Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. janúar 1988
7
ÚTLÖND
llmsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
Enn ein mistök lögreglunnar eftir morðið á Palme:
SÁ VINUR PALME MORÐINGJANN?
í þessu húsi við Gamla Stan bjó Olof Palme
Þremur vikum eftir morðið
á Olof Palme, gaf einn af
nánustu samstarfsmönnum
hans, sænsku lögreglunni
upplýsingar, sem virðast hafa
verið þess virði að lögreglan
hefði átt að rannsaka þær
nánar. Samstarfsmaðurinn
sagði frá því, að siðustu þrjár
vikurnar fyrir morðið, hefði
hann veitt þvi athygli að sami
maðurinn stóð við húsið,
sem Olof Palme bjó í. Hann
var um það bil tiu metra frá
húsinu og hefði þvi átt auð-
velt með að fylgjast með því
hverjir fóru inn og út úr ibúð-
arhúsinu við Vásterlánggatan
31 í Gamla Stan í Stokk-
hólmi.
Samstarfsmaðurinn, sem
ekki vill láta nafns síns getið,
segist hafa séð þennan sama
mann standa þarna þrisvar til
fjórum sinnum í vikunum fyr-
ir morðið.
Upp á síðkastið hefur
þessi maður verið að gera
ýmsar athuganir og hefur í
huga að hafa samband viö
þá, sem með stjórn rann-
sóknarinnar fara. Eins og er
vill hann ekki láta uppiskátt
hvaða upplýsingar hann hef-
ur.
Hann segir að sig hafi
furðað það, að lögreglan hafi
aldrei haft samband við sig
eftir að hann gaf þeim þær
upplýsingar sem hann bjó
yfir. Segist hann álíta að
fyllsta ástæða hefði verið fyr-
ir rannsóknarlögregluna að
kanna þessar upplýsingar
strax.
Þessi fyrrum samstarfs-
maður Olof Palme lýsir
manninum sem hann sá við
bústað Palme á þennan hátt:
Um það bil 180-182 sm á
hæð, kröftuglega vaxinn,
jafnvel likamsræktarmaður,
hárið Ijósskollitað, stuttklippt
og greitt eins og James Dean
greiddi. Ennið hátt, kröftug
haka og hann var með barta,
aldur 30-35 ára. Maðurinn var
í bláum gallabuxum og
skinnjakka.
„Maðurinn sem ég sá
nokkrum sinnum við bústað
Olof Palme, var dæmigeröur
Svíi í útliti, og svipaði ekki á
nokkurn hátt til teiknuðu
myndarinnar, sem rannsókn-
araðilar létu birta í fjölmiðl-
um.“
Samstarfsmaðurinn sagð-
ist alltaf fara gangandi til
vinnu sinnar um hálf níu leyt-
ið á morgnana. Hann segir
það hafa verið ósjálfráður
vani hjá sér að taka vel eftir
öllu jaegar hann fór fram hjá
heimili Palme, einnig vegna
þess að vinnu og vinnustað
hans sé þannig háttað, að
fyllsta öryggis verði aö gæta.
Lisbeth óróleg
„Olof Palme sagði mér að
Lisbeth hefði tekið eftir ein-
hverju óvenjulegu fyrir utan
heimili þeirra, sem olli henni
áhyggjum. Hvað það ná-
kvæmlega var sagði hann
mér ekki.
Það var staðreynd að
heimili þeirra hjóna vakti at-
hygli ferðamanna og fólk
stoppaði iðulegaog horfði
upp I gluggana. í einhverjum
tilvikum var það sem sagt
eitthvað sem Lisbeth tók eftir
og verkaði illa á hana.
Málamyndayfirheyrsla
Það var ekki fyrr en þremur
vikum eftir morðið, sem rann-
sóknarlögregla ríkisins hafði
samband við starfsfólk for-
sætisráðuneytisins.
