Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 27. febrúar 1988 Útboð — Fyllingar Hafnarfjarðarhöfn leitar tilboða í fyllingar í Suður- höfn. Áætlað magn um 40 þúsund rúmmetrar. Út- boðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Strandgötu 6, gegn 5.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Bændaskólinn á Hvanneyri Auglýsing um námskeið 1. Byrjendanámskeið í loðdýrarækt. Fjallað um grundvallaratriði loðdýraræktar. Fóðr- un og hirðingu og fl. Bókleg og verkleg kennsla. Dags.: 7.-9. mars. 2. Félagsmál í landbúnaði. Fjallað um helstu atriði í fundarsköpum og til- lögugerð. Kynnt starfsvið einstakra stofnana inn- an landbúnaðarins t.d. Búnaðarfélag íslands, Stéttarsamband bændaog Framleiðsluráð. Fjall- að um trygginga- og lifeyrismál, forfalla- og af- leysingaþjónustu í sveitum og fl. Dags.: 14.-16. mars. 3. Námskeið í hagfræði. Megináhersla verður lögð á skilgreiningu á föst- um og breytilegum kostnaði. Fjallað um framlegð og skoðaðir framlegðarreikningar. Einnig verður gerð grein fyrir fjárfestingar- og greiðsluáætlun- um. Dags.: 17.-19. mars. 4. Námskeiö í málmsuðu og málmsmíði. Lögð áhersla á notagildi og möguleika rafsuðu- véla og logsuðutækja. Einnig kynntir möguleikar einstakra efna til smíða og viðgerða. Dags.: 24.-26. mars. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri sími 93-70000. Skólastjóri Laus staða Staða fulltrúa við embætti ríkisskattstjóra er laus til umsóknar. Um er að ræða sérhæfð skrifstofustörf við færslu spjaldskrár, gagnasöfnun, tilkynningar og upplýsingar sem þessum verkþáttum tengjast. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík, fyrir 20. mars n.k. Ríkisskattstjóri 25. febrúar 1988 Laus staða Staða löglærðs fulltrúavið embætti ríkisskattstjóra er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal senda ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík, fyrir 20. mars nk. Ríkisskattstjóri 25. febrúar 1988 REYKJMJIKURBORG Jlautevi Stödun HEIMILISHJALP Starfsfólk óskast í heimilishjálp í heilsdagsstörf og hlutastörf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk sem hafa tíma aflögu. Upplýsingar í sima 18800. ERLENDAR BÆKUR SUNNÍTAR OG SJÍTAR The Majesty That Was Islam by W. Montgomery Watt, Sidgwick and Jack- son, 276 bls. ób. £8.95. - God’s Caliph, by Patricia Crone and Martin Hinds, Cambridge University Press, 157 bls. ib. £ 22.50. í bók sinni ræðir W. Mont- gomery Watt prófessor, sá merki fræóímaður, hið mikla veldi Araba fram að kross- ferðum eða nánar tiltekið 661—1100. I formála farast honum svo orð. „Ræða má einfaldlega urn „kalífa— dæmið“, og satt er það, að um það bil öld var veldi Araba samfellt og varð nefnt þessu nafni.Eftir 750 fór veldi þeirra að gliðna, og um skeið voru uppi þrír þjóðhöfðingjar, sem allir gerðu tilkall kalífa—titils auk nokkurra nær sjálfráða höfðingja. En þótt upplausn væri þannig í stjórnskiþan, fundu þjóðir í veldi þeirra samt til einingar þess í nokkrum skilningi. Mörgum þeirra fannst sem þær heyrðu saman. Allar voru þær hluttakendur í arfleið Múhammeðs, boðbera guðs, og voru farnar að lita heim- inn í Ijósi Kóransins og kváð- ust að minnsta kosti lifa samkvæmt bók guðs og að - unna (hátterni) boðbera hans.