Alþýðublaðið - 25.11.1988, Side 2

Alþýðublaðið - 25.11.1988, Side 2
2 Föstudagur 25. nóvember 1988 MÞYBUMBIfi Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. AÐ VINNA SAMAN Skoðanakannanir um fylgi við stjórnmálaflokka vekja ævinlega nokkraathygli. Þó að í þeim gæti dægursveiflna þá gefa þær vísbendingar um hug kjósenda og segja til um hlýðni við flokka. Með stuttu millibili hafa tveir fjöl- miðlar greint frá niðurstöðum kannana sem fram- kvæmdar voru með um það bil tveggja vikna tímabili. Annars vegar er um að ræða þjóðmálakönnun Morgun- blaðsins sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði 9.-14. s.l. og hins vegarsímakönnun DV sem varfram- kvæmd í þessari viku. Athugun Félagsvísindastofnunarer forvitnileg. Hún staðfestir að kjósendur eru ekki allt of uppteknir af einstökum flokkum. Framsóknarflokk helst einna best á fylgismönnum, þar sem 7 af hverjum 10 hafa ekki yfirgefið flokkinn frá síðustu kosningum. Alþýðu- flokki fylgja hins vegar aðeins 4 af hverjum 10 úr síðustu kosningum. Aðrir hafa annað hvort yfirgefið flokkinn eða eru í biðstöðu. Lausafylgi hrúgast sem fyrr á Kvennalist- ann, en ef tölur eru skoðaðar eru háttvirtir kjósendur ein- hvers staðar áflakki. Aðeins 42% af þeim sem játa stuðn- ing við einhvern flokkanna segjast gera það af því að þeir séu ánægðir með flokkana. Oánægja meö aðra flokka ræðurvali 37% kjósenda. Það ersvolítið undarleg niður- staða að það skuli vera álíka gagnlegt fyrir forystumenn flokkanna að efla óánægju með aðra flokka eins og að eyða púðri í að sannfæra kjósendur um ágæti síns eigin flokks. Kvennalistinn sem hefur verið utan við lands- stjórnina, flýtur mest á því að hinir flokkarnir eru í augum kjósenda ennþá verri kostur en þær. Alþýðuflokkurinn hefur fengið heldur bágt hjá þjóðinni allt frá því að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð. Ráðherrar flokksins urðu samnefnarar þess sem aflaga fór í rlkisstjórn Þorsteins. Niðurstaðan í könnunum Félagsvísindastofnunar og DV bendir til þess að væntan- legir kjósendur vilji skýrari línur í pólitíkinni. Um miðjan nóvember eru aðeins 6 af hverjum 10 kjósendum Alþýðu- flokksins við síðustu alþingiskosningartilbúnirað greiða flokknum atkvæði. Hann hefur stærstan hóþ allra þeirra sem eru í biðstöðu. Um síðustu helgi urðu ef til vill þáttaskil. Formenn Al- þýðuflokks og Framsóknar tóku viljandi eða óviljandi af skarið og sendu með eftirminnilegum hætti skilaboð út í þjóðfélagið, erþeirávörpuðu sællarminningarflokksþing hvor annars. í skoðanakönnun DV nú að loknum flokks- þingum kemur endurvarþ frá þjóðinni. Alþýðuflokkur eykur fylgi sitt um tæp 50% frá því í seþtemþer og Fram- sókn bætir merkjanlega við sig fylgi. Samanlagt eykst fylgi þessara flokka úr 32,3% f 39,6%. Á sama tíma missir Alþýðubandalagið, þriöji ríkisstjórnarflokkurinn, líklega þriðjung. Formaður Alþýðuflokksins lætur hafa það eftir sér að stórkostlega fylgisaukning Alþýðuflokks sé vegna þess að fólk brennimerki flokkinn ekki lengur fyrir gjörðir fyrri ríkisstjórnar. Þessi skýring ervitanlegaekki fullnægjandi. í könnun Morgunblaðsins fyrir hálfum mánuði sýndu fylgistölur Alþýðuflokks allt annað en nú. Þá var fylgið við flokkinn nákvæmlega það sama og DV mældi í seþtem- ber. Nú að afstöðnu flokksþingi bætir Alþýðuflokkur helmingi viðsig. Líklegastaskýringin áfylgisaukningunni er sú að formennirnir Steingrímur og Jón Baldvin réttu þjóðinni hjálparhönd með táknrænum ávörpum á flokks- þingunum. Þettaskulu menn hafa i huga. Engin skýring er nærtækari. Þetta eru skilaboð frá þjóðinni um að menn vinni saman. í hönd fara válegir tímar. Því hafa for- mennirnir báðir hvíslað að þjóðinni. Þeir verða að taka á málum sameiginlega. Fólk vill nánari samvinnu þeirra lýð- ræðisafla sem standa að flokkunum þáðum. ÖNNUR SJÓNARMJÐ „Vestur í Ameríku hafa bændur uppgötvað að óþarfi er að eyða fjármunum i pipuhlið. Nóg er að mála rendur á veginn," segir i Eystrahorni. í bæjarblaðinu Eystrahorni á Höfn í Hornafirði fór fram all merkileg