Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 12
12 TÍSVUNN FÖSTUDAGUR 18. nóvember 1961 Zcmtaklúbbur Akureyrar Kveðjusending Mer er þéssi dagur þrálhelgur. Nú eru liðin hundrað ag sextíu ár frá fæðingu Jónasar Hall- grímssonar, hundrað og tíu ár frá fæðingu paters Jóns Sveins sonar og tíu ár síðan Zonta- systur á Ajkiureyri hófu bernsku heimi'li hans úr lægingu og gerSf, að helgisetri. Hugkviæmni þeirra hefur orðið heilladrijúg og framkyæmdin gengiið með ágætum. Ýmsir ferðamenn héð an að sunnan, sem komið hafa í Nonnahús, eru hrifnir af dvöl sinni þar, og róma mjög kom- una þangað. Eitt sinn var ég starfsmaður þeirra Zointasystra í Nonna- húsi, og á ég þaðan dýrmætar minningar. I húsi paters Jóns ríkti jafnan hollur andi, og þar var alit með virðulegum blæ — jafnvpl ofar öllum skiln ingi. „Her getur aldrei orðið hversdagslegt“, sagði gagn merkur og þekktur gáfumaður er hann hafði átt þar stuindar- dvöl. Og ekki spilltu bær Zontasystur andrúmslofti í helgisetrinu, allar vel vaxnar starfi sínu. Virðuleiki þeirra og alúð_ hverfur mér ekki úr minni. Ég þakka þeim á þess- um merkisdegi liðnar samveru stundir, og óska þeim heilla i framtíðarstarfi. 16. 11. 1967. Kolbeinn Kristinsson. ÖKUMENN! Látíð stilla í tíma. HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Fljdt og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun Fleirí og fleiri nota Johns- Manvílle glerullareinangrun- ma með álpappírnum. Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það ódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4’ J M glerull og 214” frauð- piast.einangrun og fáið auk 'pess áipappír með. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum um land allt. — M A R I L U KVEN-PEYSUR Jafnve' flugfragt borgax sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. Sími 10600. ! Akureyri: j Glerárgötu 26. Sómi 21344. Auglýsið í Tímanum txB4 Eldhúsiö, sem allar húsmœöur dreymir um Hagkvœmni, sfílfegurö og vönduö vinna á öllu Skipuleggjum og gerum yöur fast verötilboö. Leitiö upplýsinga. ~rrri i i i ASJ5 ™ H i 11 PTI 'eB LAUGAVEQI 133 Blml 117BB HVERS VEGNA .... Framhald af bls. 5 minnimáttarkennd. Skóla- stjóri heimavistarskóla eins í Danmörku komst að því, að einn nemenda hans hafði geng ið í svefni úti í skógi nálægt skólanum tvær nætur í röð. Hann hafði verið í náttförum einum klæða, gengið með op- in augu, en augsýnilega stein- sofandi. Skólastjórinn hafði samiband við fjölskyldu pilts- in-s, og fékk þær upiplýsingar, að pilturinn væri haldinn mi'klu þunglyndi, því að hann hefði ekki þótt tækur í knatt- spyrnulið skólans, en knatt- spyroa væri hans aðaláhuga- mál. Skólalæknirinn lagði til, að áhugi drengsins á tennis yrði vakinn, og það kom í ljós, að þessi íþróttagrein hæfði honum mjög vel, og hann náði brátt fráíbærri leikni í henni. Hann komst brátt í úrvalslið skólans í tennis, og þegar þeim árangri var náð, haf'ði drengurinn öðlazt and- legt jafnvægi að nýju. Það er útlbreiddur misskiln ingur, að svefngengla saki aldrei, ef þeir detta eða verða fyrir slysi. Sannileikurinn er hins vegar sá, að það kemur oft fyrir, að svefngenglar slas- ast hættulega, þegar þeir detta rekast á eitthvað, og þar fram eftir götunum. Það er ein.nig mjög úbreidd ur misskilningur, að hættulegt sé að vekja svefngengla. Aðalrökin fyrir því eru þau, að þeir verði svo flemtri slegnir, þegar þeir átta sig á aðstæðum, að þeir geti misst vitið, eða eitthvað því um líkt. Þetta eru gamlar kerlingabæk ur, sem ekkert mark er tak- andi á. Þegar svefngenglar'éru vaktir, eru viðbrögð ' þéirra ósköp svipuð og hjá öðrum, sem hastarlega eru vaktir upp ai værum blundi. Og í raun og veru ber skylda til að vekja fólk, sem gengur í svefni, því það ge.tur heldur betur farið sér að voða, eins og vitað er, ef ekki er tekið