“ Um uppkomu trúflokks sjíta segir W. Montgomery Watt: „Umfjöllun sjítisma á skeiði Umajaða er sérlega vandasöm. Auk vandkvæða á athugun á sértrúarlegum- skoðunum á skeiði Umajaða eru á henni tormerki, sakir þess að frá ofanverðri 9. öld hafa málflytjendur sjíta og immana þeirra afflutt atburði frá 632 til 874 til að uþþhefja trúarlegarog pólitískar skoðanir sínar, en fræðimenn á Vesturlöndum telja nú frá- sögn þeirra í raun réttri ekki koma heim við atburðina.- “ (Bls. 65-66) Aðra sögu segja Crone og Hinds, að Times Literary Supplement greinir 3. júlí 1987. „Þau halda því fram, að á árdögum kalífa—dæmisins hafi verið lagður í það áþekk- ur skilningur og kunnur er úr trúfræði sjíta. Fyrstu kalífarn- ir voru ekki einungis álitnir stjórnendur islamsks sam- félags, eins og síðar sagði í kenningafræði sunníta, heldur líka uppspretta laga samfélagsins og þeirrar leið- sagnar, sem einstakir Mú- hammeðstrúarmenn, og sam- félagið yfir höfuð, þörfnuðust til að öðlast bjargræði i öðru lífi. Fyrstu kalífarnir kváðust meö öðrum orðum vera i senn stjórnendur og löggjaf- ar eins og immanar sjíta.... Margt mælir með alvarlegri yfirvegun á skoðun þeirra sem fram eru settar í þessari bók.“ H.J. Ijgs-. OKUM EINS OG MENN! Aktu eins oq þú vilt að aorir aki! /IFERÐAR Prammi til sölu Kauptilboð óskast í prammann „Svart“ ásamt tveimur Harbor- master vélum. Pramminn „Svartur" er af gerðinni Uniflot og samanstendur af eftirtöldum einingum: 1. 6 stk. grunneiningar (basic units). Lengd 5,3 m, breidd 2,4 m, hæð 1,2 m. 2. 3 stk. skáeiningar(Ramp units) Lengd 3,7 m, breidd 2,4 m, hæð 0-1,2 m. 3. 2 stk. endaeiningar (bow and stern units) Lengd 1,8 m, breidd 2,4 m, hæó 0-1,2 m. Vélarnar eru af gerðinni Harbormaster 5 hö með gírum, stýringu, skrúfum og festingum fyrir prammann. Ofangreindur búnaður er í notkun hjá fiskeldisstöð ÍSNÓ h.f. í Vestmannaeyjum og verður tilbúinn til afhendingar þar eóa í Reykjavík 1. apríl 1988. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arason hjá Vegagerð ríkisins i sfma (91) 21000. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu Innkaupastofnunar ríkis- ins fyrirkl. 11.00f.h. miðvikudaginn 9. mars n.k. þarsem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS Borgartuni 7, simi 25844 KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Nám í uppeldisgreinum fyrir verkmenntakennara á framhaldsskólastigi Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslurétt- inda fyrir verkmenntakennara áframhaldsskólastigi hefst við Kennaraháskóla íslands haustið 1988. Um- sækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sérgrein sinni. Námið fullnægirákvæðum laga nr. 48/1986 um emb- ættisgengi kennara og skólastjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 26. til 31. ágúst 1988 að báðum dögum meðtöldum og lýkur í júní 1990. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kenn- araháskólans við Stakkahlíð. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1988. Rektor AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags íslenskra Kjötiðnaðarmanna verður haldinn 5. mars að Hótel Sögu kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns 2. Skýrsla gjaldkera 3. Lýst kjöri stjórnar 4. Kosning nefndar 5. Önnur mál Stjórn F.Í.K. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til bréfberastarfa. Um er að ræða heilsdags- eða hálfsdagsstörf fyrir eða eftir hádegi. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar Ármúla 25 Reykjavík í síma 687010.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.