Alþýðublaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 20. apríl 1988 filHnBUDIl Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgasblaðs: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Flákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigriöur Þrúður Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. GAMLA DEYFINGAR- SPRAUTAN EÐA NÝJAR LEIÐIR? w Astandið í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur valdið áhyggjum margra landsmanna. Það er Ijóst að efnahags- málin eru ekki í viðunandi ástandi; viðskiptahallinn orðinn verulegur, skuldasöfnun erlendis vex, verðbólgan vofir yf- ir og rekstrarstaða ýmissa atvinnugreina er orðin afar þung. Ástæðurnar fyrir versnandi efnahagsástandi eru margþættar. Miklar framkvæmdir hafa verið innanlands sem skapað hefur mikla eftirspurn eftir lánsfé sem aftur leiðirtil hárra raunvaxta. Nýjar lánsleiðireins og svonefnd kaupleiga (leasing) sem felur í sér beina fjárfestingu inn- anlands fyrir erlent lánsfé. Jafnframt hefur hinn óhefti fjármögnunarmarkaður, svonefndi grái markaður, fengið að leika lausum hala framhjá hefðbundnum innlánsstofn- unum. Góðærið virðist liðið hjá. En meginskýringuna á erfiðri stöðu efnahagsmála er að finna í samtengingu atvinnuvegaog ríkissjóðs. Hvernig máþað vera, að íslend- ingar, þrátt fyrirmiklarþjóðartekjurog góðæri, þurfasí og æ að sannreyna sömu staðreyndir ár eftir ár, áratug eftir áratug? Verðbólga, halli á viðskiptum við útlönd, skulda- söfnun erlendis. Þessi plata er leikin fyrir landslýð með jöfnu millibili. Og yfirleitt er gripið til sömu aðferðanna; gengisfellingar, aðhaldi í þjóðarútgjöldum eða hreinnar haftastefnu. Aðalatvinnugreinar þjóðarinnar eru á fram- færi ríkissjóðs að mestu eðaöllu leyti. Landbúnaðurinn er nú orðinn viðurkenndur sem stærsti bagginn á ríkisút- gjaldakerfinu. Þangað renna svimandi uþphæðir á ári hverju, annað hvort beint á fjárlögum eða í dulargervi nið- urgreiðslna, uppbóta, sjóðsstyrkja, og svo framvegis. Sömu sögu er að segja um sjávarútveginn. Ríkisforsjár- kerfið hefur útbúið ranglátt kvótakerfi sem deilir upp veiðisvæðum og skiptir útgerðarmönnum og sjómönnum í sægreifa og sjávarniðursetninga. Sölukerfið er einnig ríkismiðstýrt og útflutningsleyfi á ísfiski háð ákvörðunum utanríkisráðuneytisins. Atvinnuvegir í klakaböndum ríkis- forsjár hafa leitt til stöðnunar í atvinnulífi þjóðarinnar. Stór hluti ríkisútgjalda rennur til andvana atvinnulifs og framleiðslu sem fyrirfram er dauðadæmd á markaði eins og landbúnaðarafurðir eru að stórum hluta. Á sama tíma heimta staðnaðar atvinnugreinar æ meira fé úr ríkissjóði til að standa undir rekstri og vera samkeppnishæfar. Þeir fjármunir skila sér því ekki til alþýðunnar í formi betra vel- ferðarkerfis heldur brenna uþþ á báli ríkisstyrktarkerfis atvinnuveganna. Ríkiskassinn er þvi iðulega galtómur þegar greipar atvinnulífsins hafa sópast um hann. En vandinn ereinnig sá, að þærgjaldeyristekjursem fyrst og fremst skapast vegna sjávarútvegsins, hverfa eins og dögg fyrirsólu í fjárfestingarævintýrunum á höfuðborgar- svæðinu. Þannig skilar landsbyggðin inn mestu af gjald- eyristekjum þjóðarinnar en íbúar höfuðborgarinnar eyða þeim í gegndarlausum fjárfestingum í innflutningi og steinsteypuhöllum. Vandinn er að rjúfa þennan vítahring. Gengisfelling og hliðaraðgerðir henni fylgjandi leysa lítinn vanda til fram- búóar en virka aðeins sem deyfingarsprauta í skamman tíma. Lausnin hlýtur miklu frekar að felast í endurskipu- lagningu atvinnuveganna; í uppbyggingu á nýjum atvinnu- greinum og niðurlagningu áóarðbærum og ríkisstyrktum atvinnuvegum. Þessi leið krefst pólitísks hugrekkis og það er sþurning hvort þor í þessa veru sé að finna í ís- lenskum stjórnmálum í dag, eðahvort ráðandi stjórnmála- öfl seilist enn aftur í gömlu deyfingarsprautuna, gengis- fellinguna. ÖNNUR SJÓNA RMIÐ ODDUR Ólafsson, aðstoð- arritsjóri Tímans hefur verið tiður gestur i þessum dálk- um, enda maðurinn vel ritfær og hittir einatt naglann á höf- uðið. Og ekki bregst honum bogalistin í gær, þegar hann ritar hugleiðingu um hið nýja hlutverk Magnúsar L. Sveins- sonar sem byltingarleiðtoga. Lesum: „En þegar neyöin er stærst er hjálpin næst. Þegar laun- þegahreyfingin var nær öll buin að semja að undirlagi vinstri sinnaðra foringja sinna og ekki annað sýnt en að láglaunaður vinnufriður mundi haldast tókst prólitarí- atinu loks að magna upp leiðtoga sem hefur alia burði til að segja auðvaldinu strið á hendur og sækja rétt hinna vinnandi stétta í greipar arð- ræningjanna. Magnús L. Sveinsson, for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, er að vísu tvisvar búinn að skrifa upp á tikar- lega kjarasamninga fyrir lið sitt, en umbjóðendur hans felldu jafnoft og hafa nú fengið foringja sínum digurt verkfallsvopni í hendur og heimtað aö hann berji dug- lega á andstæðingunum sem hafa yfir hinum drottnandi auð aö ráða. Er nú forseti borgarráðs kominn i fylkingarbrjóst i stéttarbaráttunni og er leiö- togi hinna arðrændu og undirokuðu. Landssamtök verslunarfólks hafa einnig fylkt sér að baki Magnúsi’ Augu allrar verkalýðshreyf- ingarinnar mæna nú til for- seta borgarstjórnar Reykja- víkur þvi að ef honum tekst að beygja auðvaldið undir vilja sinn og tryggja umbjóð- endum sínum umtalsverðar kjarabætur, er ekkert líklegra en að hann sprengi alla þá samninga sem vinstri leið- togarnir eru búnir að þröngva upp á sín félög, og allt fari i bál og brand og háheilaga verkalýðsbaráttu á nýjan leik. Örlögin hafa hagað því svo að hinn nýi gúrú stéttabarátt- unnar gegnir einhverju ábyrgðarmesta og virðu- legasta embætti sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur yfir að ráða. Og viðsemjendur hans eru ekki af verri endan- um, sjálft viðskiptaveldið i allri sinni offjármögnuðu dýrö. í Magnúsi L. Sveinssyni kristallast sú hugsjón að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta, en ekki liggur Ijóst fyrir hvernig allar stéttir eiga að rúmast í einni og sömu persónunni. Hvað um það, hörð átök eru framundan á vinnumark- aði þar sem liðsoddar íhalds- ins hafa lagt undir sig allan leikvöllinn en allar vinstri kempurnar eru utan vallar og hafa ekki hugmynd um hver dæmdi þær úr leik.“ Þaö er eiginlega spurning hvort Magnús L. Sveinsson ætti ekki að fara fram á launahækkun í þessu nýja, erfiða og tímafreka hlutverki sínu. ER hægt aö byggja brú milli A-flokkanna? Þessari spurn- ingu er nú æ oftar varpaö fram. Síðast í Þjóöviljanum í gær. Sá sem spyr er Gestur Guðmundsson félagsfræö- ingur. Hann skrifar: „Þaö hefur oft torveldaö samstarf A-flokkanna að á milli einstaklinga í forystu þeirra hefur verið arfgeng andúð. Ungir sósialistar voru jafnan aldir upp í fyrirlitningu á svikurum eins og Stefáni Jóhanni og Guðmundi í. Guðmundssyni, en krata- drengjunum var tamið að líta á þá Einar og Brynjólf sem Magnús L.: Nýr byltingarleiötogi fæddur. slæga útsendara hins rússneska fjanda. Þessi ill- indi virðast ætla að erfast eins og landamerkjadeilur og hrepparígur, og sennilega þarf þriðja flokkinn til að hægt sé að setja þessi illindi niður og skoða af skynsemi hvar menn eru sammála og hvar ósammála. Kvennalist- inn er eflaust vel fallinn til þess, með sínum jarðbundna og málefnalega stíl.