Alþýðublaðið - 25.11.1988, Qupperneq 4
4
Föstudagur 25. november 1988
Laus staða
Staða skattstjóra Austurlandsumdæmis er laus til
umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í
lögfræöi, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið lög-
gildingu í endurskoðun.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 29.
desember 1988.
Fjármálaráðuneytið,
21. nóvember 1988
^ETTA
er EKW HÆGT
_0gað ]?au noti
mÉ UMFERÐAR
Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík
Aðalfundur
félagsins verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg
18, þriðjudaginn 29. nóvember 1988, kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Félagsstjórnin.
Námsstyrkur
við Háskólann
í Minnesota
Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Há-
skólans í Minnesota (University of Minnesota) er ár-
lega veittur einn styrkur til íslensks námsmanns við
Háskólann í Minnesota. Styrkurinn nemur skóla-
gjöldum og dvalarkostnaði. Umsækjendur skulu
hafa stundað nám við Háskóla íslands og ganga þeir
fyrir sem lokið hafa prófi frá H.í.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og
skal umsóknum skilað þangað í síðasta lagi 16.
janúar n.k.
Háskóli íslands
LAUS STAÐA
í íslenskri málstöð er laus til umsóknar staða full-
trúa, sem hafi m.a. umsjón með skrifstofu, reikn-
ingshaldi og skjalavörslu.
Umsækjandi um stöðuna þarf að hafa góða almenna
menntun (háskólapróf æskilegt), gott vald á
islensku máli og verafærum að leiðbeinaöðrum um
einföld málfarsatriði. Umsækjandi þarf auk þess að
vera fær f Norðurlandamálum og ensku.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og
störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
23. nóvember 1988
Rœða Árna Gunnarssonar á 44. flokksþingi Alþýðuflokksins
KERFIÐ Á AÐ VERA
FYRIR MANNINN
Árni Gunnarsson alþingis-
maður flutti eftirfarandi ræðu
í almennum stjórnmálaum-
ræðum á 44. flokksþingj
Alþýðuflokksins um siðustu
hejgi:
íslenskt flokkakerfi er að
komast í þrot. Tiltrú almenn-
ings á stjórnmálaflokkum og
stjórnmálamönnum fer stöð-
ugt minnkandi. Ástæðurnar
eru einfaldar og augljósar, —
það gengur verr og verr að
mynda starfhæfar rikisstjórn-
ir, látlausar málamiðlanir
leiða til þess, að stefnumót-
un verður torleystur vandi,
ágreiningsefnum fjölgar, og
ríkisstjórnir missa tök á
meginþáttum þjóðlifsins, —
taka þá áhættu að láta reka á
reiðanum, og segja þá gjarn-
an, að önnur lögmál eigi að
ráða ferðinni í málaflokkum,
sem rikisstjómir verða að
stýra.
Það fjölf lokkakerf i, sem við
búum nú við er lýðræðinu
hættulegt, það beinlínis
stofnar því í voða. Almenn-
ingur missir trú og áhuga á
hlutverki stjórnmálaflokk-
anna, og kemst að þeirri
niðurstöðu, að það sé nánast
sama hverja það kjósi, — það
breytist ekkert. Svo fylgir
ákallið á sterka manninn í
kjölfarið.
DRAUMURINN
Einn af mörgum draumum
okkar jafnaðarmanna hefur
verið sá, að hér á landi reyn-
ist einhvern tíma unnt, aö
efla til áhrifa stóran og vold-
ugan flokk jafnaðarmanna og
félagshyggjufólks. Til þessa
hafa draumarnir fyrnst í hug-
um okkar eftir að svefni léttir.
Hinn pólitíski raunveru-
leiki, sem hefur snúist um
ágreining, oft persónulegan,
hefur eytt þessum draumum.
Þeir hafa verið hafðir á orði
en ekki á borði. — Það er
hins vegar borðliggjandi
núna, að aðstæður allar
knýja okkur til að rifja upp,
hvað okkur dreymdi.
Með einfaldara orðalagi:
Það stefnir í hreina upplausn
I íslenskum stjórnmálum, ef
þeir flokkar, sem kenna sig
við jöfnuð og félagshyggju,
ná ekki höndum saman til að
rífa niður múra tortryggni,
sundurþykkju og ágreinings,
sem ekki aðeins hefur staðið
þessum flokkum fyrir þrifum
um áratuga skeið, heldur
þjóðinni allri. Ef ágreinings-
mál núverandi stjórnarflokkai'
um stóriðju, varnarmál og
fleira, verður ekki leyst og
þessi ríkisstjórn klofnar, þá
þarf enginn að binda um
sárin, sem eftir stendur víg-
móður I þeirri viðleitni, að
koma reglu á íslenskt flokka-
kerfi. Þá getum við látið
okkur hætta að dreyma
næstu einn eða tvo áratug-
ina.
AÐ DEILA OG DROTTNA
Meginhlutverk Sjálfstæðis-
flokksins I íslenskum stjórn-
málum hefur verið, að deila
og drottna, — að sundra fylk-
ingum íslenskra vinstri-
manna, og hafa taum valds-
ins I hendi sér. Nú er Sjálf-
stæðisflokkurinn veikur og
sundraður, uppnám ríkir I
stjórnmálum almennt, boðuð
er stofnun nýrra flokka.
