Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 8
MMBUBLOIO
Föstudagur 20. maí 1988
DUGIR
SÁTTAGERÐ
ÞORSTEINS?
Forsœtisráðherra hefur samið tillögu um
aðgerðir og ákvarðanir í efnahagsmálum
sem samstaða verður að nást um í dag. Að
öðrum kosti er ríkisstjórnin komin í krapp-
an dans.
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Svarti miðvikudagurinn og ÍSAL-deilan hrundu rikisstjórn hans i alvar-
legustu stjórnarkreppu hingað til.
Hverjar verða aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum? Hver
verður lendingin eftir að
verkalýðshreyfingin
undir forystu Ásmundar
Stefánssonar forseta
ASI sneri haki við
forsœtisráðherra og ráð-
herrum ríkisstjórnarinn-
ar eftir annan dag við-
ræðna um samráð varð-
andi efnahagsmál? Og
síðast en ekki síst: Lifir
ríkisstjórnin þessa
óvœntu kreppu af?
Þetta eru þœr spurn-
ingar sem heyrast gjarn-
an í þjóðfélaginu þessa
dagana. Hér skal gerð
tilraun til að leita svara
við þeim og öðrum
spurningum.
Eins og kunnugt er lögöu
stjórnarflokkarnir fram tillög-
urvarðandi efnahagsaögerðir
eöa stuðningsaðgerðir svo-
nefndar í kjölfar „svarta mið-
vikudagsins" í fyrri viku, þeg-
ar Ijóst var að fella þurfti
gengið. Vegna tímaleysis —
og ósamstöðu um hliðarráö-
stafanir — var ekki lokið við
ákvarðanir um efnahags-
aðgerðir um leið og ákveðiö
var að fella gengið um 10%.
Tillögur stjórnarflokkanna
hafa verið reifaðar hér i
fréttaskýringu í Alþýðublað-
inu (miðvikudag þ. 18. maí sl.)
og eru flokkarnir sammála
um sum atriði en greinir á
um fjölmarga aðra þætti.
Menn háfa einmitt einblínt á
þennan ágreining og dregið
að því líkur að erfitt verði að
brúa bilið fram að mánaða-
mótum maí/júní en þá hafði
ríkisstjórnin einsett sér að
Ijúka viðræðum um efna-
hagsaðgerðir.
Ovæntir atburöir hafa hins
vegar gripið inn í þá tíma-
setningu.
ISA Fdeilan setur strik í
reikninginn
Það er fyrst og fremst hin
erfiða kjaradeila í Álverinu
við Straumsvík sem hefur
sett strik í reikninginn. Á
skrifaðri stundu stendur loka-
tilraunin yfir að ná sáttum og
takist það ekki, sem menn
eru almennt ekki bjartsýnir á,
verður verksmiðjunni lokað í
kvöld. Það þýðir stórtjón fyrir
Álverið eða 2,5-3 milljónir
króna á hverjum sólarhring
eins og fram kom í máli
Halldórs Jónatanssonar for-
stjóra Landsvirkjunar í Al-
þýðublaðinu í fyrradag.
Straumrof í Álverinu þýðir
margra mánaða framleiðslu-
stöðvun og nú geta lesendur
margfaldað til að fá út heild-
artjónið.
Mikil samstaöa ríkir meðal
launþega við Álverið og Ijóst
er að kúvending ein í afstöðu
til atvinnurekenda getur leyst
ÍSAL-deiluna á viðunandi
hátt. Hins vegar er afar
ósennilegt að það gerist.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins hefur verið rætt
um að setja ÍSAL-deiluna í
gerðardóm og taka hana þar
með sérstaklega út úr heild-
arefnahagsaðgerðunum. Sá
kostur er aftur á móti blaut
tuska í andlit starfsmanna Ál-
versins og jafnvel hæpið að
þeir færu að þeim lögum.
Sáttagerð Þorsteins
ÍSAL-deilan hefur, líkt og
„svarti miðvikudagurinn"
komið aftan að ríkisstjórninni
og skammtað tíma hennar
mun naumar en til stóð. í
reynd verður ríkisstjórnin að
vera tilbúin með helstu efna-
hagsaðgerðir sínar í dag, því
ella er stjórnarkreppa óum-
flýjanleg, sem jafnvel gæti
endað með stjórnarslitum.
Þessi nýja tímapressa hef-
ur gert það að verkum að
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra hefur tekið saman
tillögur um aðgerðir og
ákvarðanir í efnahagsmálum.
Tillögurnar lagði forsætisráö-
herra tyrir rikisstjórnina í
gær og þingflokkar stjórnar-
flokkanna þinguöu sama dag
um tillögur Þorsteins.
