Alþýðublaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. febrúar 1988
5
FRÉTTIR
Ríkisstjórnin
TITRINGUR VEGNA RÁÐHÚSS
Forsœtisráðherra vill rœða við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra áður en hún
tilkyhnir borgarstjóra afstöðu sína. Pólitískur þrýstingur? „Ég held að Þorsteinn Pálsson
œtti sjálfur að svara þeirri spurningu, “ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Þorsteinn Pálsson, for-
sætisráöherra, óskad eftir þvi
í gær viö Jóhönnu Siguröar-
dóttur, félagsmálarádherra,
að hún biði með að tilkynna
borgarstjóra afstöðu sína til
skipulags Kvosarinnar og
byggingu ráðhúss. Jóhanna
ætlaði að tilkynna afstöðu
sína í gær og sagði í samtali
við Alþýðublaðið að hún lægi
Ijós fyrir. Hún sagðist hins
vegar hafa talið rétt að veröa
við þessari ósk forsætisráð-
herra og munu þau ræðast
við í dag. Jóhanna sagðist
vonandi geta tilkynnt sína
afstöðu um helgina.
Eru þetta óeðlileg afskipti
forsætisráöherra af þessari
niöurstööu?
„Ég ætla aö láta öörum
eftir aö svara því, a.m.k. í
bili.“
— Er ekki veriö aö beita
þig pólitískum þrýstingi?
„Eg held aö Þorsteinn
Pálsson ætti sjálfur aö svara
þeirri spurningu.“
— Er þetta mál sem snertir
ríkisstjórnin?
„Þetta er ekki mál sem
snertir ríkisstjórnina. Það er
félagsmálaráöherra sem á að
staðfesta þetta deiliskipulag,
en ekki ríkisstjórnin.“
— Hefur verið hótaö óróa í
stjórnarsamstarfinu vegna
þinnar afstööu?
„Ég vil ekkert ræöa meira
um þetta aö sinni. Ég mun
eiga þetta viðtal viö forsætis-
ráöherra vegna þess aö ég
taldi rétt aö verða við ósk
hans þess efnis."
Jóhanna Sigurðardóttir: „Þetta er
ekki mál sem snertir rikisstjórn-
ina.
Jón Baldvin Hannibalsson um viðskipti íslands og EB:
VARNARSAMSTARF FREKAR EN
AÐGANG Afl FISKVEIÐILÖGSÖGU
Jón Baldvin: „Við höfum ekki efni á að borga uppsett verð fyrir aðgöngumiðann: Að-
ganginn að auðlindinni. “
Jón Baldvin Hannibaisson
fjármálaráðherra, formaður
Alþýðuflokksins, segir að að-
göngumiðinn að Evrópu-
bandalaginu sé of dýr íslend-
ingum ef hann kosti veiðirétt-
indi í ísienskri fiskveiðilög-
sögu. Þeirri einu auðlind sem
íslenska þjóðin lifir af. Hann
segir að Norðmenn gætu
gengið að sliku vegna þess
að þeir lifi á oliu fremur en
fiski. Ef íslendingar gengju
að slíkum skilmálum, væri að
mati Jóns Baldvins hætta á
að ísland yrði aftur hráefnis-
aflendur fyrir fiskiðnaðinn í
Bretlandi og Norður—
Evrópu, eins og á fyrstu tug-
um aldarinnar. En hvað hafa
íslendingar að bjóða i stað-
inn? Aö mati formanns Al-
þýðuflokksins þurfa þeir toll-
frjálsan aðgang að mörkuð-
um stórveldanna beggja
vegna Atlantshafsins, Banda-
ríkjanna og komandi banda-
ríkja Evrópu. Svarið er aö
mati Jóns Baldvins samstarf
i öryggis- og varnarmálum.
Þessi sjónarmið rakti Jón
Baldvin Hannibalsson I ræðu
sem hann flutti á fundi
SAMAK, samstarfsnefndar
norrænna jafnaðarmanna-
flokka, sem haldinn var f
Stokkhólmi í Svíþjóð. Á fund-
inum voru leiðtogar jafnaðar-
mannaflokka á Noröurlönd-
unum. Fundurinn hófst á
fimmtudag og lauk í gær
meö umfjöllun um Norður-
löndin og Evrópubandalagiö.
