Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 19. janúar 1988
SMÁFRÉTTIR
Raforkuvinnsla jókst um rúmlega 2,3% frá 1986 til 1987 og er það töluvert minni aukning en var á árunum 1985
til 1986. Framleiðsla i áiverinu í Straumsvík hefur þó aldrei verið meiri en á s. I. ári.
Notkun
raforku
í fréttatilkynningu sem
Orkustofnun hefur sent frá
sér um raforkuvinnslu og raf-
orkunotkun á sfðasta ári,
kemur fram að raforkuvinnsla
jókst um rúmlega 2,3% frá
1986 til 1987 og er það tölu-
vert minni aukning en var á
árunum 1985 til 1986. Munar
þar mest um að notkun raf-
orku til stjóriðju jókst mikið
árið 1985. Það er þó nefnt að
framleiðsla í Álverinu í
Straumsvík hefur aldrei verið
meiri en á sl. ári, en hins veg-
ar hafi Járnblendiverksmiðj-
an á Grundartanga stöðvað
alla framleiðslu í sex vikur sl.
sumar.
Almenn raforkunotkun
jókst um 3,9%, en þess ber
þó að geta að húshitun er
háð útihitastigi. Til þess að
bera saman raforkunotkun
milli ára þarf að leiðrétta töl-
ur með tilliti til fráviks úti-
hitastigs frá meðaltali lengra
tímabils. Hiti í Reykjavík hafi
verið yfir meðallagi. Sé sú
tala leiðrétt með tilliti til úti-
hitastigs, jókst almenn notk-
un um 7,5%, og er það meiri
aukning en veriö hefur sl. 10
ár.
Þessi mikla aukning á al-
mennri raforkunotkun endur-
spegli þróun efnahagslífsins
hér á landi undanfarin ár, en
jafnframt megi gera ráð fyrir
að lækkun raforkuverðs
skipti verulegu máli.
Áburðarverk-
smiðjan vinnur
að lausn
ammóníaks-
geymslu
Á fundi stjórnar Áburðar-
verksmiðju ríkisins sl. föstu-
dag voru tekin fyrir fyrirmæli
ríkisstjórnarinnar um aðgerð-
ir til að auka og treysta
öryggi vegna ammóníaks-
geymis verksmiðjunnar. Ætl-
ar stjórnin að kappkosta að
taka afstöðu til þeirra val-
kosta sem fyrir hana eru
lagðir, fyrir 1. febrúar n. k.
I tilkynningu frá stjórninni
segir að í tilefni af þeim um-
ræðum sem orðið hafa i
kjölfar birtingu skýrslu starfs-
hóps sem skipaður var til að
gera tillögur um úrlausn þess
vanda er tengist geymslu á
ammóníaki, vilji stjórnin að
það komi fram að Áburðar-
verksmiðjan hefur hlotið
samþykki allra viðkomandi
yfirvalda til bygginga og
reksturs mannvirkja fyrirtæk-
isins.
Ávallt hafi verið kappkost-
að að gæta fyllsta öryggis á
verksmiðjusvæðinu í góðu
samstarfi við efnirlitsaðila
öryggismála í landinu og svo
muni verða áfram.
Aðstoðar-
bankastjórar í
Útvegs-
bankann
Á fundi bankaráðs Útvegs-
banka íslands hf., þann 12.
janúar sl. var ákveðið að full-
trúar bankastjóra, þau Kristín
Steinsen og Jakob Ármanns-
son skyldu hér eftir bera
starfsheitið aðstoðarbanka-
stjóri.
Jakob Ármannsson hefur
starfaö um langt skeið sem
sérfræðingur í erlendum við-
skiptum á vegum Útvegs-
bankans. Hann er 48 ára,
kvæntur Signýju Thoroddsen
sálfræðingi. Þau hjónin eiga
fjögur börn.
Kristín Lilja Steinsen er 30
ára viðskiptafræðingur. Hún
lauk viðskiptafræðinámi við
HÍ árið 1982, en meistaraprófi
MBA frá London Business
School 1986. Kristín Lilja var
deildarstjóri verðbréfadeildar
Kaupþings hf. 1982—84, en
starfaði hjá Morgan Stanley
Int. í London og New York
þar til hún hóf störf sem full-
trúi bankastjóra hjá Útvegs-
banka Islands hf.