Tillögur Þorsteins munu
vera samsuða úr tillögum
stjórnarflokkannaum síðustu
helgi um hliðaraðgerðir í kjöl-
far gengislækkunar og er þar
leitað sáttaleiða. Þannig
munu tillögur fela í sér hug-
myndir Alþýðuflokksins um
aðhald í ríkisrekstri, og að
fjárlög verði afgreidd með
tekjuafgangi, kjör lægst laun-
uðu tryggð og hækkun til
ellilífeyrisþega og á bótum
almannatrygginga. Tillögur
munu ennfremur telja ýmis
útgjaldamál til Byggðasjóðs
og landbúnaðarmála að kröfu
Framsóknarflokksins. Ýmsar
hugmyndir Sjálfstæðismanna
um bindiskyldu banka mun
vera að finna á blaði forsæt-
isráðherra og ennfremur hug-
myndir um gráa markaðinn
svonefnda.
Viðkvæmasta málið í sátta-
gerð Þorsteins eru kjaramál-
in. Ekki mun vera að finna til-
lögu um afnám rauðu strik-
anna en hins vegar mun for-
sætisráðherra hafa farið fram
á að þeir 60 þúsund launþeg-
ar í 80 félögum sem þegar
hafa samið verði varðir á
þann hátt, að þeir sem eiga
enn ósamið geti ekki samið á
hærri nótum í Ijósi gengis-
fellingar. Það þýðir með öðr-
um orðum lögbindingu launa
á þann hóp launþega sem
enn hefurekki samið.
Stjórnarkreppa?
Hins vegar kann það að
vefjast fyrir mönnum hvernig
slik lögbinding á að vera í
framkvæmd. A kjaradómur að
fjalla um slíka lögbindingu?
Eða á að skipa sérstaka
nefnd sem kveður upp úr-
skurð í því máli? Það er því
líklegt að bæði tæknileg og
auðvitað pólitísk sjónarmið
kunni að ráða því að ríkis-
stjórnin hætti við hugmyndir
um lögbindingu launa en
breyti ákvörðuninni yfir í
hvatningu til launþegahreyf-
ingarinnar um hófsemi í kröf-
um þar sem enn er ósamið.
Hins vegar er alveg Ijóst
að ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar getur ekki lögbundið
laun eða lagt kvaðið á laun-
þega án þess að gera um leið
kröfu til sin sjálfs og
kapítalsins. Það þýðir í reynd
að aðhald í ríkisrekstri og
stjórn á peningamálum, eins
og með lagasetningu á fjár-
magnsmarkaðinn, hinn svo-
nefnda gráa markað.
En takist stjórnarflokkun-
um að ná hóflegu jafnvægi
milli þessara þriggja þátta;
kjaramála, peninga- og láns-
fjármálaog ríkisfjármála, er
mesta hætta af stjórnar-
kreppu ríkisstjórnar Þor-
steins Pálssonar afstaðin. Ef
ekki...
Fylgist með. Lesið áfram
Alþýðublaðið.
FRETTASKYRING
Ingólfur Margeirsson
skrifar
□ 1 2 3 4
5
6 □ 7
5 9
íö □ 11
□ 12
13 u I u □
Krossgátan
Lárétt: 1 gafl, 5 mellu, 6 ellegar,
7 hólmi, 8 heitið, 10 titill, 11
hljómi, 12 borðandi, 13 skelfur.
Lóörétt: 1 hiróuleysingjar, 2
bindi, 3 tvíhljóði, 4 þvingar, 5 ger-
ist, 7 gufa, 8 reikningur, 12 pipa.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 grömu, 5 blys, 6 lak, 7
dd, 8 auknar, 10 um, 11 ælu, 12
æðin, 13 tærar.
Lóörétt: 1 glaum, reykk, 3 ös, 4
undrun, 5 blautt, 7 dalir, 9 næða,
12 ær.
Gengið
Gengisskráning 92 - 18. maí 1988
Kaup Sala
Bandarikjadollar 43,500 43,620
Sterlingspund 80,877 81,100
Kanadadollar 35,150 35,247
Dönsk króna 6,6708 6,6892
Norsk króna 7,0099 7,0292
Sænsk króna 7,3381 7,3583
Finnskt mark 10,7500 10,7797
Franskur franki 7,5396 7,5604
Belgiskur franki 1,2226 1,2260
Svissn. franki 30,6015 30,6859
Holl. gyllini 22,7838 22,8467
Vesturþýskt mark 25,5229 25,5933
itölsk líra 0,03438 0,03448
Austurr. sch. 3,6295 3,6395
Portúg. escudo 0,3128 0,3137
Spanskur peseti 0,3859 0,3870
Japanskt yen 0,34645 0,34740
Ljósvakapunktar
• StöS 2
21.50 Peningahítin. Mynd um
það hvernig peningaskuldir
geta farið með ástina. Fiðlu-
leikari og lögfræðingur búa
saman og eru ástfangin upp
fyrir haus en ekki líður á
löngu þar til skuldirnar
hrannast upp.
• R0T
16.30 Samtökin 78 með þátt.
Það kemur eflaust einhver
skemmtilegur í heimsókn.
• Útvarp Alfa
Morgunstund kl. 7.30. Guðs
orð og bæn.