Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 1
Fjármálaráðherra svarar árásum Alþýðubandalags og Kvennalista fullum hálsi:
„ÞAÐ VERDUR HLEGIÐ
AÐ ÞESSU UÐI“
Nýtt tekjuöflunarkerfi grunnur að velferðarríkinu. Jón Baldvin boðar sölu-
skattseftirlit í verslunum. Varar við verkföllum og átökum á vinnumarkaði.
Krefst að ríkisstjórnin heimti lœgri nafnvexti af Seðlabankanum.
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra og formaður
Alþýðuflokksins sagði á
flokksstjórnarfundi Alþýðu-
flokksins sem haldinn var á
Hótel Sögu um helgina, að
árangur hinna miklu skatt-
kerfisbreytinga myndu ráðast
á næstu dögum og vikum, og
það ylti á miklu að rikis-
stjórninni tækist að veita
skattkerfisbreytingunni fram-
gang og tryggja að vörulækk-
anir kæmust til neytenda.
Fjármálaráðherra lagði á
það mikla áherslu að nýtt
tekjuöflunarkerfi væri for-
sendan fyrir velferðarríkinu,
og fór hörðum orðum um þá
gagnrýni sem Alþýðuflokkur-
inn hefur legið undir að
undanförnu.
„Það er uggur í brjósti
margra núna, að í skjóli
skattkerfisbreytingarinnar
muni kaupmenn í ýmsum
greinum nota tækifærið og
efna til meiri verðhækkana
en skattkerfisbreytingin gef-
ur nokkuö tilefni til, en rétt-
læta þær verðhækkanir með
visan til skattkerfisbreyting-
arinnar," sagði fjármálaráð-
herra.
Jón Baldvin Hannibalsson
fór víða (rúmlega klukku-
stundar langri ræðu sinni.
Hann sagði að ýmsar vöru-
hækkanir í verslunum væru
óeðlilegar og að rikisstjórnin
yrði að tryggja að verðlækk-
un í kjölfar lækkunar tolla og
vörugjalds skiluðu sértil
neytenda. Meðal ráöstafana
sem tjármálaráðherra netndi i
þessu sambandi, er að senda
eftirlitssveitir í verslanir til að
fylgjast með söluskattsinn-
heimtu og uppgjöri. Smá-
söluverslunum verður enn-
fremur gert skylt að nota við-
urkennda, innsiglaða versl-
unarkassa. Fjármálaráðherra
nefndi einnig að hugsanlegt
væri að Verðlagsráð beitti
ákveðnum reglum til að
tryggja rétt vöruverð og
nefndi í því sambandi há-
marksálagningu eða verð-
stöðvun.
Fjármálaráðherra sagði
einnig í ræðu sinni að til
athugunar væri að færa til
skiladaga verslana varðandi
söluskatt með tilliti til mikill-
ar notkunar greiöslukorta.
„Við munum skoða það
mjög vandlega og taka
ákvörðun um það bráðlega,
hvort við færum til skiladag-
setningar í söluskatti til að
tryggja það, að bankakerfi og
kreditkortafyrirtæki verði ekki
þess valdandi að verslunin
telji sig tilneydda til þess að
krefjast jafnvel hærri álagn-
ingarog velta þessum kostn-
aði út i verðlagið," sagði fjár-
málaráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson
ræddi árangur Alþýðuflokks-
ins I ríkisstjórnarsamstarfinu
og taldi upp fjölmörg mál
sem að flokkurinn hafi hrund-
ið i framkvæmd. Aðaláherslu
lagði fjármálaráðherra á
endurreisn tekjuöflunarkerfis
rikissjóðs þar sem smugum
Jón Baldvin Hannibalsson:
Stefnubreytingin felst í þvi að afla
tekna af hinum betur settu til að
greiða út og koma til skila til hinna
sem þurfa fyrst og fremst á að-
stoð að halda.
