæli beinst
að Evrópumörkuðum og
gengiskarfan sem nú er mið-
að við er samsett af fleiri en
einni mynteiningu.
„Það er því ekki ástæða til
að æðrast neitt þegar í stað,
endaekki augljós tengsl milli
þess er varðar skráningu
verðbréfa og hlutabréfa og
svo hins vegar gengisstöðu
dollarans á alþjóða gengis-
mörkuðum. Að svo stöddu er
þess vegna ekki ástæða til
þess að grípa til neinna ör-
þrifaráða, og engin skynditil-
efni til breytinga á gengis-
skráningu íslensku krónunn-
ar,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra.
Jón Baldvin Hannibalson fjármálaráðherra:
„Ekki tilefni til
breytinga á gengisskráningu"