Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 3
Þriójudagur 19. janúar 19ft8 3 FRÉTTIR Dómsmálaráðuneytið: STORBREYTINGAR Á DÓMSTÓLASKIPAN Breytingarnar gœtu leitt til þess að sýslumannsembœttum fækkaði um 4—5. í samræmi viö starfsáætl- un ríkisstjórnarinnar er í dómsmálaráduneytinu unnið að heildarendurskoðun dómstólaskipunar, er felur i sér aðskilnað dómsstarfs og stjórnsýslustarfs. Meðal hug- mynda sem ræddar hafa ver- ið er að ný embætti, — em- bætti héraðsdómara taki við störfum fógetaréttar, skipta- réttar og uppboðsréttar, að svo miklu leyti sem um dómsstörf er að ræða. Hluti af þessum síðastne'fndu störfum yrði þó áfram hjá sýslumannsembættunum. Jafnframt yrðu sýslumönnum falin ný verkefni, sem nú eru leyst í ráðuneytum svo sem verkefni á sviði sifjaréttar. Breytingarnar gætu leitt til þess að sýslumannsembætt- um fækkaði um 4—5. Þetta kom m. a. fram í ræðu sem Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra tlutti á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins á laugardag. Jón sagði, að þetta væru aðeins lauslegar hugmyndir sem ræddar væru I 9 manna nefnd, sem hann skipaði sl. haust. Björn Friðfinnsson, aðstoðarmaður ráðherra, er formaður nefndarinnar en henni er ætlað að Ijúka störf: um fyrir lok þessa mánaðar. í framhaldi af þvl starfi er ætl- unin að flytja frumvarp og koma nýrri skipan til fram- kvæmda i upphafi næsta árs. Dómsmálaráðherra sagði stefnt að því að héraðs- dómaraembætti verði öflug embætti, sem hvert um sig hafi allstór dómumdæmi, en dómarar þinguðu reglulega á fleiri en einum stað innan umdæmisins. Dæmi um slíkt fyrirkomulag eru frá Skot- landi og Kanada. Fjöldi héraðsdómaraembætta færi eftir íbúafjölda og málafjölda, en ráðherra sagði t. d. hægt að gefa sér að þau verði 7 talsins, þ. e. í Fteykjavík á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og á Reykjanesi. I Reykjavlk yrðu embætti borgardómara, sakadómara, borgarfógeta að hluta og sakadómara í ávana- og fíkin- efnamálum sameinuð í eitt embætti, en núverandi fó- getaembætti hafi með hönd- um ýmis stjórnsýlsuverkefni eða sams konar verkefni og sýslumannsembætti að undanskilinni lögreglu-og tollstjórn. Til dæmis myndi „sýslumannsembættið" I Reykjavík sjá um borgaralega hjónavlgslu og skilnaðarmál. í nýju lögunum yrðu enn- fremur ákvæði um til þess að styrkja sjálfstæði dómsvalds- ins gagnvart öðrum þáttum Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar: VERKFÖLL KUNNA AD VERÐA NAUÐSYNLEG Stjórn og trúnaðarmannaráði heimilað að boða vinnustöðvun ef þörf krefur. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélags- ins Hlífar i Hafnarfirði segir að vinnuveitendur vilji nota ástandið í þjóðfélaginu til þess að auka launamun í landinu. „Því kann svo að fara að það veröi mjög nauð- synlegt að dusta rykið af gömlum vopnum og grípa til verkfallsaðgerða. Það gæti orðið það eina sem við ætt- um eftir í pokahorninu," sagði Sigurður í samtali við Alþýðublaðið í gær. Fundur I Verkamannafélag-' inu Hllf, sl. fimmtudag, heimilaði stjórn og trúmaðar- mannaráði að boðavinnu- stöðvun ef þörf krefði, til að knýja fram nýja kjarasamn- inga. í ályktun fundarins segir að átt hafi sér stað miklar hækkanir launa hjá flestum hópum I þjóðfélag- inu, öðrum en verkafólki og nú sé svo komið að ekki verði lengurvikist undan þvl að hækka laun þess all veru- lega. Þá segir að lágmarks- laun fyrir dagvinnu megi ekki vera undir 42.000 krónum á mánuði eða 242,31 fyrir hverja klukkustund auk eðli- legra starfsaldurshækkana. „Allt tal um að þjóðfélagið þoli ekki þessa hækkun lág- markslauna er hræsni þeirra manna sem á árinu 1987 stóðu að miklum hækkunum á launum betur settra laun- þega,“ segir orðrétt í ályktun- inni. Sigurður T. sagðist vonast eftir samstöðu félaga innan Verkamannasambandsins, en margt benti til að hvert félag semji fyrir sig heima í héraði. „Við teljum að heildarsamflot skili okkur meira, en það er ekki eftir neinu að bíða og brýnt að ganga hið fyrsta til kjarasamninga," sagði Sigurð- ur. Undanfarna daga hef ur snjónum kyngt niöur hér á höfðuborgarsvæðinu og virðist allt benda til að hann staldri við um einhvern tima. Það er þvi ekki undan skorist lengur að skipta yfir á vetrardekk. Enda sést það á þessari mynd að fólk hefur tekið við sér og kippt sumardekkjunum und- an bilunum. A—mynd Róbert. r Kennarasamband Islands: KENNARAR í VERKFALL? Engin ákvörðun hefur verið tekin í þeim efnum, segir Svanhildur Kaaber, hjá Kennarasambandi íslands. