Alþýðublaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. mars 1988
5
UMRÆÐA
Vladimir Verbenko yfirmaöur APN-fréttastofunnar á islandi skrifar Ka
ÁFANGI
„Það sem Gorbatsjov er að berjast fyrir bœði heima og
á alþjóðavettvangi er málefni sem öllum er hugstœtt,
skiljanlegt og nauðsynlegst — að fólk búi við góð kjör
og samkvœmt eigin vali, að alhliða samstarf á alþjóða-
vettvangi sem er öllum í hag, þróist og fari vaxandi og
það sem er aðalatriði — að vera áfram á lífi, “ skrifar
Vladimir Verbenko yfirmaður A PN á Islandi í umrœðu-
grein sinni.
Nú hugsar lesandinn sennilega að
þarna sé Rússanum rétt lýst: Hann sé
alltaf að tala um „tímamót", eitthvað
„sögulegt“ o.s.frv.
Það má segja að það sé sannleiks-
korn í þessari ásökun. Og á 27. þingi
KFS, sem haldið var fyrir tveim árum,
var réttilega minnst á „nauðsyn þess
að berjast gegn hátíðleika". En sú
staðhæfing að þetta þing, sem ég vil
kalla „vettvang perestrojku" sé áfangi
i sögu Sovétríkjanna og heimssög-
unni, á ekki rætur sínar að rekja til
neinnar viðhafnar, heldur hlutlægs
mats — það má minna á að rússn-
esku orðin „perstrojka" og „glasnost"
hafa fyrir þó nokkru náð fótfestu í öll-
um tungumálum og hinni alþjóölegu
orðabók frá suðurpólnum til norður-
pólsins.
I sameinginu og í þágu hvers og eins
Ég ætla ekki núna að fara út í þær
byltingarkenndu umbreytingar, sem
þingið staðfesti sem stefnu flokksins
og landsins alls — það getur enginn
gert beturen höfundur perestojkunn-
ar, sem fjallar um hana á einfaldan og
ítarlegan hátt í bók sinni, sem kom út
i mörgum löndum samtímis og hlaut í
íslenskri þýðingu nafnið „Perestrojka.
Ný hugsun, ný von.” Hér er enn eitt
nærtækt dæmi um að hin „nýja
stefna” Gorbatsjovs, sem samþykkt
var á 27. þingi KFS, hefur vakið
áhuga margra og það fólks, sem býr
fjarri Moskvu: í jólabókaflóðinu á Is-
landi var bók sovéska leiðtogans með-
al söluhæstu bókanna og hvergi seld I
eins miklu magni miðað við höfðatölu.
Og á þessu er einföld skýring: Það
sem Grobatsjov er að berjast fyrir
bæði heima og á alþjóðavettvangi er
málefni, sem eröllum hugstætt, skilj-
anlegt og nauðsynlegt — að fólk búi
við góð kjör og samkvæmt eigin vali,
að alhliða samstarf á alþjóðavett-
vangi, sem er öllum í hag, þróist og
fari vaxandi og það sem er aðalatriðið
— að vera áfram á lífi. Það er enginn
ódauðlegur, en til hvers og hvers
vegna þarf að búa við stöðugan ótta
við hræðilega allsherjar útrýmingu ef
til kjarnorkuhörmunga kæmi? Já, og
hvers vegna ætti slíkt að vera óhjá-
kvæmilegt?
Eftir að sovéskir ráðamenn höfðu
metið það ástand, sem skapast hafði,
komust þeir aö niðurstöðu og lýstu yf-
ir á 27. þingi KFS, að gangur sögunn-
ar og þjóðfélagsþróunin krefðist þess
í æ ríkari mæli að komið yrði á raun-
hæfum og skapandi gagnkvæmum
aðgerðum ríkja og þjóða um heim all-
an. Krefðist þess ekki aðeins, heldur
skapaði nauðsynlegar forsendur fyrir
því. Það er þörf á slíkum gagnkvæm-
um aðgerðum til þess að koma í veg
fyrir kjarnorkuhörmungar, svo að sið-
menningin geti lifað af. Þaö er þörf á
þeim svo að hægt sé að leysa önnur
brýn vandamál í hinum mótsagna-
kennda en samtvinnaða heimi, sem er
að mörgu leyti ein heild, ( sameiningu
og I þágu hvers og eins.
Það er enginn annar kostur en afvopn-
un
Sovéska forystan gekk út frá því
sem komið hefur fram hér að ofan og
lagði fram heildaráætlun um algera
útrýmingu gereyðingarvopna fyrir lok
þessarar aldar — og aftur var á ferð-
inni áætlun sem er sögulega merk,
bæði hvað varðar umfang og þýðingu.
Framkvæmd hennar mundi opna
mannkyninu nýja þróunarbraut og
möguleika á því að beina athyglinni
eingöngu aö skapandi verki.
Þess heldur sem heimurinn í dag er
orðinn of lítill og brothættur fyrir
styrjaldir og ofbeldisstefnu. Það er
ekki hægt að bjarga honum og vernda
hann, ef menn losa sig ekki í eitt
skipti fyriröll viö þann hugsunarhátt,
sem öldum saman hefur byggst á því
að leyfa styrjaldir og vopnuð átök.
Hér eru menn sem gera sér grein
fyrir því að enginn getur farió með
sigur af hólmi í vígbúnaðarkapphlaup-
inu og því slður I kjarnorkustyrjöld.
Áframhald slíks kapphlaups í heimin-
um og tilfærsla þess út i geiminn,
herðir enn frekar á birgðasöfnun og
fullkomnun kjarnorkuvopna. Ástandið í
heiminum getur orðið slíkt að það sé
ekki komið undir skynsemi eða vilja
stjórnmálamanna. Það verður gísl her-
tæknilegrar rökfræði.