í taumana. Auðvitað á aldrei að vekja svefngengil, sé hann staddur á hengiflugi, ellegar hafi hann klifrað upp í tré. eð:i þvi um lí'kt, að minnsta kosti verður að gæta ýtrustu varkárni, fum og fát má ekki eiga sér stað. Yfirleitt þarf ekki annað en taka í handlegg svefngengils- ins, hrista hann og tala ró- lega til hans til að hann vakni og geri sér grein fyrir að- stæðunum. Yfirleitt eru svefngenglar fremur rósamir og hættuiaus- ir, en þó getur brugðið út af þessu, og vitað er um rnokkra svefngengla, sem hafa framið morð. Fyrir nokkrum árum síðan skaut maður nokkur eiginkonu sína í svefni. Hann sagði fyrir rétti og virtist mjög sorgbitinn, að hann ■ hefði ekki vaknað fyrr en konan hef'ði legið látin í blóði sínu margar klukku- stundir. Kviðdómendur tóku þetta mátulega trúanlegt fyrst í stað, en læknar gáfu þann úrskurð, að þetta gæti vel átt við rök að styðjast, þar sem sannað væri, að svefngenglar gætu framið glæpi eða gert annan óskunda meðvitundar- laU'Sir, og þyrf.tu alls ekki að vakna, enda þótt þeir fremdu mikinn hávaða. Maðurinn var sýiknaður. Það þarf ekki sálarflækjur eða geysilega örðugleika nil, — jafn hversdagsilegir athurð ir og heimiliserjur, geta knú- ið fólk til að ganga í svefni. 19 ára gömul stúlka átti vanda til þess að ganga í svefni nokkrum sinnum í viku hverri Hún gekk alltaf rakleiðis í svefnherbergi móður sinnar, beygði sig niður og kyssti hana á vangann, og fór siðan aftur inn í herbergi sitt og uipip í rúm. Hún hafði galopin augu, en þegar móðir hennar yrti á hana og spurði hverju þetta sœtti, svaraði hún alls ekki. Sálfræðingur stúlkunnar komst að raun um að sam- komulagið milli þeirra mæðgna hefði verið afleitt að undanförnu, og þær hefðu ekki talazt við í marga mán- uði. Hann dró róttilega þá ályktun af háttalagi stúlkunn ar, a'ð innst inni óskaði hún þess, að allt félli í Ijúfa löð á heimilinu. Það er algengara, að börn gangi í svefni, heldur en full- orðið fólk. Ótti baraa og sekt- artilfinning getur orsakað svefngöngur, þótt ekki sé það beinlínis algengt. Lögreglu- þjónn einn í smálbæ í Dan- mörk-u varð nótt eina var við derngsnáða, sem gekk um kjökrandi og hélt á undirskál með mjólk í. Hann tautaði: — Fyrirgefðu kisa mig, fyrir- gefðu, héraa er ég með mjólik hanida þér. Lögregluþjónninn sá engan kött og fannst eitt- hvað athugavert við þetta. Hann gaf sig á tal við dreng- inn, en hann sinnti honum ekki í neinu, heldur starði stjörfum augum fram fyrir sig. Löareglulþjónninn áttaði ■ sig á því, að drengurinn gekk í svefni, og vakti hann gæti- lega og keyrði hann heim, en það kom upp úr kafinu, að drengurinn hafði gengið með undirskálina meira en kíló- meters vegalengd. Foreldrar drengsins urðu sem steini lost in yfir þessu, því að þetta háfði aldrei kopiið fyrrr áður. ’ Nofckru síðár ehdúrtók þetta sig á alveg sama hátt, en for- eldrarnir urðu þess varir og náðu í hann. Þegar þetta vildi til í þriðja skiptið fóru þau með drenginn jtil læknis. Jafns'kjótt og hann haðfi unn ið traust drengsins, fékk hann skýringu á þessu atferli hans. Það kom upp . úr kafinu, að drengurinn hafði í ógáti drep ið kött með smábyssu, sem hann hafði fengiö í afmælis- gjöf. Hann hafði grafið kött- inn, en fleygt byssunini, en á hverri nóttu hafði hann dreymt köttinn. Drengnum leið strax miklu betur, þegar hann hafði létt á sér, og smám saman róaðist hann og gekk ekki oftar í svef ni. Það liggja margar fleiri or- saikir fyrir því, að börn ganga í svefni, til að mynda myrk- fælni, innilokunarkennd, skort ur á aðlögunarhæfni, ýmis kon ar vonbrigði og margt margt fleira. Ekki er mikil hætta á, að börn, sem í flestu tilliti eru heiílbrigð og í sálrænu jafnvægi, verði haldin þessari áráttu til frambúðar. þótt það komi fyrir einu sinni eða tvisvar vegna sérstakra at- vika. En ef þetta