Tíminn - 10.12.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.12.1967, Blaðsíða 7
fíTTNNTTDAGUR 10. desember 1967. TÍMINN ÍSIÉWI Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN ITramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Rltstjórar: l>órarinn ÞórarinssoD (áb) Andrés Krlstjánsson, J6n Helgason og Indrlði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjornar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrinjur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Kddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifsofur: BankastræO 7 Af- greiOslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 AOrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 a mán Innanlands. — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — PrentsmiBjan EDDA n. t. Skemmdarverk ráðgert Á síðari áratugum hefur risið upp í landinu allveru- iegur fataiðnaður- Það er í samræmi við það, sem gerzt hefur nær alls staðar annars staðar, að hver þjóð fram- leiðir sjálf sem mest af þeim íatnaði, sem hún nú notar, enda virðist fátt eðlilegra og sjálfsagðara. Hinn íslenzki fataiðnaður hefur vitanlega þurft að berjast við hina venjulegu barnasjúkdóma, sem m.a. fylgja því, þegar þjálfun starfsfólks og ýmislegt annað er á frumstigi. Hann hefur hins vegar verið að komast smám saman yfir þetta og náð batnandi árangri í verðlagi og vörugæðum. Seinustu misserin hefur verið flutt inn miMð af er- lendum fatnaði og hefur a.m,k. í nokkrum tilfellum verið um augljós undirboð að ræða. Slíkt er oft venja erlendra seljenda, þegar þeir eru að ná fotfestu á framandi mark- aði. íslenzki markaðurinn er sá mínnsti í heimi. Skapast því fljótt hallarekstur hjá ísienzkum fyrirtækjum, þótt þau missi ekki nema hluta hans. Vegna áðurnefnds inn- fhitnings hefur myndast samdráttur í íslenzka fataiðnað- inuin og mun hann þegar hafa fækkað við sig starfs- fólM svo nemur hundruðum. Enn vinna þó við hann mörg hundruð manns- Þess virðist skammt að bíða, að það misa'eirinig atvinnuna, ef fyrirætlanir ríkisstjórnar- hmar Qg.J^rfræðinga hennar ganga fram. Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eru þær, að lækka nú hlutfallslega miklu meira tolla á tilbúnum fatnaði en efni til fatnaSar. Bæði fulltrúar frá iðnaóinum og verkalýðssamtökunum hafa mótmælt þessum fyrirætl- unum, en stjórnin lætur sig mótmæli þessara aðila litlu skipfa, enda mun hún þykjast hafa öll ráð verka- lýðssamtakanna í hendi sér siðan verkföllunum var aflýst á dögunum. Verði tollalækkun fram'kvæmd með þessum hætti, er það til einskis frekar líklegt en að ríða fataiðnaðinum að fullu. Og þetta er gert á þeim tíma, þegar margt af við- komandi starfsfólki er búið að fá þá þjálfun og æfingu, sem þarf til þess að reka fataiðnað með batnandi ár- angri. Alla þá þjálfun og kunnáttu í að láta fara for- gðrðum. En ríkisstjórnin er ekki að hugsa uom það. Hún er ekki að hugsa um, þótt hundruð manna missi atvinnuna. Hún trúir því, að auðveldara sé að stjórna, þegar við- haldið er „hæfilegu atvinnuleysi" Og hún er reiðubuin til að færa miklar fórnir til að komast í EFTA og EBE. En fnp íslenzku sjónarmiði hlýtur það að teljast hreint skemmdarverk að ætla að leggja niður atvinnugrein eins og fataiðnaðinn og svipta hundruð manna þannig at- vinnunni. \ Verk Steingríms Ungir stjórnmálamenn, sem nýlega ræddust við í út- varpinu, voru sammála um, að mikið framfaraspor var stigið, þegar húsnæðismálastofnunin hóf starf sitt. Þá var Steingrímur Steinþórsson, félagsmálaráðheiru, og var húsnæðismálastofnunin meira verk hans en nokk- urs manns annars Fyrir Framsóknarmenn er ánægjulegt- að minnast þess, að það eru forustumenn hans sem markað hafa stærstu framfarasporin í húsnæðismáiunum. Fyrsta spor ið var byggingar og landnámssjóður en í kjölfar hans komu verkamannabústaðirnii Síðar komu lögin um byggingarsamvinnufélög og loks húsnæðismálastofnunin. ERLENT YFIRLIT I Kemur Wallace í veg fyrir að Nixon verði í framboði? Áróður Wallace's gegn Washington fær góðar undirtektir ÞAÐ MÁ segja, að hagur Jolhnsoín Bandaríkjaíoriseta hafi heldur vænfcazt seinustu dagana. Skoðanatkannanir hafa leitt í ljós, að almenningsálitið er að verða honum hagstœðara aftiur en orðið var um skeið, þ. e. að fleiri eru nú fylgjandi stefnu hans í Vietnamstyrjöld- inni en var í sumar og haust. Þá hafa aðrar skoðanakannanir leitt í ljós, að forsetinn myndi sigra Nixon, ef þeir leiddu nú saiman hesta sína í ffcrsetalkiosn ingunum. Um skeið voru niður stöður skoðanakannanna orðn ar á þá leið, ag Johnson myndi bíða ósigur fyrir hvaða forseta efni