Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 9. apríl 1988 LÍTILRÆÐI m Flosi Ólafsson skrifar JW' AF BÍLNÚMERINU Viljirðu komast í heiminum hátt/hafa þú verður númer lágt opnar þá standa allar á gátt/auðnunnar dyr i hverri átt. (Jónas Árnason + Jón Múli) Þaö á margur málsmetandi maöurinn um sárt að binda þessa dagana. Engu er líkara en verið sé aö gera aöför aö því sem mönnum var löngum kærast: NÚMERINU. í hugum margra er „númeriö“ ekki bara kjörgripurog gersemi, heldurlíka — og þaö sem meira er — heilög tala sem virðingar- menn hafa í krafti eigin verðleika komist yfir eða fengiö í arf eftir forfeöur sem voru líka af betra fólki. Margur góöur maöurinn hefur séö heitustu óskirsínar rætast í númeri, númeri sem hann hefur svo fengið aö eiga og elska um ævi sinnar daga. „Númerid" er í raun og veru ímynd alis hins fegursta og besta sem lífið hefur uppá aö bjóöa og þess vegna engin undur þó oröiö sjálft „númer", hafi margræöa og alltaf afar jákvæöa merkingu. Þegar listamenn ausa af náöarbrunnum sínum meö listflutningi, er þaö kallaö aö þeir „taki númer", maöur sem kemst til umtalsverðs vegs í lífinu veröur „númer“ og ég man ekki betur en að þegar ég var ungur, hafi þaö sem allir þráöu mest, og er óprent- hæft, hafi verið kallaö aö „fá númer“. Margur hyggur aö göfugasta hugsun mannsandans sé eignarréttarhugtakið. Engin tilfinning er heitari, æöri og fölskva- lausari en ástin á því sem maður á og enginn missir sárari en aö glata eöa sjá af eigum sínum. Þessa dagana virðist þaö liggja í loftinu aö Bifreiðaeftirlit Ríkisins sé í þann veginn aö særa menn holundarári með því aö taka frá þeim þá vöggugjöf sem guö almáttugur gaf þeim dýrasta; BILNÚMERIÐ. Ég er svona aö hugsa um þetta þessa dagana af því ég finn það svo undur vel, hvaö mér þykir vænt um húsið mitt, bílinn, verðbréfin og innistæöurnar í bankanum, já og svo þaö sem á nú reyndar aö veröa merg- urinn alls þessa máls, bílnúmerið mitt. Ég elska bílnúmeriö mitt. Ég elska bíl- númeriö mitt útaf lífinu. Eg hef ekki fyrir mitt litla líf þorað aö segja nokkrum manni frá þessu fyrr, því mér fannst hætta á því aö einhverjir færu aö hugsa sem svo: — Það er eitthvað bogið viö hann þennan. Hann elskar bílnúmeriö sitt. En nú erég svo undurglaðurþví uppásíð- kastiö hef ég oröiö svo áþreifanlega var viö, aö ég er ekki einn í heiminum. Ástsjúkir bíl- númeraunnendur eru á hverju strái. Og ástin er sterkasta aflið einsog dæmin sanna. Lesendadálkar blaðanna eru fullir dag eftir dag af heitum ástarjátningum manna sem, einsog ég, elska bílnúmeriö sitt. Meira aö segja á hinu háa Alþingi keppast menn viö aö lýsa ástinni á bíl- númerinu sínu og þeirri óbærilegu til- hugsun að þurfa aö sjá af því. Og ég segi ykkur þaö, gott fólk, aö þegar mönnum svellur í brjósti önnur eins ástríöa og ást á bílnúmeri, þá er það tilfinning sem á aö virða en ekki forsmá. Viö sem elskum bílnúmerin okkar, viljum öllu fórna: búi, barnaláni, konunni og jafnvel hundinum, bara ef númerið verður ekki af okkur tekið. Hugsiö ykkur aö missa númer, sem hefur gengiö í erfðir í þrjá ættliði, tveggja stafa númer, þriggja stafa eöa fjögurra, stafa, jafnvel fimmstafa, einsog mitt er. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að missa númerið mitt. Ég verö desperat. Eg er búinn aö eiga nokkuð marga bíla um dagana og alltaf hef ég fengið nýtt númer með hverjum. Og viti menn, alltaf verið einsog við manninn mælt. Ást við fyrstu sýn. En þó ég hafi að vísu unnað öllum númer- unum mínum hugástum, þá hef ég ekkert þeirra elskaö jafn heitt einsog þaö sem ég á núna. Ég græt mig í svefn á kvöldin viö þá til- hugsun eina aö ef til vill eigi ég einhvern tímann eftir aö þurfa að sjá á bak því. Ég ákalla guö minn og hrópa útí nátt- myrkriö: — Ó! Skapari himins og jarðar. Taktu ekki frá mér bílnúmerið mitt. En innst inni veit ég að vondir menn með vélaþras vinna aö því að ná af mér númerinu. Og ég reikna út, hvaö mörg árég eigi eftirólifuðog hugsa sem svo: — Ég sel ekki bílinn fyrr en eftir aö ég er dauður. Þaö veröurdauöinn einn sem skilur okkur aö, mig og bílnúmeriö mitt. Ástæöan til þess að ég elska bílnúmeriö sem ég ánúnameiraen öll hin númerin sem ég hef átt um dagana, er sú aö ég er búinn aö læra númerið sem er núna á bílnum mínum utanað R-30259. Þaö var konan mín sem kenndi mér aö læra það utanað R-30259. Margir halda aö konan mín hafi stálminni og líklega hefur hún þaö, aö minnsta kosti þegar hún vill ekki gleyma einhverju, en umfram allt notar hún vissa aðferð, sérstak- lega til aö muna tölur. Þannig sagði hún mér að ég gæti munað töluna 30259 meö eftirfarandi hætti: — Hugsaðu þér bara að þrír Ofbeldis- menn fari tvisvar á fimmsýningu í Nýjabíó. Og hvaö kemur út? 30259. Og svo skaltu bara muna að rétt er rétt og setja „R“ fyrir framan R-30259. Svona lét hún mig líka muna nafn- númerið mitt, en nú er búið að taka þaö af mér og nú er ég búinn aö fá kennitölu, sem mér er ógerningur aö læra ytanað og verð þessvegna aö styðjast viö bankakortið. Svo verður bankakortiö sjálfsagt tekiö af mér næst þegar ég gef út gúmmítékka og þá hef ég ekki lengur hugmynd um þaö hver ég er. Nei nú er mest um vert aö viö stöndum saman, sem elskum bílnúmerin okkarmeira en annaö í lífinu. Margir okkar eru þeir sem völdin hafa í landinu. Neytum nú aflsmunar. Viö látum ekki átakalaust svipta okkur því sem okkur er kærast. Við kveðum djöfla- mergi Bif reiöaefti rl itsi ns í kútinn og stöndum þétt saman, einsog Samtökin 78 og aðrir þeir sem berjast fyrir þeirri ást sem samfélagið ekki viöurkennir. Ástinni á bílnúmerinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.