Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. febrúar 1988 17 Jón Sigurðsson var grár og gugginn, þennan dag og það var tilbreyting að skoða litina hjá Daða. Hann var um það bil að Ijúka við að hengja upp í sýningarsalnum handan við Jón, þegarokkur bar að garði. Daði er litaglaður. Fiskarn- ir hans, hnettirnir og konurn- ar iða af lífi. „Liturinn skiptir máli,“ seg- ir Daði við blaðamann, „kann- ski er hann mikilvægari en oft áður hjá mér. Það er ekki bein hugmynd eða meining með myndunum, ég reyni fremur að ná fram tilfinningu eða ástandi með litunum." — Einu sinni átti að vera boðskapur í hverri athöfn. „Við erum komnir í eitthvað annað. Þegar ég var í Mynd- iista- og handíðaskólanum var conseptúalist á enda- sprettinum, en hún sprettur upp aftur. Sjálfur er ég ekki að bíða eftir neinu, vinn bara að persónulegri myndlist. Ég er kominn inn á ákveðna línu og lít aðallega á mig sem málara. Ég er með þessa liti og þennan flöt og þessi form. Þar er ekki meining. Fiskur- inn er I uppáhaldi hjá mér og töluvert er af konum hér og þar. Ég er voða upptekinn af pensli og andlitum..1' Við gengum um sali og Daði sagði frá ætt og upp- runa myndanna á sýningunni. Sú elsta varð fyrst vör við pensil 1984, en flestar eru frá síðustu tveimur árum. Róbert vildi mynda Daða við ákveðna mynd. „Þetta er hnattlíkan — en ekki endilega okkar hnött- ur,“ segir Daði. Kemur einn og annar? „Ungt fólk bætist stöðugt í hóp myndlistarmanna. Það er ekki gott að vera listamaður einn og týndur." — Verður úr þessu einhvers konar íslandsbræðingur? „Ég vona að það sé eitt- hvað islenskt í þessu, en við erum þó hluti evrópskrar hefðar. Það hljóta að vera einhver íslensk einkenni samt, alla vega finnst útlend- ingum það, þegar við erum að mála.“ Þegar hér var komið sögu var komið að játningum um áhrif annarra listamanna. Margir voru kallaðir útlendir menn. Daði segir þó áhrifin mestan part frá íslenskum. „Þetta er bræðingur af mörgu, kannski Kjarval og Svavar Guðnason“ játar Daði. Og Daði nefnir útlenda kappa, Kópraskólann og ís- leif Konráðsson þóttist blaðamaður sjá gægjast fram úr suðaustur horni einnar myndar. Þarf líka að skrifa söguna — En lifir einhver ungra myndlistarmanna af listinni? „Þeir deyja kannski ekki. Flestir skrimta með kenn- slu,“ segir Daði. „Ég hef sloppið með hálfa kennara- stöðu, en ég held að það sé ekki gott að einangra sig í fílabeinsturni og vinna ekkert með. En þú verður aö hafa baráttuþrek. Listin er bar- átta.“ — Er þetta sama brauöstritið og hjá öðrum? Málaröu fisk- ana í stað þess að veiða þá?’ „Það þarf llka að gera það. Það er ekki bara hægt að fiska, einhverjir verða að skrifa söguna. Þetta er eins og með íslendingasögurnar, það gekk ekki að allir yrðu drepnir. Einhvervarð að skrifa um atburðina," segir Daöi Guðbjörnsson málari. „Ég er með þessa liti og þennan flöt og þessi form,“ segir Daði Guðbjörnsson, sem opnaði málverkasýningu í fyrradag. Ekki gott að vera listamaður einn og týndur Svolítið spjall við Daða Guðbjörnsson, sem sýnir í Gallerí Borg við Austurvöll eins og snjóbolti, alltaf að vinda utan á sig. Það kemur einn og annar, og ég vona að snjóboltinn hætti ekki að rúlla. Það er gott að margir mála. Þá verður gerjunin meiri og meiri möguleikar á því að útkoman verði góð, ef samkeppni er mikil.