Alþýðublaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 5
Miövikudagur 20. apríl 1988 5 UMRÆÐA Birgir Árnason skrifar VIDSKIPTAHALLINN OG VERKFALL VERSLUNARFÓLKS Viðskiptahallinn og yfirvofandi verkfall verslunarmanna eru greinar af sama meiði. Nú eru blikur á lofti, eins og mönnum er tamt aö segja þegar þeir vilja taka sérstak- lega djúpt í árinni. Viðskipta- hallinn er meiri en við verður unað. Að mati formanns þing- flokks Framsóknarflokksins er viðskiptahallinn hvorki meira né minna en brjálæðis- legur. Og að kvöldi sumar- dagsins fyrsta hefst verkfall verslunarmanna víöa um land og er því spáð að það verkfall geti orðið bæði langt og strangt. Ég mun hér á eftir leiða rök að því að viðskipta- hallinn og yfirvofandi verkfall verslunarmanna séu þegar öllu er á botninn hvolft grein- ar af sama meiði. Viðskiptahallinn Lítum fyrst á viðskiptahall- ann. Spár um framvindu efna- hagsmála á þessu ári benda til þess að halli á viðskiptum við útlönd geti orðið einhvers staðar á bilinu 10-15 milljarð- ar króna. í krónum talið er þetta mun meiri viðskipta- halli en á síðasta ári þegar hann varð um 7 milljarðar króna. Munurinn er hins veg- ar minni ef miðað er við hlut- fall af þjóðartekjum. í fyrra varð viðskiptahallinn um 31/2% af þjóðartekjum en á þessu ári gæti hann orðið á bilinu 4-6% af þjóðartekjum ef spár ganga eftir. Þessar tölur gefa reyndar til kynna að breytingin frá síðasta ári sé ekki jafnmikil og ætla mætti af því umtali sem við- skiptahallinn hefur fengið að undanförnu. Með þessu er ég þó alls ekki að mæla þessum viðskiptahalla bót. Hann verður ekki fjármagnaður meö öðru en erlendum lán- tökum eða gjaldeyrisforða landsmanna og er hvorugur kosturinn góður. En af hverju stafar þessi viðskiptahalli? Einkum tvennu: í fyrsta lagi af þvi að verðlags- og gengisþróun undanfarin tvö ár hefur gert þaö að verkum að innflutn- ingur hefur sífellt orðið ódýr- ari í samanburði við innlenda framleiðslu, m.ö.o. raungengi krónunnar hefur sífellt farið hækkandi. í öðru lagi af þvi að í góðæri siðustu ára hafa útgjöld þjóðarinnar á öllum sviðum vaxið hröðum skref- um og raunar meira en þjóð- artekjur. Þetta tvennt — hækkandi raungengi og vax- andi þjóðarútgjöld — hefur haft í för með sér mikla aukn- ingu innflutnings sem út- flutningstekjur þjóðarinnar hrökkva ekki lengur fyrir þótt þær hafi aldrei áður verið jafnmiklar. Óánægja verslunarfólks Lítum næst á óánægju verslunarfólks. Hún stafar auðvitað af vanda af lágum launum. En að þessu sinni hefur ýmislegt orðið til þess að gefa óánægju verslunar- fólks með laun sín byr undir báða vængi. Meðal verslunar- reka nokkrar stoðir undir til- gátuna sem ég setti fram hér að framan um að viðskipta- hallinn og verkfallsboðun verslunarfólks séu greinar af sama meiði. Að lokum langar mig til að draga af henni nokkrar ályktanir varðandi efnahagsstjórn á næstunni. Ég geng út frá tvennu: Ann- ars vegar því að nauðsynlegt sé að draga úr viðskiptahall- anum. Hins vegar því að nauðsynlegt sé að lagfæra kjör ýmissa hópa í samfélag- inu. Einkum er um tvær leiðir að ræða til að draga úr við- skiptahallanum: Gengisfell- ingu eða beinan samdrátt þjóöarútgjalda. Raunar mætti nefna hér til sögunnar þriðju leiðina, nefnilega höft á inn- flutning, en sú leið væri í raun skref aftur á bak í þróun viðskiptahátta hér á landi og ég ætla ekki að gera hana að umtalsefni. Hvor leiðanna tveggja er fýsilegri? Fyrri leiðin er sú sem æv- inlega hefur verið farin þegar svipað hefur verið ástatt í ís- lenskum þjóðarbúskap og nú. Gengisfelling breytir hlut- fallinu milli verðs á innlendri framleiðslu og innflutningi innlendri framleiðslu í hag og verðbólgan sem