Þjóðin gerir sér grein fyrir
þvf, að stjórnlltil markaðs-
hyggja, hefur fært til fjármuni
Úr rœðu Jóhönnu Sigurðardóítur á aukaþingi Norðurlandaráðs
M
Omengað haf er lykilatriði
í tilveru íslensku þjóðarinnar
Aukaþing Norðurlandanna
um umhvertismál hófst i
Helsingör þann 16. nóvember
s.l. Fyrir hönd íslensku ríkis-
stjórnarinnar flutti Jóhanna
Sigurðardóttir ræðu á þing-
inu og kynnti sjónarmið ís-
lendinga. Alþýðublaðið birtir
hér kafla úr ræðu Jóhönnu:
Á sviði umhverfismála er
víða að finna brýn vandamáh
sem krefjast alþjóðlegra
lausna. Norðurlönd eiga að
hafa frumkvæði að því að ná
fram llfvænlegri þróun I
heiminum,
Eyðing ózonlags gufu-
hvolfsins er sívaxandi vanda-
mál og er nauðsynlegt fyrir
lífkeðju okkar jarðarbúa að
hætt verði notkun þeirra efna
sem skapa þetta vandamál.
Við á íslandi höfum nú til-
tækar upplýsingar um notk-
un slíkra efna hjá okkur
ásamt tillögum um hvernig
minnka megi notkunina. Er
unnið að framkvæmdaáætlun
I málinu. ísland hefur enn
ekki gerst aðili að Vínar-
samningnum um verndun
ózonlagsins og þar af leið-
andi ekki átt aðild að þeim
protokol, sem kenndur er við
Montreal, varðandi takmörk-
un á notkun ózoneyðandi
efna. Mér er ánægja að til-
kynna hér, að ísland mun ger-
ast aöili að þessum alþjóða-
sáttmálum og staðfesta þá.
ísland á ekki aöild að
Kaupmannahafnarsamningn-
um en undirbýr nú aðild að
þessum mikilvæga samning.
Ómengað haf er því ekki
aðeins áhugamál heldur lykil-
atriði I tilveru þjóðarinnar.
ísland barðist ötullega fyrir
gerð hafréttarsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Ef þjóðir
heims gerðust aðilar að haf-
réttarsáttmálanum yrði stigið
stærsta skrefið til að fyrir-
byggja mengun hafsins. í
skýrslunni um sameiginlega
framtíð okkar (Our common
Jóhanna Sigurðardóttir: Það
veldur mér vonbrigðum að ekki
skuli undirstrikuð þýðing aðildar
allra Norðurlandaþjóðanna á haf-
réttarsáttmála Sameinuðu þjóö-
anna...
future) sem samin er af
heimsnefndinni um umhverfi
og þróun (Brundtiand
Kommission) segir einmitt að
mikilvægasta byrjunarskrefið
sem þjóðir geta stigið til
verndar llfkerfi sjávar sem nú
er svo alvarlega ógnað sé að
fullgilda hafréttarsáttmálann.
í Brundtlandskýrslunni kem-
ur fram að það sé þýöingar-
mesta frumaðgerð sem
þjóöir geti gert til að verja
lífið og llfsskilyrðin I hafinu
sem allt annað llf hér á jörð-
inni byggist á.
Það veldur mér því von-
brigöum að ekki skuli undir-
strikuð þýðing aðildar allra
Norðurlandaþjóðanna að haf-
réttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna I þeirri áætlun sem
fyrir þessu þingi liggur um
mengun sjávar. Mikilvæg
forsenda þess að varðveita
lífið I hafinu er að mengun
eyðileggi ekki jafnvægi líf-
rikis eða hafi áhrif á heimila
nýtjngu auðæfa hafsins.
Ég hlýt að nefna hér þá
ógn sem stafað getur af
geislavirkum efnum. Slys eða
óhöpp sem skip hlaðin
geislavirkum efnum, olíu og
öðrum hættulegum efnum
yrðu fyrir I Norðurhöfum
gætu valdiö slíkri röskun í lif-
kerfi hafsins umhverfis ís-
land að afkoma þjóðarinnar
væri í hættu og heilsu og lífi
fólks á noröurslóðum stefnt í
bráðan voða. Að þvi þarf að
vinna með alþjóðlegum sátt-
málum að hindra slíka hættu-
lega umferð um heimshöfin
og það verður að lögfesta og
fylgja fast á eftir algjöru
banni við brennslu mengun-
arvaldandi efna á rúmsjó.
Þetta þýðir að við starfsleyfi
til verksmiðja, sem framleiða
hættuleg úrgangsefni, þarf
að gæta vel að því að úr-
gangsefnum sé eytt á tryggi-
legan hátt, þannig að eigi
valdi mengun í lífriki lands
og hafs.
Árið 1976 gekk ( gildi
Samningur Danmerkur, Finn-
lands, Noregs og Sviþjóðar
um umhverfismál. ísland átti
ekki aðild að gerð samnings-
ins en hefur hug á þvf að ger-
ast aðili og mun leita eftir því
við hin Norðurlöndin.
Það er von mín að okkur
auðnist á þessu þingi að
marka þau spor sem tryggja
betur verndun umhverfisins,
sem getur haft mikilvæga
þýðingu fyrir öll Norður-
löndin.
Markvissar aögerðir (
mengunarmálum og verndun
alls umhverfisins getur skipt
sköpum og haft úrslitaáhrif
fyrir þjóðir heims um líf á
jörðu. Það á því að verða
metnaðarmál hverrar þjóðar
að verndun umhverfisins sé
ávallt í fyrirrúmi.
Ég álít þvi mikilvægt fyrir
norræna samvinnu að við
getum samþykkt þær áætl-
anir sem liggja fyrir þinginu.