repuhlikana sem vœri. Amnað tom eiinnig í ljós í þessum skoðanakönnunum, sem vakti mikla athygli. Þetta var það, að Wallace, fyrrum ríkis stjóri í Alabama, myndi fá verulegt fylgi, ef hann væri í framtooði ásamt þeim Johnson og Nixon. Niðurstöðurnar sýndu, að Wailace myndi fá um 12% af greiddum atkvæð >um. Það virtist einnig koma í ljós, að hann tæki mun meira frá Nixon en Johnson. I.Iunur inn var minni á Johmson og Nixon þegar spoirt var um, hvern menn myndu kjósa, ef aðeins væri valið milli þeirra tveggja. E'INS og sakir standa aú, má telja það nokkurn veginn víst, að Wallace verður í framboði, ef Nixon verður frambjóðandi republikana og Johnson fram bjóðandi demókrata. Wallace hefur margsinnis lýst yfir því að hann muni því aðeins draga sig til balka, að annar hvor aðai flokkurinn tilnefni framibjóð- anda, er sé honum að skapi. Hann segist engan mun gera á þeim Johnson og Nixon. Þeir hafi bæði líka skapgerð og svipuð sjónanmið. Eina forseta efnið ,sem Wallace kannski sætti sig við, væri Reagan. Annars bendir nú flest til þess, að Wallace verði í fram boði, án tiMit til þess hverjir verða frambjóðendur aðalflokk anna. Hann hefur að undan- förnu ferðast víða um Banda ríkin og haldið fundi. Víðast hefur hann fengið góða aðsókn og undirtektir. Fjárráð virðist hann ekki skorta. Wallace er. allgóður ræðumaður og hefur lag á að tala til tilfinninga fólks. Segja má, að það sé fyrst og fremst eitt atriði, sem Wallace leggur höfuð áherzlu á í áróðri sínum. Vald sambandsstjórnar innar í Washington er orðið alltof mikið. Þangað dregst alltaf meira og meira vald, en sjáHfftjórn hinna einstöku rákja minnkar að sama skapi. Af þessu stafi hverskonar spilling og vanræksla. M. a. sé löggæzl an vanrækt og í skjóli þess vaði allskonar öfgaöfl uppi. Þessu verði að breyta. Sjálf- stjórn hinna einstöku ríkja verði að aukast og samdrátiur valdsins í Wasihington að Wallace og málverk af honuuu minaka. Eiginleika kennir WaUace Washington um allt, sem miður fer. Sá áróður hans fœr furðu góðar undirtektir. Þá fær það einnig góðar und irtektir að Wallace segir það verða sitt fyrsta verk seim for- seta að efHa löggæsluna. Wallace minntist ekki veru- lega á blökkumenn í ræðum sínum. En bak við kröfu hans um aukið vald hinna einstöku ríkja íellst ekki sízt það, að þaiu fái sem mest sjélfdæmi um hvernig hátta skuli samibúð kynþáttanna.Suðunríkin myndu þá t d. fá vald til að ákveða, hvort svört og hvit börn væru í samskólum eða ekki. ÞAÐ VIBÐAST einkum vera tveir stéttahópar, sem eru mót tækilegastir fyrir áróðri Wall- ac's í fyrsta lagi eru það efna minni og launalægri verka- menn. Þeir þurfa að keppa við blökkum. á vinnumarkaðinum og þurfa einnig oft að búa í hverfum með þeim. Wallace tal ar líka oft í ræðum sinum um hina gleymdu hvítu fátæklinga, sem enginn sinni. Hann lýsir sér sem einlægum verkalýðs- sinna, er vilji bæta kjör þeirra, sem verst eru settir. . í öðru lagi eru það svo efna minna atvinnurekendur og kaupsýslumenn, sem virðast aðhyllast Wallace. Hann lýsir því átakanlega, hvernig stór- kapitalistarnir og valdhafarnir í Washington níðist á þessu fólki. Það á ekki sízt sinn þátt í hylli Wallace's að hann þyk ist ekki vera neinn vinur ajð- valdsins. Þegar allt kemur til alls, er það þó vafalaust óttinn við vax andi áhrif og uppvöðslusemi blökkuimanna, sem gefur Wallace mestan byr í seglin. UM PyBIBHUGAÐ framboð Wallace's má annars segja, að fátt er svo með öllu illt, að ekM fylgi nokkuð gott. Líklegt er að hafi veruieg áhrif á framboð republikana, hvort Wallace verður í framboði eða ekki. Það er ekki aðeins byggt á skoðanakönnunum, heldur ýmsu öðru, að framboð Wall- ace's myndi mjög draga úr sig urvonum Nixons og annarra hægri sinnaða republikana. Þeir verða þá að gefa upp von ina að vinna suðurr., en reyna í staðinn að einbeita sér að norðurríkjunum. Sigurvonir beirra byggjast þá mest á þvi að vinna frjálslynda kjósendur í norðurríkjunum frá Johnson Til þess að vinna hylli þeirra er enginn vænlegri en Nelson Bockefeller. Afturhaldsmenn í flokki republikana, sem mestu ráða í flokkssamtökunum, vilja hins vegar engan síður en Nelson Bockefeler. Ekkert getur breytt þeirri afstöðu þeirra annað en það, að hann sé eini framibjóðandi þeirra, sem hefur möguleika til að sigra. Um Bockefeller er þvi sagt nú, að hann sé það forsetaefni repu blikana, sem sé líklegast til að sigra, en ólíklegast til að verða tilnefnt af flokknum- Fram boðsbrölt Wallace's væri ekki til einsLis, ef það yrði til að breyta því siðarnefnda. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.