fylgir i kjöl- far gengisfellingarinnar rýrir almennan kaupmátt og þar með útgjöld þjóðarinnar. Hvort tveggja dregur úr inn- flutningi. Eg held að óhætt sé að segja að þessi leið hafi reynst afar illa. Hún leysir í raun engan vanda heldur velt- ir honum fram í tímann og víst er að hún deilir aðlögun- arvandanum í mestum mæli til þeirra sem síst geta borið hann. Síðari leiðin yrði hins veg- arekki sársaukalaus. Hún gæti til dæmis falist í hækk- un skatta, minnkun opinberra útgjalda, einkum til fram- kvæmda, og ströngu aðhaldi að erlendum lántökum. Áframhaldandi hækkun á raungengi krónunnar, sem leiðiraf föstu gengi krónunn- ar á sama tíma og verðlag hækkar meira innanlands en erlendis og háir vextir myndu án efa riða einhverjum fyrir- tækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum að fullu. Þetta gæti vissulega komið harkalega við einhver lítil pláss en jafnvist er að það er ekkiskynsamlegt aö skapa öllum starfandi fyrirtækjum viðunandi rekstrarskilyrði. Þau eru einfaldlega ekki þjóðhagslega hagkvæm. Með beinum ráðstöfunum til að draga úr þjóðarútgjöldum ætti hins vegar að vera hægt aö útdeila aðlögunarvandan- um með markvissari og sann- gjarnari hætti en með verð- bólgunni einni saman. Er ekki kominn tími til að revna i fúlustu alvöru nýjar leiðir við stjórn islenskra efnahags- mála fremur en hjakka si'eht i sama farinu ? „Er ekki kominn tími til ad reyna í fúlustu alvöru nýjar leiöir vid stjórn islenskra efnahagsmála en ad hjakka sífellt I sama farinu eins og gengisfellingu, beinan samdrátt þjóöarútgjalda eöa innflutningshöft," spyr Birgir Árnason hagfræðingur í umræðugrein sinni. manna eru áreiðanlega stórir hópar fólks sem hafa verið tiltölulega afskiptir í góðæri siðustu ára. Þetta á t.d. við um afgreiðslufólk í verslun- um og þá sérstaklega afgreiðslukonur í stórmörk- uðum. Þó er þetta fólkið sem hefur verið í bestri aðstöðu til að átta sig á þvi hversu mikið og almennt góðærið hefur verið. Afgreiðslufólk sér beinlinis hvað aðrir hafa á milli handanna af þeirri ein- földu ástæðu að það tekur við peningum þeirra. Það á þvf hægt með að bera eigin kaupgetu saman við það sem aðrir geta leyft sér. Á sama tíma og verslunar- fólk hefur borið skarðan hlut frá borði i góðærisveislunni á þaö sama ekki við um versl- unina sjálfa, a.m.k. ekki versl- unina á höfuðborgarsvæðinu. Nákvæmlega sömu aðstæð- ur og liggja að baki viðskipta- hallanum — þ.e.a.s. hækk- andi raungengi krónunnar og vaxandi þjóðarútgjöld — hafa stuðlað að miklum uppgangi í verslun. Talsmenn verslunar- innar geta að sjálfsögðu bent á að afkoma margra verslun- arfyrirtækja sé ekki sérlega góð um þessar mundir. Það stafar þó ekki af þvi að afkomuskilyrði verslunarinnar séu slæm — þau hafa senni- lega sjaldan eða aldrei verið betri en undanfarin misseri. Laka afkomu i verslun nú má líklega að mestu rekja til mikillar fjárfestingar í versl- unarhúsnæði og erfiðrar greiðslustöðu af þeim sök- um. Það er að vonum að verslunarfólk spyrji hvers vegna ævinlega skuli vera til fé í fjárfestingar en aldrei til að hækka laun. Ég læt hér liggja milli hluta óánægju verslunarfólks með sífellt lengri opnunar- tíma verslana. Verslunarhætt- ir eru að breytast hér á landi i þá veru að sífellt stærri hluti viðskipta fari fram utan hefð- bundins opnunartíma versl- ana. Þetta kann að vera skýr- ingin á þvi að verslunareig- endum virðast reiðubúnirað greiða fyrir mikla yfirvinnu þótt þeirvilji sem minnst hrófla við dagvinnulaunum. Kannski verður næsta skrefið í þessum málum að verslanir opni síðar á deginum en nú er. Aðgerðir í efnahagsmálum Ég þykist nú vera búinn að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.