Alþýðublaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGAR uiiVikimiAniii AUGLÝSINGAR
SÍMI |t I.PI tlli Kl.litlltl SÍMI
681866 ælmJjl Jl JLf U JLr JjJ. 1 JLf JLJLf Þriðiudagur 19. janúar 1988 681866
Reglugerð komin út um lánveitingar Byggingarsjóðs:
HÚSNÆDISSTOFNUN í STARTHOLUM
FYRIR ÚTGÁFU LÁNSLOFORÐA
Fyrstu svör um lánsrétt verða send út um mánaðamót, ef lífeyrissjóðirnir verða búnir að
senda inn undirritaða samninga.
Félagsmálaráðherra gaf á
föstudag út reglugerð um
lánveitingar Byggingarsjóðs
ríkisins vegna breytinga á
lögum um Húsnæðisstofnun
ríkisins sem samþykktar
voru á Alþingi í desember
síðastliönum.
Húsnæðisstofnun hefur
ekki getað gefið út iánsloforð
siðan 13. mars sl. og biða um
6000 umsóknir afgreiðslu hjá
stofnuninni. Hafinn er undir-
búningur að afgreiðslu á
grundvelli breyttra reglna, en
þurft hefur að aðlaga tölvu-
forrit vegna þessa. Stefnt er
að því að senda út fyrstu
svör um lánsrétt um mánaða-
mótin, en sú afgreiðsla er
jafnframt háð því að lífeyris-
sjóðirnir standi skil á samn-
ingsbundnum skuldabréfa-
kaupum af Húsnæðisstofn-
un.
Afgreiðsla lánsloforða get-
ur því ekki hafist fyrr en
gengið hefur verið frá samn-
ingum við sjóðina. Af rúm-
lega 80 lifeyrissjóðum hafa
29 sjóðir gert samning viö
Húsnæðisstofnun. Þar af
hafa aðeins 7 gert samning
fyrir árið 1989. Aðrir hafa
samið til tveggja ára.
„Við erum i startholunum
og bíðum undirritaðra samn-
inga frá lífeyrissjóðunum,"
sagði Sigurður E. Guðmunds-
son forstjóri Húsnæðisstofn-
unar ríkisins í samtali við Al-
þýðublaðið. Hann sagðist
ekki eiga von á öðru en
samningar skiluðu sér fljót-
lega.
I reglugerðinni er kveðið á
um aö við úthlutun skuli þeir
umsækjendur, sem eru að
byggja eða kaupa í fyrsta
sinn hafa forgang. Biðtimi
þeirra skal að jafnaði vera
helmingi styttri en þeirra
sem eiga íbúð fyrir. Hús-
næðismálastjórn er heimilt
að ákveða aö þeir umsækj-
endur sem teljast eiga ófull-
nægjandi íbúð og þurfa að
skipta um húnsæði af fjöl-
skylduástæðum skuli einnig
njóta forgangs við úthlutun
lána. Ef einn er í íbúð telst
hún ófullnægjandi ef hún er
minni en 40 fm, ef tveir eru í
fjölskyldu telst íbúðin ófull-
nægjandi ef hún er minni en
55 fm, ef 3 eru þá er íbúð
minni ófullnægjandi en 70
fm, 80 fm ef-fjórir eru í fjöl-
skyldu og 100 fm ef 5 eru í
fjölskyldu.
Ef um stærri fjölskyldu er
að ræða metur húnsæðis-
málastjórn hvert tilfelli sér-
staklega. Einnig er tekið tillit
til sérþarfa svo sem elli eða
fötlunar.
Samkvæmt reglugerðinni
er heimilt að synja um lán ef
umsækjandi á fyrir fleiri en
eina íbúð. Heimilt er að
lækka lánsfjárhæð og breyta
lánskjörum ef umsækjandi á
eða hefur átt fullnægjandi
ibúð á síðastliðnum þremur
árum, skuldlausa eða skuld-
litla. Ibúð telst fullnægjandi
ef hún er stærri en 180 fm,
að frádregnum bílskúr. Ef
söluverð er ekki lægra en
sem nemur tvöföldu nýbygg-
ingarláni miðað við lánsrétt
umsækjanda og ef ákvílandi
skuldir eru lægri en 20% af
söluverði eða brunabótarmati
hennar.
