Alþýðublaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. apríl 1988 3 EKKI M I Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra segir ástæöulaust aö gera veður út af því að hugsanlega verði fengin erlendur ráðgjafi til að endurskipuleggja heilbrigöis- kerfið. Ekki sé verið að breyta yfir i bandarískt kerfi, heldur einungis verið að kaupa þekkingu af mönnum sem kunni fyrir sér i stjórn- un. Verði af þessu muni inn- lendir sérfræöingar starfa meö hinum erlendu. Segir hann að málið verði kynnt heilbrigöisráðherra þegar það sé komið á tillögustig. I samtali við Alþýðublaðið segir fjármálaráðherra, að það sé skoðun út af fyrir sig að til séu í landinu menn með næga þekkingu og reynslu af stjórnunármálum í heilbrigðisgeiranum og þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því að skila vandaðri skýrslu um hvernig mætti FRÉTTIR Jón Baldvin Hannibalsson um úttekt á heilbrigðiskerfinu: VERIO AD BREYTA YFIR RANDARÍSKT KERFI spara, nýta betur og bæta stjórnun. Hins vegar séu til margar skýrslur og álitsgerðir um þessi mál, aðallega í þörtum. Og þeir menn sem búi yfir mestri reynslu og inn- anhúsþekkingu á sjúkrahús- stjórnun, séu yfirleitt starf- andi í kerfinu. „Þeir menn eru út af fyrir sig ekki á lausu, sem eru óháðir kerfinu sjálfu og gætu skoðað það frá núll- þunkti". Segir hann að þó erlent ráðgjafafyrirtæki verði kvatt til, gerist það ekki með neinni hókus-pókus aðferö. Á undan þurfi að gera greinar- góða úttekt á heilbrigðiskerf- inu, og lýsingu á helstu fjár- straumum og stjórnkerfi, auk ábendinga af fenginni reynslu um hvar verst sé farið með fé. „Þetta væri sá efni- viður sem lagöur væri á borð- ið hjáerlendu ráðgjöfunum. Það sem þeir heföu fyrst og Jón Baldvin Hannibalsson. fremst fram að færa, er mikil og sönnuð reynsla að ná nið- ur kostnaði í svona stjórnun, og sá höfuðkostur að þeir eru algjörlega óháðir þessu kerfi“. Það sé Ijóst að bæði þurfi að vinna forvinnu og eins þurfi innlendir sérfræð- ingar að starfa með slíkum ráðgjöfum. „Það er alveg ástæðulaust að gera veður út af hvort hann er innlendur eða erlendur." Segir Jón Baldvin að í samtölum sinum við heil- brigðisráðherra, sem hefur langa reynslu úr fjárveitinga- nefnd, hafi komið í Ijós að þetta sé mikið nauðsynja- verk. Útgjaldasprenging sé að gerast í heiIbrigöiskerfinu, og sé hún afleiðing þess að gríðarlegar stofnanir hafi ver- ið byggðar upp á undanförn- um árum og éti þær upp stofnkostnað sinn á 2 til 2Vz ári. Varðandi ummæli heil- brigðisráðherra að skrýtið sé að jafnaðarflokksráðherra leiti til bandarísks ráðgjafa, þar sem bandariska heil- brigðiske’rfið sé dýrt, segir Jón Baldvin að þau séu út í hött. „Það er enginn aö tala um að taka upp bandarískt heiIbrigöiskerf i, það er verið að tala um að kaupa sér þekkingu mannasem kunna fyrir sér í stjórnun. Banda- rikjamenn eru á sumum svið- um framarlega í stjórnun, ekki öllum, en það er Ijóst að íslendingar eiga flest ólært í stjórnun.“ Að sögn fjármálaráðherra hafa þessar hugmyndir hing- að til verið ræddar i fjármála- ráðuneytinu og hagsýslu- stofnun, þær séu ekki komn- ar á það stig að hægt sé aó leggja tillögur fyrir heilbrigó- isráðherra. „Þaö verður að sjálfsögðu gert i góðri sam- vinnu við hann“, segir Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. Byggðastofnun selur Stokkfisk STOFNAÐ HLUTAFÉLAG í Reykjadal: UM REKSTURINN Þessa dagana er verið að vinna að stofnun hlutafélags á Norðurlandi, um kaup og rekstur á fiskverkunarhúsi og búnaði Stokkfisks á Laugum í Reykjadal sem sleginn var Byggðastofnun á nauðungar- uppboði í janúar. Stjórn Byggðastofnunar hefur sam- þykkt að selja hinu nýja hlutafélagi fyrirtækið ef af stofnun þess verður en Byggðastofnun mun jafn- framt verða aðili að hluta- félaginu. Aðrir aðilar sem samþykkt hafa að verða meðeigendur eru Reykdælahreppur, Fisk- iðjusamlag Húsavikur og Kaldbakur. Einnig standa vonir til að Utgerðarfélag Akureyringa hf. verði með- eigandi en beðið er eftir aðal- fundi þess um endanlega staðfestingu. Stokkfiskur var sleginn Byggðastofnun á 10,5 milljón- ir króna á nauðungaruppboði en meðal annarra kröfuhafa f eignirnar voru Fiskveiðasjóð- ur, Búnaðarbanki Islands, Fiskimálasjóður, Kfeyrissjóðir o. fl. Eigandi Stokkfisks var Þorsteinn Ingason og munu kröfur i þrotabúið hafa numið á bilinu 35-40 milljónum króna. Að sögn Guðmundar Malmquist forstöðumanns Byggöastofnunar hefur Fisk- iðjusamlag Húsavíkur haft fyrirtækið á leigu undanfarið og haldið uppi fullum rekstri. Eru þar þurrkaðir fiskhausar fyrir Nígeríumarkað. Unnin eru 70-90 tonn af hausum í hverri viku, veitir fyrirtækið um 20 manns atvinnu á svæðinu og eru rekstrarhorf- ur góðar. STAL I STAL HJA VR OG VINNUVEITENDUM Magnús L. Sveinsson formaður VR segir fólk ekki vilja vinna á laugardögum, og það vilji að ákvœði um laugardagsopnun verði tekið úr samningum. Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups segir að kynningu hafi algjörlega skort á opnunarákvœðunum hjá VR. Magnús L. Sveinsson for- maður Versiunarmannafélags Reykjavíkur segir að verkfall sem boðað hefur verið hjá starfsfólki matvöruverslana og stórmarkaða 14. april n.k. sé tilkomiö vegna óánægju fólks með að þurfa að vinna á laugardögum, og fólk hafi ekki treyst ákvæðum um samkomulag i þeim efnum. Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups segir ósanngjarnt að taka þessi fyrirtæki út úr. Segir hann ástæðuna fyrir að samningurinn var felldur vera þá, að kynningu á laugar- dagsopnunarákvæðunum hafi algjörlega skort hjá VR. Ástæðuna fyrir því að ein- ungis er boðað verkfall hjá því fólki er vinnur í matvöru- verslunum og stórmörkuöum segir Magnús í samtali við Alþýðublaðið, vera þá, að vinnutími þess sé slfkur aö það uni því mjög illa. „Þaö var fyrst og fremst fólk úr þessum greinum sem mætti á félagsfundinn, og lýsti mikilli óánægju og ugg út af laugardagsvinnu í sumar. Það var þetta fólk sem felldi samningana, og vildi með því leggja áherslu á að það væri tryggt, að það ætti frí á laug- ardögum yfir sumarmánuðina Magnús L. Sveinsson. þrjá, sem það taldi ekki alveg öruggt með því ákvæði sem varísamningunum. Þess vegna töldum við að fyrsta skrefið ætti að vera að þrýsta á þau fyrirtæki þar sem þetta brennur heitast á fólkinu." Varðandi hvort til allsherj- arverkfalls kæmi segir Magnús, að það muni koma til skoðunar, skili þessar aðgerðirekki árangri. Þeir vonist hins vegar til að þess- ar aðgerðir séu nógu kröftug- ar til að vinnuveitendur átti sig á því að þeir verði að semja. „í samningnum sem var felldur, var ákvæði sem fólk var hrætt við, þar sem gert var ráð fyrir að heimilt væri að taka upp viðræður við vinnuveitendur um breyt- ingar, en sú breyting væri háö meirihluta samþykki starfsfólksins. En fólkið bara treysti því ekki einu sinni að vinnuveitendur myndu virða þá niðurstöðu. Það er svona óttaslegið fólkið, það vill fá það ákvæði út, þannig að það liggi fyrir að verslanir eigi að vera lokaðar á laugar- dögum í júní, júlí og ágúst.“ Að sögn Magnúsar er gert ráö fyrir í samningsdrögum þeirra, að enginn fái minna en kr. 2.400 hækkun strax, en það sé 400 krónum meira en i Akureyrarsamningnum. „Þannig að við gerum okkur fulla grein fyrir að þar er ekki mikið svigrúm." Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups segir að ekki sé nauðsyn að hafa opið alla laugardaga ársins, en hins vegar hafi ákvæðiö i samn- ingnum um samkomulag um opnunartíma ekki verið nægi- lega kynnt. „Ég get vel skilið Jón Ásbergsson. að samningurinn hafi verið felldur eins og hann var kynntur, hann var eins og óútfylltur vixill. Ég undra mig ekkert á því að fólk hafi sett sig í varnarstöðu gagnvart þessu ákvæði eins og það var sett fram," segir Jón. Segir hann að fyrir hafi legið drög að skiptivinnu, er tryggði fastráðnu starfsfólki fimm daga vinnuviku, og laugardagsvinnan hafi dreifst þannig að fimmti hver laugar- dagur var unninn. Eða að lok- að yrði alveg á laugardögum í júli og fram i ágúst, og fast- ráðnu starfsfólki tryggt að þurfa aðeins að vinna einn laugardag af þeim fimm sem eftir væru. Þetta væri auðvelt viðfangs á sumrin vegna fjölda lausráöins skólafólks. „En þetta hefur ekki fengist neitt rætt,“ segir hann. Versl- anir geti verið opnar í nágrannabyggðalögunum og því sé hætta á að missa við- skiptavinina. Að mati Jóns er ósann- gjarnt að taka tvenns konar fyrirtæki út úr og boða verk- fall hjá þeim. „En það kannski sýnir það að VR telur sig ekki geta fengið almenna félagsmenn sina, á skrifstof- um og vfðar til að fara í verk- fall. Eg held að það sé eng- inn sérstakur verkfallshugur í launþegum yfirleitt.“ í gær var fundur deiluaðila með sáttasemjara og tóks ekki að fá fregnir af honum áður en blaðið fór í prentun. Fyrir fundinn sagði Magnús L. Sveinsson að bjartsýnin væri ekki of mikil, en þó væri von á meðan menn töluðust við. „Þetta er stál i stál,“ sagði Jón Ásbergsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.