Alþýðublaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 8
muBieio Miðvikudagur20. apríl 1988 Magnús L. Sveinsson formaður VR: „HLUSTUM # EKKI A FALSRÖK'' Magnús L. Sveinsson: „Þetta er mál sem við verðum að Ijúka sjálf“ Flest bendir'til þess aö verslunarmenn fari i verkfall á föstudag. Taliö er aö 4-5 daga verkfall komi til með að lama þjóölífið meira og minna. Stærstu verslanir loka og skrifstofustarfsemi stööv- ast. Þá stöðvast flutningur til og frá landinu svo og flutn- ingar aö langmestu leyti inn- anlands. Á fundi um siöustu helgi ákváðu verslunarfélög með lausa samninga að standa saman gegn vinnu- veitendum. Þetta eru félögin í Reykjavik, Árnessýslu, Borgarnesi, ísafirði, Akureyri sem fara i verkfall á föstu- dag, og félögin í Hafnarfirði og á Suöurnesjum, sem fara í verkfall á mánudag. Alþýðublaðið spurði Magnús L. Sveinsson for- mann VR hvernig verslunar- menn réttlættu kröfu um launahækkanir umfram þær sem samið hefur veriö við þorra launafólks að undan förnu? „Fólk réttlætir þetta með því móti að segja sem svo: við erum á lágum töxtum, 30-40 þúsund króna launum. Á sama tíma og okkur er sagt að ekki sé hægt að hækka þessi laun nema mjög takmarkað, þá horfum við upp á, að milljörðum er varið í fjárfestingu í þessari grein. Þó þetta fólk fengi ekki nema brot af því sem variö er í fjár- festinguna fengi þaó veruleg- ar launahækkanir. Þetta fólk horfir líka á að síðustu misseri hafa átt sér stað gríð- arlegar yfirborganir. Launa- skrið í formi yfirborgana sem þetta fólk hefur ekki fengið. Þannig sjá menn að til eru miklir peningar og vinnuveit- endur treysta sér að borga miklu meir, — bara sumir fá en aðrir ekki. Þetta fólk horfir einnig upp á það, að á sama tíma og ekki er hægt að hækka dagvinnuna um eitt sent, „þá ætla ég að biðja þig um að vinna lengri og lengri tíma með 80% álagi“ segja vinnuveitendur. Þá eru allt í einu til peningar. Fólk segir þvi hingað og ekki lengra. Það eru falsrök, að ekki séu til peningar til þess að hækka dagvinnulaunin vegna þess að við horfum upp á það að það eru til peningar til þess að greiða fyrir alla aðra hluti. Allt tal um að verðbólguhætta verði af því að dagvinnulaunin hækki, þegar gengið er frá því við samningaborðið, stenst ekki, því á sama tíma eru menn að stórhækka launin með yfir- borgunum út í fyrirtækjun- um. Fólk segir því að þetta séu falsrök sem ekki verði hlust- að á lengur." — Hefur verið tekin afstaða til undanþágubeiðna, t.d. dagblaðanna? „Verkfallsstjórn er ekki bú- in að því. Ég hef hins vegar ekki farið leynt með að ég tel mjög brýnt að við getum komið okkar sjónarmiðum á framfæri við okkar fólk og þjóðina." — Þú átt því von á þvi aö blöðin verði undanþegin? „Ég er viss um það.“ — En hvað með aðrar und- anþágubeiðnir? „Þær verða i algjöru lág- marki. Það eru helst öryggis- þættir sem þar koma inn í myndina." — Rætt er um harðan hóp manna sem kominn sé upp viö hliðina á þér i forystunni? „Við höfum verið að byggja upp, t.a.m. trúnaðarmanna- kerfi á vinnustöðum. Þetta fólk hefur staðið sig mjög vel. Viö vorum t.d. með 100 manna fund hér í gærkvöldi, þar sem mikill einhugur ríkti. Það hefur raunar orðið breyt- ing á síðustu misserum, því æ fleiri hafa séð hver þróun- in hefur verið. Það þýðir ekki að segja þessu fólki, að ekki sé hægt að borga meira en 30-40 þúsund króna laun. Það er nóg af peningum bara ef nota á þá í eitthvað annað.