Tíminn - 18.10.1967, Qupperneq 9

Tíminn - 18.10.1967, Qupperneq 9
31ÍÐVIKUDAGUR 18. október 1967. 9 Utgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.ióri Kristjári Benediktsson Ritstjórar Þórarmn Þórarinsson 'áb' Andrés Kristiánsson Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri Steingrímut Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu simar 18300- 1830S Skrif'sofur Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f Atvinnuvegina fyrst í mjög hvassri og rökfastri ræðu, sem Eysteinn Jóns- son, fonnaður Framsóknarflokksins hóf á Alþingi í fyrra- dag og lauk í gær, gagnrýndi hann mjög harðlega þær þungu álögur, sem nú eru lagðar a almenning ofan á allt sem fyrir er, og kvaðst telja það óhugsandi, að fólk sætti sig við, og þar sem þar að auki væri augljóst og yfirlýst, að þessar ráðstafanir leystu á engan hátt vanda atvinnu- veganna, sem væru á heljarþröm, kvaðst hann eindregið leggja til við ríkisstjórnina, að hún dragi framkomið álögufrumvarp til baka að smni a.m k og sneri sér að því með Alþingi að kanna og leysa mestu vandræði at- vinnuveganna á þá lund, að ekki kæmi til almennrar kauplækkunar. Það væri bæði rökrétt og réttmæt krafa að taka atvinnuvegina þannig fram fyrir og líta síðan á hag ríkissjóðs í ljósi þeirra viðnorfa, sem þá yrðu. Eysteinn Jónsson sýndi fram á það með skýrum tilvitn- unum í málgögn stjórnarflKkkanna fyrir kosningar, hvemig þjóðinni hefði verið talin trú um, að verðstöðv- unin stæði á traustum grunni, vandamálin hefðu verið leyst, og þótt einhver áföll bættust enn við, mundi gjald- eyrissjóðurinn standa þau af sér og meira en það. Á þessum lóforðum unnu stjómarflokkamir kosningarnar. Nú fáum mánuðum eftir kosningar kæmi forsætisráð- herra og segði mönnum, að þeir yrðu að taka á sig 750 —800 milljónir króna bótalaust. Dettur nokkrum í hug, að stjómin hefði haldið velli, ef hún hefði lýst ástandinu rétt? Áreiðanlega engum, og því hefur stjórnin ebki um- boð þjóðarinnar til þessara aðgerða. Þessar ráðstafanir þýða 7,5% kjaraskerðingu á árs- kaup, sem er 115 þús. hjá verkamönnum, 105 þús. hjá iðnverkafóiki, 136 þús. hjá jámsmiðum, svo að dajíii séu nefnd. Og ofan á þetta bætist svo margfaldaður hús- næðiskostnaður. Eysteinn kvaðst telja óhugsandi, að fólk léti bjóða sér þessar búsifjar, og fyrst fólki væri skipað að endur- skoða heimilishald sitt með pessum hætti, væri það sízt fjarstæða, að ríkisstjórnin endurskoðaði stefnu sína og þjóðarbúskapinn í heild. Því ráðlegði hann ríkisstjórn- inni að taka þetta frumvarp aftur en snúa sér fyrst að málefnum atvinnuveganna og leysa þau þannig, að lækk- un á almennu kaupi þyrfti ekki að koma til. Ríkisstjómin héldi að vísu fram. að ekki væri unnt að greiða mikið fyrir atvinnuvegunum, en um það væri hann algerlega ósammála. Þegar á heild væri litið, væri verð- lag útflutningsvara eins hagstætt eða betra, en þegar þessi stjórn tók við. Orsökin lægi fyrst og fremst í stjóm efnahagsmála á undangengnum góðærum. Verðbólga hefði vaxið tvöfalt meira hér en í nágrannalöndum, en ef hún hefði verið svipuð, væri atvinnulífið betur statt. Hagstjórnaraðgerðir stjórnarinnar hefðu beinlínis grafið undan atvinnuvegunum og mætti sérstaklega nefna stefn- una