Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 19. janúar 1988
ÁLÞTBlfBMÐIÐ
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjönarmaður
helgarblaðs: Þorlákur Flelgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdfs Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60
kr. um helgar.
TREYSTUM TEKJUÖFLUN -
BYGGJUM VELFERÐARRÍKI
M ikill einhugur rikti á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks-
ins sem haldinn varum helgina: Sáeinhugur kom ekki síst
fram í samstöðu flokksmanna um verk ráðherra Alþýðu-
flokksins í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonarog ríkisstjórn-
arsamstarfið yfirleitt. Hinar miklu skattkerfisbreytingar
og umbætur á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs hafa fengið
breiðan hljómgrunn, enda að renna upp fyrir almenningi
í landinu, að traust tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs er for-
senda fyrir greiðslugetu ríkisins til þeirra sem verst eru
settirí þjóðfélaginu. Rikissjóðurhefurtil þessasetið með
ónýtt og götótt söluskattskerfi, morandi í undanþágum.
Þar að auki hafa hagsmunagæsluflokkar undanfarinna
ríkisstjórna varið stórum fúlgum til niðurgreiðslna og
pólitískra fjárfestinga á kostnað skattgreiðenda og á
kostnað velferðarríkisins.
Þessu hefur nú verið breytt. Fjármálaráðuneytið undir
stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur ekki aðeins
skilað hallalausum fjárlögum, heldurennfremur lagt fram
einhverja viðamestu umbyltingu á tekjuöflunarkerfi ríkis-
sjóðs sem tryggir aukinn stöðugleika og jafnvægi í ís-
lenskum þjóðarbúskap og leggur grunn að velferðarríki
og tryggir jöfnuð í þjóðfélaginu. Hin róttæka skattkerfis-
breyting treystir með öðrum orðum fjárhagslegar undir-
stöður velferðarríkisins íframtíðinni og skaparforsendur
fyrir virkara skattaeftirliti og upprætingu skattsvika
ýmissa forréttindahópa. Með skattkerfisbreytingunni,
þegar áhrif hennar hafa endanlega komist til skila, er
stefnt að því að hagur meðalfjölskyldu verði óbreyttur frá
þvi sem áður var. Barnmargar fjölskyldur og tekjulág
heimili fá bættan hag með tekjujafnandi aðgerðum sem
nema alls 3,5 milljörðum króna. Á móti hækkandi mat-
vælaverði, sem áætlað er 7%, vegur lækkun á öðrum
neysluvörum. Þaðerþví forgangsatriði að ríkiö tryggi eftir-
lit með verslunum, svo kaupmenn nýti sér ekki kerfis-
breytingarnar til hækkunar vöruverðs. Þarfasta vörueftir-
litiðerað sjálfsögðu verðkannanirog upplýsingartil neyt-
enda sem sjálfir geta dæmt hvar ódýrustu og bestu vör-
una sé að finna. Til að tryggja afkomu tekjulágra heimila
meó hærri framfærslubyrði hafa nú lífeyrisgreiðslur
hækkað um 6—8% og barnabæturum 9—10%. Auk þess
hafa verið gerðar sérstakar lagfæringar á barnabótaauka
sem kemur barnmörgum fjölskyldum til góða, og skatt-
frelsismörk hafa hækkað verulega.
Þessi miklaframþróun og umbylting til jöfnunar í þjóðfé-
laginu, fyrsti raunverulegi vísirinn að velferðarríki á ís-
landi hefursíðuren svo mætt skilningi félagshyggjuflokk-
anna svonefndu. Á meðan spírur velferðarríkisins spretta
í Alþýðufiokknum, sprettur Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins upp á goskassa í Miklagarði
á kolröngum forsendum, og þingkonur Kvennalistans
spretta upp í ræðustól á Alþingi til að mótmælaskattkerf-
isbreytingunni sem tryggir félagslegt kerfí og jöfnuð í
þjóðfélginu. Fjármálaráðherra orðaði gagnrýni hinnasvo-
nefndu félagshyggjuflokka, Alþýðubandalagsins og
Kvennalistans á þann veg, að þeir hefðu ekki botnað upp
né niður í hinum miklu umbótum og nöldruðu i síbylju
tóma vitleysu. Jón Baldvin Hannibalsson sagði orðrétt á
flokksstjórnarfundinum: „Þessi framtíðaröfl félagshyggj-
unnar, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn ... vekja þjóð-
félagið upp með andfælum sem heldur að það sé að ger-
ast einhver ógurleg, skelfileg breyting í íhaldsátt. Eftir
nokkur ár verður hlegið að þessu liði eins og köllunum
sem komu ríðandi til Reykjavíkur til að mótmæla síman-
um.“
Frá flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins á Hótel Sögu. Ljósm. G.T.K.
Flokksstjórnarfundur A Iþýðuflokksins:
LÝST YFIR
STUÐNINGI VIÐ SKATT-
KERFISBREYTINGARNAR
Skiptir meginmáli að ríkisstjórnin, sem lokið hefur úrlausn fyrstu
brýnustu viðfangsefnanna, haldi ótrauð áfram eftir þeirri braut,
sem mörkuð er í stjórnarsáttmálanum. Ríkisstjórnarflokkarnir
þurfa að treysta samstarf sitt og auka samheldni til þess að takast
á við þessi nýju verkefni, segir m.a. í ályktun
flokksstjórnarfundarins.