“ Þetta eru athyglisverð sjónarmiö. Meö þessu er Gestur óbeint aó segja að Kvennalistinn gæti oróið for- ystuafl stjórnmálasamtaka á vinstri kantinum og oröiö eins konar sættandi móöir götustrákanna í A-flokkunum. En síðar í greininni víkur Gestur aö þeim vanda sem hann telur mestan í samein- ingu A-flokkanna, nefnilega efnahagsmálin. Gestur skrif- ar: „Sósialistaflokkur og Al- þýðubandalag hafa frá því á striðsárum lagt meginkapp á aö efla undirstöðuatvinnu- vegi þjóöarinnar, fiskveiðar, fiskvinnslu og iðnað. Kratar höfðu hins vegar fremur veik- burða efnahags- og atvinnu- stefnu fram að Viðreisnar- stjórninni, en þá tóku þeir upp þá stefnu að minnka höft og efla markaðinn, en « grípa jafnframt til félagslegra aðgerða til að hamla móti neikvæðum áhrifum slíkrar stefnu á kjör láglaunafólks. Grundvallarhugsun beggja flokka er í vissum skilningi sú sama, að stækka kökuna og skapa þannig tækifæri á bættum lífskjörum. Leiðirnar eru hins vegar ólíkar. Báöir flokkar ættu að geta viðurkennt nú að þeir eru komnir i ógöngur pg verða að leita nýrra leiða. „íslensk atvinnustefna" Alþýðubanda- lagsins hefur átt þátt í offjár- festingum og óhagkvæmu skipulagi frumframleiðslu- greinanna. „Viðskiptafrelsiö“ sem alþýðuflokksmenn hafa unnið að með sjálfstæðis- mönnum, hefur hins vegar kallað yfir þjóðina offjárfest- ingu og gegndarlaust bruðl í verslun og aukið enn á mis- skiptingu þjóðartekna. Mis- skiptingin er reyndar orðin með þeim formerkjum að aröur manna af störfum þeirra er nánast í réttu hlut- falli við það, hversu óarðbær þau eru. Það er ekki nóg með það að markaðshyggjan ráði al- fariö í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki, heldur hefur hún eflst i Alþýðubandalag- inu lika. Þessu fólki gleymist oft aö frjáls markaður getur ekki þrifist á mörgum sviðum hins smávaxna og dreifða ís- lenska efnahagslifs nema i skrumskældri mynd. Lítið er um það að samkeppni leiði til kostnaðarlækkunar en þeim mun meira um hitt að „frels- ið“ sé notað til að hækka álagningu. Þegar samkeppn- in nær að gegna hreinsunar- hluterki sínu, verður það oftar en ekki til þess að heilu byggðarlögin verða bjargar- laus. „Frjálsar hreyfingar markaðarins" verða heldur marklítill bókstafur þegar menn hafa bundið eigur sínar i atvinnutækjum og íbúöar- húsnæði í afskekktum byggðarlögum. Á vinnu- markaði birtist frelsið og hrun verkalýðsbaráttunnar i því að launþegar skiptast upp i vel borgað sérhæft fólk og illa borgað, almennt vinnuafl." Og lokaorð Gests verða þessi: „Atvinnu- og efnahags- stefna sem tekur mið af þörf- um fólksins, þarf að byggjast á góðri stjórnun og skipu- lagningu. Afkvæmi offjárfest- inganna þarf að grisja á þjóð- hagslega hagkvæman hátt en ekki í gegnum duttlunga markaðarins. Þó er sjálfsagt að láta markaðinn vinna, þar sem hann er besta verkfæriö, og það væri kannski mátu- legt á verslunina að láta sam- keppnina hreinsa til í offjár- festingum þar, eftir að laun verslunarmanna hafa veriö gerð mannsæmandi, svo aö samkeppnin verði háð á raun- hæfum grundvelli. Bættri stjórnun í efnahags- og atvinnumálum þarf að fylgja stóraukið lýðræði. Gefa þarf almenningi kost á að kynna sér og ræða áætl- anir og afleiðingar þeirra, og tryggja þarf margháttuð áhrif hans i gegnum sveitarstjórn- ir, almennar atkvæðagreiðsl- ur, fundarhöld og virkt að- hald að þeim sem bera ábyrgð á slíkum áætlunum. Aðalatriðið er að greitt verði úr núverandi vanda með viða- miklum og vel unnum að- geröum, sem taka mið af þvi að jafna lifskjör í landinu. Um þetta markmið ættu A-flokk- arnir og Kvennalistinn að geta sameinast þegar þeim verður Ijóst að það dugar ekkert einfalt hókus pókus í efnahagsmálum." Og þá er bara spurningin hvort hókus-pókus dugi í samvinnu A-flokkanna og Kvennalistans. Hákon Hákonarson NÝR FRANI- KVÆMDASTJÓRI ALÞÝÐUBLADSINS Hákon Hákonarson hefur f.o.m. 18. apríl þ.m. tekið við starfi framkvæmdastjóra Al- þýöublaðsins. Hákon er fæddur áriö 1952 og hefur unniö aö markaðsmálum undanfarin 15 ár. Hákon var ráðinn framkvæmdastjóri Helgarpóstsins 1984 og hefur gegnt því starfi fram aö þess- um tíma. Alþýðublaðiö óskar nýjum framkvæmdastjóra velfarnað- ar í starfi og kveður um leið Valdimar Jóhannesson sem gegnt hefur starfi fram- kvæmdastjóra blaðsins undanfarin 3 ár og óskar hon- um velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.