umræða 17. nóvem- ber sl. um pípuhlið, málaðar rendur á vegum og háhælað- ar konur á Höfn. Gefum Eystrahorni orðið: „í Vestur-Ameríku hafa bændur uppgötvað að óþarfi er að eyða fjármunum i svo- kölluð pipuhlið. Nóg er að mála rendur á veginn. Pípu- hliö eru oftast þannig gerð að lögð eru járnrör þvert yfir veginn. Húsdýr s.s. kýr og fé leggja ekki útá svona hindrun en bílum má auðveldlega aka yfir. Kosturinn við þetta er að sjálfsögðu sá að skepnum er haldið á sínum stað en mannfólkið kemst sinna ferða án þeirrar fyrirhafnar að opna og loka hliðum í sifellu. En hvernig skyldi standa á því að kýr þora ekki yfir pípu- hliðalíki þar sem rendurnar eru bara málaðar á veginn?" Til að svara þessu vitnar Eystrahorn í vísindatímaritið New Scientist (11. feb. 1988). Þar kemur fram sú vísinda- lega niðurstaða að kýr forðist það að ganga yfir málaðar rendur á vegum vegna þess að þær hafa sameiginlegan reynsluheim: „Jú, skrifar R. Sheldrake í New Scientist (11. feb. ’88), það er vegna þess að kýr hafa sameiginlega meðvitund eða reynsluheim. Öll dýr geta móttekið reynslu frá öðrum dýrum sömu tegundar með einskonar hugsanaflutningi. Standi skepna frammi fyrir nýrri upplifun s.s. pípuhliði, sendir önnur sömu tegundar, sem hefur upplifað samskon- ar atvik, þegar viðvörunar- merki sem nær i gegnum tíma og rúm. Þær kýr sem hafa hrasað í pípuhliði senda skilaboð til vestur amerískra kúastofna um að halda sig frá pípuhliðunum. Og ekki getum við álasað kúnum fyrir að rugla saman ekta pípu- hliði og pípuhliðaliki. Sheldrake nefnir einnig að gerð hafi verið ein tilraun með málað pípuhliðalíki og grisi. Tilgangurinn var að at- huga hvort ósjálfráð eðlis- hvöt grísanna varaði þá við röndunum. Tilraunin mistókst að hluta þar sem grísirnir átu rendurn- ar. Þær höfðu nefnilega verið málaðar með vatnsmálningu sem innihélt aukaefnin egg og mjöl.“ Þessar íhugunarverðu niö- urstöður verða Eystrahorni einnig tilefni til að rifja upp grein eftir séra Baldur Krist- jánsson, ritstjóra, sem birtist þar 2. júnf sl. í númeraröðinni nr. 22. Gefum Eystrahorni enn orðið: „Þar fjallar B.K. um greni- stuld í Einarsskógi og nefnir i leiðinni að pípuhliðið við innkeyrsluna til Hafnar þjóni þeim tilgangi að varna kon- um á háhæluðum skóm út- göngu úr kauptúninu. Við verðum þvi bara að vona að konur hér á svæðinu hafi líka sameiginlegan reynsluheim og varist þessa kvenna- og húsdýragildru. Annars gæti það verið góð lausn fyrir konur á háum hælum að þessi platpiputil- raun væri framkvæmd hér, þá væri hægt að komast slysalaust úr bænum. En kannski er áhættan of mikil, er ekki grasið ailtaf grænna hinum megin?“ Svo skrifar Eystrahorn og leggur þar með athyglisvert íhugunarefni fyrir yfirráðend- ur vegamála í landinu. Nema náttúrlega að pípuhliðin þjóni þeim leynda tilgangi að varna konum þess að laum- ast burt frá heimahögunum? EINHVERNTÍMAieiddi Helgarpósturinn sálugi rök að því að öll dómara- og sýslumannsembættin í land- inu skiptust til helminga á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skv. ára- tugalangri helmingaskipta- reglu flokkanna. Hörður R. Ólafsson, hæstréttarlögmað- ur, kveður sér hljóðs á síðum DV í gær og beinir spjótum sínum að Framsóknarflokkn um: „Æviráðning þessara manna til að fara með dómsvald, fógetavald, ákæruvald og lögregluvald yfir ís- lendingum er ótrúleg siðspill- ing,“ segir Höröur R. Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, í kjallara- grein. „Jón Eysteinsson er bæjarfógeti í Keflavík og sýslumaður i Gullbringu- sýslu. Hann er sonur Ey- steins Jónssonar, ráðherra Framsóknarflokksins. Þorgeir Þorsteinsson er lögregiustjóri á Keflavikur- flugvelli. Hann er sonur Þor- steins Jónssonar, kaupfé- lagsstjóra á Reyðarfirði. Birgir Már Pétursson er bæjarfógeti í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarn- arnesi, sýslumaður í Kjósar- sýslu. Hann var formaður FFS 1962-1964, erindreki Framsóknarflokksins 1962- 1963 og öðru hverju til 1966, varaborgarfulltrúi Framsókn- arflokksins