“ — Þú tekur sem sé þátt i samkeppninni? „Það skapast visst ástand ef fleiri eru að. Fólk magnar hvert annað upp en þetta er ekki samkeppni eins og í við- skiptalífinu. Það er gott að safna fólki saman til að skapa. Ég held að það sé BULGARIA 1988 Baðstrandaferðir í gæðaflokki English International Gervis Place, Bournemouth, er skóli sem kennir útlend- ingum ensku allan ársins hring og hafa íslendingar sótt hann frá byrjun svo skiptir hundruðum með góðum árangri, ungir sem aldnir. í skólanum eru ennfremur nemendur frá fjölda annarra landa. Kennt er í nokkrum deildum sem í eru um 12 nemendur eftir því hvernig staða nemenda er í málinu. Eru skólarnir morgunskólar. Lærið ensku í Englandi Lágmarksaldur er 18 ár. Kennt er með samræðum, lært að þekkja byggingu málsins, framburðarkennsla, mál- fræði og ritun á enska tungu og beitt við það nýtískuleg- ,um aðferðum. Brottfaradagar: 28. febr., 4. apr., 17. apr., 2. maí, 15. maí, 5. júní, 19. júní, 3. júlí, 17. júlí, 31. júlí 14. ágúst, 4. sept., 18. sept., 30. okt. og 27. nóv. Hótel/strönd: Drushba/Grandhotel Varna: 1 vika 2 vikur 3 vikur 24. mai 28.140 35.170 42.200 14. júni 5. og 26. júli 16. ágúst 32.300 41.100 49.900 6. sept. 30.550 37.600 44.600 27. sept. 29.350 36.380 40.990 F»r6asknlstola KJARTANS HELGASONAR Gnoáamq 44-104 Reykiavi\ - Simi 91-63 62 55 Simnetni: Istravei - Telex: 2265 Istrav-ls Hálft fæði: Engir matarmiðar Máltlöir fastbundnar. Verð þessara ferða er sem hér segir og er þá gert ráð fyrir gengi sterlingspunds gagnvart íslensku krónunni eins og það var 21. nóv. 1987 og flugverð eins og það var 1. nóv. sl. Verð á þessu hvoru tveggja breytist í samræmi við það hverju sinni. Verð 3ja vikna er kr. 48.375,00 Verð 4ra vikna er kr. 57.180,00 Verð 5 vikna er kr. 72.750,00 að viðbættum kr. 8.800,00 fyrir hverja aukaviku allt að 13 vikum. Sé dvalist lengur en 13 vikur breytist flug- verð lítillega. Er innifalið í þessu verði flug til London fram og til baka, akstur af flugvelli í London á heimili og til baka aftur við lok námsins, gisting á heimilum, fæði og þjónusta, og kennsla í 27 tíma á viku. Flugvall- arskattur og annað ótalið hér er ekki innifalið. Junior International Albena/Dobrudja: 6 leva á dag. 1 vika 2 vikur 3 vikur 25.340 29.440 33.540 29.210 34.780 40.340 27.750 31.850 35.950 26.550 30.650 34.750 Matarmiðar. Morgunmatur fastbundinn. Albena/Bratislava 1 vika 2 vikur 3 vikur 23.580 25.930 28.270 27.170 30.690 34.200 25.990 28.340 30.680 10 leva á dag. 24.790 Matarmiöar. 27.140 29.480 Innifalið í verði er flug KEF-LUX-VAR fram og til baka, gisting á hótelum í 2ja manna herbergjum með baði, w.c./sturtu, hálft fæði, leiðsöpn. Ath. ekki flugvall- arskattur eða annað ótalið hér. Verð er miðað við gengi ÚS$ 20. jan. 1988 og breytist við breytingar hans gagnvart ísl. krónunni eða búlgörsku leva og breyt- ingu flugverðs. iiKiii iiiiiiBiinnTir*iTiiiiT7i''riiTBWBnMBBWMMnriinBBTTiTfMnirnB— eru sumarskólar, sem reknir eru fyrir nemendur sem eru orðnir 8 ára en ekki 17 ára. Skólar þessir eru í Bournemouth, þ.e.a.s. heimavistarskólinn og í Poole, sem er ná- grannabær Bournemouth, Uplandsskóli. Skólar þessir hefjast: heimavistarskólinn í Bournemouth 17. júlí en Uplands 24. júlí og lýkur hvoru tveggja 21. ágúst. Hægt er að dveljast lágmark 2 vikur. Á heimavistarskólunum er dvalist allan sólar- hringinn, en á Uplands er dvalist á heimilum. í báðum skólunum er um svipaða kennslu að ræða og í E.l. nema hvað námsefni er við hæfi aldurshópa. Þá eru ýmsir leikir og skoðunarferðir innifaldar í þessum skólum en á heimavistarskólanum er 24 tíma gæsla á nemendum og skólavist öll miðuð við að um heimavist sé að ræða auk þess sem þar er fullt fæði. Verð skólanna eftir vikum er sem hér segir: heimavistarskólinn: 2 vikur kr. 47.700,00, 3 vikur kr. 60.570,00, 4 vikur kr. 73.440,00 og 5 vikur kr. 95.070,00. Á Uplands: 2 vikur kr. 45.635,00, 3 vikur kr. 54.480,00 og 4 vikur kr. 65.300,00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.