Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. apríl 1988
9
Guörún: Og hvað er þá auöveldara en að hundsa gamla Sjálfstæðisflokkinn og eldri kynslóðina, þegar maður
er með dragnót uppi í Breiðholti.
Guðrún: „Og Geir Hall-
grímsson tók mótmælin til
greina og ekkert var byggt.“
Anna: „Davíö hefur vitnaö
til alls konar mótmæla,
hljómskálabyggingar, Þjóö-
leikhúss o.fl. Almenningur
var ekki eins upplýstur áöur
og sætti sig viö gjöröir ráða-
manna og sérfræöinga. í dag
er fólk engu minni sérfræö-
ingaren til dæmis borgarfull-
trúar og fólk sættir sig ein-
faldlega ekki lengur viö aö
þaö sé troðið á lýöræöisleg-
um réttindum. Það er ekkert
sem segir í dag aö lögbrot sé
eðlilegur hlutur."
Guðrún: „Þarna kemurðu
að veigamiklum punkti. Ég
held að þorri fólks haldi aö
yfirvöld brjóti ekki lög. Yfir-
völd treysta því að almenn-
ingur hafi ekki kunnáttu, þrek
né tíma til aö hanka þau á
lögbroti."
Anna: „Margir eru líka
þeirrar skoöunar að við veit-
um kjörnum fulltrúum al-
ræöisvald á fjögurra ára
fresti. Þaö er fátt fólk sem
veit hvernig skipulag gengur
fyrir sig og hvaða Ihlutunar-
rétt það á.“
Af steinsteypu
Talið berst að umræðunni
um hættu af Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi.
Guðrún: „Þaö tókst ekki aö
leiða hugann að einhverju
öóru og þyrla upp moldviðri
um hættuna af verksmiöjunni
beint ofan I ráöhúsmáliö."
Og talið berst að skipu-
lagsmálum:
Guðrún: „Davlð sendir inn
kort á hvert heimili og hvetur
til meiri þátttöku borgarbúa
um skipulagsmál. Hvers
vegna núna? Og hvers vegna
býöur hann ekkiupp á þaö í
leiðinni aö hann skuli hlusta
á hvað fólk hafi aö segja um
skipulagið I miðbænum?"
Hörður: „Þetta er líka
hundgömul hugmynd að
leyfa hverfasamtökum aö
leggja til málanna. Hingað til
hefur þetta verið hálfgerö
sýndarmennska."
Anna: „Fólk þráast viö aö
halda miðbænum lifandi,
þrátt fyrir aö hann hafi verið
látinn dankast um áratugi.
Hörður: Þessi gríski strákaleikur, sem við þekkjum úr menntaskóla er úreltur.
Anna: Það erekki að efa að fólk i Reykjavík vill láta byggja ráðhús, en einmitt þess vegna er sárgrætilegt aö
ekki skuli hafa verið kostur að vera með.
Hvers vegna er þá einmitt
núna verið að leggja til aö
smíðað sé eitthvert andlit
fyrir borgaryfirvöld á nióur-
níddasta svæöi borgarinn-
ar?“
Hörður: „Þetta er eins og
út úr kennslubók um valda-
fíkn. Þesssi tegund af valdi
hefur alltaf þurft ákveöna
umgjörð til réttlætingar og
svo aö ekki veröi hróflað viö
henni.“
Guðrún: „Hugsið ykkur ef
milljaröurinn og miklu meira
sem ráðhúsið mun kosta,
væri notaöur til aö bæta um-
hverfið í borginni. Sjáið fyrir
ykkur litla garöa í hjarta borg-
arinnar þar sem fólk getur
hist. Þaö er eins og þetta
yfirvald skilji ekkert annað en
steinsteypu."
Höröur: „Þaö er því miöur
staðreynd aö i skipulagsmál-
um þurfum viö alltaf aö
herma eftir milljónaborgum.
Maður hafði t.d. séö þessi
hryllilegu hverfi í Þýskalandi
áöur en Breiöholtiö reis á
sömu nótum. Þetta voru fyrir
löngu orðin skólabókardæmi
um mistök í skipulagsmál-
um.“
Hvað nú?
— Hvað gerist næst i ráð-
húsmálinu?
Guðrún: „Þaö undarlega er
aó yfirvöld gætu siglt í gegn
án þess aö við fáum rönd viö
reist. Hver einasti þáttur er
rekinn áfram meö valdníðslu
og þrýst í gegn á undantekn-
ingaákvæöum. Þaö er merki-
legt aö yfirvöld hafi kosið að
reka málið á þennan hátt.
Nú hefur verið veitt „graftr-
arleyfi“ sem er dulbúið bygg-
ingarleyfi. Þaö er til I dæm-
inu aö byrjað sé án þess að
nákvæmlega sé frá öllu
gengið, en þá má ekki vera
ágreiningur um eitt né neitt.
Hér er því ekki fyrir aö fara.
Byggingin er ekki i samræmi
viö skipulag. Hún er 28%
stærri en staðfest deiliskipu-
lag kveður á um. í staö þess
aö lúta eðlilegum skipulags-
reglum er böðlast áfram.“
Höröur: „Ég held aö þaö
sé augljóst hvers vegna flýtir-
inn er svona mikill. Þaö má
ekki standa opið sár í næstu
kosningabaráttu."