Alþýðublaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 2
2
Þriójudagur 15. mars 1988
MÞYÐUBMÐIÐ
Útgefandi:
FramKvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaður
helgarilaðs:
Blaðamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þróður Stefánsdóttir.
Þórdís Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Slðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. ámánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60
kr. um helgar.
BRÉFID TIL JÓHÖNNU
Olafur Ragnar Grlmsson tormaóur Alpyóubandaiagsins
dembdi sér inn í tómarúm sjónvarpsmiðlanna um helgina
og náói talsverðri eftirtekt landsmanna síöastliðiö sunnu-
dagskvöld. Formaöur Alpýöubandalagsins sendi nefni-
lega félagsmálaráðherra bréf meö jafnaðarmannakveðju
par sem hann lofaöi ráðherra stuðningi Alpýðubanda-
lagsins við að vinna fylgi annarra við pað að draga úr peim
miklu fjárhagsbyrðum sem eru samfara pví að hin smærri
félög landsbyggðarinnar verða að halda út samninga-
nefndum í Reykjavík. Ólafur Ragnar benti í pví sambandi
á að samningaviðræður verði færðar heim í héruð, fjár-
málaráðuneytið greiði kostnað samtaka launafólks á
landsbyggðnni sem fundar í Reykjavík og að lögbundin
verði sá framgangsmáti að fundað verði í samningadeil-
um í héraði, óski annar aðili eftir því. Þessar tillögur Ólafs
Ragnars eru ágætar í sjálfu sér og sjálfsagt er að staðið
verði með einhverjum hætti að útgjöldum félaga á lands-
byggðinni sem sækja verða samningafundi á höfuð-
borgarsvæðinu eða freistað verði pess að halda samn-
ingafundi á landsbyggðinni. í kjölfar síðustu kjarasamn-
inga og þeirra deilna sem af þeim hafa sprottið hefur
staða landsbyggðarfélaga verið til umræðu. Bréf Ólafs
Ragnars er því á margan hátt furðulegt og erfitt að sjá að
það þjóni nokkrum tilgangi. Eða hvaða hjálp þarf Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra að sækja til Ólafs
Ragnars Grímssonar við að greiða fyrir kostnaði og um-
stangi minni félaga á landsbyggðinni?
Bréf Ólafs Ragnars er ekkert nema áróðursbragð, tíma-
sett og framsett I lágdeyðu sjónvarpsmiðlanna á sunnu-
degi. Staðreynd málsins er sú, að formanni Alþýðubanda-
lagsins hefur mistekist hrapalega að auka fylgi sitt frá pví
að hann tók við völdum í flokknum. Alpýðubandalagið er
kyrrstætt samkvæmt skoðanakönnunum. Ólafur Ragnar
gerði að öllum líkindum miklaskyssu með pví að snúa sér
að innri vandamálum flokksins eftir formannskosningu, í
stað pess að halda fundi um land allt í því skyni að kynna
sjálfan sig sem nýjan formann og hina nýju stefnu Alþýðu-
bandalagsins. Þess I stað kaus Ólafur Ragnar að fara I
felurog leggjast í Indlandsferðir. Það er hins vegar Ijóst,
að formenn íslenskra stjórnmálaflokka auka ekki fylgi sitt
með því að leggjast í Bjarmalandsferóir. Sigur Ólafs
Ragnars í formannsslagnum byggðist mikið á því að hann
átti að vera hinn mikli hreyfanleiki og ferskleiki í Alþýðu-
bandalaginu. Það hefur hins vegarenn ekki komið í Ijós og
það má spyrja hvað Ólafur Ragnar hafi til að bera og hvað
hann hafi framkvæmt sem Sigríður Stefánsdóttir hefði
ekki getað leikið vel eftirog meiratil? Að vísu hefurólafur
Ragnar reynt að pota eitthvað í NATO-stefnu Alpýðu-
bandalagsins með peim afleiðingum að flokksmenn risu
upp á afturfæturna með pingflokksformanninn í broddi
fylkingar. Ólafur Ragnar hefur reynt aðrar útrásir en pær
hafa bæði reynst máttvana og ófrjóar hugmyndafræði-
lega séð. Bréfið til Jóhönnu er ný, örvæntingarfull tilraun
til að marka stefnu, til að láta bera á sér. Það má að vísu
segja að þarna rétti formaður Alþýðubandalagsins
krötum höndina og ber að virða það eftir að hafa stjórnað
vanhugsuðum upphlaupum Alpýðubandalagsins gegn
kerfisbreytingum Alþýðuflokksins sem tryggt hafa
öruggar tekjuleiðir ríkissjóðs til uppbyggingar veIferðar-
kerfisins. Þá réðist Ólafur Ragnar gegn félagshyggjunni
