Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. janúar 1988 5 UMRÆÐA Bjarni P. Magnússon skrifar Bjarni P. Magnússon: AÐ FARA AÐ LÖGUM Á fundi borgarstjórnar 7. janúar sl. bókaöi ég mótmæli vegna ummæla borgarstjóra sem eftir honum voru höföu í Tímanum 5. janúar þess efnis „aö staðfestingu ráöherra þurfi ekki til aö framkvæmdir geti hafist við byggingu ráð- hús“. Ástæöur þess að ég mót- mælti voru þær aö sjálfstæð- ismenn gera litið úr valdi fé- lagsmálaráðherra sem yfir- manns skipulagsmála og einnig hins aö meö yfirlýs- ingum sínum eru þeir að reyna aö gera félagsmálaráð- herra tortryggilegan ef svo færi að niðurstaöa hans yrði þeim I óhag. Mótmæli undir- ritaðs voru eftirfarandi „vegna ummæla borgarstjóra I dagblaðinu Tímanum þriðju- daginn 5. janúar sl. vill full- trúi Alþýðuflokksins mót- mæla þeim skilningi, sem „Alvarlegast i þessu máli er sú at- laga sem gerð er að félagsmála- ráðherra sem ekki hefur aðhafst neitt í máli þessu ergefur ástæðu til tortryggni," segir Bjarni P. Magnússon fulltrúi Alþýðuflokks- ins í Borgarstjórn Reykjavikur m. a. í grein sinni. þar kemur fram, „að staðfest- ingu ráðherra á Kvosarskipu- laginu þurfi ekki til að fram- kvæmdir geti hafist við bygg- ingu ráðhús". Mótmæli min styðjast við eftirfarandi rök: Bréf Skipulags ríkisins frá 20.08 1987 til forstööumans borgarskipulags svo hljóð- andi. „Á fundi skipulags- stjórnar ríkisins, 19. 8. 1987, var tekin til umfjöllunar beiðni yðar um lengri frest, nánar tiltekið til 1. desember n. k. til að skila inn umsögn- um um athugasemdir sem bárust við deiliskipulagstil- lögu að Kvosinni, sbr. 18. gr. skipulags nr. 19/194. Skipu- lagsstjórn samþykkti að veita umbeðinn frest til 1. desem- ber 1987, enda verði engar byggingaframkvæmdir heimilaðar á svæðinu, þar til deiliskipulagstillagan hefur verið staðfest. Þetta tilkynn- ist yður hér með.“ Það fer ekki á milli mála að skipulagsstjórn bannar allar framkvæmdir á svæðinu þar til ráðherra hefur samþykkt skipulagið. Efni þessa bréfs var mér ókunnugt þar til fyrir nokkru. í desember leitaði til mín borgarbúi og baö mig að athuga hvers vegna sér væri meinað að fara af stað með framkvæmdir á lóð I mið- bænum. Mér var þá tjáð að engar framkvæmdir yrðu leyfðar fyrr en aö ráðherra hefði samþykkt skipulagið. Tjáði ég viðkomandi þetta svar embættis borgarstjóra. Borgarstjóri getur ekki ætl- ast til þess að tvenn lög gildi I borginni önnur fyrir almenn- ing og hin fyrir hann sjálfan, annað hvort þarf enginn að bíða samþykkis ráðherra eöa allir. Annars er þetta I takt við annað sem snýr að borg- arstjóra og sjálfstæöinu þeg- ar þau langar til að byggja ráðhús þá er ekki nauðsyn- legt að fara að lögum. Þetta má glöggt sjá á því hve af- staða skipulagsstjórnar til nýbyggingu Alþingis er allt önnuren til ráðhúss, í bréfi til ráðherra frá 7 desember 1987 segir meiri- hluti skipulagsnefndar „Hönnun hússins (þ. e. Al- þingishúsins) er enn á vinnslustigi og mun reynast nauðsynlegt að auglýsa sér- staklega tillögu þingsins, þegar það hefur tekið af- stöðu til þeirra teikninga, sem nú eru I vinnslu. Nú er það svo að þegar skipulag Kvosar var auglýst voru mun fyllri upplýsingar varöandi þinghúsbygginguna en ráð- húsið eða eins og fram kem- ur I bréfi eins af stjórnar- mönnum I skipulagsstjórn til ráðherra (bréfritari er Hermann Guðjónsson)" í auglýstu deiliskipulagi vant- aði ýmsar grundvallarupplýs- ingar um fyrirhugað ráðhús svo sem um lóðarstærð, byggingarmagn, staðsetn- ingu byggingarog bifreiöa- stæði“ (bréf Hermanns dags 14. desember 1987). Þessar upplýsingar lágu fyrir um þinghúsbygginguna þegar skipulagið var auglýst en ekki um ráðhúsið samt telur skipulagsstjórn sérstaka ástæðu til að þinghúsið verði auglýst sérstaklega en