Fundur flokksstjórnar Al-
pyðuflokksins var haldinn á
laugardag, 16. janúar, á Hótel
Sögu. I lok fundarins var
samþykkt eftirfarandi álykt-
jn:
„Núverandi ríkisstjórn
styðst við öflugan þingmeiri-
hluta. Henni hefur tekist að
ná samstöðu um róttæka
kerfisbreytingu I skattamál-
um, hallalaus fjárlög, stöðv-
un erlendrar skuldasöfnunar
og fyrstu og brýnustu að-
gerðir I húsnæðismálum.
Framundan eru viðfangs-
efni nýsköpunar í fjármála-
stjórn hins opinbera, í dóms-
málum, í húsnæðis- og fé-
lagsmálum, í heilbrigðismál-
um, I iðnaðar- og atvinnumál-
um og síðast en ekki síst I
gerð nýrra kjarasamninga.
Við þessar aðstæður skiptir
meginmáli, að ríkisstjórnin
sem lokið hefur úrlausn
fyrstu og brýnustu viðfangs-
efnanna, haldi ótrauð áfram
eftir þeirri braut, sem mörkuð
er í stjórnarsáttmálanum.
Ríkisstjórnarflokkarnir þurfa
nú, að treysta samstarf sitt
og auka samheldni til þess
að takast á við þessi nýju
verkefni. Alþýðuflokkurinn
mun heilshugar leggja sig
fram um að slik samvinna
takist.
Flokksstjórnin lýsir fyllsta
stuðningi við þær veiga-
mestu breytingar á skatta-
kerfinu, sem gerðar hafa ver-
ið um áratuga skeið og eiga
rætur í stefnu jafnaðarmanna
um réttláta tekjuskiptingu.
Flokksstjórnin fagnar þeirri
djörfung, að hrinda nú í fram-
kvæmd þessum breytingum,
sem I senn eru forsenda fyrir
virku skattaeftirliji og undir-
staða velferðarrikisins, sem
efla þarf hér á landi. Má I
þessu sambandi nefna hækk-
aðan persónuafslátt, mikla
hækkun barnabóta, barna-
bótaauka, svo og tollalækk-
anir, sem fljótlega munu hafa
áhrif. Skattsvik og undan-
dráttur ýmissa forréttinda-
hópa hefur um áratuga skeið
verið Ijótur blettur á okkar
þjóðfélagi og þyrnir í augum
launafólks.
Fjármálaráðherra hefur í
kjölfar skattabreytinganna
fyrirskipað hert skattaeftirlit
með áherslu á betri sölu-
skattsskil og skorar flokks-
stjórn á ráðherra sína, að
fylgja þessu máli eftir af
hörku, ásamt því að herða
verðlagseftirlit i framhaldi af
ákvörðun viðskiptaráðherra.
Flokksstjórnin minnir jafn-
framt á, að verðlagseftirlit al-
mennings er þó ávallt árang-
ursríkast.
Ein þýðingamesta kjarabót
allra launþega er að takast
megi að ná verðbólgunni nið-
ur eftir að hún fór um bönd-
unum fyrrihluta síöasta árs.
Komandi kjarasamningar
munu ráða miklu um hvernig
til tekst. — Þróun efnahags-
mála hefur haft áhrif á allt
launakerfið í landinu, þar
sem taxtar segja litið um
raunveruleg laun, nema hjá
láglaunafólki. Það er eindreg-
in krafa flokksstjórnar, að
ráðherra Alþýðuflokksins
reyni á allan hátt að greiða
fyrir því, að kjör tekjulægstu
hópanna verði bætt.
Jafnframt telur flokks-
stjórnin nauðsynlegt að
stöðva vaxtahækkun og
laekka vaxtastigiö með sam-
stilltum efnahagsaðgerðum,
sem tryggi starfskjör fólks og
fyrirtækja og hjöðnun verð-
bólgu. Flokksstjórnin beinir
því einnig til ráðherranna, að
sérstaklega verði hugað að
hlut landsbyggðarinnar í
þeim aðgerðum, sem fram-
undan eru.
Eyðslu og sóun forréttinda-
hópanna verður að stöðva,
svo og óskynsamlegar fjár-
festingar á öllum sviðum.
Það er óviðunandi niðurstaða
eftir mesta góðæri i sögu
þjóðarinnar, að sjóðir hennar
skuli vera tómir.
Flokksstjórn Alþýðuflokks-
ins leggur áherslu á, að nú,
þegar fjárhagsleg undirstaöa
er fengin, snúi ríkisstjórnin
sér að næstu verkéfnum við
eflingu velferðarríkisins.“
Einn
með
kaífinu
Byggðarlag fyrir austan var nýbúið að fá nýjan sóknar-
prest. Presturinn vildi gjarnan ná vinsældum og trausti
sóknarinnarog ákvaóþví að bjóðaöllum börnunum í sveit-
inni heim til sín. Eftirmiklarveitingarog ieiki,settist prest-
urinn niður meó börnunum til að ræða trúmál og kristni
þeirra. Presturinn sneri sér að litlum dreng og spurði:
— Væni minn, ég skal gefa þér appelsínu ef þú segir
mér hvar Guð er.
Drengurinn horfði á prestinn og svaraði um hæl:
— É skal gefaþértværappelsínuref þú getursagt mér
hvar hann er ekki!