Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 9. apríl 1988
ALBfB«BlMia
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helganblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar
Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdfs Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Dreifingarsími um helgar: 18490
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
KOSTIR VIRÐIS-
AUKASKATTSINS
Næstkomandi mánudag veröa lögð fram um 40 stjórnar-
frumvörp á Alþingi. Meðal þeirra er frumvarp um upptöku
virðisaukaskatts sem leysirsöluskatt af hólmi. Hugmynd-
in um virðisaukaskatt er síður en svo ný af nálinni. Undan-
farna tvo áratugi hafa stjórnvöld velt þeim möguleika fyrir
sérað takaupp virðisaukaskatt í stað söluskatts. Fyrst var
lagt fram lagafrumvarp um virðisaukaskatt á Alþingi
haustið 1983 og þá aðeins til kynningar. Síðan voru lögð
fram frumvörþ um sama mál í tvígang, haustið 1984 og
1986 en þau hlutu ekki afgreiðslu. Því er frumvarp um
virðisaukaskatt lagt fram í fjórðasinn á Alþingi. Það atriði
sem hefur vafist einna mest fyrir mönnum hingað til eru
áhrif virðisaukaskatts á framfærslukostnað heimilanna,
og þáeinkum á verð matvöru. Þarsem matvörur hafa verið
undanþegnar söluskatti allt frá árinu 1978, hefði virðis-
aukaskattur sem leggst jafnt á allar neysluvörur, þýtt
hækkun á matvörum. Forsendurnar eru nú hins vegar
gjörbreyttar. Frá og með síðustu áramótum hefur undan-
þágum frá söluskatti verið fækkað verulega, þar á meðal
var söluskattur lagður á matvæli. Þær hliðarráðstafanir
sem jafnan voru á dagskrá samhliða uþptöku virðisauka-
skatts, komu auk þess flestar til framkvæmda við skatt-
kerfisbreytinguna um áramótin.
Kostir virðisaukaskattsins eru margir. í fyrsta lagi bætir
skatturinn samkeþpnishæfni íslensks atvinnulífs gagn-
vart erlendum keppinautum. Allar helstu viðskiptaþjóöir
íslendinga hafa fyrir löngu tekið uþþ virðisaukaskatt. Þar
af leiðandi standa erlend fyrirtæki mun betur að vígi en
íslensk vegna uppsöfnunar á söluskatti sem verður í inn-
lendri framleiðslu. Ónákvæmum og handahófskenndum
aðferðum hefurverið beitt við endurgreiðslu á uppsöfnuð-
um söluskatti til útflutningsfyrirtækja. í öðru lagi jafnar
virðisaukaskatturinn aðstöðumun innanlands, meðal
annars vegna þess að upþsöfnunaráhrifin verða meiri
sem flutningskostnaður er þyngri. í þriðja lagi hefur
viröisaukaskattur ekki áhrif á eðlilega verkaskiptingu í
atvinnurekstri þar eð hann einfaldar alla bókhaldsþjón-
ustu. í fjórða lagi innheimtist virðisaukaskatturinn betur
en söluskattur og bein tilefni og möguleikar til undan-
dráttarverða minni. í fimmta lagi leiðir virðisaukaskattur-
inn til lægra vöruverðs þar eð prósentuhlutfall hans verð-
ur 22% í stað 25% söluskatts eins og nú er.
Það sem einna helst hefur verið fundið virðisaukaskatt-
inum til foráttu er að honum fylgi mikil skriffinnska og
fyrirhöfn, mun meiri en söluskattinum. Að nokkru leyti eru
þessar staðhæfingar byggðar á misskilningi. Skattgreið-
endum fjölgar vissulega en á móti kemur að skattskil
verða framvegis aðeins á tveggja mánaða fresti í stað
mánaðarlegs upþgjörs á söluskatti. En fyrst og fremst er
virðisaukaskatturinn bein leið út úr handónýtu og götóttu
söluskattskerfi sem hefur neikvæðar hliðarverkanir eins
og mismunun og lélegt skatteftirlit. Nágrannalönd okkar
hafa öll tekið upp virðisaukaskatt. Það er tímabært að
íslendingar einfaldi skattkerfi sitt og geri það réttlátara.