Að undanförnu hefur sú
spurning gerst ágengari
hvort íslendingar geti staðiö
utan viö Evrópubandalagiö,
vegna þeirra hagsmuna sem
I viö eigum að gæta á Evrópu-
mörkuðum með sjávarafurðir.
Ríkisstjórnir innan EB ræða
um þessar mundir um hindr-
unarlausan innri markað, sem
stefnt er að 1992. Á sama
tíma virðist flest benda til
þess aö Noregur gangi til
liðs viö bandalagiö. Þar meö
heföu íslendingar glatað
bandamanni í samningum viö
EB um aö tryggja fríverslun
meö fiskafuröir; auk þess
stæðumst viö eftir það ekki
samkeppni viö EB—markað-
inn, þar sem ytri tollar á fisk-
afurðir yröu of háir.
í ræöu sinni sagöi Jón
Baldvin aö „hið nýja EB“
væri ekki bara um niður-
greiddan fisk og landbúnað
eöa egg og beikon. „Þaö er
líka um pólitík. Og pólitík er
lika um samstarf á sviöi
öryggis- og varnarmála. Þarf
hið nýja EB, meö Skandi-
Jón Baldvin Hannibalsson.
navfu innan dyra, ekki aö
fylgjast meö gangi mála á
Atlantshafinu? Þá þarf þaö
aö tala við Norömenn og okk-
ur, um annað en fisk.“
Jón Baldvin ftrekaöi í ræöu
sinni aö samningsstaða ís-
lendinga, sérstaklega ef
Norömenn gengju til liðs viö
bandalagiö, væri ekki allt of
góö. „Viö höfum ekki efni á
að borga uppsett verö fyrir
aögöngumiðann: Aöganginn
að auðlindinni. Aö þessu
leyti erum viö fámenn þjóö
meö einhæft atvinnulíf, í ann-
arri og verri stööu en megin-
landsþjóðir Evróþu, þar með
talin önnur Norðurlönd."
Jón Baldvin sagöi aö
samningar um fækkun
kjarnavopna á meginlandi
Evrópu kölluöu á aukið póli-
tískt samstarf Evrópuríkja
um varnar- og öryggismál.
Sennilega kallaði þaö líka á
breytta varnarstefnu NATO.
EB og NATO yröu því nánast
eitt og hiö sama. Bandarfkin
myndu draga úr nærveru
sinni f Evrópu. Þau heföu
öörum hnöppum aö hneppa á
Kyrrahafssvæðinu, þar sem
stórveldi næstu aldar eru að
vakna til vitundar um mátt
sinn og megin. Evrópa yrði
því aö beina sjónum sínum í
auknum mæli aö hafinu sem
tengdi stórveldin saman.
„Þar erum viö,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
íslandi hefur veriö Ifkt viö
fljótandi flugvélamóöurskip
og birgöastöö. Jón Baldvin
minnti á ummæli Jósep
Lunch, fyrrum framkvæmda-
stjóra NATO, þess efnis.
Hann benti ennfremur á aö
flugvélamóðurskip og fylgi-
floti væru dýr í rekstri. Þaö
kostaöi margfalda þjóöar-
framleiðslu Islendinga. Jón
Baldvin sagöi að tollfrjáls
aðgangur aö fiskmkörkuðum
hlyti aö vera lágt verð fyrir
svo ómetanlega aöstööu,
sem skipti sköpum fyrir varn-
arsamstarf og öryggi bæöi
Bandaríkjanna og Norður—
Evrópu.
Þórarinn V:
OFSAGT UM
GANG
VIÐRÆÐNA
Þórarinn V. Þórarinsson
segist vona að farið verði að
ræða úrslit i kjaraviðræðum
um eða upp úr helgi. Hann
segir ummæli sin rangtúlkuð
i Alþýðublaðinu i gær, þar
sem haft er eftir honum að
ekki sé óliklegt að um eða
Upp úr helgi náist saman.
Þórarinn segist hafa átt viö
aðra liði samningamálanna,
en launaliöinn. „Ég heföi
gjarnan viljaö að svo væri, en
þetta er stórlega ýkt,“ sagöi
Þórarinn í samtali við blaðiö f
gær.
UTSALA - U1SALA - UTSALA
Síðus+u dagar útsölunnar
Rúllukragabolirnir komnir affur á kr. 695.00
Laugavegi 76
Hverfisgötu 26
VINNUWTABUÐIN
Laugavegi 76
Hverfisgötu 26