Alþýðublaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. nóvember 1988 5 Árni Gunnarsson alþingismaður. í þjóöfélaginu í ríkari mæli en dæmi eru til um, gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, upplausn heimila, andleg áþján gerviþarfa og ómennsks lífsgæðastuöuls færir fjölda karla og kvenna inn í myrka nótt vonleysis. Þjóóin leitar aö lausnaroröi og hún vill pólitískt afl, sem getur snúið óheillaþróun til betri vegar. Ef þetta er ekki jarðvegur fyrir öflugan jafnaöarmanna- flokk, þá veit ég ekki hvenær betur hefur veriö plægt. — Nú er þjóðfélagslegt veóurfar til aö skapa. Ég skora á okkur öll aö ganga út á akurinn meö þann einaröa vilja í far- teskinu, aö móta nýtt og voldugt stjórnmálaafl, — flokk, sem sameinar jafnaöar- og félagshyggjufólk. — Þetta tekur tíma, en þaö verður að taka til starfa. Ef ekki nú, þá skulum vió hætta að minnast á þennan gamla og nýja draum. Átökin í efnahagslífi þjóð- arinnar hin síöari árin, hafa vissulega mótaó alla póli- tíska umræðu. En mér hefur lengi fundist viö gleyma okkur um of við leiki og þrautir hagstjórnarinnar. Viö, sem erum á miöjum aldri, höfum orðiö vitni að þvi hvernig túlkun hagfræðikenn- inga hafa tekiö breytingum, úrlausnir gærdagsins oröið lítilsviröi í dag. Ekki fremur en aðrar kenningar, fá lausnir hagfræðinnar staöist á milli missera. Veiðimannaþjóöfé- lagiö okkar kallar oft á lausnir, sem ekki koma heim og saman við þær, sem beitt er i iðnvæddum þjóófélögum, þar sem tekjubreytingar veröa litlar frá ári til árs. Við skulum forðast að breyta hagfræðikenningum í trúar- skoðanir, en nýta okkur af- rakstur reynslunnar og breyta i samræmi viö aðstæður á hverjum tíma. AÐ GLEYMA EKKI MANNINUM Kenningasmiöjum hættir oft til að gleyma mikilvægum þætti: Manninum sjálfum. Þeir, sem smíðuðu kommún- ismann, gleymdu frumþörf- um mannsins, frelsinu, — frelsi til tjáningar og frelsi til athafna. Þeir héldu, að þeir gætu fært mannshugann ( fjötra. Mistökin eru nú að koma í Ijós. Þeir, sem smíðuöu mark- aðslögmál kaþitalismans, boðuðu lögmál hins sterka og að hver væri sinnar gæfu smiður, gleymdu þvi, að þaö fá ekki allir jafngóð smíðatól í hendur. Fátækt og firring hins undirokaða er þeirra fylgif iskur. Við verðum að gæta þess vandlega, að kerfið, af hvaða toga sem þaö annars er spunnið, á að vera til fyrir manninn, en maðurinn ekki fyrir það. Ég er ekki að gera lítið úr nauðsyn hagstjórnar, sem byggir á lögmálum hag- fræðinnar. En við megum ekki skilja þá ímynd eftir í huga almennings, að það eitt skipti máli, að hafa kenning- una á hreinu. Ég hef saknað umræöu um afkomu einstaklinganna í Stœrsti flokkurinn á Islandi FRJÁLSLYNDIR JAFNAÐARMENN Erindi Óskars Guðmundssonar ritstjóra Þjóðlífs á hliðarfundi um vinstri hreyfingu á 44. flokksþingi Alþýðuflokksins. samfélagi glórulausrar aug- lýsingamennsku, í eiginleg- um og óeiginlegum skilningi, þar sem megináherslan er lögð á lífsgæðastuðul, sem er svo hár, að lítil von er til þess, að stór hluti þjóðar- innar geti lyft sér i þær hæðir. — Höfum við ekki gleymt hlutskipti barna og unglinga í þjóðfélagi þrot- lausrar vinnu og fárra sam- verustunda. Getur verið, að við höfum gleymt þeim, sem lögðu grunninn að velferð okkar, umfjöllun um æskulýðsstarf, íþróttamál, menninguna, sem nú verður