Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 9. apríl 1988 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar „NIÐUR A KNE MEÐ ÞIG, K0NA“ Um ofureflisdýrkun í rikis- byggingastil íslenskra pólitík- usa, í tilefni af sjónvarps- þætti urr. Guöjón Samúels- son, húsameistara og rétt- mætri lofgjörð (byggð á röng- um forsendum þó) um kletta- borgabyggingar hans. Sagt er að Guðjón Samúelsson hafi skapað ís- lenskan byggingastíl. Það er rangt. Það er meir að segja firra. Hitt er rétt að hann langaði til þess og hann reyndi það. Hann fórnaði til þess heilsu sinni og lífi. Viö lofum hann fyrir afrek hans, fyrir listfengi hans og trú- mennsku við sig og sína, — við meir að segja glæpumst til, i þakklætisskyni við hann, að lofa hann fyrir það aö hafa tekist ætlunarverk sitt; að skapa þjóðinni sinn bygg- ingastíl. En þar skjöplast okkur. Honum tókst það ekki. Hann leitaði af elju og ein- lægni en leitaði langt yfir skammt, í sögum og evrópskri yfirstéttarheim- speki, í stað þess að líta beint út um gluggann hjá sjálfum sér og skoða landið og þjóðina, rétt eins og þetta tvennt blasti við augum. Eins og Benedikt Gröndal skáld, sá snillingur, þegar hann teiknaöi hina klunna- legu fjallkonuímynd, sem ævinlega er í huga manns einhverskonar grísk Pallas Ajsena með sverð og skjöld, reisandi sig yfir lýðinn eins og foldgnátt fjall, — hvers- vegna leit hann ekki til móð- ur sinnar, ömmu sinnar og frændsystra? Einkenni landsins Öxnadalstindurinn, sagður fyrirmynd Hallgrímskirkju- turns, er ekki einkennandi fyrir landiö. Hann er einstak- ur í landinu. Það er leifun að stuðlabergi líka. Hvað er þá einkennandi? Nú skoðið út um gluggann jDegar þið akið hringveginn: Avalar hæðir, mjúkdregnar mosaþembur, hallandi skriður, endalausir sandar með vatnalænum út um allt, hvelfdir jöklar. Yfir öllu mýkt og kvenlegur þokki. Litið á Esjuna. Er hún karl- kyns fjall? Það þurfti útlend- ing til að draga sérkenni landsins inn í byggingalist- ina: Alvar Alto. Og einkenni þjóðarinnar? Þau sömu. Mykt, þolinmæði og verklagni vatnsins, sem hefur mótað landið. Munið kvikmyndina um Björgunina við Látrabjarg. Enginn æddi um með stórum skipunum. Enginn hljóp. Enginn barðist um. Menn gengu og gengu, drógu og drógu, jafnt og þétt. Þeir einmitt gættu þess vel að viðhafa ekki garpskap. Þeir sættu lagi. Þeir kunnu verkið. Þeir kunnu á veðrin og landið. Þeir gættu þess að hafa nógu marga á vaðn- um. Og hvarvetna konur í dyr- um að bjóða þreyttum gesti I hús. Húsin báru einnig þeirra svip. Villuleit Sannleikurinn er sá að allir þeir ágætu menn, sem unnu að stofnun lýðveldisins, leit- uðu að efni í skjaldarmerki þess ímynd þess, og ásýnd á röngum stöðum. Fjallkonan er út af fyrir sig rétt hugmynd. ísland er kven- legt land. En kvenmynd þess, sú sem við dýrkum, á ekkert skylt við bryðju Benedikts. Sú mynd er mjúk, handtaka- hlý og sennilega i flestum til- fellum — grönn. Við treyst- um slíkum konum betur fyrir örlögum okkar en svokölluð- um skörungum. Risinn á skjaldarmerkinu er líka réttur. Islenskar konur dá sjálfsagt stóra menn