óþarfi að gera það við ráðhús þó mun minna hafi verið um það vitaö. Hér kemur skipulags- stjórn (þ. e. meirihluti hennar) ófaglega fram og setur veru- lega niður sem óvilhallur fag- legur dómsaðili. Það voru fleirri ástæður fyrir mótmælum mínum. Guðrún Jónsdóttir stjórnar- maður I skipulagsstjórn legg- ur til við ráöherra að hún staðfesti ekki Kvosarskipu- lagið (skipulag miðbæjar Reykjavlkur). Erindi Guðrúnar barst borgarstjórn til um- sagnarað beiðni ráðherra. Borgarlögmaðurinn I Reykja- vlk sendir borgarráði erindi um málið, borgarráð vísar erindinu til borgarstjórnar eftir að hafa hafnað beiðni fulltrúa Framsóknarflokksins, sem stendur að skipulagstil- lögunni sem og ráðhúsi, um frest til þess að skoða málið. Sömu beiðni var hafnaö I borgarstjórn og samþykkti borgarstjórn erindið sem sitt álit. Samþykktin var gerð gegn atkvæðum Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Fulltrúar þess- ara flokka I borgarstjórn Reykjavlkur hafa með bréfi til skipulagsstjórnar og ráðherra bent á að ákvæðum laga hef- ur ekki verið fylgt. Þrátt fyrir það hefur skipulagsstjórn samþykki að fella ráðhúsið inn I skipulagsuppdráttinn og gengið frá honum þannig til ráðherra. Meirihlutinn I borgarstjórn er það mikið kappsmál að málið fái sömu afgreiðslu hjá ráðherra. Um þetta segir borgarlögmaður I erindi sínu til borgarráðs. „Máliö snýst um skipulags- uppdrátt sem allir lögskipaðir aðilar hafa fjallað um og sendur hefur verið til ráð- herra til staðfestingar. Ástæða er til að staldra hér við og skoða hvert er hlut- verk ráðherrans I þessu sam- bandi." Slðar vitnar lögmað- urinn I Stjórnarfarsrétt Ólafs Jóhannessonar ofl. og kemst að eftirfarandi niðurstöðu. „Verður ekki annað séð en staðfesting ráðherra á upp- drættinum sé formleg athöfn sem efnislega er bundin af ákvörðun skipulagsstjórnar." í bókun minni mótmæli ég þessari túlkun. Skipulagslög- in frá 1984 eru byggð á frum- varpi sem lagt var fyrir Al- þingi 1961—1962 og síðar með breytingum 1963 sem breytingar við lög frá 1921, 1938 og 1951. Emil Jónsson ráðherra getur þess I fram- sögu sinni er hann mælti fyr- ir frumvarpinu 1962 að þau væru byggð á lögunum frá 1921. Þegar frumvarpiö að lögunum 1921 var lagt fram 1920 var ekki talað fyrir því hins vegar mælti Karl Einars- son fyrir nefndarálti við aðra umræðu og segir um grein þá I frumvarpinu sem fjallar um skipulagsnefnd (nú skipulagsstjórn) „það sem kynni að vanta I nefndina, eins og hún er skipuð, er lög- fræðileg kunnátta. En þetta ætti ekki að gera mikið til, þar sem máliö á að ganga gegnum stjórnarráðsskrif- stofu, en þar er svo mikið af lögfræðingum, að hin laga- lega hlið ætti að vera full- tryggilega athuguð." Þessi orð er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ráðherra eigi efnislega að yfirfara skipulagsuppdráttinn og þess vegna megi samhliða gera á honum aðrar breyting- ar lagalegs eðlis ef þurfa þykir. Hvergi I síðari umræð- um hefur þessum skilningi þingnefndarinnar verið mót- mælt a. m. k. ekki fyrr en nú af borgarlögmanni. Afstaða borgarstjórnar- meirihlutans I þessu máli kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart. Hitt er mun verra að þurfa að standa I lagadeilum við embættis- menn borgarinnar og er þetta mál engin undantekning. Alvarlegast I þessu máli er sú atlaga sem gerð er að fé- lagsmálaráðherra, sem ekki hefur neitt það aðhafst I máli þessu er gefur minnnstu ástæöu til tortryggni. SKILÐ LAUNAMÐUM í tœko tíð Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila nú sem endranær. Síðastiskiladagurer 20,ionúarnk, KENNITALA í STAÐ NAFNNÚMERS í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu bæði launamanna og launagreiðenda. RSK RfKISSKATTSIJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.