Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 7
7 Viðtal við Guðrúnu Péturs- dóttur, Hörð Erlingsson og Önnu Th. Rögn- valdsdóttur úr samtökunum Tjörnin lifi. ástæðu þess að flokksfylgið er að hrynja af gömlu flokk- unum. Menn standa upp á afturfæturna og hrópa: Hvað er að gerast, konurnar að taka völdin? En það er ein- mitt vegna aðferðanna sem þetta gerist. Það eru ein- hverjir strákar, einhverjir davíðar að ákveða hlutina án þess að spyrja kóng né prest, hvað þá almenning — en gleyma því að fólk vill taka þátt í pólitískum ákvörð- unum. Það vill fá að tjá sig. Kvennahreyfingunni hefur tekist að tala með grasrótinni og þessi gríski strákaleikur sem við þekktum úr mennta- skóla í rökræðu, í pólitík, í hegðun, þessi „ég sterki maðurinn skal koma minu í gegn“ er úreltur. Fólk er ein- faldlega orðið hundleitt á þessu.“ Guðrún: „Það sem mér finnst merkilegt við þessa kynslóð, þessa stráka, er að þeir hafa bara ekkert fullorðn- ast. Þeir eru orðnir fjáranum ellilegri í útliti, en eru enn á gelgjuskeiðinu. Eru þetta leiðtogarnir sem við eigum að elta og treysta?" Með dragnót uppi í Breiðholti — Hefur ekki samt verið auglýst eftir „sterka mann- inum“ i pólitíkinni? Guðrún: „Jú, það hefur verið leitað að sterka mann- inum f Sjálfstæðisflokknum, og hvernig sem fer fyrir ráð- húsmálinu hefur það borið þann gæfulega ávöxt aö það hefur runnið upp Ijós fyrir fjölda sjálfstæðismanna. Þetta fólk mun ekki velja mann sem ber enga virðingu fyrir gömlum grónum sjónar- miðum innan flokksins og beitir valdi á þann hátt sem hefur komið I Ijós. Davfð leggur netin fyrir unga fólkið. Það kom áber- andi í Ijós, þegar við söfnuð- um undirskriftum uppi í Breiðholti gegn ráðhúsinu. Það var likast því að unga fólkið hefði verið í læri hjá Davíð. Unglingarnir sögðu okkur að borgarstjóri kæmi á fundi í Fjölbrautaskólann og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.