Alþýðublaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 25. nóvember 1988 Nýr bílasýningarsalur Ljósm.: G.T.K. Nýlega opnaði Hekla hf. nýjan bílasýningarsal i Brautarholti 33 og nefnist hann Bilaþing. Með tilkomu nýja salarins eykst húspláss hjá Heklu hf. í sölu á notuðum bílum um 150% og er nú rými fyrir rúmlega hundrað bíla inni. Að sögn Finnboga Eyjólfssonar blaðafulltrúa Heklu, sem sést á meðfylgjandi mynd í nýja salnum, verða engir bilar framvegis geymdir úti, en viðskiptavinirnir geta skoðað alla notaða bíla inni í hlýju og björtu húsnæði. Verður hægt að aka bilunum beint i stæði i nýja salnum eftir prufuakstur. Allir bilar sem koma til sölu i Bílaþingi eru þrifnir og prófaðir af starfsmönnum fyrirtækisins, sem eru fimm talsins. Skráning bifreið- anna er tölvuvædd og liggja því allar upplýsingar fyrir um leið og viðskiptavinurinn biður um þær. Bjargvætturinn Fimm sögur um Morgan Kane í einni bók eftir Louis Masterson Hér er um aö ræða „stóra“ Morgan Kane-bók, þá síðustu í röð stórra Morgan Kane- bóka sem Prenthúsið hefur gefið út fyrir jól síðastliðin ár. Söguhetjuna Morgan Kane þarf ekki að kynna fyrir íslenskum bókaunnendum. Um hann hafa komið út á ís- lensku hvorki meira né minna en tæplega 70 bækur, og virðist ekkert lát á vinsæld- um hans. Höfundurinn Louis Master- son heitir réttu nafni Kjell Hallbing. Hann starfaói sem gjaldkeri í banka þegar hann hóf að skrifa bækurnar um Morgan Kane. Sögusvið þessara bóka er Villta vestrið, en þangað hafði höfundur aldrei stigið fæti, þegar hann hóf skriftir. Samt telja sér- fræðingar að honum takist einkar vel að lýsa umhverfi þessara ára, sem og and- rúmslofti og viöhorfum. Þessar fimm sögur eiga það sammerkt aö Morgan Kane tekst á hendur erfið verkefni, öðrum til hjálpar. Hann svífst einskis til að leysa þau vel af hendi. Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð og til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla 1. Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslend- ingi til háskólanáms I Svíþjóö námsáriö 1988-89. Styrkfjárhæðin er 4.160 s.kr. á mánuöi í 8 mánuði. — Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa Islendingum til vísindalegs sér- náms I Svíþjóö á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skiþting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. — Enn- fremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á aö sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóöa fram I löndum þeim sem aðild eiga aö Evrópuráö- inu en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa erlend- um ungmennum til námsdvalar viö norska lýö- háskólaeðamenntaskólaskólaárið 1989-90. Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut íslendinga. Styrkfjárhæöin á aö nægja fyrir fæöi, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. — Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviöi félags- og menningarmála. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. á sérstökum eyðublöð- um sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 23. nóvember 1988 Lögfræðingur Umsóknarfrestur um stöðu lögfræðings hjá Fangelsismálastofnun ríkisins er fram- lengdur til 2. desember 1988. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. nóvember 1988 ^tillitssemi^V—— A Bílbeltin ALLRA HAGURJjS hafa bjargað FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fósturekóla íslands vantarstundakennara I nær- ingarfræði til að kenna 6 tíma á viku og í framsögn : 12 tíma á viku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólastjóra Fósturskóla íslands v/Laugalæk, 105 Reykjavík, fyrir 5. desember n.k. Menntamálaráðuneytið KRATAKOMPAN KRATAKAFF Munið kratakaffið miðvikudag- inn 30. nóvember kl. 20.30 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna. Gestur fundarins verður Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnað- arráðherra. Komum, spjöllum og spáum I pólitíkina. I Aðalfundur Félag ungra jafnaðarmanna i Kópavogi heldur aðal- fund n.k. laugardag 26. nóv. kl. 20.00 í Félagsmiðstöð Alþýðuflokksins, Hamraborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir félagar velkomnir. Baráttukveðjur. Stjórnin OPIÐ HÚS Skrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í Alþýðu- húsinu við Strandgötu verður framvegis opin 2 daga I viku, þriðjudaga og föstudaga frá kl. 15.00 til 17.00. Á skrifstofunni verður Ingvar Viktorsson bæjarfull- trúi til viðtals fyrir gesti og gangandi. Bæjarbúar eru hvattir til að líta inn og ræða málin. □ 1 2 r 4 5 6 □ 7 ff 9 ÍÖ □ í □ 12 13 • ' ! 1 □ • Krossgátan Lárétt: 1 prútta, 5 sár, 6 fjár- muni, 7 silfur, 8 sléttur, 10 tónn, 11 angur, 12 hlýja, 13 rumar. Lóörétt: 1 japla, 2 tóma, 3 ónefndur, 4 hrellir, 5 þættir, 7 vesall, 9 mæla, 12 kliöur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 svíri, 5 glas, 6 lög, 7 ól, 8 opnaði, 10 pp, 11 fis, 12 kant, 13 akarn. Lóðrétt: 1 slöpp, 2 vagn, 3 ís, 4 aflist, 5 gloppa, 7 óöinn, 9 afar, 12 KA. • Gengið Gengisskráning 22 - 24. nóv. 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 45,210 45,330 Sterlingspund 82,926 83,147 Kanadadollar 37,799 37,900 Dónsk króna 6,8164 6,8345 Norsk króna 6,9570 6,9755 Sænsk króna 7,5312 7,5512 Finnskt mark 11,0809 11,1103 Franskur franki 7,7006 7,7210 Belgiskur franki 1,2557 1,2590 Svissn. franki 31,3632 31,4464 Holl. gyllini 23,3327 23,3991 Vesturþýskt mark 26,3117 26,3815 itölsk lira 0,03541 0,03551 Austurr. sch. 3,7410 3,7509 Portúg. escudo 0,3158 0,3167 Spánskur peseti 0,4005 0,4016 Japanskt yen 0,37291 0,37390 írskt pund 70,277 70,463 SDR 24.11 62,0168 62,1814 ECU - Evrópumynt 54,5572 54,7020 • Ljósvalcapunktar • RUV Kl. 21.25. Söngelski spæjar- inn. Á pappírnum góð mynd af söguþræðinum að dæma. Aðalpersónan liggur á spltala og skrifar sakamálasögu. Vegna veikinda sinna á hann erfitt með að greina muninn á raunveruleika og ímyndun. • Stöð 2 Kl. 20.45. Alfred Hitchcock. Hann er kaliaður meistari hrollvekjunnar i dagskrárkynn- ingum, en hér er augljóslega enginn Stephen King á ferð. Hins vegar góður á sinn hátt, háðfugl sjálfur og naskur á spennuna. • Ras 1 Kl. 18.03. Þingmál. Arnar Páll Hauksson greinir frá helstu afrekum og/eða afrekaleysi handhafa löggjafarvaldsins. Á eftir tónlist, væntanlega ættjarðarlög. • RÓT Kl. 18.00. Upp og ofan í umsjá Halldórs Carlssonar. Að baki UOO standa ego-anarkískir andfélagslegir en kúltlveraðir sjentilmenn, sem kalla ekki allt ömmu sína...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.