Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 1967 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu- liúsinu. símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 AðraT skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán ínnanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Einstakt kostaboð í umræðunum um efnahagsmálin á Alþingi í fyrradag minnti 4gúst Þorvaldsson á það, að ríkisstjórnin hefði í raun og veru fengið alveg einstakt boð frá samninga- nefnd og ráðstefnu ASÍ, þar sem boðið var upp á það að taka rúmlega 3% kjaraskerðingu, gegn því að nýja vísi- talan yrði þegar tengd við þá gömlu 1. des. Ágúst sagði, að ríkisstjórn, sem tekur ekki slíku boði og gengur ekki til samninga á grundvelli þess, en kýs í þess stað verk- fallsstríð við það íólk, sem þarna stendur að baki, gæti varla verið sjálfrátt. Ríkisstiórnin hefði boðið upp á víðtæka samvinnu, fengið kostaboð hjá fjölmennustu stéttarsamtökum í landinu en hainað því. Ágúst kvaðst hyggja, að þetta boð yrði lengi í minnum haft fyrir það, hversu þar hefði verið komið vei til móts við óskir vald- hafa, sem þó virtust meta ýmisiegt meira í stjórnar- stefnu sinni en hagsmuni vinnandi fólks 1 landinu. Hér er rétt og skýr lýsing a þvi, sem gerzt hefur. Laun þegasamtökin hafa sýnt einstakan samningsvilja og geng ið eins langt í gagnboðum og nokkur sanngirni getur ætlazt til. Ríkisstjórnin hefur hms vegar sýnt meiri þver- girðing en hægt er að búast við af ríkisstjórn, sem vill reyna að stjórna með þjóðarheill fyrir augum. Svo virðist af allri framkomu ríkisstjórnannnar. að hún telji það eitt skipta máli að fá nú vísitöluiaust bil, því að forsætis ráðherra lét svo um mælt á þingi fyrir fáum dögum, að það væri einmitt forsenda þess að geta gert ráðstafanir til hjálpar atvinnuvegunum. Það væri ógerlegt, ef vísi- talan væri í sambandi. Af þessu geta menn nokkuð ráðið, hvemig málin horfa við, og hvort launþegar eigi ekki yfir höfði sér frekari verðhækkanir en þegar eru orðnar, ef þeir fallast á að vísitalan verði slitin úr sambandi um sinn, enda hafa slíkar verðhækkanir þegar verið boðaðar t. d. á hitaveitu- / En ríkisstjórnin vill heldur strið en að taka í hjálpar- hönd verkalýðsfélaganna. Hún situr blýföst við sinn keip að sækja peninga handa ríkissjóði upp á matborð al- mennings og í stað þess að veita atvinnuvegunum nauð- synlega hjálp, kýs hún handa þeim allsherjarverkfall að kljást við. Það er hennar rekstrarhjálp!! Þjóðinni verður æ betur Ljóst, að lífsnauðsyn er að taka þegar vanda atvinnuveganna til meðferðar og tryggja rekstur þeirra en skoða siðan. hvers ríkissjóður þarf með. Samþykktir fjölmargra íélaga bera með sér, að þau setja þessa kröfu jafnhiiða mótmælum gegn kjara- skerðingu, því að þau sjá að þessi vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar leiða beint í enn meira öngþveiti og stefna að atvinnuleysi. Um þetta bera órækast vitni ummæli Guðjóns Baldvinssonar, við Alþyðublaðið á dögunum, er hann ræddi úrslit viðræðna 'að ríkisstjómina- Þess er að vænta, að ríkisstjórnin hætti þvergirðingi sínum og þingmenn stjórnarflokkanna styðji hana til þess að gang? til móts við launþegasamtökm og bændur með heiðarlegum gagnboðum, er gætu firrt þjóðina verkfalls vandræðum. Því verðui vart trúað fyrr en á dynur, að í ráðherrastólum sitji svo ábyrgðarlausir menn, að þeir beinlínis kjósi stríð í stað sammnga. Ríkisstjórnin virðist þó enga tiiburði hafa enn til þess að leysa farmannaverkfallið og lætur enn einn daginn líða án nokkurrar