Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. apríl 1988
17
TÓNLIST
Eirikur Stephensen
og Gunnar Ársælsson
skrifa
Efnisskrá: Plutot blanche
qu’azurée; Siguröur I. Snorra-
son klarinett, Arnþór Jóns-
son selló og Anna Guðný
Guömundsdóttir píanó. Tutt-
ugu og ein tónamínúta;
Martial Nardeau flauta.
Fantastic Rondos; Sigurður I.
Snorrason klarinett, Oddur
Björnsson básúna, Arnþór
Jónsson selló og Anna
Guðný Guðmundsdóttir
pianó. Fimmhjóladrif; Bern-
hard St. Wilkinson flauta/
pikkólóflauta, Daði Kolbeins-
son óbó/ensk horn, Einar Jó-
hannesson klarinett, Joseph
Ognibere horn, og Hafsteinn
Guðmundsson fagott/kontra-
fagott.
Á tónleikum Atla Heimis
gaf að líta mjög skemmtileg
og vönduð verk, sem flutt
voru af okkar bestu hljóð-
færaleikurum. Öll verkin eiga
það sameiginlegt að vera
tæknilega flókin fyrir hljóð-
færaleikarana og eru þvi ekki
á færi viðvaninga.
Fyrstu tvö verkin má flokka
Atli Heimir
að Kjarvalsstöðum 5. apríl
undir hermitónlist, og var
mjög auðvelt að fylgjast með
því hvað tónskáldið var að
fara í skrifum sínum. í fyrra
verkinu (Plutot blanche
qu’azurée) var lýst einum
heitum sumardegi á Lange-
land, en í því seinna (Tuttugu
og ein tónamínúta) voru
tuttugu og eitt ólík efni, í jafn
mörgum þáttum, tekin fyrir.
Þess má geta að leikur
Martial Nardeau í „Tuttugu og
ein tónaminúta” var hreint
stórkostlegur enda topp
maöur á ferð. Síðasta verk
fyrir hlé var Fantastic
Rondos sem er hrein
skemmtitónlist. Þar lék Atli
sér að þekktum riþma úr
rímnastefi sem var gegnum-
gangandi allt verkið, þó með
nýju tónefni. Fimmhjóladrif
var viðamesta og lengsta
verkið á þessum tónleikum,
en það tók um 50 mínútur í
flutningi. Ég kveið mikið fyrir
þessu verki, ekki þaö að ég
héldi að verkiö væri ómerki-
legt síður en svo, heldur
Til hamingju með þessa stórgóðu tónleika.
finnst mér alltaf erfitt að sitja
undir löngum verkum því ég
er smáverkamaður. Óttinn var
ástæóulaus, þvi þessar 50
minútur voru virkilega
skemmtilegur tími. „Fimm-
hjóladrif” er tvíþætt verk.
Fyrri þátturinn er mjög hrár
og er mikil spenna í honum,
auk þess kemur fyrir smá
gjörningur hljóðfæraleikar-
anna. Mikill húmor er í
þessum þætti en í þeim sið-
ari er andstæða, því hann er
mjög þokukenndur, Ijóðrænn
og fær mann til að láta
hugann reika.
Það var ekkert við þessa
tónleika sem mér fannst lé-
legt eða leiðinlegt því ég
skemmti mér konunglega að
hlusta á þennan skemmtilega
hljóðfæraleik.
Ég vil að lokum óska Atla
Heimi Sveinssyni, hljóðfæra-
leikurum og öðrum sem
stóðu að þessum tónleikum
til hamingju með þessa stór-
góðu tónleika. e.s.
Það er nú um eitt og hálft
ár síðan hingað kom á klak-
ann hljómsveit ein bandarísk
sem ber heitið Smithereens.
Héldu þeir félagarnir tvo
konserta í Óperunni við
bestu undirtektir áhorfenda
sem fylltu staðinn bæði
kvöldin. Fyrsta LP plataThe
Smithereens kom einnig út
þetta sama ár (’86), dagsetn-
inguna man ég ekki nákvæm-
lega en plötuna keypti ég
gagngert tii þess að hlusta á
fyrir tónleikana svo ég hefði
einhvern samanburð. Á þessa
plötu, Especially for You, var
semsagt hlustað daginn út
og inn. Og þegar að því kom
geystist ég á tónleikana og
sé svo sannarlega ekki eftir
því vegna þess að Smither-
eens leika rokk eins og það
gerist best. Síðan hefur lítið
IESSINU sínu
heyrst trá þessari merku
hljómsveit. Von bráðar rætist
þó úr því nú á næstu vikum
kemur út ný plata frá hljóm-
sveitinni og á gripurinn að
heita Green Thought (grænar
hugsanir). Fyrir þá sem ekki
hafa þolinmæði til þess að
bíða og eiga geislaspilara
skal bent á hljómleikadiskinn
sem ætlunin var að þessi
plötudómur fjallaði um. Skal
nú bætt úr því.