“ — Þið stuðlið meðal ann- ars að þenslunni með þvi að lána úr lífeyrissjóðnum til hinna ýmsu fyrirtækja. „Það er engan veginp hægt að segja að við ýtum undir þensluna meö þessum hætti, því þetta er óverulegt brot sem kemur frá okkur.“ — Má ekki búast við að Alþingi setji lögbann á verk- fallið? „Ég hef enga trú á því. Þetta er mál sem við verðum að Ijúka sjálf.“ — Þú hefur verið settur í sérkennilega stöðu í borgar- stjórn. Minnihluti hefur flutt tillögu um að lágmarkslaun borgarstarfsmanna verði þau sömu og VR krefst. Hvaöa afstöðu tekur þú sem forseti borgarstjórnar til VR-kröfunn- ar i borgarstjórn? „Ég tók afstöðu í þessu máli áður en þau fluttu tillög- una. Ég hef tekið afstöðu í þessu máli, sem byggir á því að ekki sé réttlætanlegt að nein laun séu undir42 þús- undum krónum. Ég hefði ekki sjálfur búið þessa tillögu til fyrir stjórn VR hefði ég ekki- haft þá trú og sannfæringu að engin laun eigi að vera undir þessu miðað við 18 ára aldur. Tillagan sem kom í borgarráði er því í beinu framhaldi við það sem ég hafði sjálfur flutt tillögu um, gert kröfu um og er að berj- ast fyrir. Það verður hins veg- ar fróðlegt að sjá hvað aðrir gera við því.“ — Félagar þinir i Sjálf- stæöisflokknum? „Nei, bara verkalýðsfélögin yfir höfuð.“ — Ertu ekki hræddur um keðjuverkan vegna þessara kröfu ykkar? „Nei. Ég hef ekkert beðiö um að þessi launahækkun á lægstu launin fari í gegnum allt launakerfið í landinu. Ég vísa til þess að vinnuveitend- ur sjálfir hafa ákveðið gríðar- legar launahækkanir umfram alla launataxta. Þá talar hins vegar enginn um neina verð- bólguhættu. Ég frétti til dæmis af manni í dag sem er í pökkun á sykri. Hann fær 90 þúsund krónur. Ef ég geri kröfu um að maður sem pakkaði sykri fái 90 þúsund krónur þá yröi hrópað að ég væri að stofna öllu þjóðfélag- inu í hættu. En af því að vinnuveitendur ákveöa þetta sjálfir, þá er engin hætta.“ □ 1 2 3“ r 4 5 6 □ 7 g ■ 10 □ ■ 12] i 13 i i s • Krossgátan Lárétt: 1 selur, 5 meltingarfæri, 6 rösk, 7 innan, 8 skalf, 10 fisk, 11 mjúk, 12 gras, 13 Evrópuland. Lóðrétt: 1 krydd, 2 rugl, 3 eins, 4 bókinni, 5 ritaðs, 7 súldin, 9 lengdarmál, 12 leit. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 stáls, 5 anar, 6 nef, 7 sr, 8 gildna, 10 ið, 11 ráf, 12 móða, 13 tregi. Lórétt: 1 sneið, 2 tafl, 3 ár, 4 skrafa, 5 angist, 7 snáði, 9 dróg, 12 me. • GengiS Gengisskráning 73 - 18. apríl 1988 Bandarikjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dðnsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark ítölsk líra Austurr. sch, Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Kaup Sala 38,540 38,660 73,053 73,280 31,324 31,422 6,0422 6,0610 6,2672 6,2867 6,5909 6,6114 9.6993 9,7295 6,8516 6,8729 1,1107 1,1141 28,1375 28,2252 20,7344 20,7989 23,2519 23,3243 0,03130 0,03139 3,3082 3,3185 0,2837 0,2846 0,3479 0,3408 0,31094 0,31191 • Ljósvðkapunktar •RÓT • Útrás Opið kl. 16.00. Þátturinn er opinn til umsókna. Kl. 20.00. „Amerískt junk fott“. Um þennan þátt sjá þeir Hrímur lltli og Kalli en þeir eru í Menntaskólanum við Hamrahlíð. • Rás 1 •RUV Óskastundin kl. 10.30. 17.25 RS. Eindhoven - Real Helga Þ. Stephensen Madrid. Bein útsending meö kynnir óskaefni hlustenda. Bjarna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.