að takast á við æ voldugri keppinauta. Við ræö- um jafnréttismálin og mál- efni fatlaðra, en ekki nóg. — En auðvitað höfum við ekki gleymt þessum málaflokkum, við höfum kannski lagt þá til hliðar í bili, eða getur verið að hljómurinn hafi eitthvað dofnað í skarkala efnahags- umræðunnar. Við verðum að gæta þess vandlega, að ímynd jafnaðar- mannaflokksins, Alþýðu- flokksins, verði ekki öll mál- uð með sömu litunum. Það er hættulegt. UMHVERFISMÁLIN Ég vona, að nú séum við að taka frumkvæðið í um- hverfisverndarmálum. Það hefur sett að manni nokkra einmannakennd að fjalla um þau á vettvangi flokksins á undanförnum árum. Umhverf- ismálin er málaflokkur fram- tiðarinnar. Á þeim vettvangi eigum við að leita samstarfs viö þau samtök umhverfisverndar- manna hvarvetna í heiminum, sem við eigum samleið með. Megi því tímabili Ijúka, að þeir verði kallaðir hryðju- verkamenn, sem vilja koma í veg fyrir mengun lífgjafa íslensku þjóðarinnar. ÞRÓUNARMÁLIN Umhverfismálin er málaflokk- ur hinna ungu. — Það eru þróunarmálin einnig. Þar er nú svo komið, að íslendingar geta hvergi rætt þau kinn- roðalaust. Á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna höfum við heitið því, að verja 0,7 af hundraði þjóðartekna til þró- unarmála. Um þetta hefur Alþingi gert sérstaka sam- þykkt. En líklega heyrum við ekki grát hinna hungruðu á fjarlægum ströndum. Á þessu ári er framlag okkar til þriðja heimsins 0,06 af hundraði. Við þyrftum að gera betur en tífalda þessa upphæð til að ná0,7 prósent markinu. Þetta verður að breytast. Þetta er mál unga fólksins, þetta er mál okkar. — Við viljum ekki bara jafna kjörin i okkar landi. Jafnaðarstefnan er alþjóðleg, hún snýst um gæfu og afkomu alls mann- kyns. Mál unga fólksins eru okkar mál, og unga fólkið í flokknum er okkar mál. Það er mjög tímabært að efla samtök þeirra. Þau hljóta að vera grundvöllurinn, sem við byggjum á. BEITUM VOPNINU í samanburði við stærð hefur Alþýðuflokkurinn unnið þessari þjóð meira gagn í gegnum tiðina, en voldugri flokkar og fjölmennari. Hugsjón okkar er beittara vopn en flestir eiga. Þessu vopni verðum við að beita, höggva okkur slóð til allra átta. Til þess höfum við afl í forystu og fótgönguliði. Meö manneskjuna sem gunnfána, koma fram breyttar áherslur. Við þurfum á þvi að halda til að bæta hag okkar í hugum almennings og til að opna dyr í átt til voldugs jafn- aðarmannaflokks. — Lifi jafn- aðarstefnan. Á flokksþingi Alþýðu- flokksins sl. laugardag var haldinn hliðarfundur um vinstri hreyfinguna. Fram- sögumenn voru Ingibjörg Sólrún Gisladóttir ritstjóri Veru og fyrrum borgarfulltrúi Kvennalista, Óskar Guð- mundsson ritstjóri Þjóðlífs og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur. Alþýðu- blaðið birtir hér orðrétt erindi Óskars Guðmundssonar og vonast einnig til að geta greint fljótlega frá málflutn- ingi annarra framsögumanna. Islenska flokkakerfið er úrelt. Stjórnmálaflokkarnir eru tæki fólks til að koma ákveðnum hugmyndum í framkvæmd, farvegir hug- mynda fólks. Auðvitað getur stjórnmálaflokkur aldrei full- nægt öllum væntingum ein- staklinga til þeirra. Og í þjóö- félagi sem breyst hefur jafn hratt og okkar, í þjóðfélagi sem sífellt verður flóknara, margþættara, eru einstakl- ingarnir sjálfir orðnir öðru- vísi. Einstaklingurinn