í lánamálum. Sem dæmi um hana mætti minna á, að framlag Seðla- bankans í formi endurkaupa afurðavíxla hefði ekki vaxið nema um 50—60% á sama tíma og útflutn.verðmæti hafi vaxið um 600%. Grundvallarkiarni þessara mála er sá, sagði Eysteinn, að við hefðum lent í miklum erfiðleikum, þótt útflutningsverð hefði ekki lækkað- Hér er við grund- vallarmeinsemdir að fást. Forsætisráðherra lýsti yfir i upphafi þessarar um- ræðu, að stjórnin væri fús til þess að ræða aðrar leiðir, en hún hefur lagt til, ef þær yrðu betri lausn á vandanum. Eysteinn Jónsson hefur nú lagt til, að at- vinnulífið verði tekið á undan, og er þess þá að vænta, að forsætisráðherra verði við þeirri tillögu. | Walter Lippmann ritar um alþ|óðamál: Vandann heima fyrir veröur aö m^mmmammmmmmssmmmmmm Frönsk fjölskylda hlýöir á De Gaulle í sjónvarpi. Það vekur jafnan at- hygli, þegar De Gaulle kemur fram í sjónvarpi. VIÐ vitum ötll, að þeir de Gaulle hershöfðingi og John- son forseti eiga fátt sameig- inlegt. Þeir eru aMs óiíkir að skaipgerð og lífsháttum. Þeir aðhyllast ólíkar hugsjónastefn ur og hvað viðhorf og upp- runa áhrærir, heyra þeir til sínu sögu- og menningartámia- bilinu hvor. En þegar ég var á ferð í Bvrópu í sumar, rak ég mig á mjög eftirtektar- verða likingu í reynsiu beggja um þessar mundir. Báðir hafa þedr hœtt von- um sínum og framadraumum til þess að gegina Mutverki í heimsanáium, og báðir hafa orðið að gera þetta á kostn- að þarfa þjóða sinna heima fyrir, hvort sem þeir ætluðust tiíl eða ekki. Báðir eru þeir farnir að kenna á afleiðing- um bess, að vera að reyna að koma á röð Oig reglu í heim- inum og vanrsekja hitt á með- an, sem úrskeiðis gengur inn- an lands. Þessarar vanrækslu gjalda þeir með því að giata trausti álmennings. Htvorugur styðst framar við meiriMuta þjóðar sinnar. SÚ meginstaðreynd, að hedmsmálin hafa verið Látin ganga fyrir lausn innlendra vandamáia, er jafnvel enn augljósari í Frakklandi en hér í Bamdaríkjunum. Stefna de Gaulles í utanríkismálum naut fylgis almenniings í Frakklandi að minnsta kosti þangað til í sumar, og að því leyti á hann ekki sammerkt með Johnson forseta. Mikill Mu,ti Frakka, bæði til hægri og vinstri, var samlþykkur af- stöðu hans til Vietnam-styrj- aldarinnar og flestir voru ánægðir með mótspyrmu hans gegn ofurvaldi og drottnun Bandarákjanna í efnabagsmál- um og stjórnmálum, en aðferð- ir hans og ráð í þessari við- leitni hafa stundum sætt nokk urri gagnirýnd. Ekki getur taiizt, að nokkur máilsmetaindi Frakki styðji Asíu-algleymi Dean Ru&ks utanríkisráðherra eða leifamar af Evrópumálastefnu John Foster Dulles fyirver- andi utancríkisráðherra. En enda þótt Frakkar hafi yfirleitt verið samþykkir stefnu de Gaulles í utanríkis- máium, hefir hann ekki not- i« stuðnings meirihiluta þjóð- ar sinnar síðan í frönsku kiosning-unum í fynra. Fylgi de Gaulles hefir rén- að af því, að nútíma Frökk- um veitist æ erfiðara að lifa sínu daglega lífi með góðum árangri og ánœgju í tækni- byltingu nútímans. Bílarnir eru að kæfa frönsku borgim- ar og nýjungar í tækjum, vél- um, lyfjum óg landbúnaði gjör breyta venjulegum, frönskum lífsiháttum. HIN mikla vakning, sem að verki var við endurkomu de Gaulles árið 1958, átti ræt- ur