Alþýðublaðið - 25.11.1988, Side 1

Alþýðublaðið - 25.11.1988, Side 1
Grœnfriðungar í V-Þýskalandi ÁTÖK VID VERSLANIR ALDI „Málið er að verða alvarlegra með hverri vikunni sem líður, “ segir framkvœmdastjóri Sölustofnunar lagmetis Fulltrúar Aldi fyrirtækisins í V-Þýskalandi sendu í gær neyöarskeyti til Sölustofn- unar lagmetis vegna mikilla mótmæfaaðgerða grænfrið- unga í Hannover Minden, Salzgitter og Goslar. í skeyt- inu er talað um „beatings and battles“ eða stympingar og átök og segir Aldi fyrir- tækið að það muni þegar i stað hætta að kaupa rækju frá íslandi ef ekki tekst að stöðva þessi mótmæli á stundinni. Þetta eru afar alvarlegar fréttir fyrir ísland. Aldi hefur keypt afurðir af íslendingum fyrir 400 milljönir króna á síðustu 12 mánuöum. Þetta er megnið af sölu landsins til V-Þýskalands, þar sem keypt er rækja fyrir 600-700 milljón- ir króna. Um leið hefur Aldi keypt tæpan helming af allri sölunni til Evrópu í heild, eða 400 af tæplega 1.000 milljón- um króna. Að sögn Theódors S. Halldórssonar framkvæmda- stjóra Sölustofnunar lag- metis, eru þetta einhver allra alvarlegustu tíðindin sem spurst hafa í undangengnum deilum vegna hvalveiða ís- lendinga. SL hefur tilkynnt stjórnvöldum um aógerðirnar og bíður svara. „Málið er að verða alvarlegra með hverri vikunni sem líður. Við höfum sagt í marga mánuöi að það verði að draga í land í hvala- málinu. Þessar aðgerðir nú gerast við hápunkt okkar sölu ytra, jólasalan er f gangi. Við bíðum nú eftir viðbrögð- um stjórnvalda" sagði Theódor. Ferðaskrifstofa ríkisins Eimskip með baksamninga sagði fjármálaráðherra á Alþingi í gœr Við söluna á stærstum hluta rikisins í Ferðaskrif- stofu ríkisins (nú Ferðaskrif- stofa íslands) til starfsmanna FR gerði Eimskipafélag ís- lands baksamning við starfs- menn, samkvæmt því sem Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á Alþingi í gær. í gær svaraði fjármálaráð- herra fyrirspurnum Geirs H. Haarde um sölu ríkisfyrir- tækja. í svörum ráðherra sagði hann meöal annars að Ólafur Ragnar: Sala Ferðaskrif- stofu ríkisins ekki til eftirbreytni. Alþýðubandalagið væri ekki á móti slikri sölu, en að reynsl- an af sölu ferðaskrifstofunn- ar hefði sýnt, að vanda þyrfti betur til vinnubragða en gert var í tíö síðustu rikisstjórnar. Slíkar sölur þyrftu að hafa lengri aðdraganda, skýrari reglur og opnari umfjöllun. Þetta þyrfti að gera til að koma í veg fyrir að einstök fyrirtæki, sem væru fyrst og fremst að hugsa um út- þenslustefnu sínaog hugs- anlega drottnunarstefnu sína á ákveðnum markaði, notfæri sér slikar aðgerðir, sem áttu að vera í þágu starfsfólks, til þess að styrkja rekstrarstöðu og drottnunarstöðu viðkom- andi stórfyrirtækis. Ráðherra sagði að krafan um einkavæðingu fæli, and- stætt atvinnulýðræðisstefn- unni, í sér að stórfyrirtæki hvers konar geti keypt sig inn í þann hlut sem ríkið hefur átt. Sagði hann að það væri hugsanlega þessi aðferð sem Eimskipafélagið ætlaði sér að beita gagnvart Feröaskrif- stofu ríkisins með því að gera baksamning við starfs- fólkiö. Ekki ber á öðru en að Karl Steinar Guðnason sé hæstánægður með hinn nýkjörna varaforseta Alþýöusam- bands islands Rögnu Bergmann. Sjá einnig umfjöllun um ASÍ-þingið á baksiðu. A-mynd/G.T.K. SNARPAR UMRÆÐUR UM GRÓDUREYÐINGARMÁL Jón Sigurðsson sakaður um að hvetja til aðgerða gegn bœndum Alþingi Jón Sigurösson: Það er samband á milli sölumála landbúnaðarins annars vegar og gróðurverndar og landnýtingar hins vegar. Vaxtamálin BANKARÁDSMENN MINNTIR Á STEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR Snörp orðaskipti urðu á Al- þingi i gær vegna ummæla Jóns Sigurðssonar viðskipta- og iðnaöarráðherra á flokks- þingi Alþýöuflokksins um síðustu helgi um geigvæn- lega gróðureyðingu landsins. Pálmi Jónsson Sjálfstæðis- flokki fór fram á umræöur utan dagskrár vegna orða ráðherrans, um aö ef til vill sé eina ráðið gegn gróður- eyðingunni, að efna til her- ferðar meðal almennings um að hann hætti að kaupa kjöt af þeim dýrum, sem alin eru á beit á afréttum í uppblást- urshættu. Ráðherrann tók fram að þetta ætti bæöi við um afurðir sauðfjár og hrossa. Pálmi Jónsson og fleiri þingmenn andmæltu og sögðu ummælin ekki hæfa ráðherra. „Það er samband á milli sölumála landbúnaðarins annars vegar og gróðurvernd- ar og landnýtingar hins veg- - ar,“ sagði Jón Sigurðsson. „Það er fáránlegt að leggja þetta út, eins og sumir ræðu- menn gerðu, m.a. málshefj- andi, að ég hafi verið að hvetja til aðgerða gegn bændum og verið með kulda- legar yfirlýsingar í þeirra garð. Það vil ég alls ekki.“ Jón sagðist fyrst og fremst vera að vekja athygli á gróð- ureyðingunni. „Kannski of- býður almenningi einhvern tímann að það sé verið af al- mannafé að borga niður til útflutnings framleiðslu sem búin er til með því að ganga allt of nærri landinu," sagði Jón Sigurðsson. Fulltrúar Seðlabanka og viðskiptaráðuneytisins áttu s.l. miðvikudag fund með bankaráðsmönnum i rikis- bönkunum til að árétta hlut- verk bankaráðanna við mótun stefnu bankanna i vaxtamál- um. Eins og fram hefur komið telur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra lækkun nafnvaxta 21. nóvember ekki nægilega. í samtali við blað- ið sagði Jón að því hefði verið komið til skila að við þyrfti að bæta myndarlega 1. desember. Þá sagði Jón að taka þurfi áfanga til þess að lækka raunvextina sem allra fyrst. „Ég tel aó þessar viðræður muni hafa mjög hagstæð áhrif á framhaldið I vaxta- málunum. Ég er mjög ánægður með þennan fund,“ sagði Jón Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.