Þegar umsækjandi telst
eiga fullnægjandi íbúð sam-
kvæmt þessu þá er heimilt
að skerða lánsrétt hans um
helming. Ennfremur að miða
lánstíma við 10 ár og láta
vaxtakjör miðast við meðal-
vexti á skuldabréfum banka
og sparisjóða samkvæmt út-
reikningi Seðlabankans.
Með breytingunni á hús-
næðislöggjöfinni er horfið
frá útgáfu lánsloforða með
bindandi svari um lánsfjár-
hæð og afgreiðslutíma. Sam-
kvæmt reglugerðinni skal
umsækjandi fá svar um láns-
rétt innan þriggja mánaða frá
því að sótt var um lán. Þá
skal í svari koma fram hvort
viðkomandi uppfylli skilyrði
laga um vætanlega lánveit-
ingu. Einnig skal koma fram í
svari að lánsréttur umsækj-
anda sé háður því að lífeyris-
sjóður hans hafi fullnægt
samningi við Húsnæðisstofn-
un um skuldabréfakaup. Að
öðrum kosti lækkar lán eða
lánshluti til samræmis við
skuldabréfakaupin. Endan-
legt svar skal senda umsækj-
anda einu ári áður en fyrsti
hluti láns kemur til af-
greiðslu.
Skattkerfisbreytingar:
DÆMI UM SKATTLEYSISMORK
í staögreiðslukerfinu
hækka skattleysismörk veru-
lega. Þannig hefur t.d. ein-
staklingur með 42 þúsund í
laun á mánuði 3.300 krónur
meira til ráðstöfunar á mán-
uði en i gamla kerfinu. Hann
greiöir enga skatta í stað-
greiðslunni en hefði greitt
tæp 40 þúsund í gamla kerf-
inu. Einn þáttur skattkerfis-
breytinganna var sérstök
hækkun barnabótaauka um
9-10%, en jafnframt var
dregið úr skerðingu barna-
bótaauka til hagræðis fyrir
fjölskyldur með fleiri en eitt
barn. Vegna þessara aðgerða
hefur einstætt foreldri með
tvö börn, annað undir 2ja ára
aldri, 47.500 krónur til ráð-
stöfunar á mánuði þótt tekj-
urnar séu aðeins 30 þúsund.
Barnabætur þessa einstæða
foreldris eru 125.216 á ári og
barnabótaauki 84.968 krónur
á ári.
Einstaklingur eða hjón
Skattleysismörk einstakl-
hækka skattleysismörk veru-
lega. Sem dæmi má taka
einstakling rétt undir skatt-
Annað aflar
Jafnar tekjur 'h tekna
84.000 81.000
94.000 92.000
100.000 99.000
107.000 106.000
117.000 117.000
leysismörkum með 42.000 á
mánuði:
Mánaðartekjur
Tekjuskattur
Útsvar
Önnur gjöld
Gjöld alls á ári
Hækkun ráðstöfunartekna 3.300
í hlutfalli við tekjur 7.9%
Barnabætur til einstæðra
foreldra eru tvöfaldar, þó
aldrei lægri en kr. 53.664.
Vegna barna yngri en 7
ára bætast við kr. 17.888.
Barnabætur og barnabóta-
auki greiðast ársfjórðungs-
lega, í fyrsta skipi um 25.
janúar n.k.
Barnabótaauki
Fullur barnabótaauki er kr.
42.848 fyrir hvert barn. Fari
tekjur eða eignir umfram til-
tekin mörk skerðist barna-
Gamla kerfið
42.000
áætl. 35.600
áætl. 4.000
áætl. 39.600
Staðgreiðsla
42.000
ings eru 42.036 krónur á
mánuði. Skattleysismörk
hjóna eru mismunandi, eftir
því hvernig teknanna er afl-
að:
Annað aflar
allra tekna
Hjón án barna 75.665
Hjón + barn 87.000
Hjón með 2 börn 94.000
Hjón meö 3 börn 101.000
Hjón meö 4 börn 111.000
Einstœtt foreldri
Skattleysismörk einstæðs
foreldris með eitt barn yngra
en 7 ára eru 60.000 krónur á
mánuði. Með tvö börn, ann-
að yngra en 7 ára, 75.000
krónur og 89.000 hjá ein-
stæðu foreldri með þrjú
börn, eitt undir 7 ára aldri.
