Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. apríl 1988
11
GERÐUR HELGADÓTTIR
Laugardaginn 9. apríl kl.
14.00 verður opnuð sýning á
verkum Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara í hinum nýja
og glæsilega sal Nýhöfn,
Hafnarstræti 18 i Reykjavik.
Það er Lista- og menningar-
ráð Kópavögs sem heldur
sýninguna í tilefni af því, að
hinn 11. apríl hefði Gerður
orðið 60 ára. Aðalsteinn
Ingólfsson Iistfræðingur og
Sigurður Örlygsson listmálari
hafa valið verkin á sýninguna
í samráði við bróður Gerðar,
Snorra Helgason. Kristján
Guðmundsson bæjarstjóri
mun flytja ávarp við opnun
sýningarinnar, og Elín Pálma-
dóttir les kafla úr bók sinni,
Gerður — ævisaga mynd-
höggvara.
Lést um aldur fram
Gerður Helgadóttir fædd-
ist 11. apríl 1928 I Neskaup-
stað í Norðfirði. Foreldrar
hennar voru Helgi Pálsson
tónskáld og kona hans Sig-
ríður Erlendsdóttir. Gerður
stundaði nám í Handíða- og
myndlistaskólanum, en hélt
ung til Flórens og dvaldi við
nám og störf erlendis upp frá
því, bjó lengst af í París, en
síðustu æviárin í Hollandi.
Hún lést úr krabbameini
langt um aldur fram á vor-
dögum 1975 — aðeins 47 ára
gömul.
Listasafn í smíðum
Þrátt fyrir skamma ævi
Sýning á verkum þessarar
stórbrotnu listakonu
verður opnuð í dag.
tókst Gerði Helgadóttur að
vinna stórvirki á sviði mynd-
listar og eru afköst hennar
með ólíkindum. Árið 1978
gáfu systkini Gerðar Lista-
og menningarsjóði Kópavogs
þau af verkum hennar, sem
ekki festust erlendis eða
voru I eigu einkaaðila, og er
afmælissýningin valin úr
þeim. Þessari höfðinglegu
gjöf fylgdi það skilyrði, að
reist skyldi listasafn sem
bæri nafn Gerðar og verður
gjöfin formlega afhent þegar
það er fokhelt. Hafin er í holt-
inu fyrir neðan Kópavogs-
kirkju bygging Listasafns
Gerðar Helgadóttur, og I ár
eru veittar 18 milljónir til
verksins. Formaður bygging-
arnefndar listasafnsins er
Guðmundur Oddsson, skóla-
stjóri og bæjarfulltrúi.
Steindir gluggar og
mósaik
Verk Gerðar Helgadóttir
blasa við augum almennings
viða hér á'landi. Kunnust er
ef til vill mósaikmynd hennar
á Tollstöðinni í Reykjavík, en
einnig eru verk eftir hana í
Samvinnubankanum og
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Drjúgur hluti af æviverki
Gerðar eru steindir kirkju-
gluggar, sem er að finna víða
í Þýskalandi og einnig í sex
íslenskum kirkjum: Kópa-
vogskirkju, Skálholtskirkju,
Neskirkju, Sauðbæjarkirkju,
Kapellu Elliheimilisins
Grundar og Ólafsvíkurkirkju.
Nýr ratsjár-
búnaður
Tekinn hefurverið í notkun
nýr ratsjárbúnaður í flug-
stjórnarmiðstöðinni í Reykja-
vík. Er hann tengdur stöð
varnarliðsins á Stokksnesi.
Búnaðurinn er viðbót við
þann sem fyrir er, og eykur
stærð radarsvæðisins um
70%.
Föt á krakka
7-12 ára
Út er komin hjá Máli og
menningu bókin Föt á krakka
7-12 ára, saumabók með
sniðum og leiðbeiningum,
eftirSigrúnu Guðmundsdótt-
ur.#
í þessari bók er kennt að
sauma þægileg og skemmti-
leg föt á 7-12 ára krakka,
bæði buxur, peysur, skyrtur,
kjóla, pils, samfestinga,
jakka, úlpur, skíðaföt, kápur
og húfur. Bókinni fylgja tvær
sníðaarkir, og nákvæmar
saumaleiðbeiningar með
hverri flík, Öll fötin er hægt
að sauma í öllum stærðum,
þ.e. frá 7 til 12 ára. í bókinni
eru um 500 vinnuteikningar,
og 50 litmyndir af fötunum.
Sigrún Guömundsdóttir
hefur starfað sem kennari og
hönnuður. Þetta er þriðja
saumabókin hennar, en hinar
tvær eru Föt fyrir alla, með
sniðum frá 12 ára og upp í
yfirstærðir, og Föt á börn 0-6
ára.
Föt á krakka er 160 bls. að
stærð, auk tveggja sníðaarka
og arkar með litmyndum.
Sigrún hefur unnið allar skýr-
ingarmyndirnar sjálf, en Guð-
mundur Ingólfsson tekið Ijós-
myndirnar. Bókin er unnin f
PrentsTniðjunni Odda hf.
LAUGARDAGSKVÖLD
9. APRÍL
Stefán Hilmarsson
V
Brautarholti 20, símar 23333 og 23335