Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 27. febrúar 1988 verki laus viö gamlar viöjar, en auðvitað felur reynslan líka í sér styrk. Ég var kom- inn með margra ára reynslu í stjórnunarstörfum þegar ég fór af alvöru út í pólitík, þó að ég væri ungur að árum.“ — En hefur ekki reynst erfitt að halda utan um Sjálf- stæðisflokkinn sem er upp- fullur af fólki með mikla reynslu og öðrum sem vilja breyta til? „Það er auðvitað mjög vandasamt verk. Það þarf að taka tillit til margra, því að Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og það verður alltaf vandasamt verk. Ólíkir menn taka við stjórn í flokkn- um og ég held að vel fari á því, forystan verður breiðari þegar til lengri tíma er litið og hún verður sterkari." — Samt kom að því að „breiðfylkingin" klofnaði. Má ekki flokkurinn eiga von á því að fleiri hlaupi út eða suður eins og Albert gerði? „Nei. Þetta var sérstaks eðlis, og það var búið að ganga á ýmsu i gegnum árin. Þvert á móti held ég að mál muni falla í sama farveg aft- ur, þó að auðvitað taki það sinn tíma. Vísbendingarnar eru i þá átt.“ — Hvað áttu við? „Við finnum það. Skoðana- kannanir benda til þess. Það hafa ekki verið stórar sveiflur en við höfum verið að styrkja stöðu okkar, þrátt fyrir þá erfiðleika sem ríkisstjórnin hefur lent í — og nú þegar stjórnarsamstarfið fer að skila árangri eins og sést að er að gerast þessa daga eftir harðar aðgerðir í ríkisfjármál- um og peningamálum, sem voru óhjákvæmilegar. Sjálf- stæðisflokkurinn mun enn frekar styrkja sig i sessi þeg- ar árangurinn kemur betur í ljós.“ — Albert segir að hópur- inn sem fór út komi ekki aft- ur. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur misst frumstykki úr sér. Trúir þú því að það sé að eilífu glatað eða að flokkur- inn muni heimta það um síð- ir? „Við misstum frum en ekki frumstykki. Ég hef enga trú á öðru en að flest það fólk komi aftur, þó að auðvitað geti menn horfið frá Sjálf- stæðisflokknum eins og öðr- um flokkum. Ég get ekki full- yrt að hver og einn einasti skili sér aftur, en þetta er allt barátta um hugmyndir og stefnur. Grundvallarviðhorfin hafa ekkert breyst hjá þessari stórfylkingu i landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn getureinn veriö sú kjölfesta sem þetta fólk sækir eftir. Flokkurinn sprettur upp úr miðri þjóð- félagsgerðinni og því fær ekkert breytt. Þess vegna mun flokkurinn veita áfram forystu fyrir einstaklings- frelsi og mannúðlegum sjónarmiðum, sem hann hef- ur gert. Það hefur komið i Ijós eins og við síðustu kosn- ingar að það vantar kjölfest- una í þjóðfélagið, sem fólkið í landinu sækist eftir. Ég er sannfærður um að við náum saman á ný, en auðvitað skilur svona klofn- ingur eftir ákveðin sár. Það verður að græða þau sár.“ — Hefurðu nokkuð fyrir þér i þvi að fólk vilji þessa festu sem þú talar um? Hafa ekki skoðanakannanir bent til þess að fólk kjósi allt annað en Sjálfstæðisflokkinn? „Það fer ekkert milli mála að festu er þörf og fólk finn- ur þá þörf. Eftir svona atburði gerist ekkert i stórum stökk- um og það er óraunhæft að hugsa dæmið þannig. Fylgið rokkar til eða frá eins og skoðanakannanir gefa til kynna hjá flokkunum, og það er.ekki það sem við erum að keppa að heldur stöðugt vax- andi fylgi.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.