Hœkkun
skattleysismarka
Með staðgreiðslukerfinu
Barnabætur
Bamabætur með 1. barni
eru kr. 17.888 á ári. Barna-
bætur með 2. barni og fl. eru
kr. 26.832 á ári.
bótaauki. Tekjumörkin eru
(m.v. 1987) kr. 600.000 hjá
hjónum og kr. 400.000 fyrir
einstæð foreldri.
Sérstök
hœkkun barnabóta
Einn þáttur hliðaraðgerða
vegna skattkerfisbreyting-
anna var sérstök hækkun
barnabóta um 9-10%, en
jafnframt var dregið úr
skerðingu barnabótaauka til
hagræðis fyrir fjölskyldur
með fleiri en eitt barn.
Sem dæmi um áhrif þessa
má rekja skatta og barna-
bætur einstæðs foreldris
með tvö börn, annaö undir
2ja ára aldri.
Mánaðartekjur 30.000
Staðgr. skattur 0
Barnabætur á ári 125.216
Barnabótaauki 84.968
Ráðstöfunartekjur þessa
einstæða foreldris eru því
um kr. 47.500 og sérstök
hækkun barnabóta og barna-
bótaauka er um 1.500 kr. á
mánuði eða um 18.000 kr. á
ári.
□ 1 2 3 r 4
5 □
6 n 7
8 9
10 M □ 11
□ 12
13 J n
• Krossgátan
Lárétt: 1 lítió, 5 afkimi, 6 ástfólg-
inn, 7 undæmisstafir, 8 kvitt, 10
sólguð, 11 fæddu, 12 trylltir, 13
útlimir.
Lóðrétt: 1 bjarta, 2 dráp, 3 borö-
hald, 4 lina, 5 skel, 7 hnettir, 9
kross, 12 tón.
Lausn á siðustu krossgátu.
Lárétt: 1 getur, 5 slit, 6 ker, 7 æf,
8 riðaði, 10 áð, 11 lin, 12 húnn, 13
ataða.
Lóðrétt: 1 gleið, 2 eirð, 3 tt, 4 ref-
inn, 5 skrám, 7 æðina, 9 alúð, 12
ha.
——MB
• GengiÖ
Gengisskráning 10. — 18. janúar 1988
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 37,130 37,250
Sterlingspund 66,664 65,877
Kanadadollar 28,818 28,911
Dönsk króna 5,7304 5,7489
Norsk króna 5,7597 5,7783
Sænsk króna 6,1145 6,1342
Finnskt mark 9,0539 9,0832
Franskur franki 6,5196 6,5397
Belgiskur franki 1,0523 1,0557
Svissn. franki 26,9448 27,0319
Holl. gyllini 19,5756 19,6389
Vesturþýskt mark 22,9867 22,0577
ítölsk líra 0,02995 0,03005
Austurr. sch. 3,1258 3,1359
Portúg. escudo 0,2684 0,2692
Spanskur peseti 0,3242 0,3252
Japanskt yen 0,28430 0,28522
• Ljósvakapunktar
•RUV
Poppkorn kl. 19.00. Jón Ólafs-
son, tónlistaráhugamaður með
meiru fær til sín gesti og gang-
andi og sýnir íslensk tónlistar-
myndbönd.
• Rás 1
Leikrit kl. 22.20. „Ópus“ eftir
Odd Björnsson. Leikstjóri er
Oddur Björnsson og leikendur
Harald G. Haralds og María Sig-
urðardóttir.
• Rás 2
RÁS II
Stæöur kl. 19.30. Rósa Guðný
Þórisdóttir staldrar við á Sel-
fossi, segirsögu staðarins, talar
við heimafólk og leikur óskalög
bæjarbúa.
• Útrás
Kl. 17.00. Ingi Guðmundsson og
Þórður Pálsson, nemendur úr
Menntaskólanum í Reykjavík
skemmta hlustendum.