og sterka. En ekki garpa og hetj- ur, skakandi ferleg spjót. Þær kjósa fremur þann styrk sem felst I umönnunarsemi, manninn sem sífellt skilar sér með feng sinn og fer sér ekki að voða. Þann sem trú- andi er fyrir barni. Þeirra fornsagna hetja, í raunveru- leikanum, yrði trúlega Ölvir barnakarl en ekki þeir „garp- ar“ fornaldarinnar, sem nefndu Ölvi karlinn ragan af því hann „nennti ekki“ að henda með þeim reifabörn á spjótum. Jafnt Guðjón Samúelsson sem aðrir forgöngumenn lýð- veldisins leituðu fyrirmynda að ímynd þess í garpasögur fornar og svo í hirðblæ og hermennskusnið (einkun danskra) valdsdrottnara en ekki í hinar raunverulegu ósk- ir íslenskrar alþýðu, — draum hennar né veruleik. Það var verkurinn. Byggingar Guðjóns urðu þessvegna aldrei þjóðinni aðhlynning, eins og hann hefur þó efa- laust viljað. Þær hafa fremur gnæft og yfirþyrmt. Við get-' um dáó þær en það veitist erfitt að elska þær, því miður. Þó er okkur að takast það smátt og smátt. Dœmisaga um Þjóðleikhúsið Hugmyndirnar að útliti og anda Þjóðleikhúsbyggingar- innar eru sagðar sóttar í ævintýri um álfa og Ijósar meyjar þær huldar sem byggja hinar dimmu hamra- borgir. Þangað dreymdi fátækt fólk landsins. Þar biðu allsnægtir og ástar- sæld. Nú skal segja frá reynslunni af þvi. Inn i þennan hamarinn gekk undirritaður fyrst þrett- án ára (ósköp dæmigert af- sprengi þjóðarinnar). Bygg- ingin var greinilega ekki að fagna honum heldur til að yf- irþyrma og hræða. Þungar vængjahurðir, stíf og ströng form, þykk gólfteppi og gluggatjöld sem minntu fremur á nærveru dreissungr- ar sýslumannsfrúr en hinna Ijósu meyja, samskeytalaus- ar, harðfægðar þiljur, slípað grjót, — allt talaði til ungs listunnanda, sem kominn var að sjá ævintýrið um Rigoletto, í ströngum skipun- artón, fjarri nokkurri hlýju eða velkomandafaðmlagi. Dyraverðir og fatagæslukon- ur drógu af þessu svip. Einkennisbúningar dökkbláir, dragtsniðnir, sneyddir kven- legum þokka. Menn með ein- hverskonar yfirvaldskaskeiti ( fordyri. Og í loftinu ómur af rödd sem sagði: „Þú skalt bara gæta þln drengur minn, við yrðum ekki lengi að henda þér héðan út — ef við vild- um“. Ekki trúi ég að þetta hafi verið þau áhrif sem Guðjón Samúelsson ætlaðist til að húsið hefði. En það voru áreiðanlega einmitt þau áhrif sem ráðandi stjórnmálamenn ætluðust til að „byggingar þjóðarinnar" hefðu á alþýðu manna, allar sem ein. Því fór sem fór: Þeir unnu. Andi landsins og draumar þjóðar- innar urðu undir. Pólitísk merking byggingar Jónas frá Hrflu var einn mestur áhrifamaður í stjórn- málum þess tíma sem Guð- jón var starfandi. Þótt hann, meö sinn Framsóknarflokk teldi sig til jafnaðarmanna- hreyfingarinnar, sem um þann mund var hið frelsandi afl jafnt Danmerkur sem Is- lands, þá var hann eins og aðrir pólitíkusar tímans, afkvæmi konungsveldis- „Öxnadalstindurinn, sagður fyrirmynd Hallgrímskirkjuturns. er ekki einkennandi fyrir landið. Hann er einstakur i landinu." „Þeir unnu. Andi landsins og draumar þjóðarinnar urðu undir.“ r'reytncúur rtn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.