og raunhæfum leiðum til jöfnuðar I þjóðfélaginu og stóð
meira að segja uppi á goskassa í Miklagarði til að berjast
gegn því að stoðum yrði rennt undir velferðarríkið. Þótt
bréf Ólafs Ragnars til Jóhönnu sé auglýsingaplagg er það
þó undirritað með jafnaðarmannakveðju. Það er spor I
rétta átt.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
SIGURÐUR ÞórGuðjóns-
son sem Alþýðublaðið hefur
stundum kallað „skemmtileg-
asta penna Þjóðviljans“ ritar
tónlistargagnrýni að öllu
jöfnu í málgagn Alþýðu-
bandalagsins. Um síðustu
helgi var inngangur tónlistar-
gagnrýninnar óvenju langur
enda minntist Sigurður þeirra
daga er hann skrifaði tónlist-
argagnrýni í Alþýðublaðiö er
Jón Baldvin Hannibalsson
var ritstjóri. Lesum sjónarmið
gagnrýnandans í inngangs-
orðunum:
„Einu sinni þegar gagn-
rýnandi Þjóðviljans var að
gagnrýna baki brotnu á Al-
þýðublaðinu undir yfirstjórn
Jóns Baldvins, var blaðsnepli
smeygt inn um bréfalúguna á
Bergstaðastræti, hvar hann
bjó og kritiseraði i sæmd
sinni. Þá var hann hættur að
drekka áfengi og skömmu
siðar hætti hann að reykja
tóbak. Siðar hætti hann
alveg að drekka kaffi. Og
gáfu þá margir skit í hann út
af öllum þessum hættum. Nú
er hann að hætta að eta kjöt.
Næst hefur gagnrýnandinn i
hyggju að hætta að gagn-
rýna, þó hann eigi á hættu
að fjölmargir aðdáendur hans
í öllum flokkum og öllum
stéttum snúi þá við honum
breiðu baki. Þar næst stefnir
gagnrýnandinn mjög ákveðið
að því að hætta að skrifa yfir-
leitt. Loks er það æðsta tak-
mark hans, sem á aö veröa
kórónan á hættulegum ferli
hans, að steinhætta að tala
þó hann viti að eigi sé það
hættulaust uppátæki í þessu
málglaða samfélagi þar sem
enginn er talinn málsmetandi
aðili nema hann geti rætt
málin aftur og bak og áfram
málefnalega. Litlu börnin tala
jafnvel tvö mál, íslenskt mál
og enskt mál, en það mál er
miklu æðra en islenskt mál.
Og er mál til komið að gera
eitthvað í því máli að skipta
um mál í landinu. Málið er
einfaldlega það að fólk skilur
ekki málið. Er það vissulega
mjög alvarlegt mál. Þess
vegna stefni ég hiklaust að
því að hætta þessu málæði,
þó það verði máski lagt út á
þann vonda veg, að ég hafi
misst málið út af skaða í
heilanum eöa tráma í sálinni,
en ég er einn örfárra íslend-
inga sem enn hafa sál, og
verð drifinn beint á Klepp á
þöglu deildina og gert að
standa fyrir máli minna
flóknu og duldu komplexa.
En það áðurnefnda blað sem
inn um mína bréfalúgu var
smeygt, var útgefið af chorur
universitatis islandiae og
skrifaði snjalla grein þar í
einhver Hjálmar H. Ragnars-
son. En sá virtist vita lengra
en nef hans nær og fullyrti si
sona að krítikerinn í þjónustu
hans hátignar Jóns Baldvins
væri andskotann ekkert að
skrifa um músík heldur bara
eigin komplexa. Og gekk
kritikerinn nú þess ekki dul-
inn að hann væri versti
krítiker í heimi. En krítikerinn
bar sína þungu byrði með
æðruleysi og ótrúlegri reisn.
Jós hann lofi á allt og alla
næstu vikur. En samhengi
Björn Grétar: Aldrei aftur Garða-
stræti
Skúli Þór: Sveitarfélög hugi að
brotajárni
þessarar sorgarsögu við
pistil dagsins fer líklega að
verða nokkuð komplex. Og er
þá best að snúa sér að efn-
inu.“
Og síðan fór Siguröur Þór
að skrifa um tónlist.
BJÖRN Grétar Sveinsson
formaður verkalýðsfélagsins
Jökuls á Höfn í Hornafirði
viðrar viðhorf sín til manna
og málefna í þriggja síðna
viðtali í Dagblaðinu/Vísi um
helgina. Björn Grétar fer víða
og meðal annars lýsir hann
því yfir að hann muni aldrei
aftur ganga inn í hús vinnu-
veitenda í Garðastræti. Les-
um hvað býr að baki og
gefum Birni Grétari orðið:
„Og inn í Garðastræti
förum við ekki aftur. Það er
óeðlilegt af verkalýðshreyf-
ingunni að láta fara með sig
beint inn í hús sem vinnu-
veitendur eiga og hafa alla
sina aðstöðu. Þetta er
ágætis hús en það er grund-
vallaratriði í samningatækni
að fara ekki beint inn á gólf
til viðsemjendanna. Við erum
þar upp á þá komnir meö allt.
