Alþýðublaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 7
Þriójudagur 15. mars 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Andrej Gromyko hefur ritaö endurminningar sínar. í bók Gromyko segir, aö hún hafi barist fyrir mannréttindum GROMYKO FÉLL FYRIR MARILYN Andrej Gromyko er orðinn 78 ára gamall, þessvegna fyrirgefur eiginkona hans Lidija Dmitrijevna, honum það að vera einn af mörgum sem féll fyrir töfrum Marilyn Monroe. Stjórnmálamaöurinn og sá sem þjónaöi föðurlandi sinu sem utanrikisráðherra lengur en nokkur annar, Andrej Gromyko, hefur birt endur- minningar sínar. Þar segir hann á opinskáan hátt frá kynnum sinum af einræðis- herranum Josef Stalin, Franklin D. Roosevelt, for- seta Bandarikjanna og frægu fólki eins og Marilyn Monroe og Charlie Chaplin. I lok verksins sem er gefið út í tveimur bindum, og er um 900 blaðsíður, kemur Gromyko trúlega alþjóð á óvart. Hann lýsir aðdáun sinni á, og vináttu sinni við Boris Pasternak, rithöfundinn sem skrifaði „Dr. Zhivago" ásamt öðrum verkum. Þetta vekur undrun vegna þess að Boris Pasternak og verk hans voru „bannorð og bannvara" í Sovétríkjunum um árabil. Hollráð Stalin Árið 1939 var Gromyko, sem þá var ungur maður í utanríkisþjónustunni, sendur til Washington sem sendi- herra Sovétríkjanna. Áður en hann hélt til Washington, var hann kallaður á fund Stalin. Hann vildi fá að vita hvernig Gromyko gengi að læra enskuna. „Ég er að basla við tungumálið“, sagði Gromyko varlega. Stalin ráðlagði honum þá, að sækja af og til kirkju í Bandaríkjunum. „Prestarnir tala nefnilega gott enskt mál“, sagði Stalin. Gromyko segir í bókinni, að trúlega sé þetta í eina skiptið sem sovéskur sendimaður fór ekki eftir ráðleggingum Stalin. Gromyko leist ekki á það, að einhver rækist á hann í kirkju. Ástæðan var sú að hann var fulltrúi rikis sem var yfirlýst, trúlaust samfélag Hann varð þrumulostinn þegar hann kom til New York i fyrsta sinn, fannst hún yfir- þyrmandi. Kaflinn um fyrstu heimsóknina til New York, ber yfirskriftina „Babylon okkar tíma“. Það var eins og allt og allir, að undanteknum skýjakljúfunum, væri á iði og gæfi frá sér einhverjar drunur, skrifar Gromyko. Sonur hans Anatolij litli spurði föður sinn, hvort fólk- ið ætti virkilega heima í þessari borg, eða hvort það væri kannski bara þarna á daginn! Engin leyndarmái Gromyko flettir ekki ofan af neinum pólitískum leynd- armálum þegar hann segir frá mörgum fundum með forset- um og utanríkisráðherrum Bandaríkjanna. í þeim málum eru endurminningarnar frekar yfirborðskenndar. Aftur á móti er töluvert um skrýtlur sem þó byggja á sannleika. Hann staðfestir til dæmis gömlu söguna um að hann hafi beðið Nancy Reagan forsetafrú, að hvísla orðinu „friður" i eyra forsetans, þegar þau færu að sofa á kvöldin, og segir að hún hafi raunverulega gert það! Greinilega heillaður, segir hann frá kynnum sínum af Marilyn Monroe, á tveimur og hálfri blaðsíðu. Hann segir hana hafa verið filmstjörnu af fyrstu gráðu, og að hún hafi við eitthvert tækifæri, setið nokkra metra frá sovéskri sendinefnd. „Eftir smástund kom hún til mín og spurði mig hvernig ég hefði þaö og hvort ég segði ekki allt gott. Það var eins og við værum gamlir kunningjar, en þetta var í fyrsta skipti sem við hittumst", skrifar Gromyko. Til þess að réttlæta hrifn- ingu sina á Marilyn Monroe, virðist honum finnast nauö- synlegt að finna pólitíska ástæðu. Hann segir hana hafa verið „baráttukonu fyrir mannréttindum". Gromyko heldur því fram, að Marilyn Monroe hafi átt vini í háum pólitískum stöðum og hafi haft vitneskju um ýmsar upp- lýsingar um áriðandi mál. Hann veltir fyrir sér þeirri sögusögn að Marilyn hafi ekki framið sjálfsmorð heldur hafi hún verið myrt. Hann segir framtíðina skera úr því hver sannleikurinn sé. „Pýramída — pygmi“ Gromyko er miskunnarlaus i lýsingu sinni á forseta Egyptalands Anwar Sadat, sem myrtur var árið 1981. Það var einmitt í stjórnartið Sadat sem sambandið milli Egypta- lands og Sovétríkjanna fór niður í algjört lágmark. Gromyko lýsir Sadat sem „pygmi frá skugga pýra- mídanna". (Pygmiar eru sér- staklega lágvaxinn kynþáttur í Afríku.) Sárafáir leiðtogar erlendra ríkja voru viöstaddir jarðaför Sadat, og Gromyko finnst það bera vott um að Sadat hafi ekki notið virðingar á alþjóðlegum vettvangi. Forsætisráðherrar Vestur- Þýskalands fá sumir hverjir harða dóma hjá Gromyko. Hann virðist ekki hafa verið aðdáandi Konrad Adenauer, svo ekki sé meira sagt. Þó fær Helmut Schmidt ennþá verri útreið hjá Gromyko. Hann segir að Schmidt hafi ekki eingöngu verið sósíal- demókratískur stjórnmála- maður, hann hafi einnig verið prússneskur herforingi með íhaldssamar skoðanir. Eink- um virðist það vera afskipti Schmidt, sem framkvæmdar- aðila hjá NATO um staðsetn- ingar meöaldrægra kjarna- flauga, sem hafa komið illu blóði í Gromyko. Willy Brandt aftur á móti, fær mikið lof fyrir „Austan- tjalds pólitik" sína og for- dómalausa línu, gagnvart Sovétríkjunum og banda- mönnum þeirra. Gromyko, sem er þekktur fyrir að vera harðneskjulegur og orðhvass maður, fer ekki dult með það, að hann varð hrærður þegar fyrrverandi utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands Walter Scheel, lét skíra dóttur sína Andrea — til heiðurs Gromyko. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.