í Reykjavík 1962- 1966, átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins 1967- 1972 og i 14 manna fram- kvæmdastjórn flokksins 1970-1972; formaður SUF 1970-1972. Hann er bróðir Páls Péturssonar Hallested, þingmanns Framsóknar- flokksins. Friðgeir Björnsson er yfir- borgardómari i Reykjavík. Hann var framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknar- flokksins frá 1. október 1971 til 1. október 1972, formaður FFS 1966-1968, formaður FUF 1968-1969, í stjórn SUF 1966- 1974. Jón Skaftason er yfirborg- arfógeti í Reykjavík. Hann varð alþingismaður Fram- sóknarflokksins fyrir Reykja- neskjördæmi 1959. Gunnlaugur Eggert Briem er yfirsakadómari í Reykjavík. Hann og Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, eru systrasynir. Hallvarður Einvarðsson er ríkissaksóknari. Hann er bróðir Jóhanns Einvarðsson- ar, þingmanns Framsóknar- flokksins fyrir Reykjaneskjör- dæmi. Böðvar Bragason er lög- reglustjóri í Reykjavík, yfir- maður stærsta herafla lands- ins. Hann hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn. Æviráðning þessara manna til að fara með dómsvald, fógetavald, ákæruvald og lög- regluyfirvald yfir íslendingum er ótrúleg siðspilling og fyrir- litning fyrir velsæmi — af hálfu beggja — þeirra og Framsóknarflokksins. Hvað getum við gert?“ Spyr Hörður Rist Ólafsson. Ætli þeirri spurningu verði ekki frekast beint til núver- andi dómsmálaráðherra. Hann hefur jú frumvarpið um gjörbreytta skipan dóms- kerfisins undir höndum og er í lófa lagið að fella niður ævi- ráðningu þessara manna í frumvarpinu. Spurningin er aðeins sú hvort Framsóknar- ráðherrann Halldór Ásgríms- son leggur frumvarpið fyrir þingið í vetur eða til svefns til að þóknast flokksbræðr- um sínum. I PRESSUNNI i gær er spurt hvort samkynhneigð geti smitast á fundum. Tilefnið er deila sem rokið hefur upp vegna kynningar sem Sam- tökin '78 héldu fyrir 13-15 ára unglinga í félagsmiðstöðinni Árseli fyrir nokkru. PRESSAN tók viðtal við Gisla Á. Egg- ertsson hjá iþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur vegna þessa. Gísii segir: „Það er misskilningur að Samtökin ’78 hafi haldið fund i félagsmiðstöðinni Árseli. Fólk frá samtökunum kom hins vegar á kynningarfund sem krakkarnir héldu sjálfir. Það er ekkert óvenjulegt við það, krakkarnir hafa haldið fundi um ýmis málefni og staðið sig mjög vel. Mér þætti miður ef á að fara að gera slikt tortryggilegt... Við erum fylgjandi for- dómalausri umfjöllun um kynferðismál i viðasta skiln- ingi þess orös. í þeirri um- ræðu sem nú fer fram um kynlíf, kynhlutverk og kyn- sjúkdóma tel ég að sé ekki hægt aö útiloka umfjöllun um þennan hluta kynlífsins. Og ég treysti mér til að full- yrða að hún hafi verið for- dómalaus og með miklum ágætum í félagsmiðstöðvun- um.“ “ Og í PRESSUNNI er líka rætt við Þorvald Kristinsson hjá Samtökunum 78. Þar segir Þorvaldur að á kynning- arfundum Samtakanna skjóti yfirleitt upp sömu spurning- unum; oft mjög lituðum af fordómum og fáfræði. Þor- valdur segir ennfremur: „Fyrir nokkrum árum send- um við framhaldsskólunum bréf þar sem við bentum á þann möguleika að við kæm- um og héldum kynningar- fundi. Yfirleitt eru þessir fundir þó haldnir að frum- kvæði kennara eða krakk- anna sjálfra. Ég man ekki eftir nema einu tilfelli þar sem varð rekistefna út af svona fundi. Þá bannaði skólastjóri hjúkrunarskólans okkur að koma. Nemendurnir báðu okkur kurteisiega af- sökunar, en hins vegar lýsti ráðuneytisstjóri því yfir að ef hann hefði vitað um svona fundi hefði hann lagt blátt bann við þeim. Þá svaraði skólameistari hér á suðvest- urhorninu því til að það kæmi ráðuneytisstjóra ekki hót við hverjum skólarnir byðu til sín. Þetta eru einu neikvæði viðbrögðin sem ég man eftir. Ef menn halda að með svona fundahöldum sé hægt að fleka menn til samkyn- hneigðar sýnir það ekkert nema óendanlega fáfræði. Samkynhneigð er alltof erfitt og fiókið hlutskipti til að nokkur láti lokkast til þess.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.