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort við förum i verkfall eða ekki,“ sagði Svanhildur Kaaber í samtali við Alþýðublaðið i gær. „Kennarasamband ís- lands er í viðræðum við samningsaðila og er næsti fundur boðaður á fimmtu- dag.“ Kennarasamband Islands haföi boðað að samningum þeirra við fjármálaráðuneytið yrði sagt upp ef nýir samn- ingar hefðu ekki verið gerðir fyrir 15. janúar. Samningum var ætlað að gilda til næstu áramóta, en I þeim var ákvæði um heimild til upp- sagnar eftir 1. janúar. Kennarasambandið sagði því samningunum upp sl. föstu- dag, og eru þeir lausir 1. febrúar. Haldnir hafa verið nokkrir fundir með samninga- nefnd ríkisins og kjararáði Kennarasambandsins, sem annast viðræöur fyrir hönd Kennarasambandsins. Á milli funda er starfandi undirnefnd sem undirbýr stærri samn- ingafundi. Sagði Svanhildur Kaaber, hjá Kennarasam- bandi íslands, að enn væri lítið hægt að segja um gang viðræðna. Ýmislegt hefurver- ið rætt, sagði Svanhildur, sér- staklega í þessari undirnefnd og það er boðaður fundurI henni á fimmtudag. „A þeim fundi munum við heyra nánar frá fulltrúum fjármálaráöu- neytisins." Aðspurð sagði Svanhildur að lögð væri mest áhersla á hækkun launa og fulla verðtryggingu. „En við erum ekki komin á það stig að nefna neinar tölur.“ Hvort verkfall væri yfirvofandi sagði Svanhildur að það hefði eng- in ákvörðum verið tekin í þeim efnum. ríkisvaldsins þ. á m. ákvæði um dómnefndir til þess að meta hæfni umsækjenda um héraðsdómaraembætti og um áhrif dómara á skipan yfirmanns dómstólanna. Þá sagði Jón Sigurðsson að að- skilnaður dóms- og umboðs- starfa leiddi líka athyglina að núverandi umdæmaskiptingu .sýslumanna. Sagði hann að það gæti leitt til þess að sýslumannsembættum fækki um 4—5, sem kemur á móti fjölgun héraðsdómara I þeim landshlutum, þar sem sér- stakir héraðsdómarar hafa ekki verið skipaðir við sýslu- mannsembætti. Umboðs- skrifstofur sýslumanna yrðu þó ennþá á þeim stöðum þar sem bæjarfógeta- eða svslu- mannsstöður yrðu lagðar nið- ur. Samningaviðrœður á Vestfjörðum: í RIÐSTÖÐU segir Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnu veitendasambands Vestfjarða „Þad geröist ekkert um helgina og erum viö því í bið- stöðu,“ sagði Jón Páll Hall- dórsson, formaður Vinnu- veitendasambands Vestfjarða er Alþýöublaðið innti hann eftir stöðu mála þar. Um helgina komst enginn hreyfing á samningaviðræður Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendasambands Vestfjarða. Enginn fundahöld voru og enginn fundur hefur verið boðaður. í samtali við Alþýðublaðið sagði Jón Páll Halldórsson, að allt væri í biðstöðu ennþá. Guðmundur J. og Karvel: LÖGÐU AF STAÐ í GÆR Að öllu óbreyttu koma þeir aftur til Reykja- víkur á morgun. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambands íslands og Karvel Pálmason, varaformaður, lögðu upp i hringferðina i gærmorgun. Samkvæmt nú- verandi áætlun munu þeir koma aftur til Reykjavikur á miðvikudag. Þeir Guðmundur og Karvel, tóku flugvél kl. 11 í gærmorg- un, og var fyrsti viðkomu- staður Sauðárkrókur. Ef veð- ur leyfir munu þeir síðan halda áfram hringinn og enda á Egilstöðum á morgun, mið- vikudag. Enn sem komið er hefur ekki verið skipulagt lengra ferðalag en þessa þrjá daga og má því, að öllu óbreyttu, búast við þeim fé- lögum aftur til Reykjavíkur á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.