viðleitni í þá átt Það er ekki heldur til þess vitað, að verkalýðsfélögunum hafi borizt nein ný samningaboð síðustu daga. En þjóðin bíður. TÍMINN JAMES GOLDSBOROUGH: Innrás Bandaríkjamanna á viö- skiptasviðinu ógnar Evrópu BANDARÍKIN hafa sagt Evrópu stríð á hendur. Þetta er laavíslagt stríð og fylgja því hvorki sprengjur né dauði, en það sviptir aldnar þjóðir meginlandsins öðru, sem meira er og mikilvægara, eða menn- ingu sinni, manndómi og jafn- vel sjálfstæði sínu. Þetta er boðskapur bókar, aem kom á bókamarkað í Frakklandi í síðastliðnum mán- uði og vakið hefir athygli og viðbrögð hvarvetna í franska samfélaginu. „Le Defi American" (hin bandaríska ögrun) lýsir mestu ógnun Evrópu síðan að Hitler leið. Bandaríkin eru ógnvald urinn. Bókin er þó ekki ind- stæð Bandaríkjamönnum, held ur hliðholl þeim. Hún er ekki r,ýr ritlingur gegn heimsvalda sinnum, heldur mjúklát boðun þess, að ekki sé allt rotið hjá Bandaríkjamönnum. Höfundur bókarinnar er Jean Jacaues Servan-Sehreiber ahrifamaður og ritstjóri viku- blaðsins „L‘ Express" (selt í 505000 eintökum). Af bókinni seldust 70 þús. eintök fyrsta hálfa mánuðinn. Enn er bókin önnur mesta sölubók í Frakk landi, næst á eftir „Antimémo ires“ eftir André Malraux. Bókin hefir hlotið lof manna með næsta ólíkar skoðanir, svo sem Louis Armand, Marcel Dassault, Gaston Defferre, Valéry Giscard d'Estaing, Georges Izard, Pierre Laxareff, Francois Mitterrand og Jean Monnet. Fylgjendur ríkisstjórn arinnar og stjórnarandstæðing ar hafa rætt um bókina og deilt um efni hennar í útivarpi. IIVERiS eðlis er þá þessi ögr- un og þetta stríð? „Að fimmtán árum liðnum kann að verða svo komið, að þriðja mesta iðnveldi heims, næst á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, verði ekki Evrópa sjálf, heldur iðnrekst ur Bandaríkjamanna í Evrópu. Efnahagsbandalagið er aðeins á níunda árinu, en þó er þegar svo komið, að samtökin eru bandarísk í meginatriðum“. Hvernig á að bregðast við 14 milljarða dollara fjárfestingu Bandaríkjamanna í Evrópu, hvað um Bretland og andstöðu Frakka o. fl. o. fl.? Servan-Schreiber segir, að vandinn eigi upptök sín í rót um samfélagsins, evrópsku menningunni. Ungt fólk er ekki búið undir að keppa við Bandaríkjamenn í neinum af aðildarríkjum Efnahagsbanda- lagsins og jafnvel enn síður í Bretiandi. Ein ástæðan er kunn: Hér eru fáir viðskipta skólar. f Bandaríkjunum getur duglegur nemandi ávallt náð prófi í þeim fræðum einhvers staðar, enda þótt hann sé ekki bráðsnjall. Prófin í Evrópu yrðu sama nemanda að fóta- kefli og hann hrapaði niður á lægra svið viðskiptanna og yrði iðnaðarmaður eða verzlun armaður, en aldrei forustumað ur. TÖLUR sýna, að í unglinga skóla í Bandaríkjunum ganga 4J% unglinga á framhaldsskóla aldri 24% í Rússlandi, 16 % í Frakklandi, 7,5% í Þýzkalandi, 6,9% í ítalíu og 4,8% í Bret landi. Valery Giscard d'Estaing fyrr verandi fjármálaráðherra Frakka drap á þessar tölur þeg ar hann var að ræða bókina <’ið vinstri leiðtogann Franeois Mitterrand. Hann benti á að samkvæmt nútima hagfræði væri fjárfestingin undirrót aukningar, en menntunin væri ekki eins mikilvæg, og sagði síðan: „Nú, en ef þetta er athugað betur kemur í Ijós að hlut föllin snúast við og menntunar stigið í hlutfalli við það fé, sem til þess er varið, er mikil vægari þáttur efnahagsgrózku en höfuðstólsmyndun og fjár festingarhlutfall.