Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 19. janúar 1988 SMAFRETTIR mm Oflugt starf hjá Alþýðu- flokksfélagi Kjalnesinga Alþýðuflokksfélag Kjalnes- inga hélt sinn fyrsta aðalfund eftir blómlegt fyrsta starfsár. í frétt frá félaginu segir að starf þess hafi aðallega farið í að reyna að koma reglu á þá stjórnmálalegu upplausn sem rlkti í sveitarsfjórnarmál- um á Kjalarnesi: „í þessu sambandi má benda á myndarlegt átak full- trúa Alþýðuflokksins I sveit- arstjórn við að koma reglu á mál Hitaveitu Kjalarness, en þau afskipti hafa leitt til þess, að staða hitaveitunnar er nú allt önnur og betri. Einnig vinnur Alþýðuflokksfé- lag Kjalnesinga að þvl að tengja Hitaveitu Kjalarness við 'stærra veitusvæði til að fá fram hagkvæmari rekstur og.lægra orkuverð. í skólamálum nægir að benda á mikið starf I skóla- nefnd Klébergsskóla og byggingu nýs grunnskóla- húss, en bygging skólahúss- ins komst mestan part á vegna starfs Alþýðuflokksfé- lagsins. Fleiri málaflokka mætti nefna, þar sem félagar I Al- þýðuflokksfélagi Kjalnesinga hafa lagt lóð á vogarskálarn- ar, s.s. brunamál, bygginga- mál, æskulýðsmál og at- vinnumál. Vandamál Grundarhverfis eru þau helst að meirihluti sveitarstjórnar hefur sýnt því lltinn áhuga, svo ekki sé meira sagt, að hefja fullnað- arfrágang gatna og gangstíga og opinna svæða og segja má að ásýnd hverfisins sé ömurleg og er mál að fjand- skap meirihluta sveitarstjórn- ar við hverfisbúa linni. Haldnir hafa veriö 9 fundir I Alþýðuflokksfélagi Kjalnes- inga á þessu starfsári og hafa málefni kjördæmisins í heild verið mikið áhugamál félaga. Nægir þar að nefna fyrirhugaðan neðanbyggöar- veg. Þingmenn kjördæmisins þeir Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason hafa mætt á almennum fundum í félaginu og Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra var send stuðningsyfirlýsing á árinu til stuðnings hús- næðisfrumvarpinu." Samgöngur um Hvalfjörð Bæjarstjórn Akraness hef- ur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er umfjöllun um vegatengingu yfir utanverðan Hvalfjörð, annað hvort með byggingu brúar eða gerð jarð- gangna. í samþykkt sem gerð var á bæjarstjórnarfundi þann 12. janúar segir ennfremur: „Fyrir Alþingi liggur þings- ályktunartillaga þingmanna Vesturlandskjördæmis og Ólafur Bjarnason, verkfræð- ingur, hefur tekið saman greinargerð um brúargerð um Hvalfjörð. Brú yfir Hvalfjörð eða jarðgöng undir er fyrir alla byggð á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi veruleg samgöngubót svo og alla þá sem feröast að og frá höfuðborgarsvæðinu um Vesturlandsveg. Lausleg könnun bendir til þess að gerö brúar yfir Hvalfjörð eða jarðgangna undir Hvalfjörö sé þjóðhagslega hagkvæm auk þess sem slik tenging mun skjóta stoðum undir at- vinnullf á Vesturlandi og verða lyftistöng nýjum at- vinnutækifærum. Bæjarstjórn Akraness fagnar þeirri umfjöllun sem oröið hefur um þetta brýna hagsmunamál og beinir þeirri áskorun til fjárveitingavalds- ins að tryggja Vegagerð ríkis- ins fjármagn til þess að kosta nauðsynlegar rann- sóknir. Einnig er þeirri áskor- un beint til samgönguráð- herra að hann skipi nefnd sem geri áætlun um kostnað við þær framkvæmdir sem til greina, koma, kanni arðsemi mannvirkisins og möguleika á fjármögnun þess.“ Fáir skráðir atvinnuleysis- dagar Færri atvinnuleysisdagar voru skráðir í desembermán- uði 1987 en í nokkrum öörum desembermánuði á þessum áratug. Þetta kemur m. a. fram i yfirliti um atvinnu- ástandið sem félagsmála- ráðuneytið hefur sent frá sér. Skráðir atvinnuleysisdagar voru rösklega 14 þúsund á landinu öllu, sem jafngildir því að 650 manns hafi aö meöaltali verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuöinn en það svarar til 0,5% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði I mánuðinum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Hins vegar fjölgaði skráð- um atvinnuleysisdögum veru- lega I desember frá mánuðin- um á undan eða um rösklega 8 þúsund og hlutfall atvinnu- lausra af mannafla jókst úr 0,2% í 0,5%. Hérerfyrst og fremst um reglubundna árs- tíðasveiflu að ræða þó aukn- ingin milli mánaða sé í meira lagi miðað við undanfarandi ár. Þrátt fyrir þessa aukningu milli mánaða var þegar á heildina er litið atvinnustigið í nýliðnum desembermánuði betra en um langt árabil. Þannig voru á áratugunum 1977—1986 að meðaltali skráðir21 þúsund atvinnu- leysisdagar í desembermán- uði en á tímabilinu 1982—1986, að báðum árum meðtöldum, var meðaltal skráðra atvinnuleysisdaga 36 þúsund. Þegar þessar tölur eru bornar saman við út- komuna nú ber þó að hafa í huga að á umræddu tfmabili hefur tvennt gerst, sem áhrif kann að hafa haft á niður- stöðuna. í fyrsta lagi aö með breytingu á lögum um at- vinnuleysistryggingar á árinu 1981 var rétturtil atvinnu- leysisbóta meiri og bótatíma- bil lengra en áður og ( annan stað voru í ársbyrjun 1986 sett lög um greiðslu Atvinnu- leysistryggingasjóðs vegna fastráðningar fiskvinnslu- fólks. Á r iilpágp* >; í; | £ H 4; ■ BREYfTUR persónuafsláffun Nú14.797kr. fyrirhvem mánuð Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin- berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797 krónur fyn'r hvem mánuð á tímabilinu jan.- júnf 1988. Þessi breyting á persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin úttil þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl., heldur ber launagreiðanda að hækka persónu- afsláttinn við útreikning staðgreiðslu. Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann persónuafslátt, sem fram kemur á þessum skattkortum og aukaskattkortum (öllum grænum og gulum kortum), um 8,745% (stuðull 1,08745). Mikilvaegt er að launagreiðandi breyti ekki upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að taka tillit tíl orðinnar hækkunar við útreikning staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt- kortí hans. Hann afhendir launagreiðanda kort- ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort. Skattkort sem gefin eru út 28. desember og síðar bera annan lit en þau skattkort sem gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið janúar-júnf 1988 og þarf því ekki að hækka persónuafslátt þann sem þar kemur fram við útreikning staðgreiðslu. Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild tíl samsköttunar. Launagreiðandi millifærir persónu- afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80% þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt- korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið afhenthonum. Launagreiðendur afhugið að hœkka upphœð persónuafsiáttar á eldri skatlkortum um 8,745% RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.