Ingólfur Guöbrandsson: Pólýfónkórinn nýtur engra styrkja og ekki meiri viöurkenningar en svo, aö Ríkis
útvarpiö hafnaöi upptöku á hátíðartónleikunum.
Ingólfur Guðbrandsson um viðurkenningu þá sem Pólýfónkórinn
nýtur eftir þrjátíu ára starf:
„ÓLAUNAÐ STARF MITT
EINSKIS METIГ
Sönghátíð Pólyfón-
kórsins verður haldin í
dag, en þrjátíu ár eru
liðin frá stofnun kórs-
ins. Asamt kór flytja
Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og fjöldi gesta-
leikara fjölbreytta efnis-
skrá. Alls taka um 220
manns þátt í flutningn-
um. Pólýfónkórinn á að
baki merka sögu og er
af mörgum talin hafa
breytt tónlistarmenning-
unni í landinu. Mörg af
þeim verkum sem kór-
inn hefur flutt þykja
með því metnaðarfyllsta
sem fram hefur komið í
íslensku tónlistarlífi. Þá
hefur kórinn hlotið
fjölda viðurkenninga er-
lendis. Stofnandi og
stjórnandi kórsins er
Ingólfur Guðbrandsson.
Alþýðublaðið rœddi við
Ingólf og spurði hvernig
hann sjálfur mœti þátt
Pólýfónkórsins í ís-
lensku tónlistarlífi:
„Það er ekki gott fyrir mig
að svara þessu, og auðvitaö
annarra að meta það. En á
síðustu þremurtil fjórum ára-
tugum hafa orðið gagngerar
breytingar f íslenskum menn-
ingarmálum. Margar listgrein-
ar hafa blómstrað og sem
betur fer njóta þær nú viður-
kenningar og stuðnings
almennings og fjárveitinga-
valdsins. Því er ekki svo farið
með Pólýfónkórinn, — þótt
telja megi hann eina af gild-
um stoðum íslensks tónlist-
arlífs frá því hann hóf göngu
sína fyrir þrjátíu árum. Nýtur
hann enn engra styrkja, og
ekki meiri viðurkenningar en
svo að Ríkisútvarpið hafnaði
upptöku á hátíðartónleikun-
um.
Það vekur spurn um hvað
við höfum með ríkisútvarp að
gera, — sem ekki telur sig
hafa neinar menningarlegar
skyldur og hundsar umfjöllun
og varðveislu þess sem slðar
meir gæti talist hafa heimild-
argildi og vonandi eitthvert
listrænt gildi.
Hljóðritanir kórsins á
nokkrum gildustu tónverkum
sögunnar munu halda nafni
hans á lofti þótt starfsemin
leggist nú niður vegna þessa
fálætis.
Starfsemi Pólýfónkórsins
er miklu hærra skrifuð
erlendis, eins og ráða má af
framansögðu, því kórnum eru
alltaf að berast boð um
hljómleikahald erlendis og
þátttöku I erlendum lista-
hátíðum. Nú liggja fyrir boð
frá ítallu, Portúgal og
Ameríku, en nýjasta boðið
barst okkur fyrir tveimur dög-
um þar sem kór og hljóm-
sveit er boðið I hljómleika-
ferð til Indlands fyrir milli-
göngu stjórnvalda þar.“
— Ertu að segja að stjórn-
völd á Indlandi kunni jafnvel
betur að meta starfsemina,
en íslensk stjórnvöld?
„Ég læt nægja það sem ég
hef sagt.“
— Ertu sár yfir þessum
endalokum?
„Ég er auðvitað sár yfir því,
að ólaunað starf mitt I þrjátíu
ár er einskis metið. Veist þú
um einhvern sem vill vinna
þrjátíu ára starf launalaust án
þess að fá þakkir fyrir?“
— En virðing fyrir kórnum
hefur vaxiö. í Morgunblaðinu
'í gær eru þér og kórnum
færðar þakkir fyrir mikið
starf. Sérstakar greinar þess
efnis rita þeir Jón Ásgeirs-
son tónskáld og dr. Sigur-
björn Einarsson biskup?
„Kórinn hefur alltaf átt sér
aðdáendur I þröngum hópi,
— allt frá stofnun. En ef til er
menningarforysta á íslandi,
sem ég verð hvergi var við, þá
lætur hún sér þetta starf
engu skipta."