Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. febrúar 1988 5 FRÉTTIR Kjarasamningur: 13,5%6RUNNKAUPSHÆKKUN Fjórir aðilar innan Verkamannasambandsins skrifuðu ekki undir Kjarasamningur milli Verkamannasambands ís- lands og Vinnuveitendasam- bands íslands var undirritað- ur í gærmorgun, eftir að fundur hafði staðið í hálfan annan sólarhring. Hljóðar hann upp á 13.5% hækkun grunnkaups. í honum er gert ráð fyrir að grunnlaun hækki um 5,1% strax , 3,25% 1. júní, 2,5% 1. september og 2% 1. febrúar 1989 og 4.500 kr. des- emberuppbót. Starfsaldurs- hækkanir eru frá 2% eftir 1 ár, upp í 8% eftir 12 ár. Yfir- vinna kemur í stað eftir— og næturvinnu, stefnt er að breytingum á bónuskerfi í fiskvinnslunni og að unnið verði á uppstigningardag og sumardaginn fyrsta, en þess í stað verði næstu mánudag- ar á eftir fridagar. Verkalýðs- félagiö Jökull á Höfn, fulltrúi Alþýðusambands Austur- lands, Verkalýðsfélag Akra- ness og Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja samþykktu ekki samningana. Verkakvennafé- lagið Snót í Vestmannaeyjum tók ekki þátt í samningunum og hefur boðað verkfall. Fari framfærsluvísitalan upp fyrir 261 stig í júlí ’88 eða yfir 272 stig í nóvember '88 getur Verkamannasambandið kraf- ist endurskoðunar á launalið- unum. Samkvæmt samningunum hækka grunnlaun við gildis- töku samningsins um 1.525 krónur og verða 31.500 á mánuði. Bónus og aðrar kjaratengdir liðir hækka hlut- fallslega eða um 5,1%. Áfangahækkanir á samnings- tímanum hljóða upp á 3,25% hækkun 1. júní, 2,5% hækk- un 1. september og 2% hækkun 1. febrúar 1989. Auk þess verður greidd desemberuppbót kr. 4.500 fyrir þá sem skila minnst 1700 dagvinnustundum í sama fyrirtæki og eru við störf í fyrirtækinu í desemb- er. Skal sú greiðsla reidd af hendi eigi síðar er 15. des. ár hvert. Fólk í hlutastarfi sem uppfyllir sömu skilyrði, en skilað hefur850 til 1700 dag- vinnustundum, fær greidda hálfa uppbót. Uppbótin greið- ist sjálfstætt og án tengsla við laun. Hvað starfsaldurshækkanir varðar, skulu þær að lág- marki vera 2% eftir 1 ár, 3% eftir 3 ár, 4,5% eftir 5 ár, 6% eftir 7 ár og eftir 12 ár hjá sama fyrirtæki 8% reiknast starfsaldurshækkanirnar ofan á grunnlaun. Um laun fiskvinnslufólks segir að grunnlaun skuli vera kr. 31.500 í byrjunarlaun, og eftir 12 ár hjá sama fyrirtæki kr. 34.020. Eftir 3 mánuði hjá sama fyrirtæki á starfsmaður rétt á fastráðningu og 6 mán- uðum eftir það skal starfs- maður taka þátt í námskeiði sem fyrirtækinu ber að hlut- ast til um. Að loknu nám- skeiði telst viðkomandi sér- hæfður fiskvinnslumaður. Grunnlaun fyrir þá eru 34.200 á mánuði og eftir 12 ár hjá sama fyrirtækinu verða laun- in kr. 36.936. Námskeiða- álagning verður kr. 2.700 á mánuði. Um ákvæöisvinnu er gert ráð fyrir I samningnum að kannaðar verði nýjar hug- myndir um framleiðniaukandi kerfi, er auki verðmæti fram- leiðslunnar og einnig laun og starfsánægju fólksins. Með samningnum verður eftir— og næturvinna afnum- in, en í staðinn komi yfir- Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hvggst kæra Þjóðviljann til Siða- nefndar Blaðamannafélagsins vegna fréttar sem birtist i blaðinu í fyrradag, fimmtu- daginn 25. febrúar. I fréttinni er því hatdið fram að heimildarmaður blaðsins i félagsmálaráðu- neytinu segi að Jóhanna hafi upphaflega ætlað að neita að ÖFLUGT Um þessar mundir er að fara af stað þjóðarátak í um- ferðaröryggi og kemur það i kjölfar gildistöku nýrra um- ferðarlaga 1. mars n.k. For- svarsmenn átaksins hafa lát- ið það fara frá sér að ef vel á að takast þurfi hugarfar fólks til umferðar á íslandi að breytast og verður á næstu vikum og mánuðum unnið að þvi með öflugri kynningar- starfsemi. í haust var skipuð sérstök nefnd er átti annars vegar að vinna en samsvari 80% álagi á dagvinnutímakaup. Þá er gert ráð fyrirað uppstigning- ardagurog sumardagurinn staðfesta skipulag Kvosarinn ar, þ.e. ráðhúsreitinn, og því hafi komið sér á óvart þegar ráöherrann hélt því fram að afskipti forsætisráðherra hefðu ekki haft nein áhrif á afstöðu sína. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins bera allir starfsmenn ráðuneytisins af sér að hafa rætt við Þjóðvilj- ann. Hafa ummæli Þjóðvilj- vinna að kynningu á nýjum umferðarlögum og hins vegar að beita sér fyrir þjóðarátaki um aukið umferðaröryggi. Nefnd þessi vinnur f sam- starfi við Umferðarráð og bif- reiðatryggingarfélögin. Á fréttamannafundi er þessir samstarfsaðilar boð- uðu til kom m.a. fram að nú þegar væri búið að senda öll- um bíleigendum í landinu yf- irlit yfir helstu nýmælin i um- ferðarlögunum og sérstaka fyrsti verði gerðir að vinnu- dögum en frídagar þess í stað á næsta mánudegi á eft- ir. Er þetta ákvæði háð þvi að ans vakið mikla reiði starfs- manna ráðuneytisins og vald- ið þeim óþægindum í starfi. Þjóðviljinn hefur neitað að gefa upp heimildarmann sinn og í bréfi sem ráðherra hefur sent Þjóðviljanum kemur fram að Jóhanna Sigurðar- dóttir hyggst kæra fréttina til siðanefndar Blaðamannafé- lags íslands. Sennilegt þykir að ráðherra límmiða er minntu tólk á Ijós og bílbelti og miða með kjör- orði átaksins „Fararheill til framtíðar". Ennfremur veröur, nú á næstu dögum, bækling- ur með nokkrum ákvæðum nýju laganna sendur inn á hvert heimili. Forseti íslands frú Vigdis Finnbogadóttir, mun síðan flytja ávarp til þjóðarinnar, 29. febrúar n.k. er vekja athygli á átakinu. Ávarpinu verður útvarpað og sjónvarpað samtímis á öllum stöðvum. a.m.k. þrjú landssambönd innan ASÍ samþykki breyting- una auk þess sem til þurfa að koma breytingar á lögum. muni byggja kæru sína á 3. grein siðareglna Blaða- mannafélagsins en þar segir: „Blaöamaður vandar upplýs- ingaöflun sina svo sem kost- ur er og sýnir fyllstu tillits- semi í vandasömum málum. Hann forðast allt sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á sárt um að binda, óþarfa sársauka eða van- virðu.“ Innlend dagskrárdeild Ríkissjónvarpsins: ÝMIS- LEGTÁ DÖFINNI Ríkissjónvarpiö er um þessar mundir aö kvikmynda tvö leikin verk, annaö byggir á leikriti Matthíasar Jó- hannessen, „Fjaörafok“ og hitt á þjóösögunni um „Djáknann á Myrká“. Jafn- framt er hafinn undirbúning- ur á að taka upp leikrit Birgis Sigurðssonar, „Dagur vonar“ og leikritið „Næturganga“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Þá mun Friörik Þór Friðriksson leikstýra eigin handriti er hann kallar „Flugþrá“. Kristin Jóhannesdóttir mun leikstýra verkinu er byggir á leikriti Matthíasar Jóhannessen og gerir hún jafnframt kvikmyndahandrit- ið. Hefur hún kosið að kalla verkið „Glerbrot" og mun aðalhlutverkið vera í höndum Sykurmolans Bjarkar Guð- mundsdóttur. Hinu verkinu, Djáknanum á myrká, mun Egill Eðvarðsson leikstýra og semja handrit við. I tilkynningu frá Ríkissjón- varpinu segir að Birgir Sig- urðsson hafi skrifað leikrit sitt, „Dagur vonar" gagngert fyrir sjónvarp og er því hafinn undirbúningur að upptöku leikritsins og mun hún fara fram undirstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Innlend dagskrárdeild Rík- issjónvarpsins hefur hlotið styrk úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til að taka upp leikritið „Næturganga" eftir Svövu Jakobsdóttur. Stefán Baldursson mun leikstýra verkinu en Tage Ammendrup stjórna upptöku. Er stefnt að því að uppptökur hefjist í vor. Þá er jafnframt í bígerð hjá sjónvarpinu að Friðrik Þór Friðriksson, leikstýri eigin handriti, sem hann byggir á gamalli íslenskri sögu um ungan mann sem reyndi að smíða sér vængi og fljúga. Myndina kallar Friðrik „Flug- þrá“. Jóni Sigurðssyni dómsmálaráðherra afhentur límmiði með kjörorði átaksins. Taiið f.v. Jón Sigurðsson, Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Hreinn Bergsveinsson, frá tryggingarféiögunum og Eiöur Guðnason, alþingismaður. JÓHANNA KÆRIR ÞJÓÐVIUANN r Oþekktur heimildamaður í félagsmálaráðuneyti Björk Guðmundsdóttir í aðalhlutverki i leikritinu „Glerbrot“, sem er í upptöku þessa dagana. KYNNINGARSTARF

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.