„Þetta var ákaflega yfir-
borðsleg og flaustursleg yfir-
heyrsla. Þegar eg sagði þeim
frá manninum fyrir utan
heimili forsætisráðherrans,
sýndu þeir engin viðbrögö.
Sjálfur var ég sannfærður
um, að þeir kæmu aftur eða
að þeir myndu kalla mig fyrlr
og sýna mér myndir til að
vita hvort maðurinn væri á
sakaskrá lögreglunnar. Alla-
vega að þeir reyndu að kom-
ast á einn eða annan hátt að
því, hver maðurinn væri. Þeir
létu aldrei heyra frá sér aftur.
Mér finnst það furðulegt að
þeir skuli ekki hafa rannsak-
að betur þessar upplýsingar."
Nú hefur þessi fyrrum
samstarfsmaður Olof Palme I
hyggju aö hafa samband við
lögregluna aftur. Hann vill þó
ekki láta uppi, hverjar þær
eru þessar nýju upplýsingar,
sem hann telur sig hafa.
(Arbeiderbladet)
Ronald Reagan skrifar Alþingi bréf: Þakkar íslendingum fyrir NATO-samstarf
Forsetasameinaðs Al-
þingis, Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni hefur borist
bréf frá Ronald Reagan, for-
seta Bandaríkjanna, dagsett
7. janúar 1988, þar sem
hann þakar meðal annars
íslendingum og íslenskum
stjórnvöldum fyrir þátt
þeirra í varnarsamstarfi
N-Atlantshafsríkja. Bréfið er
svarbréf við þingsályktun
sameinaðs Alþingis sem
send var þjóðarleiðtogum
Bandaríkjanna og Sovétrikj-
anna.
„Alþingi ályktar að senda
Ronald Reagan forseta
Bandaríkjanna og Mikhail
Gorbatsjov, aðalritara mið-
stjórnar sovéska kommún-
istaflokksins, heillaóskir í
tilefni samnings um afvopn-
unarmál sem þeir hafa und-
irritað. Alþingi lætur í Ijós
þá von að áfanginn, sem
náðist á fundi þeirra í
Reykjavik, beri rikulegan
ávöxt i viðræðum þeim,
sem nú eru að hefjast, og
þær stuðli að varanlegum
friði.“
Ályktun þessari var kom-
ið á framfæri viö þjóðarleið-
togana með bréfi forseta
sameinaðs Alþingis þann
sama dag.
Nú hefur forseta samein-
aðs þings, Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni, borist bréf frá
Ronald Reagan, forseta
Bandaríkjanna, dagsett 7.
janúar 1988. í bréfinu segir
m. a.:
„Þakka yður fyrir bréf
yöar fyrir hönd Alþingis
með heillaóskum til mín I
tilefni hins árangursríka
fundar mín og Mikhails
Gorbatsjovs, aðalritara
sovéska kommúistaflokks-
ins. Það er skoðun okkar að
þessir fundir marki söguleg
skil í öryggismálum heims-
ins, auk þess sem þeir
treysta og efla samskipti
þjóðanna. Með hinum svo-
kölluðu INF-samningi, sem
við undirrituðum, verða
þáttaskil því I fyrsta sinn
hafa þjóðirnar orðið sam-
mála um að minnka vopna-
búnað sinn, en ekki aðeins
að draga úr vexti hans. í
samningi þessum er auk
þess fólgin von um að enn
megi bæta samskipti aust-
urs og vesturs.
Ég vil nota þetta tæki-
færi til að ítreka þakkir mín-
ar til íslendinga og ís-
lenskra stjórnvalda fyrir
þátt þeirra í varnarsamstarfi
Norður-Atlantshafsríkja og
fyrir þær hlýju móttökur
sem ég hlaut í Reykjavik í
október 1986 er ég.átti þar
fund með Mikhail Gorba-
tsjov. Ég er sannfærður um
að þess fundar verður
minnst sem tlmamóta f
samskiptum austurs og
vesturs og í takmörkun vlg-
búnaðar."