hefði verið lokað og undan-
þágur felldar niður í því skyni
að treysta öflugt tekjuöfl-
unarkerfi sem endurgreitt
gæti tekjulitlum hópum og
skjóta stoðum undir velferð-
arríkið. „Með þessu móti höf-
um við áhrif á jöfnun tekna í
sígildum stíl jafnaðar-
mennsku," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
Fjármálaráðherra undir-
strikaði einnig að þessar rót-
tæku og víðamiklu breytingar
á ríkisfjármálum hefðu verið
framkvæmdar á stuttum tíma
og mikil nauðsyn væri aö
veita almenningi í landinu
greiðar upplýsingar um hinar
miklu umbætur. I því sam-
bandi stendur nú til að gefa
út „hvita bók“ um kerfisbreyt-
ingarnar og dreifa á öll
heimili í landinu.
Fjármálaráðherra boðaði
einnig að eftir þinghlé yrði
lagt fram á Alþingi frumvarp
um 22% virðisaukaskatt sem
leysa á söluskattskerfið af
hólmi. Fjármálaráðherra
sagði að ástæðan fyrir því að
söluskattsprósentustigið var
ekki lækkað i þessari lotu,
væri sú, að ríkisstjórnin hefði
tekið við miklum hallarekstri
fyrri ríkisstjórnar og miklar
upphæðir — 2,2 milljarðar
króna — hefur farið í niður-
greiðslur. Hins vegar væri
vaxandi skilningur innan
stjórnarinnar á þvi, aó gera
breytingar í ýmsum þáttum
niðurgreiðslna eins og á bú-
vörulögum og búvörusamn-
ingnum.
Fjármálaráðherra sagði að
næstu skref í skattkerfis-
breytingunni væru þau, að
skattleggja fyrirtæki, fjár-
magns — og eignatekjur og
koma á virðisaukaskatti.
Jón Baldvin benti á, að
slæmar horfur væru fram-
undan, samdráttur í þjóðar-
tekjum, minnkandi afli og
lækkandi gengi dollars en
hins vegar væri „bullandi
kaupmáttur í þjóðfélaginu."
„Brýnasta verkefnin væru því
að leiðrétta misgengið milli
atvinnugreinanna, draga úr
neyslufylleríinu og tryggja að
kaupmátturinn ykist hjá þeim
tekjulægstu." Hins vegar var-
aði fjármálaráðherra eindreg-
ið við verkföllum og átökum
á vinnumarkaði og vísaði til
ára langrar neikvæðrar
reynslu af áhrifum slíkra
átaka.
Fjármálaráðherra sagði að
um leið og kjarasamningar
væru í sjónmáli muni ríkis-
stjórnin heimta það frum-
kvæði af Seðlabankanum að
nafnvextir lækki til samræm-
is við öruggar horfur um
lækkandi verðbólgu.
Um stöðu Alþýðuflokksins
sagði Jón Baldvin Hannibals-
son að flokkurinn væri gagn-
rýndur og umdeildur þessa
stundina en að forysta
flokksins viki ekki af réttri
leið og hvatti menn til að
snúa vörn í sókn. Um stjórn-
arandstöðuna og Alþýðu-
bandalagið og Kvennalistann
sérstaklega sagði formaður
Alþýðuflokksins eftirfarandi:
Stefnubreyting þessa skatt-
kerfis felst í að alfa tekna af
hinum betur settu til að
greiöa út og koma til skila til
hinna sem þurfa fyrst og
fremst á aöstoð að halda.
Svo rísa Alþýðubandalagiö og
Kvennalistinn, þessi fram-
tíðaröfl félagshyggjunnar,
skilja ekki neitt, hvorki upp
né niður, í einhverjum merk-
ustu umbótum sem verið er
að gera í þjóðfélaginu, nöldra
í síbylju tóma vitleysu, dag
og nótt. Vekja þjóöfélagið
upp með andfælum sem
heldur að það sé að gerast
einhver ógurleg, skelfileg
breyting í íhaldsátt. Eftir
nokkur ár verður hlegið að
þessu liði eins og köllunum
sem komu ríðandi til Reykja-
vikur til að mótmæla síman-
um.“
Tekið til
hendi í
dómsmálum
Gilda sér-
lög fyrir
Davíð?
5
Hverjir
sleppa við
skatta?