hugsar eftir margvíslegum brautum og tekur við margvíslegum boðum frá umhverfi sínu og mótar afstöðu sína á fjöl- breyttan hátt. Þess vegna getur aldrei verið um full- komna samsömun að ræða milli pólitískra viðhorfa ein- staklinga og stjórnmála- flokks. Sem betur fer er manneskjan fjölþættari en svo. En einstaklingar ganga í stjórnmálaflokka eða veita þeim liðsinni sitt þrátt fyrir það að þeir geta ekki sett jafnaðarmerki milli sín og flokksins. Það gera menn vegna þess að stjórnmála- flokkarnir eru einna áhrifa- ríkustu tækin til að hafa áhrif i þjóðmálum, þó flokkarnir séu fjarri því að vera einu tækin til áhrifa. Einstakling- urinn á marga möguleika til áhrifa, flokkarnir eru meðal þeirra áhrifavalda i mótun þjóðfélagsgerðar sem liggja beinast við. Engu að síður gengurmikill minnihluti ein- staklinga til liðs við stjórn- málaflokka og þeim hefur stöðugt fækkað sem ganga til starfa fyrir stjórnmála- flokkana. I þeirri staðreynd felast ýmsar vlsbendingar t.d. um breytingar á þjóðfélaginu ( átt frá flokkunum. Stjórnmálaflokkarnir okkar eru flestir til orönir við ríkj- andi aðstæður frá 1916 til 1930 og hafa skilaö góðu opnu lýðræðisþjóöfélagi til samtímamanna. En ekki virð- ist heldur litið fram hjá þeirri staöreynd að flokkarnir eru söguleg arfleifð. Og það er sagan, fortiðin, sem skiptir fjölmörgu fólki milli stjórn- málaflokka í dag. Vissulega er margt og mikið sem skiptir máli. Við viljum stjórn- málaflokka sem vilja hafa áhrif á hvernig framtíðin verð- ur. Þess vegna verðum við að losna úr viðjum fortiðarinnar og vinna okkur út úr gamla flokkakerfinu. Staðreyndin er auðvitaö sú, að oft á tíðum er fólk inn- an stjórnmálaflokkanna meira ósammála en milli flokkanna. Flokkarnir endur- spegla ekki lífsviðhorf fólks, „Færa má gild rök að þvi að sam- kvæmt viðhorfum sé flokkurinn Frjálslyndir jafnaðarmenn lang stærsti flokkur á íslandi. Gallinn er bara að sá flokkur er ekki til. Ekki enn,“ segir m.a. í erindi Óskars Guðmundssonar. jafnvel eigin flokksmanna, betur en svo. Færa má gild rök að því að samkvæmt við- horfum sé flokkurinn Frjáls- lyndir jafnaðarmenn lang stærsti flokkur á íslandi. Gallinn er bara sá að sá flokkur er ekki til. Ekki enn. Meginreglan er sú, að þvi stærri sem flokkur er, þeim mun áhrifameiri ætti hann að vera. Slikur flokkur þarf ekki að verða nein halelújasam- koma. En fólki þykir áreiðan- lega skára að skiptast á skoðunum í stórum flokki en litlum. Margir meinbugir kunna að vera á þessu ráði. En þeir eru áreiðanlega færri en jóeir sem skipta fólki milli flokka í dag. Það kann að vera að arf- leifðin, forneskjan, sé sterk- ari í einum flokki en öðrum. Sú forneskja, kreddurog sósíalfska klisjupólitík, sem stundum gerirvart við sig kann að verka sem tregöulög- mál á formleg endalok Alþýðubandalags og stofnun nýs flokks. Það er meira en hugsanlegt að lýöræðiskyn- slóðinni þar hafi mistekist það sögulega hlutverk sitt eins og mörgum fyrirrennur- um að fylgja „gamla flokkn- um“ til grafar. En forræði gamalsósialiskra flokka er jafn búið eftir sem áður. Klisjurnar gerast ekki lífvæn- legri, brattari með árunum og öðlast ekki raunverulegt líf að nýju. Sú arfleifð sem haldið hef- ur fastast í ákveðinn part Alþýðubandalagsins kann að vera það sterk, að sá hópur vilji ekki