verður að áráttu, og kemur fyrir oft og reglulega, er það _ greinilegt merki um, að bannið sé ekki í sálrænu jafnvægi, og þá er ekki annað að gera en leita læknis En yfirleitt geta foreldrar leyst málið, ef þeir taka það réttum tökum, og fara ekki • sjálfir úr jafnvægi fyrir bragð- ið. Þaö á að tala rólega um þetta við börnin, reyna að fá það til að láta uppi ástœðuna fyrir því, sem þau hrjáir. For- eldrar mega ekki láta sem þetta sé eitthvað hræðilegt, sem verði að draga dul á, á þann hátt er ekki haegt að gera barninu úrlausn. ( Þýtt og endursagt). MINNING Framhald af bls. 6. Sjó stundaði Einar lengi fram- an af á árabátum, en síðari ár- in á opnum vélbát. Oft þurfti langt að sækja á mi'ðin og vinnu- dagur var langur og erfiður. Mest an hluta ævi sinnar var Einar fatlaður á fæti og oft þjáður af jþrautum í fætinum. Aldrei varð þess þó vart, að hann drægi af sér við vinnu, og þaðan af síð- ur að hann kvartaði um lasleika. Hann var alia tíð farsæll for- maður og aflasæll, og mér er ekki kunnugt um. að honum hafi nokkru sinni hlekkzt á íróðri. Við sunnanverða Austfirði eru straumar harðir, þokur tíöar og veður ótrygig. Það var ekki heigl- um hent að leggja í róður í svarta þobu, sigla marga klukku- tsíma út fyrir yztu nes, láta reka daglangt við handfæraveiðar og ná svo landi á réttum stað. Mér er til efs, að margir hinna lœrðu sjóstj órnarmanna lékju slíkt eft- ir nú í dag án nokkurra sigl- ingatækja annarra en ólei'ðrétts áttavita og heillbrigðrar skyn- semi. En austfirzku sjómennirn- ir á fyrstu áratugum þessarar aldar lærðu af lamgri reynslu að átta, sig á veðri, vindi og sjó- lagi, fylgjast með faHaskiptum og meta straumhraða. Með Ein- ari á Ekru er fallinn í valinn einn slíkra kiU'nnáttumanna. Ég, sem þetta rita, átti því láni að fagna á mínum unglings- árum, að vera eitt sumar sjó- maður hjá Einari. í minningunni er einstaklega bjart yfir þessu sumri. Ég get vart hugsað mér betri vinnuskóla fyrir ungling, en vera í skiprúmi hjá homum. Hanm umgekkst unglinga með mærgætni og hlýleik. Hann var (þéim sem öðrum til fyrirmyndar um tillitsseimi, fágaða framkomu og vanda® orðbragð. Hann hafði megna ó'beit á illu umtali og ruddaskap. Á bátnum hjá Einari riikti ávaillt glaðværð og gott sa'mkomulag. Hann kunni þá list, að stjórna öðrum án þess að vera valdsmannsleg'Ur eða fráhrind- andi. Hjá honum urðu því flest stö:f sem leikur, og voru þó af- köstin ekkert minni fyrir það. Á uppvaxtarárum Einars áttu fátæk ungmenni þess lítinn kost að afla sér menntunar, sízt þeir, sem ólust upp hjá vandalausum. Eins og nœrri má geta, varð lít- ið urn skólanám hjá Einari, enda þótt hann hefði til þess mikla. löng'un og góða hæfileika. Hann lærði a® skrifa eftir forskriftum' ýmissa manna, sem voru honum samtíða, og síðan æfði hann sig eftir gömlum sendibréfum. Hann skriíaði sérkennilega en stílfal- lega rithönd og gott mál ritaði 'hann og talaði. Hann var vel að sér í fornsögunum, enda hafði ihann verið látinn lesa upphátt úr fslendi'ngasögunum, þegar hann var drengur. Hann var mjög góður upplesari. Einar var meðalmaður á hæð, sviphreinn og eygður vel. Hann var greindur maður og sikýr í hugsun. Framikoma hans ein- kenndist af prúðmennsku, jafn- lyndi og einstakri hlýju. Hann var æðrulaus og grandvar svo af bar, hafði næma kímmgáfu og sagði einstaklega skemmtilega frá ŒCímni hans var þó ávallt laus við græzku eða biturleik. Enga átti hann sér óvildarmenn og lagði ætáð gott til mála. Sem heimilisfaðir var hann frábær og börnum sínum sönn fyrirmynd. Harnn var um flest sannkallaður igæfumaður. Ævikvöld sitt naut hann líka hlýju og ástríkis i sfcjóli konu sinnar, baraa og barnabarna. Við, sem kynntumst honum munum ávallt minnast hans með vinðingu. Unnsteinn Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.