Fyrst skal nefndureinn
höfuðgalli disksins en það er
lengd hans. Hann er aðeins
tæpur hálftími að lengd.
Hinsvegar vegur upp á móti
að á þessum stutta tima
keyra Smithereens í gegn um
sex lög sem eru; Blodd and
roses, Behind the wall of
sleep, Beauty and sadness,
Góður og hrár gítarleikur.
Alone at midnight, Strangers
when we meet og gamla
Who slagarann The Seeker.
Öll voru þessi lög tekin upp í
október 1986 i New York og
voru send út i útsendingu hjá
MTV sjónvarpsstöðinni
frægu í Júnædedsteitsoff-
ameríga. Það er gífurlegur
kraftur í flutningi lagana og
minnist maöur ósjálfrátt tón-
leikanna í óperunni við
áheyrnina. Áðalsmerki The
Smithereens er góður og hrár
gítarleikur. Það má með
sanni segja að Jim Babjak,
aðalgítaristi Hljómsveitar-
innar fari á kostum í lögum
sveitarinnar og skal sérstak-
lega nefnt magnað sóló
kappans í Blodd and roses.
Aðrir meðlimir bandsins
standa sig engu síður og er
Pat DiNizio einn af betri
söngvurum sem komið hafa
fram hin síðari ár að mínu
mati.
Varðandi hljóðblöndunina
á disknum er það að segja að
hún mætti vera betri á köfl-
um en hún er alls ekki slæm,
bara svona eins og vill stund-
um verða á hljómleikum.
Þetta á sér allt eðlilegar skýr-
ingar. Það má laga svona á
græjunum. En sem sagt, ef
þú ert Smithereens-aðdáandi
og átt geislaspilara þá skaltu
kaupa þennan disk og þú
sem ekki ert trylltur aðdáandi
en hefur geislaspilara f
„stæðunni“ þá er hér fint
tækifæri til að kynnast góðri
hljómsveit þar sem hún er i
essinu sinu eða nánar tiltek-
ið á tónleikum.
G.H.Á.
ALLT ER FERTUGUM FÆRT
Eða svo segir máltækið og
á það svo sannarlega við Joe
Cocker er ekki alls fyrir
löngu sendi frá sér sína nýj-
ustu stúdíóplötu sem ber
heitið, eins og skarpeygir les-
endur hafa sjálfsagt tekið eft-
ir. Unchain my heart: Ferill
Joe Cockers hefur einkennst
af því að hann hefur aldrei
slegið neitt verulega í gegn.
Hann er þekktur fyrir að spila
mikið í klúbbum en hefur svo
átt það til að hverfa alveg af
sjónarsviðinu um tíma vegna
áfengis- og eiturlyfjavanda-
mála.
En árið 1982 kom svo stóri
smellurinn. Þá söng hann
ásamt söngkonunni Jennifer
Warnes lagið Up where we
belong úr kvikmyndinni „An
officer and a gentleman“.
Fyrir þetta lag fengu þau
Skemmtileg áheyrnar.
skötuhjúin meðal annars
Grammy verðlaunin sem svo
margir innan poppbransans
sækjast eftir.
Hinsvegar virðist eitthvað
vera að rofa til hjá gamla
brýninu þvi platan sem hér
um ræóir, Unchain my heart,
hefur náð verulegum vin-
sældum í Evrópu og þá aðal-
lega í V-Þýskalandi þar sem
hún komst á topp breiðskífu-
listans. Það eru alls 10 lög á
þessari plötu og eru þau
áheyrileg mjög. Þarna er t.d.
lagið Isolation eftir Lennon
sáluga, annað rólegu laga
plötunnar og syngur Cocker
það tregafullri röddu. Hin
átta lögin eru allt traustir og
þéttir rokkarar og í sumum
þeirra eru sterk ryþma og
blús áhrif. Til þess að nefna
einhver lög sem mér finnast
standa uppúr gætu það verið
titillagið, Unchain my heart
sem Ray Charles söng á ár-
um áður (þess má geta að
Clarence Clemons úr E
Street band spilar á tenór
sax i því lagi), I stand in
wonder, The river’s rising og
All our tomorrows.
Annars er þessi plata mjög
jöfn að gæðum og skemmti-
leg áheyrnar.
Joe Cocker er greinilega
ennþá í fullu fjöri þó að hann
sé kominn á 44. aldursárið og
reyndar eru margir sem halda
því statt og stöðugt fram að
þetta sé besti aldurinn.
Svo er kallinn nú líka ný-
giftur einhverri Pamelu og
hver veit nema það geri
gæfumuninn.
G.H.Á.