“ Þe-tta eru byltingarkenndar hugmyndir. Engan þarf þvf að furða á, þó að Bandaríkiamenn með námsgráður sínar og kunn áttu nái smátt og smátt undir tökunum í efnahagslífinu í hin um kyrrstæðu þjóðfélögum Evrópu, þar sem nemanda er veitt viðtaka eftir prófum hans eða ætt. Og hvað á þá tH bragðs að taka? „Fyrst dettur manni að sjálf sögðu í hug, að treysta varn irnar og halda innráðandanum frá“, segir Servan-Schreiber. „En hætta er á, að sérhver vamarráðstöfun auki vandann. Þegar við leitum svarsins kom um við að kjarna málsins: Stríðið er ekki háð með doll FYRRI GREIN urum, olíu, stáli og jafnvel ekki með nýtízku vélum, — heldur frjóu ímyndunarafli og skipulagshæfileikum.“ HÖFUNDURINN hefir eftir bandarískum viðskiptajöfri, að franskir starfsbræður hans spyrji langsamlega oftast: „Hvernig farið þið að þessu?" Ljóst er, að manninum, sem spurður er, hvernig fara eigi að, verður ekki haldið frá. Það breikkaði aðeins tæknigjána. „tæknigjá" sé ekki alls kostar rétt og „stjómhæfnigjá" væri betra. „Guð er lýðræðissinni. Hann hefir dreift gáfum nokkurn veg inn jafnt um heiminn, en hann lætur okkur sjálfa um að skipu leggja nýtingu þessa aíls, sem hann hefir látið okkur i té. Þarna segir stjórnhæfnin til sín. Þegar á allt er litið er stjómhæfnin frjóasta listin. list listanna, þar sem hún skipu leggur nýtingu hæfileikanna.“ Bandaríkjamenn læra stjórn hæfni í viðskiptaskólum og síð ar í viðskiptalífinu sjálfu Evrópumenn læra þetta ekki í skólum sínum og ekki við- skiptalífinu, þar sem fyrirtæki í Evrópu eru oftast litt sveigj anleg og tíðast á valdi ákveð innar aðstöðu eða fjölskyldu, og maður með hæfileikana eina á þangað lítið erindi Þetta er vítafaringur. Hvi skyldi nem- andi Leggja stund á viðskipta- nám ef viðskiptafyrirtækin óska ekki eftir að ráða nann til sín? En viðskiptin öðlast ekki gróandi nema við njóti hreyfiafls þess, sem numið hef ir. Ekki er nema eðlilegt. að Bandaríkjamenn notfæri sér þetta ástand. ÞETTA er ógnunin við Evrópu. Þessi her hefir ráðizt inn í Evrópu eftir stríð, sótt fram og þjarmað svo að henni, að annað hivort verður hún að taka sig á sjálf eða beygja sig undir bandarísk yfirráð. Árið 1963 voru landvinningar þessa innrásarhers í Frakklandi einu orðnir sem hér segir: 40% olíudreifingarinnar, 65% af framleiðslu landbúnað arafurða, 65% af framleiðslu fjarskiptatækja, 45% af fram leiðslu gervigúms, o.s.frv. Bandarísk fyrirtæki ráða nú yfii kelmingi af smárafram- leiðslu (transistor) Evrópu og 80% af framleiðslu tölva. Ef til vill er furðulegast, að 90% af fjármögnun þessa ners eru runnin frá Evrópu sjálfri. Doll ararnir eru ekki sendir að vest an, heldur safnað hér. HVAÐ á að taka til bragðs gagnvart þessari bandaríkja- mótun í Evrópu? Á að sætta sig við hana, reyna að hafa vald á henni eða hafna henni? Giscard d‘Estaing sagði: „Er nauðsynlegt að sætta sig við ögrunina? Auðvitað verður að taka öllum áskorunum og þó þessari, sem er mikilvægari en allt annað. En eigum við að láta nægja að bregðast bein línis við henni sjálfri? Auðvit að ekki, þar sem í því felst vamarráðstöfun ein . . Við höf um okkar eigin innsýn, okkar ugin framtíð, og við eigum að móta þesa framtíð á þann veg, að við verðum færir um að svara þessari bandarísku ögr- un . . . Af þessum ástæðum veiðum við að sýna og sanna, að við stöndum jafnfætis að hæfni í efnahagsgrózku, sé- um jafnokar Bandaríkjamanna verðum ekki aðeins jafn vold ugir efnalega, heldur færir um að að móta okkar eigin menn- ingu og stjóma henni.“ Mitterrand, (sem hefir boðið sig fram til forseta og er einn þeirra þriggja, sem keppa að þvi að taka við af de Gaulle, Framhald á bls. L5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.