í fréttatilkynningu segir:
Ofangreind ákvörðun banka-
ráðs sé liður I endurskipu-
lagningu bankans, sem Guð-
mundur Hauksson banka-
stjóri kynnti fyrr á árinu.
Tónlistarverð-
laun Norður-
landaráðs
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Okkur vantar forstöðumann, yfirfóstru og fóstrur á
dagheimili, sem fyrirhugaö er aö opna í vor.
Hjúkrunarfræðingar óskast á vöknun, dagvinna.
Deild l-B, ll-B, lll-B, barnadeild, l-A, ll-A, og Hafnar-
búðir.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrun-
arforstjóra í síma 19600-300 kl. 10—12 og 13—15.
Reykjavík 17. 1. 1988.
Sóknarfélagar —
Sóknarfélagar
Starfsmannafélagið Sókn heldur félagsfund
fimmtudaginn 21. janúar n. k. kl. 20.30 í fundarsal
Sóknar Skipholti 50a.
Fundarefni: Nýir kjarasamningar
Mætið stundvíslega og sýnið skírteini.
Stjórnin
Magnusi Lindberg voru sl.
föstudag veitt Tónlistarverð-
laun Norðurlandaráðs árið
1988, fyrir verkið „Orka“. Eru
þau veitt annað hvert ár og
nema þau 125.000, dönskum
krónum.
í rökstuðningi dómnefndar
segir: „í verkinu kemur fram
hugmyndaríkt sambland
sinfóníuhljómsveitar og
óhefðbundinna hljóðgjafa.
Með tölvutækni og elek-
tróník er grófur og fíngerður
hljómur sameinaður á sann-
færandi hátt. Höfundurinn er
í verkinu á djarfan hátt opinn
fyrir hljóðheimi samtímans
og sýnir vilja til að ná valdi á
honum.“
Hagnar Bjornsson skola-
stjóri og Þorgerður Ingólfs-
dóttir kórstjóri sitja i dóm-
nefndinni fyrir íslands hönd.
Auk verölaunaverksins voru
lögð fram tónverk eftir: Þor-
stein Hauksson, Áskel Más-
son, Gunnar Berg, Ib Nör-
holm, Einojuhani Rautavaara,
Alfred Janson, Rolf Wallin,
Anders Eliasson og Miklos
Maros.
Verðlaunin verða afhent í
Osló þann 8. mars n. k. á 36.
þingi Norðurlandaráðs.
IRI
•** ^ jr
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f. h. Bygginga-
deildar, óskareftirtilboðum ( byggingu Úlfljótsskála
í landi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á Úl-
fljótsvatni í Grafningshreppi. Ulfljótsskáli verður
timburhús á steyptum kjallara. Stærð hússins er:
Kjallari 205 m2
1. hæð 305 m2
Rúmmál1820 m3
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 9.
febrúar kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f. h. Bygginga-
deildar, óskar eftir tilboðum í ýmiss konar málning-
arvinnu á dagvistunarhúsnæði hjá Reykjavíkurborg.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2.
febrúar kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
Nám í flugumferðarstjórn
Auglýst er eftir umsækjendum til náms í flugum-
feróarstjórn. Inntökuskilyrði til námsins eru að um-
sækjendur hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál,
riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og
enskri tungu, fullnægi tilskildum heilbrigðiskröfum,
séu 20—30 ára gamlir, leggi fram sakavottorð og
fullnægi ákvæðum lagaog reglugerða um loftferðir.
Umsóknareyðublöð fást hjá móttökudeild flugmála-
stjórnar, 1. hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykja-
víkurflugvelli og þangað skal skila umsóknum fyrir
23. janúar 1988.
Stöðupróf verða haldin í kennslustofu Hótel Loft-
leiða (suðurálmu), 23. og 24. janúar n. k., 08.30 að
morgni.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir desember mánuð
1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25.
þ. m.
Viðurlög er4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótarfyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar.
Fjármálaráðuneytið, 18. janúar 1988.
Finnska tónskáldinu