Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 6
6 Er yfirvaldið að smíða sér andlit á viðkvœm- asta stað í bœjarlandi Reykjavíkur? Eða er aðeins verið að byggja snoturt ráðhús við enda Tjarnarinnar til að þóknast Reykvík- ingum sem vilja ráðhús? Borgarstjóri hefur kallað andstæðinga ráð- húsbyggingar öfgahóp, en vitað er að andstaða er mikil við ráðhúsbygg- ingu — líka í röðum Sjálfstœðisflokksins. Aður hafa verið gerðar tilraunir til að reisa veg- leg hús við Tjörnina, en jafn oft hefur verið horfið frá því, vegna þess að það hefur ekki verið við hœfi og mœtt andstöðu borgarbúa. Samtökin „Tjörnin lifi“ berjast gegn því að ráð- hús verði byggt við norðurenda Tjarnar- innar, og vilja að í engu verði hróflað við við- kvœmri náttúrunni á þessum stað. Framkvœmdir eru samt hafnar a.m.k. að nafn- inu til og ýmsir telja baráttu samtakanna vonlitla úr þessu. For- svarsmenn lifandi Tjarnar eru á öðru máli. Ég hitti Önnu, Guðrúnu og Hörð til að frœðast um skoðanir þeirra og ástand mála. Vidtal: Þorlákur Helgason Anna: „Ég var aö leita f dag í fjölmiðlum aö fyrstu merkjum um byggingu ráö- húss við Tjörnina. Borgar- stjóri segir frá því í Iftilli grein í Mogganum 1983 aö hann hafi beðið borgarverk- fræðing að kanna möguleik- ana á að byggja lítið og hóg- vært hús á Bárulóðinni. í sömu grein segir hann að það hafi verið áform um að reisa mikið ráðhús sem átti að rúma stofnanir borgarinn- ar og jafnvel leikhús, „en það er ekki svoleiðis bygging sem ég er að tala um,“ segir hann.“ Guðrún: „En nú er svo komið að ráðhúsið sem á að reisa núna er stærra en húsið sem stóð til að byggja í tið Gunnars Thoroddsens." Tœplega handfylli manna Hörður: „Það er mjög erfitt að átta sig á því hvenær ráð- húsið verður þetta mikið kappsmál. Er það fyrst þegar andstaðan kemur upp — og ekki mátti bakka? Það hefur fram að þessu ekki tekist að byggja við Tjörnina vegna þess að allir hafa verið á móti því, en hvers vegna eru menn svona hatramir i þessu núna?“ Anna: „Fólk hélt að þaö væri búið aö kveða niöur ráð- húsdrauginn í eitt skipti fyrir öll, en i umræðunni um nýja ráðhúsið virðast menn geta höfðað til gamla aðalskipu- lagsins frá 1967.“ Guðrún: „Það er látið eins og það sé búið að afgreiða ráðhúsmálið." Hörður: „Það er með svo miklum ólíkindum að velja þennan stað við Tjörnina í stað þess að athuga hvar mætti byggja í bæjarlandinu. Fólk er aldrei spurt að því hvar það vilji hafa húsið.“ Guðrún: „Það er ár sfðan borgarstjórn ákveður að til- nefna mann í dómnefnd og teiknisamkeppni boöuð. Þar með er ákveðið að byggja án þess að fólk hafi áttað sig á. Og það sem mér hefur fund- ist einkenna þetta mál og gert mig tortryggna ( garð yfirvalda er að þeir segjast vera að gera eitt en fram- kvæma eitthvað allt annað. Lítum á hvernig því er lætt inn núna að biðja um stækk- un á byggingarreit. Ég held að tæplega hand- fylli manna stjórni þessu máli og búi málið þannig í hendur samnefndarmönnum að þeir átta sig ekki á hvað sé í raun verið að gera.“ Hörður: „Enda sér maður það á samnefndarmönnunum að göyn eru lögð fram með nokkurra klukkutíma fyrirvara áður en á að afgreiða málin. Málin eru ekki einu sinni rædd. Vinnubrögin eru með endemum í þessu máli. Hér er um miklu alvarlegra mál að ræða en bara bygg- ingu ráðhús. Þetta er spurn- ing um skipulag Reykjavíkur í heild og landsins. Þettaer verkefni fyrir félagsfræðinga að skoða hvernig er staðið að þessu. Hverja er búið að negla niður, er búið að lofa verktökum þessum fram- kvæmdum? Hafa veriö gefin kosningaloforð? Það var aldrei minnst á þetta fyrir siðustu kosningar, þannig að menn hljóta að spyrja sig hvort annarlegir hlutir liggi að baki framkvæmdanna." Flokksagi — Hvers vegna andæfa ekki þá þeir í meirihlutanum sem ekki eru sáttir við fram- kvæmdirnar? Guðrún: „Farðu á fundi. Maður hefur á tilfinningunni að það sé búið að koma sér saman að allir eigi að vera sammála þegar til borgar- stjórnarfundar kemur. Mér finnst mjög hættulegt ef frjálsri skoðun er ekki vært, því að það þýðir að tillögur minnihlutans verða aldrei samþykktar nema þær séu þeim mun léttvægari. Skoð- anabræður minnihlutaflokk- anna í meirihlutanum hafa verið slegnir út af laginu áður en til sameiginlegs fundar kemur.“ Anna: „Það er áberandi að ekki einum einasta fulltrúa hefur verið leyft að skerast úr leik í þessu máli. Það geta ekki allir verið jafn hrifnir af staðsetningunni." Hörður: „Eitt er flokksag- inn og annað að menn virð- ast ekki kynna sér málin. Farðu á borgarstjórnarfund. Fulltrúar hafa stært sig af því að hafa ekki á löngum bæjar- stjórnarferli lesið eina ein- ustu skýrslu. í byrjun gætti mjög þekk- ingarleysis meðal Sjálf- stæðismanna. Fólk sem hafði starfað vel að umferðar- málum tjáði sig t.d. um að Tjarnargötu mætti gera að vistgötu, þó að vitað væri að umferð ætti aþ margfaldast við bílageymslu fyrir 300 bíla.“ — Er þetta komið á sál- fræðilegt plan. Hvað gerðist og hvernig? Guðrún: „Þetta er spurning um hvernig þetta er rekiö í gegnum kerfið. En það sem mér finnst alvarlegast er að þrátt fyrir að fjöldi fólks er andvígur hefur það ekkert að segja. Það þyrfti að vera hægt að taka tillit til skoðana og kjósa um ákveðin mál í bæj- arfélagi ef hluti (búa fer fram á almenna kosningu um ein- stök mál.“ Hörður: „Það á fyllilega rétt á sér og Kvennalistinn bar fram tillögu um þetta í fyrra. Ef t.d. 10% atkvæða- bærra manna fer fram á kosningu um ákveðið mál í sveitarstjórninni eða bæjar- félaginu ætti að fara fram al- menn atkvæðagreiðsla í sveitarfélaginu um málið. Svipaðar skoðanir voru uppi í Bandalagi jafnaðarmanna." Anna: „Það er ekki að efa að fólk í Reykjavík vill láta byggja ráðhús, en einmitt þess vegna er sárgrætilegt að ekki skuli hafa verið kostur á aö vera með, að það skuli ekki hafa orðið kosn- ingamál eða efnt til umræðu um þetta hjartans mál. Það fylgir lýðræðinu að fólk er ekki á sama máli og það er valdboð að berja mismunandi skoðanir niður, eins og nú er gert.“ /strákaleik Hörður: „Hér ertu að nefna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.