að rekja til þeirrar sann- færingar aiis þorra manna, að franska þingið gæti aidrei kom ið sér saman um þær ráðstaf- anir sem gera yrði til þess að Frakkland gæti samlagazt núitómanum. Franska þjóðin fylkti sér ekki um de Gaulle af því, að húm væri að sækjast eftir ,Jiátign“. Hún sneri sér tii hans vegina þess, að kjörn.u, frönsku stjórnmálamennirnir gáfu hennd ekki neinar vonir um, að tekizt yrði á við þau brýnu verkefni, sem úrlausn- ar biðu. Að þessu leyti vom þeiir eins og hinir kjörnu fuli- trúar, sem nú sitja 90. iög- gjafarþingið í Washin-gton. Samfylking Frakka um de Gaulle var því í eðli sínu svip- uð hinu gifurlega kjörfylgi Johnsons forseta árið 1964. Bandarískir kjósendur trúðu því þá, sem forsetinn hafði raunar sagt þeim, að unnt yrði að sinna hin-um brýnu, vanræktu verkefn-um í Banda- ríkjunum, ef snjall maður og firnur í þin-gstöirfum nyti við mikils meirihluta tve-ggja fiLokka. Bn svo fór, sem okkur er nú kunnugt, að de Gaulle lét verða sitt fyrsta verk, að reyna að koma á nýrri skip- an á málin í Evrópu og jafn- vel að reyina að hafa áhrif á Síðari grein vaidajafnvægið í heJhnn-um, enda hafði hann af litilli reynslu að státa við lausn Lág- reistra, efnislegra vandamála þjóðar sinnar og takmarkaðan áhuga á þeim. En meðan de Gaulle fékkst við sín fjarlægu verkefni, ærðust kjósendur hans vegna erfiðleikanna við að leggja einkabíLnum, um- ferðaöngþ'veitisins og vand- kvæðanna á því, að fá tal- síma lagðan inn á heimiiin. Svipaða sögu er að segja af Johnson, sem allt í einu fékk ómótstæðilega köllun til að gegna heimshlutverki í suð- austur Asíu af einhverjum á- stæðum, sem hann hefir aldrei útskýrt og ég fæ ekki með nokkru móti botnað í. Hann notfærði sér hinn feikna mikla meirihluta, sem hann hafði fengið árið 1964, til þess að sætta þjóðina við óvinsæia styrjaldarþátttöku. Honum tókst þetta með því að sann- færa nokfcurn hluta þjóðarinn ar um, að hann réði niðurlög- um heimsbyltingarinnar í eitt skipti fyrir öll, ef honum auðn aðist að bera sigurorð af Ho Ohi Minh í Suður-Vietnam. En eins fór fyrir þeim báð- um, Johnson forseta og de Guile. Báðir verða að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir hafa glatað meiriMuta- fyigi sínu meðai þjóðarinnar með því að meta utanríkismál- in meira en brýnar, innlend- ar þarfir. „AÐFARIR stjórnar de Gaulle es hafa breytzt ákaflega mik- ið síðast liðið ár, en einkum þó síðan að kosningarnar í marz i vetur leiddu í Ijós, að tiún átti ekki framar ai- mennu fylgi að fagna. Andi Gaullismans krefst fylgis yfir- gnæfandi meirihluta þjóðar- immar, en það er ekki framar fyrir hendi. Ég átti fyrir skömmu tal við einn af ráðherrunum í rík- isstjórninni og lét þess getið eins og af hendingu, að mdkl- ar breytingar hefðu orðið síð- an ég var þarna á ferð fyrir um það bil ári. Hann kinkaði kolii og fór að tala, en ekki um nálæg Austurlönd og Quebec, sem mór var í huga, heidur um þá augljósu staðreynd, að starfi de Gaulle sem t'orseta hlyti að verða lokið áður en hálft fimmta ár vœri liðið. Þessi vinur minn hMt aifram ræðu sinni og sagði 1 að nú hefðu menn í París 1 p.k.lri fyrst og fremst áhuga á | Framhald á bls. 15. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.