Þar af leiðandi getur hvorki kjarn-
orkustyrjöld, né heldur undirbúningur
fyrir hana, þ.e. vígbúnaðarkapphlaup
og vióleitni til aö ná hernaðaryfirburð-
um, fært neinum pólitískan ávinning.
Leiðin til friðar
Allt þetta leiðir til einnar niður-
stöðu: í dag er mikilvægara en nokkru
sinni fyrr að feta braut nánara og ár-
angursríkara samstarfs milli rikis-
stjórna, flokka almenningssamtaka og
hreyfinga, sem láta sérannt um örlög
heimsins, milli allra þjóða i því skynf
að koma á allsherjar öryggiskerfi á
alþjóðavettvangi.
A þinginu voru meginákvæði slíks
kerfis mótuö á eftirfarandi hátt:
1. Á hernaðarsviöinu:
— að kjarnorkuveldin hafni styrjöld,
bæði kjarnorkustyrjöld og hefðbund-
inni styrjöld, hvert gegn öðru eða
gegn þriðja aðila;
— að koma í veg fyrir vígbúnaðar-
kapphlaup í geimnum, að hætta öllum
tilraunum með kjarnorkuvokpn og
eyðileggja slik vopn, svo og efnavopn
og hafna smíði annarra gereyðingar-
vopna;
— að minnka hernaðarstyrk landa
verulega og koma honum niður i skyn-
samleg mörk og bað skal gert undir
eftirliti;
— að leysa upp hernaðarbandalög og
skal tekið skref i þá átt með því að
hafna möguleikanum á að.stækka þau
og mynda ný;
— að skera niður hernaðarfjárlög á
skynsamlegan máta.
2. Á stjórnmálasviðinu
— skilyrðislaus viröing á alþjóðavett-
vangi fyrir rétti hverrar þjóðar til að
velja leiðir og form sjálfstæðrar þró-
unar;
— réttlát pólitísk lausn alþjóðlegra
deilumála og svæðisbundinna átaka;
— að gera ráðstafanir, sem miða að
því að byggja upp traust milli rikja og
skapa áhrifaríka tryggingu gegn því að
árás verði gerð á friðhelgi landamæra
þeirra;
— að gera áhrifaríkar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir alþjóðlega hryðju-
verkastefnu, þar á meðal að geröai séu
ráðstafanir til að gæta öryggis i sam-
göngum á landi, sjó og lofti.
3. Á efnahagssviðinu:
— útiloka öll form mismununar í al-
þjóðasamskiptum, hafna stefnu efna-
hagsbanna og refsinga ef ekki er
mælt með sliku af hálfu samfélags.
heimsins;
— leita sameiginlega að leiðum til að
leysa skuldavandann;
— að koma á nýju efnahagskerfi í
heiminum, sem tryggir jafnt efnahags-
öryggi allra landa;
— móta reglur til aö nýta hluta þess
fjármagns, sem losnar í kjölfar niður-
skurðar hernaðarfjárlaga í þágu
heimssamfélagsins, fyrst og fremst
þjóðanna í þróunarlöndunum;
— samræma aðgerðir við rannsóknir
og nýtingu geimsins í þágu friðar og
vinna að því að leysa heimsvandamál-
in sem mannkynið á örlög sin undir;
4. Á sviði mannréttinda
— vinna saman að því að dreifa hug-
myndum friðar, afvopnunar og al-
þjóðaöryggis, auka flóð almennra óvil-
hallra upplýsinga og samskipta milli
fólks í því skyni að það kynnist, efla
anda gagnkvæms skilnings og ein-
drægni í samskiptum þeirra á milli;
— útrýma þjóðarmorðum, aöskilnað-
arstefnu, fasisma og alls kyns formum
útilokunar vegna kynþáttar, þjóðernis
eða trúar og einnig mismununar á
sama grundvelli;
— efla alþjóðlega samvinnu við fram-
kvæmd pólitiskra, félagslegra og
persónulegra réttinda fólks, samfara
viröingu fyrir lögum sérhvers lands;
— taka ákvaröanir i mannúðlegum og
jákvæðum anda þegar um er að ræða
endursameiningu fjölskyldna, gifting-
ar og stuðla að samskiptum milli
fólks og samtaka;
— efla og leita nýrra leiða í samvinnu
á sviði menningar, lista, vísinda,
menntunar og læknisfræði.
Á 27. þingi KFS var lögð áhersla á
að þessi ákvæði ættu rót sina að
rekjatil Stefnuskrár flokksins. Þau
væru fyllilega í samræmi við markmið
utanríkisstefnu hans. „Með þau að
leiðarljósi væri hægt að gera friðsam-
lega sambúó að æðstu reglu i sam-
skiptum milli ríkja. Aö okkar mati
gætu þessar reglur orðið upphafs-
punktur og leiðarljós í beinum og
skipulögðum viðræðum milli leiðtoga
landanna í samfélagi heimsins, bæði
tvíhliða viðræðum og fjölhliða," sagði
Míkhaíl Gorbatsjov.
Þessi orð væru mælt fyrir tveim ár-
um. Á þessum tíma hafa leiðtogafund-
irnir i Reykjavík og Washington verið
hluti af þróun þessarar áætlunar. Og
Moskvufundurinn, sem fram undan er,
hlýtur að vera eðlilegt framhald, sem
viö skulum vona að verði enn eitt
tímamótaskref í átt til afvopnunar,
friðar og samstarfs i heiminum.