leggja sjálfan sig niður til að stofna nýjan flokk meö Alþýðuflokknum. En er það ekki eðlilegur og e.t.v. heilbrigður fylgifiskur upp- stokkunar flokkakerfisins að til verði 2%-4% flokkur þar sem kallað er yst til vinstri. Sömuleiðis er sjálfsagt til einhver hópur innan Alþýðu- flokksins sem ekki getur hugsað sér samstarf eða sameiningu við aðra jafnaðar- menn. En hann hefur þá í önnur hús að venda. Sú kenning er stundum viöruö á hátíðisdögum að flokkur og hreyfing, Alþýðu- flokkur/Alþýðubandalag og verkalýðshreyting séu eitt. Og ég get ekki stillt mig um að hnýta í þessa kenningu. „Verkalýðsflokkarnir" hafa þá stillt dæminu upp með hlið- stæðum hætti og sósíal- demókrataflokkar og verka- lýðshreyfing í Skandinavíu. Staðreyndin er hins vegar sú, að verkalýðshreyfing hér á landi er „plúralistisk", fjöl- þátta, þar ættu margir stjórn- málaflokkar og einstaklingar að hafa áhrif. Því ættu kostir íslenskrar verkalýðshreyf- ingar að vera einmitt þessir, — að þar hafi margir hópar og flokkar áhrif, að enginn einn flokkurhefði þarfor- ræði. Hins vegar hafa menn úr flokkum gert með sér slikt Singapore-samkomulag um forræði verkalýðsfélaga aö kostirnir hafa ekki fengiö að njóta sín. Það er kominn tími til að horfast i augu við að verkalýðshreyfing á að vera verkalýðshreyfing, en flokkar flokkar. Tímans tönn vinnur á flest- um mannanna verkum. Sam- vinnuhreyfing og verkalýðs- hreyfing voru auðvitað burð- arás framfara og velferðar á íslandi um langan aldur. En í dag hefur ýmislegt breyst. Samvinnuhreyfingin i dag er ekki sú sama, hún hefur öðru mikilvægu hlutverki að gegna í dag en fyrir áttatíu árum. Öðru hlutverki. Verka- lýðshreyfingin hefur einnig annað hlutverk i þjóðfélaginu í dag en í árdaga. Þessar voldugu stofnanir hafa fengið með timanum eigið líf og til- verugrundvöll sem þarf að verja og sækja fyrir. Þeir hagsmunir t.d. verka- lýðshreyfingar sem hún á sjálf og telur sig þurfa að berjast fyrir, þurfa ekki endi- lega að falla saman við hags- muni þeirra sem eru í verka- lýðsfélögunum. Mér er til dæmis til efs að stefna verkalýðshreyfingarinnar í vaxtamálunum sem birtist í Iífeyrissjóðapólitík hennar séu þóknanlegar félögum í verkalýðsfélögunum. I þeirri vaxandi streitu milli þeirra sem lána og þeirra sem skulda í íslensku þjóöfélagi er verkalýðshreyfingin báðum megin og kannski of mikiö hinum megin. Það eru líka stundarhagsmunir lífeyris- sjóðanna. Hins vegar kann þeim sem þarf aö greiða allt að 10% raunvexti af lánum frá lífeyrissjóðunum að finn- ast verkalýðshreyfingn komin í annað og ókristilegra hlut- verk en henni var í upphafi ætlað. Flokkur frjálslyndra jafnaö- armanna er fyrir löngu orðinn nauðsyn. Flokkurinn sem ætlar sér að hafa áhrif á hvernig framtíöin lítur út; við frjálslyndir jafnaðarmenn eig- um ekki einungis systkini i Iffsviöhorfum meðal Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags heldur og meðal fylgismanna Kvennalistans, Framsóknar- flokksins, Borgaraflokksins og Sjálfstæöisflokksins. Og það er ekki verra fólk á miðj- unni og til hægri en á vinstri vængnum. Frjálslyndir jafn- aðarmenn er stærsti flokkur- inn. Frjálslyndir jafnaðar- menn eiga mikið verk fyrir höndum við mótun islenska þjóðfélagsins (framtíðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.