Þaö er alveg frá þvi aö þiggja
kaffi og — ég tek það fram
að það var gott — en grund-
vallaratriðiö breytist ekki.
Þarna á ekki að semja.
Eruð þið þið þá ekki orðnir
eins og kenjóttir strákar að
neita að fara inn í þetta hús?
Nei, alls ekki. Við vitum að
okkar fólk vill ekki hafa okkur
þarna inni. Mér er alveg sama
þótt við séum kallaðir
kenjóttir strákar eða hvaö
sem er þvi þetta er grundvali-
aratriði. Það er aumingja-
skapur af íslenskri verkalýðs-
hreyfingu að láta draga sig
þarna inn. Það á bæði við um
mig og aðra. Ég sat þarna í
tvær vikur og þaö er nóg.“
Nú er bara spurt: Hvar
verður sest niður næst?
SKULI Þór Ingimundarson
viðskiptafræðingur setur
fram athyglisverðar hug-
myndir um nýtingu á brota-
járni í síðasta tölublaði af
Sveitarstjórnartíðindum og
nefnir að sveitarstjórnir um
land allt gætu nýtt sér verð-
mætin sem í brotajárni felast
til útflutnings. Skúli Þór
skrifar:
„í brotajárni eru fólgin um-
talsverð verðmæti samanber
ofangreindar útflutnings-
tölur. Markaösverð er þó ekki
stöðugt og getur orðið of
lágt, til þess að arðbært geti
talist að safna og flokka
málminn. Nánast enginn
markaður er hérlendis fyrir
brotajárn. Þar af leiðandi
verður að flytja mest af þvi úr
landi, og er þaö kostnaðar-
samt vegna hárra flutnings-
gjalda. Samt sem áður verður
hvort eð er að kosta til
hreinsunarstarfsemi i formi
söfnunar og urðunar. Litum
á, hvort ávinningur gæti
orðið af fyrirkomulagi, sem
hér verður nú lýst.
Sé söfnun og vinnsla
brotamálma starfrækt mark-
visst, sparast umtalsverður
kostnaður og fyrirhöfn við
urðun. Samvinna sveitarfé-
laga um söfnun brotajárns
gæti farið fram þannig: Hvert
sveitarfélag annast flutning
tilfallandi brotajárns á sér-
stakan safnhaug á eigin
kostnað eða á kostnað eig-
enda. Safnhaugar væru til
dæmis ákjósanlegir i grennd
við hafnir og þjóðbrautir, eftir
svo og svs ianga uppsöfnun,
t.d. eins árs, kæmi færanleg
brotajárnsvirmslustöð á stað-
inn. Vinnslustööin yröi út-
búin sérhæfðum tækjum til
brotajárnsvinnslu, s.s. krön-
um, klippum og pressum.
Þessi færanlega vinnslustöð
væri í stöðugri hringferð um
landið og kæmi ef til vill
oftar en einu sinni á ári til
sumra staða, allt eftir um-
fangi brotajárnsins.
Unnið brotajárn tilbúið til
útflutnings væri síðan
geymt, þar til útskipum færi
fram. Skip á hringferð um
landið safnaði saman press-
uðum brotamálminum víðs
vegar um landið og flytti út
til erlends kaupanda. Brota-
járnið væri allt pressað í ten-
inga. Slíka teninga er auðvelt
að flytja stað úr stað, vegna
þess hve litið fer fyrir þeim í
flutningi og geymslu."
Og að endingu segir Skúli
Þór:
„í samanburði við kostnað
við urðun brotamálma og
með tilliti til umhverfissjónar-
miða, þar með talinn
skemmri nýtingartími sorp-
hauga og sóun verðmæta, er
skipuleg söfnun, flokkun og
vinnsla brotamálma með rétt-
um tækjabúnaði álitlegur
kostur til lausnar þess vanda,
sem óhjákvæmilega hlýst af
úrgangsefnum samtímans —
málmum.
Kostnaður við meðhöndlun
brotamálma er óhjákvæmi-
legur, hverjar svo sem aðferð-
irnar eru. Því er timabært að
gera átak í þessu efni. Það er
siðmenntaðri þjóð til
skammar að sóa verðmæt-
um, sem i úrgangsefnum
felast, í stað þess að stuðla
að endurvinnslu þeirra."
Einn
mei
kðffinu
Forstjóri stórfyrirtækis hleypti tryggingasalanum inn á
skrifstofu sína og sagði:
— Þú getur veriö stoltur af sjálfum þér sem sölumanni.
Það eru sjö sölumenn frá tryggingafyrirtækjum búnir
aö hringja í mig í morgun til að selja mér alls konar
tryggingar og ég skellti á þá alla nema þig!
— Já, ég veit, svaraði tryggingasalinn. Ég var hinir sjö!